Vikan


Vikan - 15.09.1955, Qupperneq 4

Vikan - 15.09.1955, Qupperneq 4
Hver dagur á sitt I t , I e ynd a i rmó i r FORSAGA: Olga kemur til Madríd, til að hitta mann sinn, fornleifafræðing- inn ANDRÉS LESCANO. Hún hafði gifzt honum fimm árum áður gegnum sendi- ráðið spánska, en á leiðinni til hans hafði flugvélin hrapað yfir frumskógi í Brazilíu og þaðan hafði henni og tveim öðrum far- þegum loks verið bjargað. Eftir að hafa fengið hjúkrun I Rio de Janeiro, leggur hún aftur af stað flugleiðis til Madríd, en sú flugvél nauðlendir líka. Á flugvell- inum í Madríd tekur XAVIER, mágur hennar, á móti henni, og segir henni, að Andrés sé í vísindaleiðangri á Indlandi. Hann flytur hana heim í sumarbústað Lescanofjölskyldunnar, þar sem hún hitt- ir aðeins Fínu, gamla þjónustustúlku á hcimilinu. Sem reyndur æfintýramaður kunni Olga ráð við þessu. — Fáðu mér annan skóinn þinn. Hann er stærri en minn og gerir því meira gagn. — Ég var svei mér heppinn að taka með mér í þessa skemmtisiglingu snjallasta nemandann úr kvennahópnum . . . ég, mesti skussinn í öllum bekknum! — Xavier, ef þú hættir ekki að skopast að þessu, þá gef ég þig þínum ömurlegu örlögum á vald og yfirgef þig. — Færðu alltaf svona snjallar hugmyndir á hættunnar stund? spurði hann lafmóður. — Snjallar hugmyndir? — Eins og þessa með skóinn. Ég verð að viður- kenna það, að ég hefði drukknað, án þess að mér dytti það í hug. — Þegiðu og haltu áfram að róa. Eyddu ekki kröftunum í óþarfa blaður. Eftir nokkurt erfiði, náðu þau bakkanum. Hún stökk fyrst í land og hélt bátnum, meðan Xavier staulaðist með erfiðismunum upp úr honum. Um leið og hann hafði fast land undir fótum, sneri hann sér við og hratt bátnum með einu sparki út á miðja ána. —■ Farðu til fjandans, gamli skaftpottur! hrópaði hann í ofsabræði. — Þú hefðir getað drekkt okkur! Mér, að minnsta kosti! Þú varst vön að synda daglega yfir 200 metra breitt sund, er það ekki, Olga? Af hverju ertu að hlægja? Þetta var í fyrsta skiptið, sem hann sá hana hlæja hjartanlega. Spe'nnan, sem hafði haldið hárinu á henni, var horfin, og stór gylltur hár- lokkur flögraði um kinnina á henni. Hún greip hann og sagði: '•— Skórinn þinn . . . — Skórinn minn? - Þetta kennir þér að stilla skap þitt betur. Skórinn varð eftir í bátnum. Xavier virtist ekki vera sama um þetta. — Allar snjallar hugmyndir hafa sína galla, sagði hann háðslega. Og aftur var komið myrkur, með leyndar- dómum sínum, einveru og kvíða. Olga hringaði sig við arininn og rétti hendurnar að eldinum, til ao verma þær. Hún var ekki farin að opna bókina, sem hún hafði komið með ofan úr her- berginu sínu. Ekkert hljóð rauf hina óhugnanlegu þögn, sem ríkti í húsinu. Eftir liádegisverðinn hafði Xavier horfið á braut. Öðru hverju kom Fína eins og vofa ofan úr heibcrginu sínu, til að spyrja Olgu, hvort hana vanhagaði ekki um neitt. En enginn bauðst til að veita henni það, sem hún þurfti mest á að halda: ástúð, félagsskap og uppörfun. Nú fann hún aftur, hvernig taugarnar í henni voru þand- ar eins og gítarstrengir, eða strengirnir i fiðl- unni, sem hafði vælt svo óhugnanlega nóttina áður. Hún var búin að leita í borðstofunni og and- dyrinu, án þess að finna hljóðfærið, svo hún notfærði sér fjarveru Fínu, til að leita ennþá víðar. Hún fann stóra setustofu, fulla af hús- gögnum, huldum hvítum ábreiðum, og nokkur svefnherbergi, á borð við herbergið hennar, en enginn virtist búa í þeim. 1 einu herberginu kom hún svo auga á fiðluna í kassa. Hún lá þarna á hliðarborði, svört, þögul . . . og ógnandi. Olga nálgaðist skjálfandi af ótta. Þetta var dásamlegt hljóðfæri, það gat jafnvel leikmaður séð. Handfangið á boganum var inn- lagt með gulli. Olga