Vikan


Vikan - 06.08.1953, Síða 2

Vikan - 06.08.1953, Síða 2
IFRÁSÖGUR FÆRANDI I»AÐ var skýrt frá því í blöð- um uxn daginn, að Batista, ein- ræðisherra á Kúbu, hefði smellt á herlögum í landi sínu, og var tilefnið uppreisnartilraim gegn stjórn hans. Batista er að því leyti einstakur í sinni röð í Suður- Am- eríku, að hann hefur tvisvar hrifs- að til sín völdin með vopnavaldi; en annað hefur hann naumast um- fram starfsbræður sína þar í álfu, því eins og alkunnugt er, þekkj- ast þar varla öðruvísi stjórnar- skipti en með tUstiUi vélbyssunn- ar og handsprengjunnar. I»að er sennilegast ekkert fólk í heiminum eins laust við réttan skilning á lýðræði, eins og fólkið sem býr í Suður-Ameríku. ÉG hef einu sinni sém blaða- maður þurft að tala við nokkra flugmenn frá Venezuela, og stóð þá svo á, að einhver generáll var rétt nýbúinn að gera byltingu í landi þeirra. Flugmönnimum var Ula við generálinn og kváðu hann vera mesta þrælmenni, en báðu mig þó að hafa ekkert eftir sér, enda væru þeir á heimleið. Mér skildist, að ef það væri hermt eftir þeim í íslenzku blaði, að nýi ein- ræðisherrann í Venezuela væri varmenni og bófi, þá óttuðust þeir, að hann mundi frétta þetta og hneppa þá í fangelsi strax eftir heimlxomuna. 1 Suður-Ameríku eru þeir menn settir í dýflissu, sem tala illa um ríkjandi einræðisherra. Batisxa kvað vera mesti þorpari, og ég er eltki í neinum vafa um, að flugmennirair sögðu allan sannleikann. Að mínu viti hefur samt enginn einræðisherra í Suður-Ameríku verið jafn ófor- betranlegur dóni og Manuel Est- raxla Cabrera. Eins og lög gera ráð fyrir, var Manuel hershöfð- ingi, og hann var einvaldur í Gua- temala frá 1898 til 1920. Einræðisherrar í Suður-Ameríku hafa mikið gaman af að látast vera eldheitir lýðræðissinnar; því efna þeir til „kosninga“ svona með skikkanlegu millibili, bjóða sig fram til forseta — og fá öll at- kvæðin. Algengustu aðferðirnar eru: 1) að banna aðra frambjóðendur og/ eða 2) að telja atkvæðin sjálfur. En Manuel okkar frá Guatemala fór sínar eigin götur. Kosninga- daginn gaf hann út forsetalega tilskipun um, að hér með væru allir atkvæðisbærir menn komnir í herinn, og svo þrömmuðu liðs- foringjar hans með nýju hermenn- ina á kjörstað og létu þá setja stórt og fallegt X við nafnið Man- uel Estrada Cabrera! Eg birti hér mynd af ungu pari í Paradís; þetta par er að minnsta kosti Adam og Eva nú- timans. I>au búa ein á eyju ein- hverstaðar í Miðjarðarhafi og eru mæta sæl með tiiverana. Charles Violet heitir Breti frá Worchester, og hann tók myndina og dvaldist lijá þeim í nokkra ilaga. Honum segist svo frá: ,,Cg var á snekkju minni að leita að sokkinni galeiðu, þegar ég kom tii þessarar eyjar. Tveim- ur dögum síðar mætti ég þeim í fjörunni, og voru þau nærri nak- in. Hún er ljóshærð og fögur og talar ensku. I>au eru bæði afburða- góðir kafsundmenn, og þau hjálp- uðu mér að kafa niður að galeið- unni þar sem hún liggur á rúm- lega tíu metra dýpi. Við fundum brot úr fomum leirkerum og einn vasa, sem er að minnsta kosti 1,000 ára gamall.“ En Charles segir ekki frá því, hver þau raunverulega séu, þessi Adam og Eva, né heldur hvar hún sé þeirra Paradís. I>au tóku af honum þagnareið. Það er kannski full- komin ástæða til að óska Vilhjálmi Þ. Gíslasyni út- varpsstjóra til hamingju með það, að hann skuli vera útvarpsstjóri jafn friðsamrar þjóðar og Is- lendingar eru. Mér virðist á fréttum utan úr heimi, að meðal blóðheitra manna geti það verið blátt áfram VI Guðmundur nokkur Jónsson hefur sent okkur heimilisfang Charles Atlas, sem spurt var um í þessum dálkum fyrir skemmstu. Utanáskrift hans er: Charles Atlas, Dept. 81, 115 East 23rd St., New York 10, N.Y., U.S.A. Þakka þér fyrir, Guðmundur! lífshættulegt að vera útvarpsmað- ur. I>að er nú orðið svo aJgengt, að menn í Bandaríkjunum skjóti sjón- varpstækin sín í sundur, að naiun- ast telst til frétta. Tímaritið Time hefur að minnsta kosti tvisvar í ár greint frá slíkum atburðum. En hvemig líst mönnum á, þeg- ar sjóðvitlausir útvarps- og sjón- varpsnotendur eru farnir að ryðj- ast inn i sjónvarpssaJi og stinga kutum í starfsfólkið ? l>etta kom fyrir í New York fyrir skemmstu, og segir svo í fréttinni: „TuiTUGU og níu ára gamall maður hljóp í gær inn I sjónvarps- stöð í New York, öskrandi: „Ég hata sjónvarp!