Vikan


Vikan - 15.07.1954, Síða 7

Vikan - 15.07.1954, Síða 7
OSEMARY Fell var ekki það sem við köll- um falleg. Nei, maður gat tæplega kallað hana fall- éga. En snotur þá? J-a, ef hver dráttur var athugaður út af fyrir sig, þá . . . en hver er svo illgjarn að tæta aðra manneskju þannig í sundur? Hún var ung, fjörleg, glæsilega klædd sam- kvæmt nýjustu tízku, aðdáan- lega vel að sér í nýjustu bók- menntunum og í veizlunum henn- ar var blandað saman á skemmtilegan hátt raunveru- lega mikilsmetnu fólki og — listamönnum, sérkennilegu fólki — hennar eigin uppgötvunum, sem sumt var hræðilegra en orð fá lýst, en annað vel frambæri- legt og viðkunnanlegt fólk. tteim í síödeaiste Rosemary hafði verið gift í tvö ár. Hún átti yndælan dreng. Nei, hann hét ekki Pétur — heldur Mikael. Og maðurinn hennar tilbað hana. Þau voru rík, reglulega rík, ekki aðeins velefnuð — leiðinlegt gamaldags orð, í afa og ömmu stíl. Ef Rosemary langaði til að kaupa föt, fór hún til Parísar, eins og við förum niður í Bond Street. Og ef hún ætlaði að kaupa blóm, stanzaði bíllinn fyrir framan búðina í Regent Street, sem við könnumst allar við. Svo gekk Rosemary inn, leit með kæruleysisleg- um svip x kringum sig og sagði: — Látið mig fá þessi þarna og þessi þarna. Og fjóra vendi af þessu þarna. Einn vasa af rósum. Já, allar rós- irnaT.í ilátinu. Nei, nei, ekki sýringa. Mér er meinilla við sýringa. Þeir eru alveg formlausir! Afgreiðslustúlkan kinkaði kolli og flýtti sér að f jarlægja sýringana, eins og ekkert væri réttara en að sýringar væru alveg formlaus blóm. — Látið mig svo fá stuttu túlípanana. Já, þessa rauðu og hvítu. Svo gekk hún út að bílnum ásamt renglulegri telpu, sem reikaði í spori undir þyngd hvíta pakkans, sem minnti helzt á barn í skírnar- kjól .... Síðdegis vetrardag nokkurn stóð hún í lítilli forngripabúð í Curzon Street. Hún hafði mætur á þessum stað. 1 fyrsta lagi var hún oftast eini viðskiptavinurinn og auk þess var eigandinn hlægilega hrifinn að fá að afgreiða hana. Andlitið á honum ljómaði, þegar hún kom inn. Hann neri hendur sinar og var svo auð- mjúkur að hann gat varla talað. Smjaður? Já, að vísu, en það var tiú samt eitthvað þægilegt við það ... — Mér þykir vænt um hlutina mína, átti hann það til að segja lotn- ingarfullri röddu, — og ég vil heldur eiga þá sjálfur en að selja þá ein- hverjum, sem ekki kann að meta þá ag vantar þá varfærni, sem er svo sjaldgæf . . . Og svo andvarpaði hann ■djúpt og strauk hendinni yfir bláan flaujeisklút. 1 dag hafði klúturinn hulið litla öskju, sem hann háfði geymt handa henni. Þetta var lítil sérkennileg emaleruð askja með svo fallegri glans húð, að hún líktist mest rjóma. Á lokinu stóð lítill maður undir blómstr- andi tré og ennþá minni kona hélt um hálsinn á honum. Hatturinn henn- ar, sem ekki var stærri en rautt pela- góníublað, hékk á grein. Hann var skreyttur grænu bandi. Rosemary tók af sér hanskana. Það gerði hún alltaf þegar hún skoðaði slika hluti. Og meðan hún sneri öskjunni og velti henni við, opnaði hana og lokaði, þá gat hún ekki annað en dáðst að því, hvað hendurnar á henni voru fallegar og fóru vel við blátt flaujelið. Kaup- maðurinn hafði víst líka leyft sér að hugsa það sama, því hann tók upp blýant, beygði sig yfir borðið og hvíslaði blíðlega um leið og hvítir, blóðlausir fingur hans nálguðust rós- rauða fingur hennar: — Mætti ég gerast svo djarfur að vekja athygli yðar á blómunum í mittinu á kjól litlu konunnar. — Dásamlegt! Rosemai’y dáðist að blómunum. En hvað kostaði askjan? 