Vikan


Vikan - 15.07.1954, Side 6

Vikan - 15.07.1954, Side 6
Fljúgandi diskur EFTIR LYN B R □ □ K — tAÐ líður ekki á löngu áður en þú Jtr verður farinn að segja mér, að þessi umræddi hlutur hafi lent við vegabrúnina og að þú hafir getað gengið að honum og barið að dyrum. Er það ekki? Ég andvarpaði þol- inmæðislega. — Verið ekki óþolinmóður, fylkisstjóri, sagði litli maður biðjandi. — Ég ók í mestu makindum á mótorhjólinu mínu eftir veginum, þegar ég kom auga á hlutinn uppi í loftinu vinstra megin við mig. Hann var gljáandi. Hann tólc sveiflu í loftinu og renndi sér svo mjúklega niður á við. Ég sá því að hann mundi lenda og jók ferðina og þegar ég kom upp á næstu hæð, þá sá ég þennan gljáandi hlut spöl- korn frá veginum í um það bil hálfrar mílu fjarlægð. — Og þúsundir annarra manna hafa auð- vitað streymt í áttina þangað, sagði ég ill- kvittnislega. — Heyrið þér, hvernig stóð á því að þér komuð fyrstur á staðinn? — Það er einmitt það skrýtnasta við það. Enginn virtist hafa veitt þessu athygli. Þegar ég kom þangað, sem ég bjóst við að hlutur- inn væri, þá hafði að minnsta kosti enginn stanzað þar. Ef til vill hefur tunglskinið villt fólki sýn. Loks kom ég að laut og niðri í henni lá þessi hlutur og hreyfðist ekki. Ég var að hugsa um að líklega væri bezt að sækja einhvern, þegar það gerðist. Ég varð alveg dauðhræddur! Ég var að horfa aftur fyrir mig, þegar ég rakst allt í einu á Brúnó og þér megið trúa því, að ég var næstum dauð- ur úr hræðslu. Ég býst við, að þér séuð að velta þvi fyrir yður hver Brúnó sé. Það er náunginn, sem kom í hlutnum. Hann hóf mig á loft, eins og ég væri fjöður, og bar mig í tveim skrefum upp skábretti og inn í hlutinn. Þegar við vorum komnir inn og Brúnó bú- inn að sleppa mér, þá fór mér að líða ágæt- lega, því þar loguðu dauf ljós, svo að ég sá, að Brúnó var í raun og veru ekkert ægilegur. Þetta var mjög myndarlegur maður, sem brosti út undir eyru og blaðraði einhver ósköp. En þó undarlegt megi virðast, þá heyrði ég ekki orð af því, sem hann var að segja. Ég lét hann líka heyra það, hvað mér fyndist um að hræða fólk með svona ruddalegri fram- komu, en ég sá á augabragði, að hann heyrði ekki heldur til mín. Við fórum báðir að hlægja og hann tók einhverskonar hjálm úr gagn- sæju efni, setti hann á höfuðið á sér og tengdi leiðslurnar við mælaborðið. Hann sneri tökk- um og las á mæla og loks færðist bros yfir andlitið á honum og hann benti á annan hjálm. Ég tók hann og setti hann á höfuðið á mér. Hann setti snúruna í samband og ég heyrði greinilega að hann var að spyrja mig að nafni. Þetta virðist dálítið skrýtið, er það ekki? En hvað sem þetta hefur verið, þá kom það áð góðum notum. Hann lét spurningarnar dynja á mér, eins og forvitinn skólastrákur og ég svaraði eftir beztu getu. Ég lagöi líka nokkrar spurningar fyrir hann, en ég fékk engan botn í svörin. Ég kannaðist ekki einu sinni við nafnið á staðnum, sem hann sagðist vera írá. Þá kom hann með gamalt kort með ótal bogalínum á og benti á díl efst í vinstra horni þess. Svo studdi hann fingrinum á ann- an dil og sagði að þarná værum við einhvers- staðar núna — en ég var engu nær. Jæja, ég hélt að mér kynni að ganga betur, ef ég spyrði kann um flugvélina hans, því ég fæst við vélar. Hann fór að útskýra málið fyrir mér, en brátt hætti ég aftur að fylgjast með. Svo fór hann að taia um það hve heppinn hann væri í kvöld, því hann hefði oft komið