“ og réðist um- svifalaust á leikara og aðra starfs- menn, þar sem þeir voru að undir- búa útsendingu leikritsins Sjúkra- húsið. Maðurinn var -vopnaður tveimur brauðhnífum. Hann rak annan linífinn í út- varpsvirkja og braut glerkönnu á höfðinu á Eric Dressler leikara, sem reyndi að afvopna hann, en lagði síðan á flótta, með alla við- stadda á hælunum. Hann var hand- samaður eftir harðan eltingaleilt". Hvernig líst VilhjáJmi 1«. Gísla- syni á svona krítik? Loks er hér lítil saga um lítinn strák, sem var hræddur við þrumur og eldingar eins og fleiri. Svo er það einn góðan veðurdag, að {>að er feiknmikið þrumuveður, og móðir hans fer með strák upp á loft og háttar hann. En hún er ekki fyrr komin niður en hann kallar á hana í angist. „En elsku bezti Pési minn,“ segir móðirin, „þú þarft ekkert að vera hræddur. Guð er héraa hjá þér og hann mun vaka yfir þér.“ Og þá kvað Pési liafa svarað eftir stundarkorn: „Já, það veit ég mamma, en má ég ekki fara niður til hans pabba, og svo verður þú hérna uppi hjá guði ?“ G. J. A. Ég hef um hríð verið að velta jyrir mér svolitlu vandamáli, en elcki r.om- izt að neinni skynsamler/ri niður- stöðu. Hvað vilt þú leggja til m<íl- anna ? Vandamálið er: Hver er mur.urinn á óperu og óperettu? Geturðu ennfremur sagt mér hverr- ar þjóðar Kliachaturian er og hvort hann er enn á lífi ? Kveðja frá Uglu. Svar: 1 alfræðiorðabókinni okkar hérna á VIKUNNI stendur einfald- lega, að ópera sé sjónleikur, þar sem mest áherzla sé lögð á sönginn, en óperetta sé stutt létt ópera, oft að- eins einn þáttur. Khachaturian er Rússi og hann er enn á lífi. Hann kom hér fyrir tveim- ur eða þremur árum og stjórnaði Synfoníuhljómsveitinni. S. Ég er 16 ára og 161 sm. á liœð. Hvað á ég að vera þung. Lísa. Svör: 1. Hér er Skautavalsinn eftir Ragnar Jóhannesson við lag eftir Oliver Guðmundsson: Nú hnipra sig skýin við tærhvítan tind og tunglsljósið blikar á ísum; í skyndi á fætur ég skautana bind og skunda með léttfættum dísum. Við brégðum á dans yfir blikandi sveli, hið bláskyggða dansgólf skal kannað: hér er hált, ó, mín dís, þér til fóta ég fell, og finn að ég get ekki annað. Já, vina mín, þú hlærð, en vanda þann þú færð að reisa hinn fallna á fætur; hinn undraháli ís er okkar Paradís um lindrandi tunglskinsnætur! 2. Þú ættir að klæðast í daufa liti, t. d. gráblátt, grænt og bláfjólublátt. Rósrautt, brúnt og bleikt eru líka góðir litir fyrir þig. 3. Eðlileg þyngd er um 58 kg. Textinn „Manstu gamlar æsku- ástarstundir ?“, sem birtist í síðustu VIKU, er eftir Jenna Jóns. Ég er með svo grófa húð og er viss um að með réttum mat má laga hana. Viltu nú ekki vera svo góð að segja mér, hvað er hollt að borða og livað ég œtti að forðast. Ein áhyggjufull. Svar: Fegurðarsérfræðingar mæla venjulega með því að borða mikið af ávöxtum og grænmeti til að fá fagran vöxt og hreina húð. Þá vilja þeir láta fólk borða heil-hveiti og grófan; kornmat, en ekki hvítt hveiti. Sumir álíta það nauðsynlegt, að drekka mikla mjólk og minnst 8 glös af vatni á dag. Þeir segja að vatnið hreinsi innyflin og skoli burt öllum úrgangsefnum í gegnum nýr- un. Aftur á móti á að forðast góm- sætar kökur, eftirmat með þeyttum rjóma og sykurskreytingum og sós- ur. Getur ekki líka verið, að húðin á þér sé ekki nægilega hrein. Þú þarft að taka heit böð og nudda þig vel með grófu handklæði á eftir. Þannig næst ónýt yfirhúð, sem oft situr niðri í húðinni og gerir hana grófa. FORSÍÐUMYNDIN Islenzki hesturinn hefði vel getað verið fyrirmyndin — með fullri virðingu fyrir þeirri ágætisskepnu. Myndin er hinsvegar tekin úti í Svta- riki, og heitir myndasmið- urinn Beata Bergström. Kunningi hans, sem er á ferð hér á landi, lét VIKUNA fá myndina. VIÐTÖL við þjóðkunna menn, sem birtast í SAMTlÐINNI, vekja athygli. 10 hefti (320 bls.) árlega fyrir að- eins 35 kr. Sendið áskriftarpönt- un, og þér fáið timaritið frá sið- ustu áramótum. ÁrgjaL! fylgi pöntun. 1. Viltu gjóra svo vel og birta fyrir mig skautavalsinn. 2. Ég er með ljósskolleitt hár, Ijós- ann hörundslit og gráblá augu. Hvaða litir fara mér bezt? Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmað ur: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.