Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 10
Hæstvirtur iðnaðarráðherra og frú, bæjarstjóri, virðulegu gestir, góðir iðnþingsfulltrúar. Ég býð yður öll velkomin til setningar 37. Iðnþings Ís- lendinga. Sérstök ánægja er mér að bjóða velkonma vini vora ogfrændur frá Norðurlöndum, forystumenn samtaka ,sem við á mörgum undanförnum árum höfum átt góð viðskipti við og hafa miðlað okkur af fróðleik sínum og þekkingu. Verið hjartanlega velkomin. Frá síðasta Iðnþingi hafa látist nokkrir menn, sem settu svip sinn á Iðnþing íslendinga og við söknum í dag. Adolf Björnsson rafveitustjóri, Sáuðárkróki, fæddur 28. febrúar 1916, lést 3. febrúar 1976. Árni Guðmundsson bakarameistari, Reykjavík, fæddur 2. nóvember 1916, lést 3. nóvember 1976. Indriði Helgason rafvirkjameistari, Akureyri, fæddur 7. október 1882, lést 25. mars 1976. Marsellíus Bernharðsson skipasmíðameistari, Ísaíirði, fæddur 16. ágúst 1897, lést 2. lebr. 1977. Olafur Guðmundsson húsgagnasmíðameistari, Reykjavík, fæddur 1913, lést 11. desember 1976. Þessir menn áttu það allir sameiginlegt að vera góðir iðnaðarmenn og miklir félagsmálamenn, voru valdir til forystu og voru verðugir þess trausts, sem þeim var sýnt. Þeir skiluðu miklu dagsverki hver og einn og við stöndum í þakkar- skuld. Ég leyfi mér að biðja viðstadda að votta hinum látnu félögum vorum virðingu og þökk með því að rísa á fætur. Þegar við gengum til síðasta Iðnþings, á árinu Þingsetningarræða Sigurðar Kristinssonar forseta Landssambands iðnaðarmanna 1957, hafði nýlega skollið ylir meiri verðbólgu- alda en nokkru sinni áður hér á landi. Það er raunar ekkert nýmæli, að við íslendingar þurl'um að berjast við verðbólgu, sem hefur verið fylgi- fiskur allt frá stríðslokum. En árið 1974 keyrði þó um þverbak og þessi gamli meinvættur komst upp í 55% á einu ári. Ennþá stöndum við í þess- ari, að því er virðist, stöðugu baráttu við að halda verðlagi í skefjum, þótt árangurinn hafi að und- anförnu verið all miklu skárri en umrætt ár. Á árinu 1975 og fyrri hluta ársins 1976 voru viðskiptakjörin mjög bágborin og verðlag á út- llutningsafurðum nægði ekki til að vega upp á móti háu kostnaðarhlutfalli innanlands. Þjóðin lifði um efni fram og gTeiðsluhalli gagnvart út- löndum varð hvorki meira né minna en tæp 12% af þjóðartekjunum eða yfir 23.000 milljónir kr. á árinu 1975. Nokkuð dró úr þessu á árinu 1976, en engu að síður var vandinn mikill. Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessum vanda með ýmsum ráðstöfunum, senr mönnum hefur sýnst sitthvað um. Það tæki of langan tíma að brjóta til mergjar hverja einstaka ráðstöfun sem gerð hefur verið. Ég vil bó benda á, eins og raun- ar kemur fram í þeim gögnum, sem lögð verða fyrir Iðnjringið, að svo virðist sem verðstöðvunar- tilburðir verðlagsyfirvalda hafi haft takmörkuð áhrif, enda sýnist mér litlar vonir um að svo geti orðið. Samræmd efnahagsstjórnun og varanlegur bati á viðskiptakjörunum hafa orðið til þess að nú á miðju ári voru horfurnar í efnahagsmálunum all iniklu betri en verið hefur um árabil. 4 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.