Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 8

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 8
H tJ N A 18 Ef tir CLEDWYN HUGHES OPT ÞEGAR HVASST VAR AF HAFI, velti Margiad því fyrir sér hversvegna hún hefði gifzt sjómanni. Það var hinni hljóðlátu ást hennar næstum ofviða, að liggja á slíkum nóttum alein undir teppunum í hlýja hjónarúminu. Vindurinn, sem virtist bera henni kveðju manns hennar utan af blárri víðáttunni á sumrin, breytti um svip á veturna. Ef vestan stormurinn blés, var hæðnistónn í rödd hans, þegar hann stundi við gráu steinana í reykháfnum uppi yfir heimili þeirra. Það var rödd gamla Ægis, sem hafði gert kröfu til föður hennar, og vornótt eina tekið einkabróður hennar líka. Margiad hafði fengið heiðurspening til minningar um bróður sinn, en um föður sinn átti hún aðeins minningar um sumar- daga í fiskibátnum og reiðferðir á hnénu á honum. Og þrátt fyrir þetta hafði hún gifzt Ifor þó hann væri sjómaður. Oft datt henni þó í hug, hvort hún hefði í rauninni getað gifzt nokkrum öðrum en sjómanni. Ifor var togaraskipstjóri, risi að stærð, sem lét sér vaxa ljóst skegg á veturna, en rakaði það af á sumrin. Hann sigldi kubbslegum, brúnum togara frá vesturströnd Wales til veiða við íslánd, og eyddi meiri tíma í káetunni sinni en í landi. Samt sem áður var gráa húsið undir klettunum við flóann heimilið hans, staðurinn þar sem unga dökkhærða konan hans beið. 1 fyrstu hafði ást þeirra og gáski verið næg uppbót fyrir ótt- ann, en það kom alltaf að því að þau þurftu að skilja, og hver kveðjustund gerði Margiad bitrari. 1 fyrstu hafði hún að- eins kviðið þeim degi, þegar Ifor yrði að sigla í burtu á Nacy Jones, en seinna hafði hún farið að hata þessa hreykni í augna- ráði hans, þegar hann steig aftur um borð í skipið sitt. Hún skildi að það fór fram óljós samkeppni milli hennar og tog- arans og sjávarins um hjarta Ifors. Fyrir aðeins nokkrum vikum hafði hún látið þessar til- finningar ná valdi yfir sér. Þá hafði hún talað við Edward Thomas, strandvörðinn, og hann hafði sagt að þar væri laust starf og hann skyldi mæla með Ifor. Hún hafði svo sagt Ifor frá þessu síðast þegar hann kom. En hann hafði bara haldið henni eins og litlu dýri milli stóra hrammanna og hrist hana, um leið og hann sagði: — Sjórinn er mér í blóð borinn. Ég ætla ekki að fara að standa í landi og horfa gegnum sjónauka. Þá hafði Margiad ekki þorað að segja neitt fleira, en hún vissi að annaðhvort yrði hún að búa við söknuð og bjóða öðru hverju velkominn heim þennan vilta risa, sem lét hana gleyma öllum sínum áhyggjum í bili, eða að hún yrði að vera nægilega eigingjörn til að þvinga hann til að vera í landi. Hún vissi að ef hún gerði það, þá mundi hann vera eins og fugl í búri, en þá hefði hún hann þó á öruggum stað og gæti gætt hans. Og nú var líka komin önnur ástæða til að Ifor tæki strand- varðarstarfið. Margiad átti von á barni. Og lítið barn átti rétt á því að hafa föður sinn undir sama þaki, þegar óveður geisaði úti í heimi. Kvöld nokkurt í október sat Margiad við eldhúsborðið. Hún hafði verið að baka kökur. Ifor vár væntanlegur heim og hann kurni að metr. kremtertu. Margiad lauk við að smyrja kreminu á og sleikti blaðið á kökuhnífnum annars hugar. Þeg- ar bamið fæddist yrði hún að venja sig af þessum slæma ávana. Annar« gaeti litla barnið vanizt á að borða með hnífnum og skorið sig á hverjum degi . . . Það fór hrollur um hana. En hvað það yrði gott að fá Ifor heim eftir þennan langa mánuð. Henni hafði fundizt hann aldrei ætla að líða, togarinn hafði leitað inn í íslenzka höfn, og þaðan hafði hún fengið póstkort frá Ifor. Það yrði gaman að færa hon- ATTI LAND MAIMIM SMIÐUM urn þessar góðu fréttir, sem hún hafði ekki þorað að segja í gegnum loftskeytatækið á skrifstofu útgerðarfélagsins. Hún stóð með hnífinn í hendinni, þegar hún heyrði fyrstu stunur stormsins og hjarta hennar tók viðbragð. Hún hafði ekki árætt að hlusta