hingað yfrum, í von um að hitta einhvern til að spjalla við, en fram að þessu hefði enginn tekið eftir sér, þó hann reyndi að vekja á sér athygli. Venjulega hefði fólk starað í gegn- um hann, eins og hann væri ekki til. Þetta væri ákaflega gremjulegt, þó fólkið gæti kannski ekkert að því gert. En hvernig stóð á því, að ég gat séð hann, úr því annað fólk gat það ekki ? Ég skildi hvað hann átti við, en livernig í ósköpunum átti ég að vita það. Ég sagði honum, að margir þættust hafa séð svona hluti í loftinu, en aðrir segðu að það væri bara vitleysa, svo að þetta ylli talsverðum deilum. Meðan Brúnó var að tala, hafði ég auðvitað góðan tíma til að virða hann fyrir mér. Hann var ekkert ósvipaður yður og mér, nema hvað hann var glæsilegri maður. En hann var með hring á fingrinum, sem ég varð alveg stór- hrifinn af. Mér hefur vist orðið starsýnt á hann, því mér til mikillar undrunar tók hann af sér hringinn og áður en ég vissi hvað hann hafði í hyggju, var hann búinn að troða honum á fingurinn á mér, ,,til merkis um velvild sína og til minja um merkilegan atburð," eins og hann sagði. Ég fór dálítið hjá mér, því mér er ekkert um svona lagað, en hann var svo elskulegur, að ég gat varla neitað. Ég veitti því athygli, að það var farið að birta i klefanum. Brúnó sagði, að það væri þetta svokallaða tunglskin, sem skini í gegn- um hvelfinguna þarna uppi og að við skyld- um skreppa upp og líta á það. Við tókum því af okkur hjálmana og fórum upp á hringmyndaðan pall, með stóru, íhvolfu, gagn- sæju hvolfþaki. TJtsýnið var alveg dásamlegt, það var eins og að horfa í gegnum geysistór- ann kíki á dimmbláan flaujelshimin, alsettan stórum, glitrandi demöntum. Svo kom ég auga á geysistóran hvítan, skín- andi hnött, á stærð við heila húsasamstæðu. Ég er viss um að hann hefur tæplega verið í einnar mílu f jarlægð og þessi kuldalega, hræði- lega birta, sem stafaði frá honum, gerði mig hræddan, þvi ég vissi allt í einu að þetta var tunglið. Ég reyndi að láta skelfinguna ekki ná tökum á mér, en það tókst ekki. Það síð- asta sem ég man, var að Brúnó horfði með samúð og undrunarsvip á mig. EGAR ég kom aftur til sjálfs míns, var ég staddur niðri í móunum, þar sem ég hafði fyrst séð Brúnó. En það sást ekki tang- ur né tetur af honum eða stóru vélinni hans, og ég hefði haldið að þetta væri aðeins vond- ur draumur, ef ég hefði ekki haft einn hlut. — Aha, ég veit hvað þér eigiö við. Hring- urinn, sem þessi náungi gaf yður, var enn á fingrinum á yður. Er það ekki rétt — sýnið mér hann. — Hérna er hann, sagði maðurinn og fékk mér skrautlegan hring. — Farið varlega með hann. Hann er stundum dálítið skrýtinn . . . -— Það eina skrýtna, sem ég get séð við þetta, sagði ég og skoðaði hringinn vandlega, — er það, hvernig þér búizt við að komast upp með þetta. Hún Gladys hérna gæti sagt okkur á stundinni, hvar hægt er að kaupa svona hringi í tugatali. Ég hallaði mér yfir dómgrindurnar. -— Sjáðu Gladys, sagði ég og hélt hringnum fyrir fram- an nefið á henni. — Hvað heldurðu að þessi hringur sé mikils virði? Gladys skoðaði hann vel og studdi svo hönd undir kinn. — Ertu að gera að gamni þínu? sagði hún. — Hvaða hringur? *>.