kom varlega við einn streng- inn, og það fór hrollur um hana við að heyra hljóðið. Það var eins og tónninn bærist um allt húsið. Nú hljómaði rödd Fínu í eyrum hennar. —■' Xavier mundi móðgast, ef hann vissi, að einhver hefur snert fiðluna hans. Ég gæti aldrei þolað annan slíkan dag, hugsaði hún, þegar hún var komin niður aftur og sat auð- um höndum, þar seni hún vissi ekki, hvað hún átti að gera og hafði engan til að tala við. Jafn- vel þó útidyrahurðin væri ólæst, fannst henni hún vera fangi, eins og þykkar járnslár lokuðu hana frá umheiminum, þar sem ekki voru til auð hús,. full af skuggum og kvíða. Þó að morguninn hefði verið þolanlegur, svo aff tiltölulega vinsamlegt andrúmsloft virtist ríkja, þá hafði seinni hluti dagsins verið óendanlegur og kvöldið ömurlegt. Allar skýjaborgir hennar höfðu hrunið. Hún yrði að herða upp hugann, snúa sér beint að Xavier og segja honum, að hún þyldi þetta ekki lengur. Hún ætlaði að fara til Madrid, í húsið sitt, hvort sem þar væru málarar eða eklti! Xavier hafði engan rétt til að hindra hana í því. Það, sem hún aðhefðist, kæmi engum við nema manninum hennar. Manninum hennar . . . aldrei hafði hún þráff nærveru hans jafn ákaft og nú . . . þráð að hafa einhvern hugrakkan mann við hlið sér, sem hún gæti velt áhyggjum sínum yfir á . . . einhvern j vin, sem hún gæti gert að trúnaðarmanni sínum. Það var komið fram á kvöld. 1 gegnum glugga- rúðurnar sá hún tunglið, sem skein glatt á vegg- 1 inn og virtist bjóða henni í skemmtigöngu, án nokkurs ákvörðunarstaðar. Hún þáði boðið, ánægff yfir að rétta úr fótunum . Niðri i anddyrinu opnaði hún þungu útihurð- ina. Fersk vindstroka lék um andlitið á henni. Hún sneri við og tók af fatahenginu flík, sem hún hélt að væri jakkinn sinn. En það reyndist vera blússa Xaviers, sem sneri röngunni út. Af ótta við að mæta Fínu, vildi hún ekki fara upp í herbergið sitt, svo hún fleygði blússunni yfir herðarnar á sér og fór út, en skildi dyrnar eftir i hálfa gátt. Það var engin hætta á að þjófar hættu sér á þennan eyðilega stað! Háu hælarnir skullu með hávaða á malbikuð- um veginum. Olga hafði ekki getað farið í gönguskóna sína, sem voru votir eftir bátsferð- ina um morguninn, og hún var orðin óvön að ganga á háum hælum, svo hún átti erfitt um gang og hrasaði öðru hverju. Hvar voru nú ágætu sandalai'nir, sem hún bjó til sjálf og gekk á í frumskóginum? Hún hlustaði á hina algjörðu kyrrð, sem ríkti í kringum hana. I frumskóginum heyrðist alltaf kurr og flóttalegt þrusk, sem neyddi mann til að vera á verði. Hún var ekki hrædd við að vera ein á gangi í myrkrinu. Því skyldi hún láta svo lítilfjörlegt atriði hræða sig, eftir að hafa lent í alls kyns hættum í fimm ár. Það var aðeins óskiljanleg aðstaða, eins og sú, sem hún var í núna, sem gerði hana kvíðafulla. Stafai' þessi ótti aðeins af ímyndun? spurði hún sjálfa sig í hundraðasta skiptið. Það voru til svo margskonar fjölskyldur, sérkennilegt fólk og skrýtnir siðir. Fram að þessu hafði ckkert óeðlilegt, ekkert ómögulegt, komið fyrir hana. Við beygju á veginum, fleygði hún sér ósjálf- rátt til hliðar, um leið og ljóslaus bíll þaut fram hjá henni og snerti hana. Hún hafði stokkið svo snög'Sit aftur á bak, að hún missti jafnvægið og datt ofan í skuið. Hún reis á fætur aftur og nudd- aði hruflað hnéð með moldugum höndunum. Bifreiðin hafði numið staðar nokkra metra frá henni. og Xavier steig út úr henni. — Hvað . . . hvað ert þú að gera hér? Það var mesta mildi, að ég skyldi ekki drepa þig. Olga snerti varlega einn strenginn og það fór hrollur um hana við að heyra hljóðið, sem fiðlan gaf frá sér. 4 Eftir Luisa Maria Linares

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.