á veðurfregnirnar, en hún hafði búið of lengi í nábýii við hafið, til áð þekkja ekki þetta kynlega hljóð, sem boðaði komandi óveður. I klukkutíma sat hún og beið, en þá kvað við bjölluhringing. Hún hikaði andartak, reis síðan á fætur og gekk yfir svala, hellulagða anddyrið, fram að útidyr- unum, sem sneru út að hafinu. Um leið hún kveikti og opnaði dyrnar, blasti við henni hnefi, sem lyft hafði verið til að berja að dyrum. Hún þekkti manninn og einkennisbúninginn hans. Þetta var Edward Thomas, strandgæzlumaðurinn. Stormurinn reif í hann, þarna sem hann stóð á tröppunum. Himininn var dimmur að baki hans og götuljósin dönsuðu í festingum sínum meðfram götunni að klettinum. — Komdu inn, Thomas, sagði Margiad og vonaði að mál- rómurinn væri eðlilegur, þó skelfingin byggi í hjarta hennar. Þegar strandvörðurinn birtist í húsi sjómanns á stormasamri nóttu, var eitthvað illt á seiði. Thomas steig inn fyrir og lokaði hurðinni. — Þetta er óþverra veður, Margiad, sagði hann. Hann hafði verið vinur föður hennar og borið hana á háhesti, þegar hún. var lítil. — Margiad, sagði hann svo aftur og þurrkaði satl- og rigningar- vatn úr gráa hárinu á sér. — Ég er kominn vegna Nacyar Jones . . . Hann þagnaði og Margiad sagði ekkert. Hún beið bara eins og lömuð. En Thomas rétti fram hendina og flýtti sér að bæta við: — Þú þarft ekki að vera hrædd, væna mín. Skipið er í hættu, en við getum bjargað áhöfninni. Margiad andvarpaði af feginleik. — Ef hann hefði bara verið orðinn strandvörður, þá stæði ég ekki hérna skjálfandi núna, sagði hún. — Segðu mér hvað um er að vera! Thomas setti húfuna aftur á höfuðið og sagði: — Ég er kominn til að segja þér, að Nancy Jones er strönduð sunnan megin við höfnina. Það mun koma í ljós seinna, hvort hægt verður að ná henni út, en það er verið að skjóta björgunarstreng uppi á klifinu við Saltklett. Ég ætla að biðja ættingja skips- hafnarinnar um að hafa heitar flöskur og uppbúin rúm tilbúin, þegar mennirnir koma heim, kaldir og blautir. Thomas gekk fram að dyrunum og opnaði þær: — Þegar þú ert búin að því, væri kannski gott, að þú kæmir upp á klettinn, þar sem björgunarsveitin er. Allar hinar konurnar verða þar sjálfsagt. Margiad kinkaði þegjandi kolli. Þegar Thomas var farinn, gekk hún aftur inn í eldhúsið og stóð þar svolitla stund eins og lömuð. Svo flýtti hún sér að útbúa hitaflöskur og hengja teppi við ofninn og tók loks eina flösku og eitt teppi með sér út i litla bílinn, sem stóð í bílskúmum. Hún ók eins hratt og hún þorði gegnum bæinn, og þegar hún fór framhjá skrifstofu útgerðar- fyrirtækisins, velti hún því fyrir sér hvaða skilaboð væru nú á leiðinni gegnum loftskeytastöngina á þakinu. Hún skildi bílinn eftir neðan við þrepin, sem lágu upp á Saltaklett. Hann var hár og gnæfði upp yfir suðurhluta hafnar- mynnisins. Á sumrin var þar skemmtilegt um að litast. Rörnin klifruðu í steintröppunum og íssölutuminn stóð uppi á háklett- inum, en þetta kvöld var þar rigning og stormur og myrkur, sem boðuðu ekkert gott. Margiad brauzt áfram upp tröppurnar. Þrepin voru sleip, járnhandriðið blautt og stormurinn virtist þrengja sér upp eftir mjóu sundinu. En uppi á klettinum sáust ljósin, sem björgunar- sveitin og straiidverðirnir; voru búnir að setja upp. Þegar hún kom upp, sá hún að hinar konurnar voru þar fyrir, dætui' matsveinsins tvær, og eiginkonur og synir hinna áhafnar- meðlimanna á Nancy Jones. Þau stóðu öll í einum hnapp. Menn- irnir í olíustökkunum voru að koma fyrir björgunarbyssunni og athuga olíuborna reypishönk. Þegar Margiad bættist í hópinn, kinkuðu nokkrar konur kolli til hennar með virðingu, því hún var kona skipstjórans. Maður kom til hennar frá línubyssunni og sjóstakkaklæddu mönnunum. Það var Edward Thomas, rauð- ur í andliti af áreynslunni og blautur af regni og sjóroki. Hann talaði í lágum hl jóðum við Margiad. — Veðrið versnaði 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.