Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 4

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 4
vintýrið um ðBPTII DAPIft unt i u uh Ævisaga annáluðustu kvikmyndastjörnu veraldar FORSAGA: Greta Gustaisson ólst upp í basli og fátœkt I Stokkhólmi, en var alltaf ákveðin í að gerast leikkona. Fyrir tilviljun, fékk hún að leika í nokkrum stuttum auglýsingamyndum og einni ó- merkilegri kvikmynd, en síðan var henni hjálpað til að komast í Dramatíska skól- ann. En þá gerðist það, sem átti eftir að breyta öllum lífsferli hennar — hún hltti Mauritz Stiller, kvikmyndastjórann fræga, og frá því segir í þessum kafia. EN Stiller var ekki aðeins hrifandi vegna hins frumlega klæðaburðar. Framkoma hans var aðlaðandi, jafnvel þó skaplyndi hans væri óstöð- ugt eins og kvikasilfur. Hann var ákaflyndur, metorðagjarn, gáfaður, raussamur, eigingjarn, hávaðasamur, fágaður I framkomu og rustalegur í senn. „Hann hikaði aldrei við að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og sagði alltaf nákvæmlega það sem hann hugsaði," segir Victor Sjöström, sem lengi var nánasti vinur hans. Meðan hann var að stjórna kvikmynd, missti hann oft stjórn á skapi sínu. Hann gat ekkert við það ráðið, en oft var hann særandi, ákaflega særandi, og jafnframt var hann eldsnöggur upp á lagið. Og það var allt annað en skemmtilegt fyrir vesalings fórnarlambið. En hann var líka fljótur til að biðja afsökunar og ég held ekki að nokkrum manni hafi verið illa við hann innst inni. Stiller var -— svo maður noti orð, sem sam- starfsmenn hans nota oftast um hann — fæddur kvikmyndastjórnandi. Hann naut þess að segja fólki til, hann hafði smekkvísi og ríkt ímyndun- arafl til að bera og hann dáði allt seni fallegt var. „Hann varð blátt áfram líkamlega veikur, ef hann sá eitthvað ljótt,“ hefur Victor Sjöström sagt. Ef kunningjar hans eða vinir voru í fötum, sem honum fundust óklæðileg, þá sagði hann þeim það umbúðalaust. í>egar hann kom inn í stofu í ókunnugu húsi, gat hann ekki stillt sig um að stinga upp á breytingu á húsbúnaðinum eða að húsgögmmum væri öðruvísi fyrirkomið, svo að þau nytu sín betur. Þegar hann ætlaði að byggja sér sitt eigið einbýlishús, fékk hann vini sínum Wilhelm Bryde, sem var skreytingar- maður í mörgum af kvikmyndum hans, lausleg- an uppdrátt og ætlaði honum að gera teikning- una.“ Það sem hann hafði í huga,“ hefur Bryde sagt, „var sambland af rússnesku einbýlishúsi og sænskum herragarði. Það var alger nýjung og ekki auðvelt að koma henni í framkvæmd, en hann fékk það sem hann vildi. Það fékk hann næstum alltaf.“ Stiller lifði alltaf um efni fram. Hann dáði góðan mat og góð vín og leit á sjálfan sig sem vandlátan sælkera. Hann var örlátur á peninga, þó hann ætti það jafnframt til að véra hlægi- lega sparsamur á smáútgjöldin. Hann hélt að hann sparaði á því að borga ekki sígarettum- ar sínar sjálfur. Setningin „Gefðu mér sígarettu" var jafn einkennandi fyrir hann og útsaumuðu silkislopparnir hans. Ef einhver hikaði hið allra minnsta við að fara að óskum hans, sagði Stiller alltaf „Þú skalt fá heilmikinn pakka i jólagjöf!" en það fékk aldrei neinn. En hann gat líka af eigin hvötum sýnt mikið örlæti. Einu sinni um jólaleytið hitti hann leikkonu á götunni í Stock- hólmi, sem sagðist vera búin að vera atvinnu- laus í marga mánuði. „Ég var einmitt á leiðinni til að kaupa blóm handa þér í jólagjöf, en nú er bezt að þú kaupir þau sjálf," sagði Stiller og stakk hundrað krónu seðli i lófa hennar. Venjulega hafði hann mestu fyrirlitningu á að vera fótgangandi. Hann vildi heldur aka í kraftmikla sportvagninum sínum, sem var hættu- legasti bíllinn í Stockhólmi fyrir öryggi almenn- ings og jafnframt sá þeirra, sem vakti mesta athygli. Þetta var Kisse Kam bíll, gerður eftir pöntun og málaður æpandi kanaríugulur. Fyrir utan ýmislegt annað fínerí, hafði þessi stillerski bíll tvö aukasæti, sitt hvoru megin við benzín- geyminn aftan á, gerð fyrir þá farþega, sem vildu aka í fersku lofti. „Hann ók bilnum eins og flugvél," segir Wilhelm Bryde. Klæddur af- burða glæsilegum og sérkennilegum sportfötum, ók hann uin götur Stockholmsborgar, á þvílíkri ferð að þetta uppskafningslega farartæki hlaut almennt nafnið „Gula hættan“. Eins og flestir, sem leggja sig fram um að vekja umtal, var Stiller að bæta sér upp, það