Vikan


Vikan - 20.11.1952, Page 10

Vikan - 20.11.1952, Page 10
10 VTKAN, nr. 45, 1952 Heimilið * RITSTJÖRI: ELlN PALMADÓTTIR Crépe dentelles Við erum ekki eina pjóðin, sem býr til góðar pönnukökur. Á Bretagneskaganum í Frakklandi eru búnar til svona „Crépe dentelles“: 3 egg, sama þyngd af hveiti, sykur, smjör, mjólk, % vanillustöng. Blandið sykri og liveiti saman, bœtið eggjun- um út í og því nœst brœddu smjörinu. Sjóðið vanillustöngina í mjólkinni og hellið lienni smátt og smátt út í, þar til deigið er eins þunnt og krem. Bakið pönnukökurnar þunnar á hellunni (eða pönnu) og berið þœr á borð heitar eða kald- ar. Rauöa nefið Og nú fara að sjást fleiri og fleiri rauð nef á götunum. Það er ekki gaman að vera kalt á r.efinu, en það er enn verra að vita að nefið á mani lítur út eins og á drykkjumanni. Ef þetta er mjög áberandi, er bezt að leita læknis. Ef blóðrásin er of hæg, ráðleggur hann kanski nudd eða meiri hreyfingu. Þá er líka mik- bót í að klæða sig hlýlega; vera í ullarsokkum með ullarvettlinga o. s. frv. Svo eru til mörg húsráð, sem eiga við nef- broddinn. Þeir sem eiga vanda til að fá rautt nef, ættu að forðast vatn og sápu þegar kalt er í veðri. En í staðinn verður að hreinsa húðina með kremi á kvöldin, bera á hana feitt næturkrem og þvo sér úr lotion á morgnana. Það er líka hægt að fela roðann undir nægilega miklu púðri og þá er ágætt að smyrja nokkrum dropum af sykurvatni (2 tsk. af sykri í heitu vatni) á nefið eftir að dagkremið hefur verið borið á. Síðan er púðrað yfir með ljósu púðri, sem nú tollir ágætlega. Tízkufréttir úr klaustrunum Nú sjást öklamir á systrunum. Jafnvel nunnurnar tala nú af ákafa um nýju tízkuna. Ástæðan er sú að páfinn hefur sam- þ/kkt nýjan búning fyrir reglu Systranna frá Nazaret og eru kjólarnir talsvert styttri en áð- ur hefur þekkzt. Domincusar-reglan hefur líka lagt fram uppdrætti að nýjum kjólum og búizt er við að fleiri komi á eftir. Þá hefur verið gef- ið leyfi til að systurnar gangi í sex undirpilsum í stað sjö. Páfinn skýrði sjálfur ástæðuna fyrir þessari nýbreytni i ræðu sem hann hélt fyrir 750 abba- dísum víðsvegar að úr heiminum. Hann sagði að ungum stúlkum findist klausturlifið úrelt og leit- uðu í aðrar stöður. Afleiðingin væri sú að skól- um og sjúkrahúsum væri lokað vegna skorts á starfsliði. Til að ráða bót á þessu, hefur verið ákveðið i páfagarði að draga úr meinlætalifnaði klaustr- anna. Nunnum, sem lifa lokaðar innan klustur- veggjanna og eyða tímanum við bænalestur, hef- ur verið bent á að æskilegt væri að þær sneru sér að hagnýtari störfum, eins og hjúkrun, kennslu eða vinnu í rannsóknarstofum. Og til að klausturlífið geti staðið enn betur að vígi í samkeppninni við önnur störf, sem nú- tímakonan getur valið um, á nú að hita betur upp klaustrin, skreyta lestrar- og vinnusali og koma andlegri lesningu í aðgengilegra form. En eins og áður er sagt, hafa umbæturnar iyrjað x klæðaskápunum. Nýjustu hljómplöturnar frá DRANGEY ISLENZIÍIR TÓNAR kynna fyrstu íslenzku dansplöturnar SVAVAR LARUSSON og Kvartett JAN MORAVEKS (Jan Morávek, fiðla, klari- nett, Bragi Hlíðberg, harmo- nika, Eyþór Þorláksson, git- ar og Jón Sigurðsson, bassi) 1 Mílanó Út við Hljómskálann SVAVAR LARUSSON og SY-WE-LA-Kvintettinn Hreðavatnsvalsinn Eg vild’ ég væri Fiskimannaljóð frá Caprí Sólskinið sindrar Cara Cara Bella Bella On The Morningside of The • Mountain MUSICA. Kurt Foss og Reidar Böe Nære Ting Min Röde Guitar Blaveispiken Sjömans Betraktninger Humle Brumle Tre Yndige Sma Mus Jens Book Jensen Kjærlighedskarusellen En Duft Av Paris TELEFUNKEN. Stig Olin Julia, Julia Under Áppeltrádet ifififififififif Albert Vossen, harmonika Hoppla Mit Siebenmielstiefeln