«? eitthvað yrði eftir af deiginu í hinar réttu sykur- kökur, þetta var aðeins byrjunin á verkinu. Það átti eftir að hnoða deigið og þegar það væri loks- ins tilbúið, þá þurfti að teygja það á meðan það væri að storkna. Hinar sterklegu, stóru hendur húsfreyjunnar hnoðuðu i fimm mtnútur sætt deig- ið, sem hún flatti út og lagði saman á víxl. Smám saman urðu hreyfingar hennar hægari og að lokum var deigið teygt í lengjur, á þykkt við fingur, og með erfiðismunum klippt í sundur með skærum, því það var seigt. Nú voru sykurkök- urnar tilbúnar. Börnin voru farin að borða fyrstu bitana, þeg- ar barið var að dyrum. — Eutrope Gagnon, sagði faðir þeirra. — Mér fannst það líka dálítið undarlegt, ef hann kæmi ekki í heimsókn til okkar i kvöld. Það reyndist líka vera Eutrope Gagnón. Hann kom inn, heilsaði öllum og setti ullarhúfuna sina á borðið. María horfði litverp á hann. Það var gamall siður, að á gamlárskvöld kysstu piltarnir stúlkurnar og María vissi það vel, að þrátt fyrir feimnina, þá mundi Eutrope nota sér þetta. Hún stóð hreyfingarlaus við borðið og beið, án þess að láta sér gremjast, en hugsaði í staðinn um annan koss, sem hún hefði heldur viljað fá. En ungi maðurinn settist á stólinn, þar sem honum var boðið sæti, og starði niður fyrir sig. — Þú ert eini gesturinn okkar í dag, sagði Chapdelaine. — En ég býst ekki við, að þú hafir hitt nokkurn mann heldur. Ég var alveg sann- færður um að þú mundir að minnsta kosti koma. — Alveg rétt. Ég hefði ekki látið nýjársdag líða, án þess að koma. Auk þess hef ég fréttir, sem ég vildi færa ykkur. — Jæja! Hann hélt áfram að horfa niður fyrir sig, þvi allir störðu spyrjandi á hann. — Eftir svip þínum að dæma, þá eru það slæmar fréttir? — Já. W X X X X X X X X X Húsfreyjan reis til hálfs upp úr sæti sínu með óttasvip. — Eru það drengimir? — Nei, frú Chapdelaine. Esdrasi og Da’Bé líð- ur vel, guði sé lof. Fréttin er ekki úr þeirri átt- inni. Hún er ekki viðvíkjandi neinum ættingja ykkar, heldur ungum manni, sem þið þekkið. Hann hikaði augnablik og sagði svo nafnið lágum rómi: — Francois Paradis. Iíann horfði snöggvast á Maríu, en leit sv® strax niður aftur. Hún sá ekki einu sinni samúð- ina og heiðarleikann 1 augnaráði hans. Það virtist ekki aðeins hvíla dauðaþögn yfir stofunni heldur yfir öllum heiminum. Allar lifandi verur og allt annað virtist bíða þögult og kvíðafullt fréttanna, sem voru mikilvægar, af því að þær snertu eina manninn í heiminum, sem var í raun og veru nokkurs virði. — Þannig er mál með vexti að . . . Þið vitið kannski að hann var verkstjóri í timburflutninga- stöð uppi við Tuque, við Vermiollána. Um miðjan desember sagði hann húsbónda sínum allt í einu, ^ að hann ætlaði að fara hingað að. Saint-Jean vatninu um jólin. Auðvitað vildi húsbóndi hans ^ ekki fallast á það. Ef mennirnir fá allt I einu þá flugu í höfuðið að taka sér tíu eða fimmtán daga œ fri um miðjan vetur, þá er eins gott að hætta'að 'þ fleyta timbrinu. Hann vildi ekki að hann færi J og sagði honum það. En þið þekkið Francois. % Það var ómögulegt að ráða við hann, þegar hann ^ var búinn að ákveða eitthvað. Hann sagðist hafa | í hyggju að eyða jólunum við stóra vatnið og að g hann færi þangað. Svo húsbóndinn leyfði honum ^ að fara, af ótta við að missa hann, því hann var % óvenjulega duglegur ungur maður og auk þess C vanur skógarvinnu . . . X X HRÓLFUR deildi við konuna sína og yfirgaf húsið í fússi. Svo sást hann ekki í tólf ár. En þegar hann kom aftur, gekk hann inn eins og ekkert hefði í skorizt og tólc sér sœti. „Og hvar hefur þú verið?“ urraði eiginkoncm. „Úti,“ svaraði Hrólfur. 6

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.