Vikan - 03.09.1953, Qupperneq 4
TUIG
BÖTINN bar hermann-
legt nafn og það
átti vel við hann.
Hann var hár og
grannur, geysilega ofstækisfullur, en
réttlátur og fullur guðmóðs. Trú
hans var bjargföst og hvikaði aldrei.
Honum fannst hann skilja guð, ósk-
ir hans og tilgang, til hins ítrasta.
Þegar hann gekk fram og aftur
um stíginn í garðinum við litla prest-
setrið, hugsaði hann stundum: Hvers
vegna skapaði guð þetta? Svo reyndi
hann að setja sig í spor guðs og fann
næstum alltaf fullnægjandi svar.
Hann var ekki þannig gerður, að
hann segði í auðmýkt: — Ó, herra,
þínir vegir eru órannsakanlegir. Aft-
ur á móti sagði hann: — Ég er þjónn
guðs. Ég á að vita ástæðurnar fyrir
því, sem hann gerir — eða geta mér
til um þær, ef ég veit þær ekki.
Honum fannst öll náttúran byggð
á öásamlegum og óbifanlegum rök-
um. Hugtökin „hvers vegna“ og
„vegna þess“ fylgdust þar alltaf að.
Sólaruppkoman var til þess, að fólk-
inu þætti gaman að vakna, dagurinn,
til að þrozka kornið, regnið, til að
vökva það, kvöldið, til að búa undir
svefninn og nóttin til að sofa.
Árstíðirnar voru sniðnar eftir
þörfum landbúnaðarins og honum
hafði aldrei dottið í hug, að náttúr-
an hefði engan tiigang og að allt sem
lifði, hefði lagað sig eftir loftslaginu
og umhvtrfinu, eftir harða lífsbar-
áttu.
En hann hataði konur. Hann hat-
aði þær og fyrirleit af öllu hjarta.
Hann rifjaði oft upp fyrir sér orð
Krists: — Kona, hvað vilt þú mér?
Og hann bætti stundum við: — Það
lítur út fyrir, að guð hafi sjálfur
verið óánægður með þetta sköpunar-
verk sitt.
I hans augum var konan freistar-
inn, sem hafði steypt fyrsta karl-
n.anninum í glötun og hélt því bölv-
aða starfi sífellt áfram. Hún var
veikbyggð, hættuleg og dularfull
vera og hann hataði fegurð hennar
enn meira en ástina í brjósti henn-
ar.
Hann nafði oft orðið var við, að
konur vildu vera ástúðlegar við hann
og þó hann vissi, að það gæti ekki
haft nokkur áhrif á sig, fór þessi
stöðuga þörf þeirra fyrir að sýna
ástúð í taugarnar á honum.
Hann var sannfærður um, að guð
hefði aðeins skapað konuna til að
freista karlmannsins og reyna hann.
Karlmenn áttu að nálgast konur jafn
varlega og gera sömu varúðarráð-
stafanir og þegar þeir nálguðust
stað, þar sem ræningjar gátu legið
í leyni. Konan var eins og gildra,
sem beið karlmannsins með opinn
munninn og útbreiddan faðminn.
Nunnunum einum sýndi hann um-
burðarlyndi, því heitið, sem þær
Eftir Guy de Hf aupassant
höfðu unnið, gerði þær hættulausar.
En þó var hann óvingjarnlegur við
þær, því hann fann að þessi sama
viðkvæmni logaði glatt í hinum lítil-
látu og hlekkjuðu hjörtum þeirra og
beindist jafnvel að honum, þó hann
væri prestur.
Presturinn átti bróðurdóttur, sem
bjó með móður sinni í litlu húsi ná-
iægt prestsetrinu. Hann var búinn að
ákveöa, að hún skyldi verða nunna.
Hún var falleg, glaðlynd og mesti
prakkari. Hún hló, þegar ábótinn
áminnti hana og þegar hann reidd-
ist, rak hún honum rembingskoss og
faðmaði hann að sér, þó hann reyndi
ósjálfrátt að losa sig úr faðmlögum
hennar. Samt sem áður fór um hann
sú sælutilfinning, sem blundar í
brjósti hvers manns.
