Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1977, Blaðsíða 51
Stjóm jélagsins: Hannes Vigjússon varajorm., Ástvaldur Jónsson
meðstjórnandi, Gunnar Guðmundsson jormaður, Guðjón A.
Ottósson ritari og Þórarinn Helgason gjaldkeri.
telji að mikil ríkisafskipti sé ekki það er okkur
vanti.
Félagsstarfið hefur oftast verið blómlegt. Árs-
hátíðar er félagið búið að lialda í 20 ár og í fjölda
ára liefur nýsveinum verið boðið til að taka við
sveinsbréfum sínum. Mikil samskipti hafa verið
um áraraðir við „kollega“ okkar á hinum Norð-
urlöndunum. Um áraraðir hafa rafverktakar
komið saman á miðvikudagsmorgnum til kaffi-
drykkju. Þarna kemur ætíð allstór hópur og ræð-
ir heimsmálin, innlend stjórnmál og jafnvel fé-
lagsmál af mikilli innlifun. Ein og ein veiðisaga
fylgir með sem krydd. Lengi vel var þessi kaffisel-
skapur í Naust, en eftir að félagið eignaðist sitt
eigið húsnæði hefur það ætíð verið þar.
Árið 1963 keyptum við ásamt Landssambandi
ísl. rafverktaka húseignina Hólatorg 2. Þá skorti
okkur 200 þús kr. til útborgunar á eigninni, en
þá upphæð lagði VSÍ fram. Töldu forsvarsmenn
rafverktaka þetta vera lán, tryggt með eignaraðild
sem ekki ætti að standa til frambúðar. En hér
sannast sem oft áður, að dýrt er að vera fátækur,
því að nú er loks var gengið frá þessum málum,
13 árum seinna, urðum við að gjalda 8 millj. fyrir
þær 200 þús. kr. sem okkur skorti við kaupin.
„Sælt er að vera fátækur,“ sagði skáldið frá Fagra-
skógi. En það er nú okkar reynsla að með nokkr-
um trega sé sú sæla blandin, a. m. k. á stundum.
En nú eiga samtök rafverktaka liúseignina alla
og yfir því gleðjumst við.
Næsti áfangi er að fá lóð fyrir alla starfsemina,
en hún er bæði félagsleg og viðskiptaleg, þar sem
samtökin reka sitt eigið söluumboð, sem hefur
vaxið og dafnað ár frá ári, og er feiknalegur
styrkur félagslega og fjárhagslega að hafa það.
Nú hefur borgarstjórinn í Reykjavík, Birgir Is-
leifur Gunnarsson, heitið okkur því að hann
skuli beita sér fyrir því að við munum fá lóð í
öðrum áfanga Nýja miðbæjarins, sem geti rúmað
alla okkar starfsemi, fyrir það erum við borgar-
stjóra mikið þakklát.
Ég mun ekki tíunda mikið meira úr sögu fé-
lagsins hér, þar sem ákveðið liefur verið að gefa
út í tilefni af 50 ára afmæli félagsins, sérstakt af-
mælisrit, þar sem saga félagsins verður rakin
nokkuð.
Einnig höfum við ákveðið í stjórninni að hefja
söfnun á helstu æviatriðum félagsmanna frá upp-
hafi. Hefur Gissur Pálsson verið ráðiii til þess
starfs.
Góðir gestir, ég fer nú að ljúka máli mínu. Þá
ósk á ég til handa félaginu á þessum tímamótum,
að við sínum þann þroska að standa saman um
málefni stéttarinnar. Því á þann hátt einan næst
árangur. Á þann hátt vinnum við best að þeim
hugsjónum sem stofnendur félagsins höfðu að
leiðarljósi fyrir 50 árum.
Kynningarfundur
Framh. af bls. 41
Margs konar fyrirspurnir voru lagðar fyrir
ræðumenn, sem jafnan gáfu greið svör. Að um-
ræðum loknuni afhenti Ragnar S. Halldórsson
undirrituðum, f. h. Iðnskólans í Reykjavík þau
rit, sem legið höfðu frammi, til notkunar fyrir
kennara og aðra sem vildu kynnast málefninu
nánar. Liggja þau nú frammi í bókasafni skólans
í þessum tilgangi.
Að loknu ráðstefnuhaldi bauð SkanAl til veg-
legs kvöldverðar að Hótel Sögu, nokkuð sem
mæltist mjög vel fyrir meðal ráðstefnufulltrúa,
enda var þar stofnað til nánari kynna milli ein-
stakra þátttakenda, svo og við gestgjafa. Voru
menn á einu máli um, að vel liefði til tekist með
þetta ráðstefnuhald og þátttakendur stórum
fróðari um ál og notkunarmöguleika hins „ljósa
málms“ í iðnaði, húsagerð og listsköpun, en
áður. Þór Sandholt.
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
45