Atli. Biðjið um lista yfir Tele- funken Long-Playing plötur. CUPOL. ,,Snoddas“ Nordgren Flottarkárlek Charlie Trunk Kárlighedens Hamn Sjömannens Sang Barndommshemmet Jag Venter Ved Min Mila Ingrid Almquist Ole Luköje Noen Kommer Noen Gár METRONOME. Delta Rythm Boys Dommaredansen Krista'llen Den Fina Lover Come Back To Me They Ditn’t Belive Me I Got You Under My Skin Gipsy Sunny Side Of The Street Begin The Beguin 'k'k'k'k'k'k-fc'k CAPITOL. Nat „King“ Cole Lilette Jet Somewhere Along The Way What Does It Take I Almost Lost My Mind Baby Won’t You Say You Love Me Art Van Damme Kvintettinn After You’ve Gone Little Brown Jug Linger Awhile I Want To Be Happy Ella Mae Morse Sensationel Love Me Or Leave Me Gordon MacRae og Joe Stafford Wunderbar To Darn Hot Les Baxter með kór og hljómsv. Blue Tango Please Mr. Sun Because Of You Unless Helen O’Connell og Dean Martin We Never Talk Much How D’ya Like Your Eggs In The Morning Helen O’Connell Come What May Baby We’re Really In Love Einkaumboð fyrir ofantalin plötumerki Hljóðfœraverzlunin DRANGEY Laugvegi 58 Símar 3311 og 3896 Hvað kanntu í pólitík? Framhald af hls. 3. þegar pólitíkin er annarsvegar. Pólitískir fundir andstæðinganna eru „daufir", „fámennir”, „ómerkilegir”. Pólitískir fundir samherjanna eru „fjörugir”, „fjölsóttir”, „vel heppnaðir". Ræðu- maður andstæðinganna „fór með fleipur”, „þvaðr- aði“, „blaðraði”, „öskraði sig hásan". Ræðuskör- ungur samherjanna „flutti mál sitt af stillingu og einurð", „mæltist afbragðsvel", „beitti fyrir sig skírum, óhrekjanlegum rökum”, „tætti sund- ur staðhæfingar fyrri ræðumanna lið fyrir lið“. En nóg um þetta. 1 íslenzkri blaðamennsku er margt gott og ýmislegt ágætt. Islenzkir blaða- menn eru (guði sé lof) frjálsir menn, sem geta sagt öðrum mönnum að fara norður og niður óþvingaðir af ritskoðun og öðrum fjötrum. Áhrif íslenzkrar blaðamennsku á lifið í landinu eru lika geisimikil, ef til vill meiri en víðasthvar annars- staðár. Þessvegna er bæði rétt og skylt að slá botn í þessa Kennslubók fyrir byrjendur í pólitík með því að birta stuttan lista yfir helztu blöðin, sem styðja stjórnmálaflokkana: Sjálfstœðisflokkurinn: Morgunblaðið og Vísir í Reykjavík, Vesturland á Isafirði, Siglfirðingur, Islendingur á Akureyri, Fylkir í Vestmannaeyj- um, Hamar í Hafnarfirði. Auk þess ýmis önnur rit og bæklingar. Framsóknarflokkurinn: Tíminn í Reykjavík, Dagur á Akureyri, Einherji á Siglufirði, Isfirð- ingur, Framsóknarblaðið í Vestmannaeyjum. Auk þess önnur rit og bæklingar. Sósíalistaflokkurinn: Þjóðviljinn í Reykjavík, Mjölnir á Siglufirði, Verkamaðurinn á Akureyri, Austlendingur í Neskaupstað, Eyjablaðið I Vest- mannaeyjum. Auk þess önnur prentuð og f jölrituð smárit. Alþýðuflokkurinn: Alþýðublaðið í Reykjavík, Skutull á Isafirði, Alþýðumaðurinn á Akureyri, Alþýðublað Hafnarfjarðar. Auk þess ýmis önnur rit og bæklingar. Veitingahúsin TVÖ Framhald af bls. „Hvað? maðurinn yðar! Fer hann líka þang- að?“ Þá svaraði hún sorgbitin á svipinn en með blíðlegri röddu: „Til hvers ætlist þér, maður minn? Karlmenn- irnir eru svona, þeim þykir ekki gaman að horfa á konur gráta: og ég græt alltaf, síðan litlu börnin dóu . . . Og svo er þessi mannlausi kofi svo ömurlegur . . . þegar vesalings José mínum leiðist of mikið, fer hann að fá sér í staupinu hinumegin. Og af því hann hefur fallega rödd, lætur Arleskonan hann syngja. Uss! . . . nú byrj- ar hann aftur. Og þarna stóð hún í leiðslu við gluggann og rétti fram hendurnar. Og stóru tárin gerðu hana enn ófríðari, þar sem hún hlustaði á José syngja fyrir konuna frá Arles: Le premier lui dit: „Bonjour, belle mignonne!“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.