Þegar þau gengu hlið við hlið um
akrana, talaði hann oft við hana um
guð, sinn guð. Hún hlustaði varla
á hann, heldur virti fyrir sér him-
ininn, grasið og blómin og lífsgleðin
speglaðist i augum hennar. öðru
hvoru hljóp hún frá honum, til að
ná í flugu og þegar hún kom til
baka með hana, var hún vön að
hrópa: — Sjáðu hvað hún er falleg,
frændi'. Mig langar mest til að kyssa
hana! Og þessi þrá hennar til að
kyssa flugur og falleg blóm, kom
prestinum i vont skap og olli honum
áhyggjum, því þar sá hann enn einu
sinni þessa ástúð, sem alltaf býr í
kvenhjartanu og ekki er hægt að út-
rýma.
WdLr
ESIRÉE, kona meðhjálparans,
^ * sem hélt heimili fyrir Mar-
jgnan ábóta, hvíslaði því dag nokk-
urn með varfærni í eyra hans, að
fi’ænka hans ætti elskhuga.
Andlitið á honum var löðrandi i
sápu, því hann var einmitt að raka
sig, og hann tók andköf, þegar hann
heyrði þetta. Þegar hann mátti
mæla, æpti hann: — Það er ekki
satt! Þér eruð að skrökva!
En bóndakonan lagði höndina á
hjartastað og sagði: — Guð fyrir-
gefi mér, ef ég skrökva. Ég get full-
vissað yður um, að hún hittir hann á
hverju kvöldi, þegar systir yðar er
farin að sofa. Þau hittast niðri við
fljótið. Þér getið séð þau sjálfur,
ef þér farið þangað niðureftir milli
klukkan tíu og tólf.
Hann fór að ganga um gólf, eins
og hann gerði alltaí, þegar hann
þurfti að hugsa um alvarleg mál-
efni. Og þegar hann byrjaði aftur að
raka sig, skar hann sig þrisvar
sinnum.
Allan daginn var hann ofsareiður
og mælti ekki orð frá munni. Gremja
föðursins, kennarans og sálusorgar-
ans yfir að vera gabbaður af barni
og gerður að athlægi, bættist við
fyrirlitningu hans á valdi ástarinn-
ar. Þetta olli honum- samskonar
sáisauka og eigingjörnum foreldr-
um, þegar dóttir þeirra segir þeim,
að hún hafi valið sér maka, án þess
8Ö þau viti og á móti ráðleggingum
þeirra.
u,
^yjii'TlR matinn reyndi hann að
^ '' lesa, en reiðin náði sífellt
sterkari tökum á honum. Um leið og
klukkan sló tíu, þreif hann stóra
eikarstafinn, sem harm hafði alltaf
með sér, þegar hann þurfti að vitja
sjúklinga að næturlagi. Skyndilega
reiddi hann upp stafinn og sló hon-
um í næsta stól, svo bakið hrökk i
sundur.
Hann opnaði hurðina til að fara
út, en stanzaði frá sér numinn í dyr-
unum, því úti fyrir var óvenjulega
dýrðlegt tunglskin.
Þar sem hann var vel gefinn mað-
ur og hafði auk þess hrifnæma sál,
eins og kirkjufeðurnir, þessir draum-
óramenn og skáld, hljóta að hafa
haft, hreifst hann og mildaðist af
þessari mikilfenglegu og hreinu
fegurð.
Ávaxtatrén í litla garðinum hans,
sem lá baðaður í mildum bjarma,
vórpuðu grannvöxnum skuggamynd-
um yfir gangstíginn og yndisleg
blóm vöfðust upp með húsveggnum
og gáfu frá sér ilmsæta lykt, sem
barst gegnum hlýja og bjarta nótt-
ina, eins og ilmandi sál.
Hann dró djúpt andann og gekk
áfram, undrandi og gagntekinn.
Hann var næstum búinn að gleyma
frænku sinni.
Þegar presturinn kom út fyrir
garðinn, stanzaði hann aftur, til að
dázt að landslaginu, sem baðaði í
geislaglóð og drukknaði í munar-
blíðum yndisþokka næturinnar.