1 fyrstu virtist kaupmaðurinn ekki heyra spurninguna, en svo muldraði hann: Tuttugu og átta gineur. — Tuttugu og átta gineur! Það sáust engin undrunarmerki á Rose- mary, en hún lagði öskjuna frá sér og setti upp hanskana. Tuttugu og átta gineur. Þó maður sé ríkur, þá . . . . — Jæja, takið hana frá fyrir mig. Ég skal .... En kaupmaðurinn var þegar farinn að hneigja sig, eins og það mesta sem nokkur maður gæti farið fram á, væri að fá að taka öskjuna frá fyrir hana. Hurðin opnaðist með smelli og hún stóð úti á tröppunum og horfði út í vetrarmyrkrið. Það var byrjað að rigna og í myrkrinu var rigningin eins og aska, sem þeytt er upp. ■— Loftið var kalt og hráslagalegt og götuljósin lýstu dapurlega. Rosemary fékk undarlegan sting í hjartastað og hún þrýsti handskjólinu að brjósti sér. Að vísu beið bíllinn hennar. Hún þurfti aðeins að ganga yfir gangstétt- ina áður en hún gengi inn í hann. Og þó hikaði hún. Það eru til augnablik, hræðileg augnablik í lífi manns, þeg- ar maður kemur skyndilega fram úr skjóli og horfir út í eitthvað ugg- vekjandi. En maður má ekki láta það hafa áhrif á sig, heldur flýta sér heim og fá sér tebolla. En um leið og hún hugsaði þetta, kom ung, dökkhærð, horuð og skuggaleg stúlka alveg að henni og með rödd, sem hljómaði eins og andvarp eða snökkt, hvislaði hún: — Má ég tala snöggvast við yður? Rosemary sneri sér við. Hún sá litla skelkaða veru með stór augu. Þetta var ung stúlka, varla eldri en hún sjálf. — Gætuð þér ekki gefið mér pen- inga fyrir tebolla? stamaði veran. — Tebolla? Það var einhver ein- lægu'r og heiðarlegur hljómur í rödd- inni og hún líktist alls ekki betlara. — Eigið þér enga peninga ? spui'ði Rosemary. — Nei. — Einkennilegt! Rosemary starði út í myrkrið og unga stúlkan horfði á hana. Það var skrýtið — og allt í einu fannst Rosemary eins og þetta væri ævintýri. Ef hún tæki ungu stúlkuna með sér heim, hvað þá? Ef hún gerði nú einu sinni sjálf, það, sem hún var alltaf að lesa um og horfa á í leikhúsunum ? Hvað myndi þá gerast? Hún heyrði sjálfa sig segja vinum sínum frá því seinna: ■— Eg tók hana heim með mér — og þvi sagði hún við grönnu stúlkuna: — Komið heim með mér og fáið tebolla. an dyrnar. Hún var alveg agndofa, en Rosemary lét sem hún sæi það ekki. — Komið nú inn og fáið yður sæti, sagiii hún og dró hægindastól að arninum. — Kornið og vermið yð- ur. Það er ,svo hræðilega kalt úti. — Ég þori þvi ekki, svaraði unga stúlkan og hörfaði aftur á bak. — Komið þér nú. Rosemary gekk til hennar. — Hversvegna takið þér ekki ofan hattinn? Fallega hárið á yður er rennvott. Leifið mér að hjálpa yður úr kápunni. Unga stúlkan hélt sér i stólinn með annarri hendi og lét Rosemary toga í. Það var dálítið erfitt, því hún hjálpaði næstum ekkert til. Rose- mary ætlaði einmitt að fara að taka sígarettur af arinhyllunni, þegar unga stúlkan hvíslaði undarlega hljómlausri röddu. — Mér þykir það ákaflega leitt, en ég held að það | Smásaga