Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 56

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 56
aðsmöguleika heima fyrir eða framleiða til út- flutnings. fi. f fjármagnsfrekum greinum svo sem skipa- smíða- og viðgerðaiðnaði þurfa stjórnvöld og fjárfestingastofnanir að gera sér grein fyrir hagkvæmri verkaskiptingu stöðva þannig að framboð og eftirspurn haldist í hendur og tryggð sé hámarks samkeppnishæfni og nýting. Þessi örfáu stefnuatriði, sem ég hef drepið á hér eru vissulega engan veginn tæmandi, rniklu frekar sýnishorn. Heila málið er það, að enn vant- ar mikið upp á, að Islendingar séu almennt farn- ir að átta sig á því, að ísalnd er orðið hluti af al- þjóðlegu markaðstorgi, þar sem lögmál sam- keppni, framboðs og eftirspurnar gilda alfarið. Ekki verður sagt að við séum sérlega vel í stakk búin til að mæta til þessarar glímu. Frarn til þessa hefur íslenskur hugsanagangur verið frekar inn- hverfur. Við höfum með fáeinum undantekning- um Italdið dauðahaldi í atvinnuuppbyggingu sem mótaðist á fyrri hluta aldarinnar. „Alvöruat- vinnuvegirnir" liafa haft algjöran forgang um fjármagn fram á þennan dag og áfram er fjár- magninu dælt út í æðar atvinnulífsins eftir hin- um vélgenga pólitíska hjartslætti sjóðakerfisins. Allt ta) um iðnþróun, svo ég ekki minnist á áætl- anagerð þar að lútandi, verður nánast hjákátlegt, á meðan við ausum stórfé í það að gefa útlending- um landbúnaðarafurðir og höldum áfram að yfir- fjárfesta í of stórum fiskiskipaflota eftir þvf sem aflatakmarkanir verða þrengri. Hagkeðjan hans Kristjáns Friðrikssonar er ekki síst athyglisverð fyrir það, að hann skoðar myndina í lieild, land og haf, atvinnulíf og þjóðarhag. Innbyrðis er allt atvinnulíf okkar nátengt, eitt mengi, ef svo mætti segja. Hvað er háð öðru: Þéttbýli- dreifbýli, iðn- aður landbiinaði, sjávarútvegur iðnaði, land- búnaðar sjávarútvegi og öfugt. í reynd á hvað að styðja annað. Forsendan er, að eitt sé ekki rekið á kostnað annars, heldur gildi sömu leikregiur og jafnræði sé með atvinnuvegum. Öðruvísi fæst ekki rétt mynd af möguleikum þjóðarbúsins. Ýmis fleiri göt virðast vera á efnahagsstefnu okkar en vélgengi sjóðakerfisins. Það er að vísu náskylt, en arðsemissjónarmið virðast týnd og tröllum gefin, ríkisvaldið beitir ofríki á fjár- magnsmarkaðnum, verðlagsmyndun byggist á forsendum vöruskorts ,fjármagn einstaklinga forðast atvinnureksturinn eins og lieitan eldinn og árangurinn af öllu saman er blómlegasta verð- bólga á vesturlöndum og geigvænleg skuldasöfn- un erlendis. Ef til vill finnst einhverjum, að hér sé verið að mála skrattann á vegginn, og jafnvel að þetta sé umræðuefninu óviðkomandi. Ég tel að svo sé ekki. Sveitarstjórnir, sem áhuga hafa á að leggja lið sitt fram til iðnþróunar í landinu hljóta jafn- framt því, sem þær leita að leiðum til þess, að átta sig á stöðunni almennt. Iðnaðurinn er oft nefndur stöðugleikaatvinnu- vegur. Hann má illa við því, að þjóðarskútan ruggi mikið á sjó efnahagslífsins. Að sama skapi stuðlar hann að stöðugleika og jafnvægi eftir því sem honum vex ásmegin. Um þessar mundir eru vaxtarskilyrði íslensks iðnaðar ekki sérlega glæsileg. Vaxandi erlend samkeppni og verðbólgusjúkdómurinn eða öllu heldur orsakir lians gera honum lífið talsvert erfitt. Á hitt er að líta, að skilningur stjórnvalda og almennings á gildi iðnaðarins og högum hans virðist fara stöðugt vaxandi. Það er iðnþróun en ekki bylting ,sem við hljót- um að stefna að. Þróun tekur tíma. Margvíslegar tillögur liggja fyrir um, hvað gera þarf. Fram að þessu hafa sveitarfélög lítt blandasi; inn í þá mynd. Hugsanlega verður þessi ráð stefna til þess að valda hér nokkrum þáttaskilum Sem framlag til umræðunnar vil ég því taka upp þráðinn þar sem áður var frá horfið og leitast við að sundurliða eða flokka þær aðgerðir eða leiðir, senr mér virðast koma til greina, að sveit- arfélög fari eða hugleiði varðandi stuðning við iðnþróun landsmanna. Slík stefnumótun verður vissulega að taka mið aí' því, hvaða hlutverk ríkisvaldið ætlar sér í þessu efni. Sömuleiðis yrði lítill fögnuður að því, að sveitarfélögin færu að ganga inn á verksvið ein- staklinga og samtaka þeirra. Þá ber einnig að hafa í huga, að vafasamt gæti reynst fyrir sveitar- félögin að efna til samkeppni innbyrðis um hylli iðnfyrirtækja. Staðbundin skammtímasjónarmið yrðu íslenskri iðnþróun a. m. k. ekki til fram- dráttar. Leiðir sveitarfélaga til stuðnigs við iðnþróun I. Hefðbundin verliefni: Skipulag Lóðir Hafnaraðstaða Gatnagerð Holræsi Vatn Rafmagn II. ívilnanir v/gjalda: Gatnagerðargjöld Fasteignagjöld Aðstöðugjöld Þjónustugjöld Framh. á bls. 53 50 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.