Snöggir og gjallandi tónar frosk-
anna hljómuðu í loftinu og í þessu
töfrandi túnglskini barst úr fjarska
söngur næturgalans, sem ekki vekur
menn til umhugsunar, heldur lætur
þá dreyma — léttur og viðkvæmur
söngur, sem vekur þrá til ástaratlota
og kossa.
Ábótinn gekk áfram. Hann vissi
ekki hvers vegna reiði hans var horf-
in. Hann langaði til að setjast niður
og lofa guð fyrir allt, sem hann
hafði skapað.
Óslitin röð af espitrjám lá með-
fram fljótsbakkanum. Og yfir ánni lá
hvít, þunn þoka og sveipaði hana
gagnsærri ábreiðu, sem tunglskinið
skein í gegnum, svo það glitraði eins
og silfur.
Presturinn stanzaði aftur, gagn-
tekinn ómótstæðilegri hrifningu. En
nú var hann orðinn dálítið órólegur
og eins og á báðum áttum. Hann
fann, að spurningin, sem hann lagði
svo oft fyrir sjálfan sig, var komin
fram á varir hans.
Hvers vegna hafði guð skapað
þetta? Ur því nóttin var ætluð til
svefns og hvíldar og til að gleyma,
hvers vegna gerði hann hana þá enn
meira töfrandi en daginn og yndis-
legri en sólaruppkomuna og sólar-
lagið ? Og hvernig stóð á þessari
heillandi stjörnu, sem var skáldlegri
cn sólin og svo viðkvæm, að hún
virtist gera allt of fíngerð til að
þola meiri birtu?
Hvers vegna svaf ekki yndislegasti
söngfuglinn, eins og allir hinir?
Hvers vegna söng hann í þessu töfr-
andi hálfrökkri ? Hvers vegna var
eins og heimurinn hefði verið sveip-
aður slæðu? Hvernig stóð á þessum
hjartslætti, þessu uppnámi hugans
og þessari þrá? Til hvers var öll
þessi dýrð, sem mennirnir verða svo
sjaldan varir við, af því að þeir
eru farnir að sofa? Hverjum var
þessi dýrðlega sýn ætluð og hvers
vegna hellti himininn allri þessari
rómantík yfir jörðina? Ábótinn gat
ekki skilið það.
En nú komu tveir skuggar í Ijós
við hinn endann á stígnum. Þau
gengu hlið við hlið undir hvelfingu
trjánna, sem titrandi móðan seytlaði
í gegnum.
AÐURINN var hærri. Hann
hafði lagt handlegginn
utan um ástmey sína og öðru
hvofu kyssti hann hana á ennið.
Þau komu með líf inn í þetta dauða
landslag, sem umlukti þau eins og
himneskur rammi og virtist skapað-
ur utan um þau. Það var eins og
kyrrlát nóttin væri gerð fyrir þessi
tvö, sem virtust renna saman í eitt.
Þau komu í áttina til prestsins, eins
og lifandi svar við spurningum hans.
Gagntekinn stóð hann i sömu spor-
um og hjartað barðist i brjósti hans.
Atriði úr bibliunni komu fram í
huga hans, eins og ást Rutar, sem
samkvæmt hinni heilögu bók virtist
vera í samræmi við vilja guðs. Lof-
kvæði Salómons hljómuðu í eyrum
hans, ástríðuþrungin og skáldleg og
þau voru full af viðkvæmni og ást.
Hann sagði við sjálfan sig. — Guð
hefur skapað slíkar nætur, til að
gera ástir mannanna háleitari.
Hann gekk úr vegi fyrir verunum,
sem leiddust í áttina til hans. Og
þó var stúlkan frænka hans. Og nú
spurði hann sjálfan sig, hvort hann
hefði ekki verið að því kominn að
óhlýðnast guði. Hlaut ekki guð að
leyfa ástina, úr þvi hann umvafði
hana slíkri dýrð?
Hann lagði á flótta, reiður sjálf-
um sér og skömmustulegur, eins og
hann hefði þrengt sér inn í helgi-
dóm, þar sem hann hafði ekki rétt
til að vera.
Maður á að sofa á næturnar, sagði Marignan ábóti. En hvers vegna hafði guð þá skapað tunglið?
4