Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 5

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 5
stjórna i kvikmyndum, og þangað til hann hitti ■Gretu Gustafsson árið 1923, hafði hann stjórnað tim fjörutíu myndum, sem höfðu hlotið alþjóð- lega viðurkenningu. Eftir að hafa reynt sig við fjölda af tvíþáttungum af^ greinilegri melodrama- tiskri gerð, sneri Stiller sér fyrir áhrif frá sam- starfsmanni sínum Victor Sjöström, sem hafði mikla trú á listrænum möguleikum kvikmyndar- innar, að alvarlegri kvikmyndaframleiðslu. Þá var það sem sænsk kvikmyndagerð byrjaði það sem seinna var kallað „tímabilið mikla“. Kvik- myndirnar, sem til urðu á þessu timabili, hafa bæði evrópskir og amerískir gagnrýnendur talið vera meira á undan sinni samtíð en nokkrar .aðrar myndir á þeim tima. Tillag Stillers til þessa tímabils var flokkur 'mynda, sem byggðar voru á þekktum norður- landa skáldsögum. Frægasta kvikmynd hans var „Silfrið prestsins“ (sem sýnd var í Filmiu um daginn) eftir sögu Selmu Lagerlöf. Árið 1923 fór Sjöström frá Svíþjóð og til Hollywood, svo að Stiller stóð einn í stafni á isænsku kvikmyndaskútunni, og þar kunni hann alls ekki illa við sig. Hvort sem það var í starfi :sínu eða einkalífi, átti Stiller með sína áköfu skapgerð, sín snöru tilsvör í samræðum og all- an sinn frumlega persónuleika, auðvelt með að afla sér vina, en þrátt fyrir það var hann á margan hátt óráðin gáta jafnvel þeim sem stóðu honum næstir. Stiller kvæntist aldrei. „Hann naut þess að hafa fagrar konur í kringum sig, hafði áhuga fyiúr þeim, en elskaði þær aldrei,“ segir Wil- helm Bryde. Þó að Stiller drægist að konum á eðlilegan hátt,“ eins og einn af vinum hans sagði, þá hafði hann búið í huganum til mynd af hinni fullkomnu konu. Sú kona sem hann leit- aði eftir, átti ekki bara að vera falleg, án þess að vera „ofur tilfinninganæm, gáfuð og dulárfull“. Hann gerði tilraun til að breyta Mary Johnson, aðalleikkonunni í „Silfrið prestsins", í þessa draumadís, en hún brást vonum hans, og hann hélt áfram að leita. Svo sjálflægur sem hann var, þá trúði hann því í blindni að — aðeins ef hann gæti fundið konu, sem hefði eiginleika draumdísar hans — skyldi hann gera hana að svo mikilli leikkonu, að heimurinn hefði aldrei séð aðra eins. „Stiller dreymdi um að sigra heiminn eins og Eisenstein, en eftir öðrum leiðum," skrifar doktor Beng- Idestam-Almquist. „Ef hann gæti 'bara fundið rétta tegund af konu, þá skyldi hann gera hana að stjörnu, sem allur heimurinn lægi í duftinu fyrir. Sú stjarna átti að vera tiginmannleg, þóttafull og kýmin, en bak við þetta ytra borð hlý og kvenleg eins og Tora Teije í „Erotikon“ (fyrsta alvarlega. kvikmyndin hans). Hún átti að hafa eitthvað af krafti og leyndardómsfullum svip Mary Johnson í „Silfrið prestsins". Stiller bað handritahöfund sinn og verðandi prófessor í heim- speki og sögu, Arthur Nordén, um að finna hentugt nafn fyrir þessa ímynduðu alþjóðlegu stjörnu. Nordén datt ungverski konungurinn Gabor Bethlen í hug og stakk upp á Mona Gabor. Stiller varð hrifinn og reyndi að bera það fram A ýmsum málum — Gabor Gabor Gabro Garbo . . . Nú hafði Stiller því bæði nafn og áætlun fyrir kvikmyndaleikkonuna, sem átti að uppfylla drauma hans. Og þegar Greta Gustafsson kom til að láta mynda sig til reynslu í Rasunda, hafði hann líka konuna. 6. KAFLI. Þó að Stiller hefði aldrei hitt Gretu Gustafsson, hafði hann heyrt Carl Brisson, danska revýu- töfrarann, tala vel um hana. Greta tilheýrði ákaf- asta aðdáendahóp Brissons, eins og áður hefur verið sagt, þó ekki sé hægt að segja að þær tilfinningar hennar hafi verið endurgoldnar. Brisson var hamingjusamur í hjónabandi sínu og fannst Greta vera svolítið þreytandi ung stúlka. Hún var ástfangin af honum á sína skóla- stelpulegu vísu, elti hann í sífellu og hafði — ef maður má trúa Brisson — reynt að krota ,,GG elskar CB“ í hjarta á búningsklefadyrnar í Mosebacke-leikhúsinu. 