Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 28
og viðhalds framleiðslutækja og mann-
virkja verður hvorki stundaður fram-
leiðsluiðnaður, sjávarútvegur né fram-
leidd raiorka. Dragist greinar eins og
málmiðnaður og byggingariðnaður aftur
úr í uppbyggingunni vegna skilningsleys-
is á mikilvægi þeirra, mun það orsaka dýr-
ari og lakari vöru og jrjónustu þessara
gxeina. Ef þróunin verður þessi, bitnar
jrað beint eða óbeint á framleiðslunni,
sem þá verður verr samkeppnisfær við er-
lenda keppinauta. Afleiðingin af hærri
framleiðslukostnaði en vera þyrfti, er ein-
faldlega minni verðmætasköpun og lakari
lífskjör en elia.
í ályktun Iðnþings er lögð á það þung áhersla
að sama liætta leynist í of einhæfri og ógrundaðri
iðnaðarstefnu, eins og í hinu hefðbundna mati á
atvinnuvegunum, sem valdið hefur því, að haldið
er áfram að auka fjárfestingu í sjávarútvegi og
landbúnaði, sem ekki skilar nauðsynlegri fram-
leiðsluaukningu.
2. Innkaup opinberra aðila
í ályktun Iðnþings um þetta mál eru settar
fram tillögur og ábendingar, sem varða innkaup
opinberra aðila. Þar er talið æskilegt að innkaupa-
stofnanir og innkaupastjórar settu sér þá almennu
reglu, að athuga livort vara eða þjónusta sé fáan-
leg innanlands og gefi innlendum aðilum ævin-
lega kost á að gera tilboð áður en gerðir eru
samningar við erlenda aðila. Setja reglur um mat
og samanburð á innlendum og erlendum tilboð-
urn opinberra aðila, þar sem tekið er nrið af fleiri
atriðum en tilboðsupphæð, en slíkt tíðkast víða
erlendis.
Útboð þurfi að koma með það löngum fyrir-
vara, að innlendum fyrirtækjum sé mögulegt að
bjóða í verkin. í þessu sambandi sé rétt að hafa
í huga, að oft er ekki á færi innlendra aðila að af-
greiða vöru eða inna af hendi þjónustu á jafn
skömmum tíma og erlend (stór)fyrirtæki. Lengri
afgreiðslufrestur kemur því í mörgum tilfellum
innlendum aðilum til góða.
Stuttur afgreiðslutími veldur því í sumum til-
fellum, að jafnvel gefst ekki tími til öílunar hrá-
efna, sem oftast koma erlendis frá, hvað þá að
tími gefist til að vinna úr efninu. Þetta hefur
margoft valdið því, að innlendir aðilar hafa
hreinlega engin tök á að bjóða í verk.
Hins vegar ætti í mörgum tilfellum að vera
hægt að anna fleiri stórum verkefnum á íslenskan
mælikvarða, ef innlendum aðilum væri gefinn
kostur á að afhenda vöru eða vinna að verkefnum
í fleiri og smærri áföngum. Þannig gæti lengri af-
greiðslufrestur unnist upp og jafnvel sparast
kostnaður.
í hönnun bygginga og í útboðsskilmálum al-
mennt eru oft ónauðsynleg ákvæði, um það efni
(hráefni), sem nota skal. Er af Jressum sökum oft
ógerlegt að nota íslenska framleiðslu, þó jafngóð
sé og fullnægi að öllu leyti kröfum um notagildi
sem gera Jrarf.
3. Útflutnings- og markaðsmdl
í ályktun Iðnþings um útflutnings- og mark-
aðsmál er bent á, að mjög erfitt sé að fá fjármagn
til markaðsöflunar, sem sé bæði tímafrek, dýr og
áhættusöm. Talið er vænlegast til árangurs að
efla starfsemi Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins,
þannig að hún geti náð yfir fleiri svið en hingað
til.
Þá er í ályktun Iðnþings lögð áhersla á að víða
liggi á innlendum markaði ónýtt framleiðslutæki-
færi, j)ar sem innflutningur vöru og þjónustu er
nú allsráðandi. Má þar sem dæmi nefna ýmis hrá-
efni til bygginga, nýsmíði skipa og viðgerðir skipa
og flugvéla.
4. Stálbrœðsla
í ályktun Iðnþings um þetta mál segir:
Iðnjring ályktar að skora á stjórnvöld, að
hraða sem mest ákvörðunartöku um hvort
stofna skuli stálbræðslu hér á landi, til frarn-
leiðslu á steypustyrktarjárni
Ljóst er, að stofnun og rekstur stálbræðslu
er svo fjárfrekt fyrirtæki, að í Jiað verður vart
ráðist nema til komi Jiátttaka opinbena að-
ila í formi ríkisábyrgðar og/eða bein eign-
araðild.
Þetta mál hefur nú verið stöðugt í athugun
um árabil og hvað eftir annað verið gerðar
athuganir á rekstrargrundvelli slíkrar verk-
smiðju. Á meðan er Jiað, brotajárn, sem til
fellur í landinu, ýmist grafið í jörð eða selt
úr landi fyrir lítið.
5. ÍST 30
Á Iðnþingi voru samþykktar tillögúr um all
viðamiklar breytingar á Almennum utboðs- og
samningsskilmálum um verkfrarnkvœrndir, sem í
daglegu tali er nefndur íslenskur staðall nr. 30.
Miða þessar breytingar að bættum vinnubrögðum
og eðlilegri viðskiptaháttum við verksamninga
og meðferð útboða og tilboða.
22
TIMARIT IBNAÐARMANNA