Vikan - 05.11.1953, Qupperneq 11
Réttvísin
gegn Bywaters og
Edith Thompson —
Þegar Frede-
rick Bywaters
og Edith
Thompson voru
dæmd til dauða
fyrir morðið á
manni hennar,
urðu viðbrögð
þeirra næsta ó-
lík. Bywaters
stóð á fætur í
stúku hinna á-
kærðu og sagði
rólega en ákveð-
ið: „Eg segi að dómur kviðdómsins sé
rangur. Edith Thompson er ekki sek. Ég
er enginn morðingi. Ég er enginn laun-
morðingi.“ Edith hrópaði hinsvegar full
af örvæntingu: „Ég er saklaus! Ó guð
minn, ég er saklaus!“ Þannig lauk þess-
um réttarhöldum, sem allt England hafði
fylgst með. Elskendurnir lágu undir dauða-
dómi, þó að það væri raunar vitað, að
Edith hefði engan þátt átt í sjálfu morð-
inu. Hinsvegar leit kviðdómurinn svo á —
og það gerði almenningur yfirleitt — að
hún hefði að minnsta kosti verið hinum
unga sjómanni samsek. Sumir vildu jafn-
vel kenna henni einni um harmleikinn;
þeir fullyrtu að Bywaters hefði aðeins
verið verkfæri í höndum hennar. — Og
hinn strangi,
miskunarlausi
dómari setti
upp svörtu húf-
una, sem tákn
dauðarefsingar-
innar, og dæmdi
þessa fögru
konu og þennan
komunga mann
til að hengjast
í gálga, uns
bæði hefðu gef-
ið upp öndina.
ENDA þótt Edith Thompson lægi nú undir
dauðadómi, þá mun hún naumast hafa trúað
því, að dómnum yrði fullnægt. Hún og Bywat-
ers áfrýjuðu dauðadómunum fjórum dögum
fyrir jól. Svarið var, að málið allt væri I sjálfu
sér „ósköp hversdagslegt" og Percy Thompson,
„hinn látni, eina persónan því viðkomandi, sem
gefur minnsta tilefni til meðaumkunar."
Lögfræðingur Bywaters hafði áfrýjað á þeim
grundvelli að rangt hefði verið að dæma samtím-
is í máli hans og Edith Thompson. Curtis-Bennett,
lögfræðingur hennar, hélt því hinsvegar fram í
áfrýjunarbeiðni sinni, að hvorugt væri sannað,
að hún hefði verið í samsæri með Bywaters um
að myrða mann hennar, né heldur hitt, að hún
hefði eggjað hann til þess allt þar til dáðin
var framin. Auk þess fullyrti hinn frægi lögfræð-
ingur, að ákæruvaldið hefði misnotað bréf Edith
til Bywaters, en dómarinn vanrækt þá skyldu
sína að skýra varnarorð ákærðrar rækilega fyrir
kviðdóminum.
En ekkert stoðaði. Áfi-ýjunarbeiðninni var al-
gerlega hafnað.
Þó trúðu þvi fáir ennþá, að Edith yrði hengd.
Bywaters gat auðvitað gert sér litlar vonir um
náðun. Fyrir lá játning hans um það, að hann
hefði veitt Percy Thompson banasárið. En hann
hélt um leið fast við þann framburð sinn, að
Edith hefði ekki einasta átt enga von á því, að
til „handalögmála" kæmi milli hans og manns
hennar, heldur hefði það komið yfir hana sem
reiðarslag, þegar hún allt í einu stóð yfir manni
sínum látnum. Þar hafði hún lika sjálf það fram
að færa sér til málsbótar, að hún sótti sam-
stundis hjálp, og fékkst raunar ekki til að
trúa því, að maður hennar væri látinn, fyrr en
undir morgun.
Undirskriftum undir bænarskjal var safnað
fyrir hana, þar sem þúsundir manna skoruðu á
innanríkisráðherrann að breyta líflátsdómnum.
En það fór á sömu leið: einnig sú von brást.
