Vikan - 18.01.1951, Side 2
2
VIKAN, nr. 3, 1951
PÓSTURINN •
Kæra Vika!
Þetta er í fyrsta sinn, sem ég
legg fyrir þig spurningar, og vona,
að þú svarir þeim fljótt og vel, eins
og þinn er vani.
1. Getur þú sagt mér eitthvað um
leikarann: Danny Kaye og leikkon-
una: Virginia Mayo, hvort þau eru
gift, og þá hverjum og um aldur
þeirra?
2. Getur þú sagt mér heimilisfang
þeirra ?
3. Getur þú birt mér mynd af
þeim ?
4. Hversu þungur á ég að vera?
Ég er 16 ára og 1,76 m. á hæð
5. Hvað segir þú ,um skriftina?
Með fyrirfram þökk. .
A . . .
Svar: 1. Virginía Mayo er fædd
30. nóvember í St. Louis. Hún er ijós-
skolhærð og græneygð. Danny Kaye
er fæddur 18. janúar 1913 i Brooklyn,
New York. Hann er með ljóst, rauð-
leitt hár og bláeygður. Hann er frem-
ur hár og grannur.
2. Við birtum ekki heimilisföng er-
lendra ieikara.
3. Hérna sérðu þau bæði.
4. Um 68 kg.
5. Hún er læsileg, en tæpast nógu
áferðarfalleg.
Svar.til Lilju:
Okkur þykir lakara, að þú skrifar
ekki bréfið á þann veg, að þér finnist
það birtingarhæft. Og sennilega hefð-
um við látið það flakka með póstin-
um, ef þú hefðir ekki bannað það. 1
fyrsta lagi finnst okkur þú vera
nokkuð ung til þess að standa í þessu
stímabraki, ekki sízt fyrst það hefur
þegar staðið yfir í tvö ár! Og þú ert
enn ekki nema sextán ára. Hugsarðu
ekki of mikið um þessi mál ? Væri
ekki rétt að geyma eitthvað af þess-
ari orku þangað til síðar? Það verður
alltaf not fyrir hana meðan þú lifir.
Ertu ekki of ástleitinn við piltinn
þinn? Er ekki þessi „ægilega feimni“
hans að einhverju leyti sprottin af
því ? Eftir lýsingu þinni að' dæma er
víst einginn efi á að hann er ástfang-
inn af þér. Út af spurningunni, hvort
þú eigir að halda þessu áfram eða
hætta, vildum við segja þetta: Held-
urðu, að þú hafir nokkuð gott af því
að sleppa þessum „feimna gæðapilti“
eins og þú segir ,,til þess að kynnast
fleiri strákum, og daðra við þá“?
Varla. Og hugsaðu nú þitt ráð betur!
Elsku „Vika“.
Ég ligg nú upp i rúmi, með tárin i
augunum, og ætla að biðja þig að
svara fyrir mig tveimur spurningum.
1. Ég er ástfangin í einum strák,
og ég hélt að hann væri hrifinn af
mér, minnsta kosti lætur hann svo-
leiðis við mig. Þegar ég er úti á
kvöldin þá kemur hann til mín og fer
að labba með mér, og leiðir mig. En
fyrst var ég ekkert hrifin af honum
en lét hann samt ekkert finna það.
Hann' fylgdi mér oft heim á kvöldin
og gerir það enn. Á jólunum kom
hann til mín og óskaði mér gleðilegra
jóla! Og hann sagðist vona það, að
það mundi verða skemmtilegra fyrir
okkur á næstu jólum. Svo fór ég á
jólaballið og hann dansaði ekkert við
mig. Hann var búin að gera mér það
ljóst að hann elskaði mig og sagði
systur minni það, að hann elskaði
mig. En henni var svo illa við það að
ég skyldi vera með honum. En ég
sagði henni að þetta væri mín fram-
tíð en ekki hennar og hún féllst á
þetta.
Ég fór á ball i gærkveldi og ég
bjóst við því að hann mundi dansa
við mig, nei takk, hann dansaði ekki
við mig en hann kom til mín út á
gólf, þegar ég var að dansa og bauð
mér gleðilegt nýtt ár og þakkaði mér
fyrir gamla árið.
Ég skil ekki í því af hverju að
hann dansar ekki við mig, ef til vill
er hann orðinn leiður á mér, ég'hélt
það ekki. Ég var að koma utan úr
bæ eitt kvöldið og fleiri stelpur með
mér, þá mættum við honum og vini
hans og þeir fara að labba með okkur
og ég labbaði við hliðina á vini hans
og hann ýtti honum frá og sagði að
hann ætti ekki að komast upp á milli
okkar, svo hélt hann undir höndina
á mér, og svo fylgdu þeir mér heim.
Ég veit ekki hvað hann er að flækj-
ast utan i mér og tala við mig ef
hann vill ekkert með mig hafa.
En ég veit það að ég er ekki minni
maður en hann og mitt fólk er meira
fólk en hans fólk er. Ég er ekkert
að hrósa inínu fólki þó ég segi þetta.
En það er kannski hægt að segja,
láttu hann sigla sinn sjó, það er nóg
af þeim.
Á þessum þremur böllum sem hann
hefur ekki dansað við mig hef ég
alltáf átt sjens á því að vera með
strákum en ég vil ekki sjá þá, ég hef
sagt þeim í sætið.
Af því þegar ég er búin að taka
tryggð við eitthvað þá vil ég halda
henni. Ég veit ekki af hverju hann
hefur ekki dansað við mig, en ég
elska hánn samt og mun alltaf elska
hann þó að hann sé hættur að vera
með mér, en það er ekki honum að
kenna, það er systur hans að kenna,
en hún fær einhverntíma að kenna
á því. i
2. Hvað á ég að gera,_á ég að fara
héðan eins og ég ætla mér að gera
afi því að ég get ekki þolað að sjá
hann. Ég veit ekki hvernig þeir
menn eru sem geta verið að leika
með hjarta annarra, það eru ekki
góðir menn.