sem hann hafði orðið að neita sér um. Á 28. af- mælisdaginn sinn hafði hann ekki haft meiri aura- ráð en svo, að hann gat rétt haldið í sér lífinu. Hann fæddist í Helsinki á zartímanum og var sá fimmti í röðinni af sex systkinum. Faðir hans lék með herdeildarhljómsveit í rússneska hern- um. Honum var gefið nafnið Moses og þó hann breytti því seinna, þá kölluðu vinir hans hann alltaf „Moje". Fjögurra ára gamall varð hann ^iiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'/,, | VEIZTU —? | I 1. Hvar er Kyrrahafið austan við Atlants- i I hafið ? i I 2. Hvar nam Skallagrímur Kveldúlfsson | land og hvaða ár mun hann hafa kom- i ið hingað ? | i 3. Af hverjum keyptu Bandaríkjamenn i i Virgineyjarnar ? : i 4. Hve mörg spil í spilastokknum hafa = mismunandi útlit, eftir því hvor endinn | snýr upp ? I 5. Hver var það sem átti gripina fjaður- i ham, og Brisingamen, ók í vagni með | köttum fyrir, bjó á Fólkvangi og tók § á móti hálfum val? i l 6. Hvað hétu synir Nóa? i 1 7. Mundi útflytjandi frá Jörðinni til Marz : vega meira eða minna þar? 1 8. 1 hvaða á er Hjálparfoss? I 9. Hver er J. Arthur Hank? I 10. Gáta: Hver er sú státlega stjarna, sem salsæti heldur, nóglega vafin nýma reyfi, þegar það þrýtur, þá er hún liðin. Bjá tvSr á bl». 18. munaðarlaus, þegar foreldrar hans frömdu sjálfs- morð. Eftir það ólst hann upp hjá frænda sínum, Gyðingi, sem var hattagerðarmaður, og eftir átta ára skólagöngu varð hann lærlingur hjá þessum frænda sínum. Hann reyndist lítt not- hæfur til viðskiptalegra starfa og leitaði til leik- hússins, þar sem hann dró fram lífið í firrim ár sem annars floklcs leikari. Þegar hann var orðin 25 ára gamall leitaði rússneska lögreglan hans sem flóttamanns — hann var jú rússneskur ríkisborgari og hafði ekki gefið sig fram til herþjónustu —, svo að hann flúði frá Helsinki til Stockholms. Falskt vega- bréf og sænskan hans, sem hann hafði lært í skólanum, hjálpuðu honum til að sleppa inn í landið. Stiller hafði órð fyrir að vera óhræddur við áhættu, já, fyrir að vera yfirhöfuð ekki hræddur við neitt nema rottur. Hann bjó sér til æfingu, sem hann notaði þegar hann þurfti að telja í sjálfan sig kjark. Hann greip með báðum höndum um hornin á jakkanum sín- um, kippti snöggt og fast í þau, kastaði höfð- inu aftur á bak og skaut hökunni þrjózkulega fram. Hann mælti með þessari æfingu við vini sína og sagði: „Farðu bara að eins og Moje Stiller og þá verðurðu að nýjum og hugrakkari manni." Eftir að Stiller kom algerlega peningalaus til Svíþjóðar, þurfti hann á að halda öllu sínu hug- rekki, til að lifa af næstu sex árin, hin erfið- ustu á lífsferli hans. Hann stundaði alls kyns störf, lék smáhlutverk hjá lélegum leikflokki, sem lék í sveitaþorpum og álíka skjótur endir varð á misheppnuðum gestaleik í revýu. Oft hafði hann engan annan stað að sofa á en bekk í skemmtigarði. Eftir að hann kynntist vinsælli óperettustjörnu, sem leyfði honum að búa hjá sér, hafði hann það heldur betra. 1 marga daga í röð kom það þó fyrir, að hann fór ekki út fyrir dyr. „Ég vil heldur halda mig inni en að láta sjá mig með óhreinan flibba," sagði hann við vin- konu sína til skýringar. Að lokum batzt hann samtökum við fámennan hóp ungra leikara, sem höfðu skrapað saman svolitla peningaupp- hæð og leigt leikhús, sem þau kölluðu Intima leikhúsið. Stiller var leikstjóri og gagnrýnin á nokkrum sviðsetningum jók hróður hans, eink- um sviðsetningunni á „Vald myrkranna" eftir Tolstoy, en fyrirtækið fór í hundana eftir nokkra mánuði. En á meðan á þessu gekk, hafði Stiller séð sínar fyrstu kvikmyndir, franska mynd með Sacha Guitry og nokkra ameriska tvíþáttunga, og áhugi hans fyrir þessu listformi vaknaði á augabragði. Hann sótti um atvinnu hjá „Svenska Bio“ kvikmyndaframleiðslufyxirtæki, sem hafði bækistöð i Stockholmi. Julius Janzon, yfirmynda- tökumaður fyrirtækisins, minnist þess að Stiller var í glæsilegum fötum með silkiuppslögum, sem hann hafði fengið að láni, þegar hann kom í til- raunaupptökuna, og með hvíta hanzka og legg- hlífar. Honum tókst ekki að sannfæra þá um leikarahæfileika sína, en hann fékk stöðu sem stjórnandi. Það átti fljótt eftir að koma í ljós, að hann hafði fundið sitt rétta starf. Frá þvi árið 1911, þegar Stiller byrjaði að 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.