Vikan


Vikan - 15.09.1955, Qupperneq 6

Vikan - 15.09.1955, Qupperneq 6
hér er velgerðarmað- ur ykkar! eftir REX ELTON k sumardegi, fyrir mörg- um árum, sat lítill drengur, sem átti heima í smáþorpi einu í Svarta- skógi í Þýzkalandi, á tröppunum heima hjá sér og horfði á mömmu sína flýta sér að taka niður þvottinn af snúrunni. „Það fer að rigna, Charles,“ sagði móðir hans í aðvörunar- tón, „þú verður að koma inn.“ Það skall á demba, en litli drengurinn sat kyrr, dreyminn á svip og eins og hann tæki ekki eftir rigningunni; svo stytti upp og sólin braust fram úr skýjunum. Þá tók hann eftir dálitlu, sem honum fannst skrítið. Þvottasnúran, sem var úr hampi, dróst saman smátt og smátt og dró hin tvö ungu og grönnu tré, sem voru notuð sem snúrustaurar, saman, svo að þau svignuðu hvort að öðru. Hann var hrifinn af þessari uppgötvun og tók lítinn stiga og leysti niður snúruna. Trén urðu aftur bein, en snúran hrukkaðist saman. Hann sagði engum frá þessu TIZKAIM Það gengiir á ýmsu í tízkuheiminum, eins og meðfylgjandí myndlr bera með sér. Vill nokkur kvenmaður játa, að stúlkurnar hér fyrir ofan hafi í eina tið talist alveg einstaklega aðlaðandi i klæðaburði ? Fremri myndin er af tizkudömu anno 1929 og sú aftari af söng- og dansdis frii þvi um aldamótin. Þetta var semsagt það fegursta af því fagra og nýjasta nýtt HER UIH ARIÐ atviki. Það var ekki það eina, sem hann hafði orðið var við þessu líkt. Á leiðinni í skól- ann hafði hann tekið eftir, að um hádegisbil voru lauf og sprotar á trjánum í skóginum slétt, en lauguð dögg morguns- ins voru þau hrokkin. Eflaust hefðu þó þessar upp- götvanir liðið honum úr minni, ef hann hefði ekki dag einn, síðla þessa sama sumars, far- ið í boltaleik með strákunum í þorpinu. Það var kallað á nokkra af drengjunum til að mjólka kýrnar, svo að þeir, sem eftir urðu, sáu ekki annað ráð vænna en að reyna að fá stelp- ur í leikinn. Charles átti fjór- ar systur, en hann vissi, að engin þeirra gat komið. Hann sagði frá því, frekar skömm- ustulegur, að það væri verið að setja „krullupinna“ í hárið á þeim. „Iss, en að þær skuli vera að setja „krullupinna“ í hárið á sér,“ sagði lítil stúlka með mik- illi fyrirlitningu. Hún var með mikið og hrokkið, gullið hár, sem hún var afar stolt af. „Mamma mín heldur bara hár- inu á mér yfir gufunni frá katl- inum, þá verður það strax hrokkið.11 Þannig hafði hinn ungi Charles Nessler fengið enn eina sönnun fyrir kenningunni, sem varð til þess að hann gerði hina miklu uppgötvun í sambandi við „permanent" liðun á hári árið 1905 — fyrir fimmtíu árum. Strax og hann hafði safnað saman nógu fé, fór hann til London og setti upp hár- greiðslustofu í West End. Fáir hárgreiðslumenn trúðu því, að hægt væri að setja eilífðarbylgj- ur í hár, og hann átti erfitt með að ná í nóg rekstursfé fyrir fyrirtæki sitt. Hann lifði á því að vinna fyrir hárkollumeist- ara og búa til fölsk augnahár. Fyrsta tilraun hans mætti mikilli mótspyrnu. Hann hélt sýningu fyrir kunnustu hár- greiðslumenn Lundúna og hún endaði nærri því með slags- málum. Fyrirmyndin meiddist, vélin var skemmd og lagðar voru hendur á Nessler sjálfan. Hárgreiðslumennimir óttuðust, að það, sem þeir höfðu séð, mundi útrýma alveg Marcel- hárliðuninni, sem var gerð með sérstökum járntöngum, en það var hún, sem sá þeim fyrir dag- legu brauði. Eins og Marcel Grateau, franski hárgreiðslumeistarinn, sem hafði fundið upp hárliðun- ina með járntöngunum, gleymdi Nessler að fá einkaleyfi á upp- finningu sinni. Hefði hann feng- ið það, hefði enginn getað líkt eftir henni eða gengið á hlut Nesslers á neinn hátt, var hon- Charles Nessler um sagt fyrir rétti mörgum ár- um seinna. Hann hefði þá orðið einn af ríkustu mönnum heims. Undrandi og reiður yfir þeirri meðferð, sem hann hafði orðið fyrir af hálfu hárgreiðslumanna í Lundúnum, tók hann nú til að endurbæta hárgreiðslutæk- in sín og bauð ríkum konum ,,permanent“ fyrir tíu pund á klukkustund. Sumir af beztu aðstoðarmönnum hans yfirgáfu hann og endurbættu uppgötvun hans eftir eigin höfði. Einn þeirra var Eugene Suter, hinn forríki eigandi Eugene-hárlið- unarinnar. Annar var Peter Sartory, sem fann upp sjálf- virka hárliðun mörgum árum seinna. Þá kom annað hörmulegt slys fyrir Charles Nessler. Heims- styrjöldin 1914—18 brauzt út, og þar sem hann hafði ekki skeytt um að fá ríkisborgara- réttindi, var hann kyrrsettur. Að stuttum tíma liðnum var honum samt sleppt úr haldi og; leyft að fara til Bandaríkjanna. Eftir stríðið voru eignir hans í London, hárgreiðslustofan og uppfinningin, gerðar upptækar og seldar fyrir næstum ekki neitt. Hinum megin Atlanshafsins fylgdist hann með því, hvernig hin mikla upjjfinning hans olli byltingu á sviði hárgreiðslunn- ar í Bretlandi. Áður höfðu hár- greiðslustofur þar verið mjög fáar, en nú voru opnaðar hár- greiðslustofur svo þúsundum skipti um allt landið, og „perm- anent“-hárliðun varð smám saman algeng um heim allan með viðskiptavini í milljónatali. Nú eru í Stóra-Bretlandi starfandi um 150.000 manns við þessa iðngrein. I Bandaríkjun- um er talan þrisvar sinnum hærri. 1 dag eru til um hundrað kerfi hárliðunar og allar aðferð- irnar — heitt, sjálfvirkt, volgt og kalt „permanent" — voru fundnar upp í Englandi. Þótt Charles Nessler yrði auð- ugur og vinsæll í Bandaríkjun- um, (hann dó þar fyrir nokkrum árum), þá losnaði hann aldrei alveg við þá tilfinningu, að hann væri ofsóttur og ætti hend- ur sínar að verja, tilfinningu, Framhald á bls. 15. 6

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.