Ég vona það kæra Vika að þú gefir
mér gott ráð. Svo óska ég þér gleði-
legs nýárs og þakka þér fyrir þær
stundir sem þú hefur veitt mér og
öðrum á siðastliðnu ári.
Með beztu kveðju.
Bergljót Geislar.
Svar: Þetta eru óskapa-vandræði
og vont að þurfa að flýja af hólmi
við svo búið! Hvernig væri að tala
hreinskilnislega við piltinn um þessi
mál og sjá, hvað fæst út úr því? Ef
„ljós“ á að verða úr þessu milli ykk-
ar, er hvort eð er harla nauðsynlegt
að þið getið átt tal samán í einlægni
um vandamál ykkar. Við höldum að
það sé of snemmt að setja hann í
flokk með „ekki góðum mönnum" og
það getur verið misskilningur, að
hann sé að „leika sér með hjarta
annarra“.
Kæra Vika.
Ég er nú setzt niður með penna
mér i hönd og vonast eftir að fá
svar.
Svo er mál með vexti að ég er
hrifin af tveim strákum og svo vill
nú til að þeir eru bræður og segja
hvor öðrum allt milli himins og
jarðar.
Ég hef verið með þeim báðum en
veit samt ekki ennþá hvor þeirra það
er. Þeir vita að ég er með þeim báð-
um og eru alveg rasandi.
Hvernig á ég að vita hvor þeirra
það er?
Vonast eftir svari eins fljótt og
hægt er.
Hvernig er skriftin ?
Dóra Sigga.
Svar: Hvernig væri að merkja ann-
an, t. d. blaðstift hægra?
Skriftin er ágæt.
Kæra Vika!
Mig langar að spyrja þig um tvær
spurningar, því ég veit að þú svarar
þeim fljótt og greiðlega.
1. Hver er það sem hlaut Olympíu-
bikar Islands i sumar?
2. Er nokkuð búið að ákveða með
drengjalandskeppni í frjálsum iþrótt-
um næsta sumar?
Jói.
Svar: 1. Olympíubikarinn fyrir
sund hlaut Sigurður Jónsson H.S.Þ.
fyrir afrek sitt í 100 m. sundi, 1:19,0
mín., sem er 901,2 stig samkvæmt
sænsku stigatöflunni fyrir sund. —
En Olympíubikarinn fyrir frjálsar-
íþróttir hlaut Kristleifur Magnússon
í Iþróttabandalagi Vestmannaeyja
fyrir afrek sitt i þrístökki 13,92 m.,
sem er 773 stig samkvæmt finnsku
stigatöflunni. — 2. Það verður engin
landskeppni drengja næsta sumar,
en aftur á móti getur verið, að það
komi hingað hópur sænskra drengja,
og munu þeir þá keppa við félögin.
Fuglsf jöðurin er tiltölulega það
sterkasta, sem til er í heiminum.
Ekkert, sem er jafnlétt og; fjöður
jafnast á við hana að styrkleika.
! ! !
Danny Kaye
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
Iíári Jónsson (við stúlkur eða pilta
16—19 ára), Aðalgötu 17, Sauðár-
krók.
Hekla Ragnarsdóttir (við pilt eða
stúlku 13—15 ára. Æskilegt að
mynd fylgi bréfi), Túngötu 5,
Siglufirði.
Indriði Jónsson (við stúlkur 16—18
ára), Grund, Reykhólasveit, A.-
Barðastrandasýslu.
Ásgeir S. Hjelm (við stúlku 16—20
ára. Mynd fylgi bréfi), Merki, Eski-
firði.
Þorbergur Einar Einarsson (við
stúlkur 18—30 ára), Suður-Vík,
Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu.
Ingjaldur Sigurðsson (við stúlkur 17
—19 ára. Mynd fylgi bréfi),
Trausti Ólafsson -(við stúlkur 14—17
ára. Mynd fylgi bréfi),
Bragi Þorsteinsson (við stúlkur 14—
17 ára. Mynd fylgi bréfi),
Guðni Karlsson (við stúlkur 16—18
ára. Mynd fylgi bréfi),
Tómas Jónsson (við stúlkur 16—18
ára. Mynd fylgi bréfi).
Allir til heimilis að Iþróttaskólan-
um Haukadal. Biskupstungum, Ár-
nessýslu.
Guðríður Á. Björnsdóttir (við pilta
eða stúlkur 20—23 ára),
Jenný Þ. Skarphéðinsdóttir (við pilta
eða stúlkur 20—23 ára). Báðar á
veitingahúsinu Vegamótum, Mikla-
holtshreppi, Snæfellsnesi.
Erla S. Waage (við pilt eða stúlku
18—25 ára), Miklubraut 18,
Reykjavík.
Grímur Þorsteinsson (við stúlku 19
—25 ára. Æskilegt að mynd fylgi
bréfi), Brandarhóli, Svarfaðardal.
Ef yður langar .til
að komast í bréfa-
samband við ein-
ivern hér á landi eða erlendis
iá skrifið til
Bréfaklúbbsins Islandia,
Pósthólf 1014, Reykjavík,
sem veitir yður allar nánari
ipplýsingar.
Oft hafa bréfaskipti ókunn-
igra skapað varanlega vinát^u.
BRfFAKlÓBBURINN
IHANDIA
| Tímaritii SAMTÍÐIN
E Flytur snjallar sögur, fróðlegar =
É greinar, bráðsmellnar skopsögur, i
E iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. j
E 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. |
É Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. =
E Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. 1
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, simi 5004, pósthólf 365.