Þar átti raunar ráðuneytið í vök að verjast; að
minnsta kosti var látið í það skína. Það haföi
þá nýverið breytt líflátsdómi morðingja nokkurs
í æfilangt fangelsi — og vakið með því feikn-
mikla reiði almennings. Nú ætlaði það ekki að
láta annað eins henda sig aftur, enda almenn-
ingsálitið mjög andsnúið þessari konu. Hinsvegar
hélt lögfræðingur hennar, Curtis-Bennet, því síð-
ar fram opinberlega, að náðun morðingjans hefði
enga úrslitaþýðingu haft: yfirvöldin hefðu ver-
ið búin að gera það upp við sig fyrir löngu, að
Edith Thompson skyldi láta lífið. „Frú Thomp-
son“ sagði hann, „var hengd fyrir lauslæti. Hún
var þrjósk og hégómagjörn. Hún hélt hún gæti
unnið kviðdómendurna til fylgis við sig . . . Ég
hefði getað bjargað henni.“
Bywaters beið þess sem vei'ða vildi með ís-
kaldri ró; það var alls ekki að sjá sem hann
kviði fyrir þeim óttalegu örlögum, sem biðu hans.
Hann skrifaði móður sinni ástúðlegt kveðjubréf
kvöldið fyrir aftökuna, og daginn eftir gekk
hann í dauðann æðrulaus og stilltur. Hvorki hann
né Edith fóru fram á að fá að kveðjast.
1 hálfrar mílu fjarlægð, í klefa hinna dauða-
dæmdu i Holloway-kvennafangelsinu, beið Edith
Thompson, sljó af hræðslu. Hún talaði aldrei unx
mál sitt og nefndi Bywaters nærri aldrei á nafn.
Fangelsispresturinn, séra Glanville Murray, hef-
ur lýst því, hvernig hann reyndi að auðvelda
Edith hina óttalegu bið með því að koma fyrir
í klefa hennar blómum, kertaljósum og kross-
marki.
Ungfrú Cronin, aðstoðar-fangelsisstjórinn,
sagði um hana: „Ég held að hún hefði getað
orðið mjög góð kona, ef henni hefði verið hlíft.“
Presturinn lýsti sorgarleiknum í klefa hinnar
dauðadæmdu þann dirnma rnorgun 9. janúar 1923,
þegar verðirnir komu að sækja hana. Hann sagði
meðal annars: „Þegar við stóðum þarna öll, þá
varð manni það nærri óskiljanlegt í hvaða til-
gangi við vorum komin . . . Drottinn minn, ég
gat nærri því ekki hamið mig, svo stei'ka löng-
un hafði ég til að ryðjast fram og reyna að
bjarga henni með valdi.“
Margery Fry, sem árum saman hefur barist
fyrir afnámi dauðarefsingarinnar, tjáði þing-
nefnd fyrir skemmstu, að á einni af eftirlitsferð-
um sínum til Holloway-fangelsisins hefði hún
talað við Edith í dauðaklefanum. Hún þekkti líka
fangelsisstjórann, dr. Morton.
TVEIMUR eða þremur dögum eftir aftök-
una,“ segir hún, „kom ég aftur i fangelsið
og ræddi við dr. Morton og ungfrú Cronin. Það
var augljóst, að aftakan hafði haft djúpstæð
áhrif á bæði. Eg held ég hafi hvorki fyrr né
síðar séð sálarstríð breyta neinum manni eins
mikið og fangelsisstjói-anum." Ýmsir aðrir höfðu
„þungar áhyggjur" af aftökunni þá þegar, en
ennþá fleiri líta nú svo á, að hún hefði aldrei
átt að fara fram. Böðullinn, sem framkvæmdi
henginguna, átti síðar eftir að fremja sjálfs-
morð, að nokkru eða öllu leyti vegna þessa máls.
Fangelsispresturinn og fangelsisstjórinn urðu
mjög bráðlega að hætta störfum, en presturinn
var svo altekinn af þeim ægilegu hörmungum,
sem hann hafði orðið sjónarvottur að, að hann
helgaði sig upp frá því þrotlausri baráttu gegn
dauðarefsingunni.
Því Edith Thompson dó ekki eins og gerfihetj-
urnar, sem maður les um í skáldsögunum; hin
unga kona var viti sínu fjær af hræðslu. Það
varð að taka hana með valdi úr klefanum og
bera hana upp á pallinn undir gálganum. Það
varð að halda henni á meðan fætur hennar og
hendur voru bundnar og snaran lögð um háls
henni, og það varð að halda henni á meðan beðið
var eftir því, að böðullinn kippti burtu fallhler-
anum undir fótum hennar. Svo féll hlerinn, og
Edith Thompson féll með honum niður í myrkr-
ið og dauðann. 9
ENDIR.
Framhaldssagan sem hefst
í NÆSTU VIKU
verður líka
sOnn.
■
———-————
Takið eftir þegar hún kemur
og fylgist með frá byrjun
--- ——
ii