1 von um að geta beint Greta Garbo sem Elisabet Dohna i „Gösta Berlings saga“. áhuga hennar frá sjálfum sér, hafði hann stungið upp á því við Stiller að hann liti á þessa áhuga- sömu og laglegu leikkonu, sem hann gæti kannski haft not fyrir í „Gösta Berlings sögu,“ sem Stiller var að undirbúa vorið 1923. Þegar því Stiller hringdi í Dramatiska leikskólann og bað um að útvega sér tvo snotra kvennemendur -— „ekki endilega þær gáfuðustu, heldur þær fallegustu" — þá nefndi hann einkum Gretu Gustafsson. Daginn sem þær áttu að leika fyrir framan kvikmyndavélina í tilraunaskini, tóku Greta og Mona Martenson sporvagn út í kvikmyndaver Svens Filmindustri í Rasunda. Einn, af aðstoðar- mönnum Stillers, sem tók á móti þessum tveim- ur taugaóstyrku umsækjendum og visaði þeim inn til andlitsförðunarmannsins, hefur sagt frá því hvernig þær komu fyrir sjónir: „Mona var lágvaxin, bústin og ákaflega lagleg. Greta var lika bústin, en jafnframt óframfærin, ógreidd og með bil á milli framtannanna. Mona var talin laglegasta stúlkan i leikskólanum. Greta var við fyrstu sýn ekki eins lagleg, en hún hafði dásam- legan líkamsvöxt, jafnvel þó hún hefði tilhneig- ingu til að fitna.“ Þegar búið var að farða Gretu, sem klædd var einfaldri dragt, var farið með hana inn í vinnustofuna, þar sem Stiller beið ásamt aðstoðarfólki sínu. Þegar hún var kynnt fyrir Stiller, hneigði hún sig. „Ef þér viljið fá hlutverkið, verðið þér að léttast um tíu kíló,“ voru fyrstu orðin, sem Stiller sagði við hana. Greta roðnaði. „En hvað hún er falleg,“ bætti hann svo við, og talaði fremur til samstarfsmanna sinna en Gretu. „Hafið þið noklturn tíma séð önnur eins augn- hár? . . . En, litla ungfrú, þér eruð allt of feit- ar! . . . Er hún ekki falleg? . . . Sjáið þið þessa fætur . . . svona fallegir hælar, ein einasta hrein fín lína . . .“ Meðan á þessari stillersku hrifn- ingarupphrópun stóð, litu samstarfsmenn hans undrandi hver á annan. „Og viljið þér nú leggjast niður og vera veik, litla ungfrú,“ hélt Stiller áfram. Greta hikaði, en þegar hún sá að brúnin á Stiller þyngdist, fór hún og lagðist á legubeltk. Hún var alveg utan við sig og gat ekki sýnt mikið annað en hræðslu. Stiller beygði sig niður að henni.“ Vitið þér ekki hvað það er að vera veik, i herrans nafni? Kunnið þér ekkert? Vitið þér ekkert um sorg og eymd? Hafið þér aldrei komið i leikskóla?" þrumaði hann. „Leikið, leikið!“ Greta var að því komin að bresta í grát, en reyndi að stilla sig. An þess að taka það fram hvort hann væri ánægður eða eklti, sagði Stiller henni að rísa upp af legubekknum og gaf skipanir um að taka andlitsmyndir og f jarlægðarmyndir af henni, meðan hún gengi fram og aftur um gólf- ið í vinnustofunni. Svo fór hann aftur að tala með hrifningu um líkamsvöxt hennar og hreyfingar. Eftir það sagði hann henni að hún mætti fara heim. Með barnslegum ákafa kom Greta aftur i kvik- myndaverið daginn eftir, leitaði uppi kvikmynda- tökumanninn — það var Julius Janzon — og spurði hvernig sér hefði tekizt. Janzon varaði hana við að gera sér allt of miklar vonir. Greta þakkaði honum og sneri við til borgarinnar. Janzon var ekki sá eini, sem var þessarar skoð- unar. Næstum allir aðrir en Stiller voru sama sinnis. Ragnari Hylten-Cavallius, sem skrifaði handritið að „Gösta Berlings sögu“, fannst ekki mikið til um Gretu og hætti á það að leiða yfir sig reiði Stillers með því að láta það í ljós. „Hún er uppburðarlaus", svaraði Stiller. „Hún hefur enga tækni, hún kann ekki að láta i ljós tilfinningar sínar, en hún verður góð. Trúið mér!“ Stiller vildi alltaf hafa ákvörðunarréttinn, þegar um kvikmyndir hans var að ræða. Og hann ákvað það einn að Greta skyldi leika Elisabetu Dohnu, næst stærsta kvenhlutverkið í Gösta Berlings sögu. Asíu-, Afríku- og Suð- ur-Ameríkuþjóðirnar eru nokkuð langt á eftir öðr- um þjóðum í öllu sem að iðnaði lýtur. Þessvegna hafa hjálparstofnanir Sameinuðu þjóðanna komið þvi þannig fyrir í samvinnu við danska ríkið, að menn frá þess- um löndum fái tækifæri til að taka þátt í sex mánaða iðnaðarnám- skeiði í Tekníska skól- anum í Kaupmannaliöfn. Hér á myndinni sést Haitibúi vera að læra hvernig spunavéi vinnur. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.