eftir Katherine Mansfield ] Unga stúlkan hrökk skelfd aftur á bak. Rosemary lagði hendina á handlegg hennar. — Mér er alvara, sagði hún brosandi. Unga stúlkan þrýsti fingrunum að vörunum og virtist ætla að gleypa Rosemary með augunum. •— Þér .... þér farið ekki með mig á lögreglu- stöðina, er það? — Lögreglustöðina! Rosemary hló. — Því skyldi ég vera svo grimm? Eg vil bara að yður hlýni og svo getið þér sagt mér — ja, hvað sem þér viljið. Það er auðvelt að freista soltins fólks. Bílstjórinn opnaði bílhurðina og brátt þutu þær í gegnum myrkrið. — Jæja! sagði Rosemary. Hún ætl- aði að sýna ungu stúlkunni, að það gerðist ýmislegt dásamlegt í lifinu, að ríka fólkið væri hjartagott og að allar konur væru systur . . . Bíllinn stanzaði, hurðin opnaðist og Rosemary dró stúlkuna með ynd- islegri, verndandi, já, næstum ást- úðlegri hreyfingu með sér inn í and- dyrið. Hlýja, birta, yndislegur ilmur og allt það, sem hún þekkti svo vel að hún veitti þvx ekki lengur athygli, lék urn ókunnu stúlkuna. Það var hrærandi að sjá hrifningu hennar. — Komið nú með mér upp, sagði Rosemary, sem brann í skinninu eftir að vera gjafmild. — Komið með upp i herbergið mitt. Hún yrði að forða litla vesalingnum frá augnaráði þjón- ustufólksins, — Jæja! sagði Rose- mary aftur, þegar þær komu inn í stóra fallega svefnherbergið. Glugga- tjöldin voru dregin fyrir og bjarminn frá arineldinum speglaðist í gljá- fægðum húsgögnunum. Unga stúlkan stanzaði fyrir inn- Flestar konur eiga það til að láta hjartað hlaupa með sig í gönur — en tæplega lengra en heilinn telur hyggilegt. rnuni líða yfir mig, ef ég fæ ekki eitthvað að borða. — Hamingjan góða! En hvað ég er hugsunarlaus! Rosemary þaut að bjöllunni. — Te! Komið með te und- ir eins. Og koníak. Stofustúlkan fór, en unga stúlkan hrópaði. —Nei, ég vil ekki koníak. Það er te, sem ég þarfnast. Og svo brast hún í grát. Næstu sekúndur voru skelfilegar en ákaflega æsandi. Rosemary kraup við stól stúlkunnar. — Gráttu ekki, vesalingurinn litli, sagði hún. — Gráttu ekki! Og hún fékk stúlkxmni blúnduvasaklútinn sinn og lagði handlegginn um mjóu beinaberu herð- arnar. Að lokum gleymdi unga stúlkan hlédrægni sinni og stundi: — Ég þoli ekki meira, þoli það ekki, heldur tek ég mig af lífi. Ég þoli ekki meira! — Þess þurftið þér heldur ekki. Nú skal ég sjá urn yður. Gráið ekki. Skiljð þér ekki, hve gott það var. að við skyldum hittast. Nú skulum við dfekka teið og svo segið þér mér allt af létta. En hættið nú að gráta — það er svo þi’eytandi. Stúlkan hætti að gráta, um leið og teið kom inn. Rosemary kom borð- inu fyrir á milli þeirra og fyllti disk vesalings barnsins með smurðu brauði. Og i hvert skipti sem hún tæmdi bollann fékk hún meira te, meiri rjóma og meiri sykur. Sykur átti að vera svo næxandi. Rosemary varð líka að viðurkenna, að máltíðin hafði undraverð áhrif. Þegar farið var með teborðið, var það ný vera, sem hún sá halla sér aftur á bak í stólnum. Þetta var grönn og viðkvæmnisleg stúlka með hi'okkið hár, rauðar varir og djúp, glampandi augu. Rosemary kveikti sér í sígarettu. — Hvað er langt siðan þér hafið borðað? spurði hún Mgt. En rétt í því var tekið x hurðar- FramhalA á bls. 15 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.