Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 12

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 12
ÞESSI FORSETAFRÚ ER RITHÖFUNDUR Sitthvaö frá tignustu konu Finnlands NÝ húsmóðir er komin í höll finnska forsetans, æðsta heimili landsins. Sylvi Kekkonen, tignasta kona lýðveld- isins, er þó engan veginn ókunn samborg- urum sínum. Sem fyrri húsmæður í höll- inni, stóð hún við hlið mannsins síns í hinu opinbera lífi, áður en hún varð for- setafrú. Áður en Sylvi Kekkonen tók við þessu nýja og mikla hlutverki sínu, hafði hún í þrjátíu ára hjónabandi gengið í hinn langa og stránga skóla þjóðmálanna. Þessi langi tími, margvísleg störf, aðkallandi skyldur og sífelldur sjálfsagi hafa mót- að hana og gert að slíkri persónu, að naumast mun það dregið í efa, að hún sé hinu nýja hlutverki vaxin og muni gegna starfi sínu og skyldum á þann veg, sem bezt verður á kosið. Hingað til hefir Sylvi Kekkonen orðið að gegna tveimur störfum. Hún hefur, sem trúr förunautur manns síns, rækt skyldustörfin í opinberu lífi, og sem eig- inkona og húsmóðir heimilisstörfin. En með þessari tvískiptingu er þó ekki allt talið. Hún er einnig rithöfimdur. Sylvi Kekkonen fæddist í Pieksámáki 12. marz 1900, fjórða dóttir þáverandi aðstoðarprests, Kauno Edward Uino. Það fólst ef til vill í því vísbending um fram- tíð Sylvi, að sjö daga gömul skipti hún í fyrsta skipti um heimili. Fjölskyldan fluttist sem sé til Heinola og þaðan fjór- um árum síðar til Metsápirtti, en þar var. séra Uino sóknarprestur til 1910, er hann Frú Sylví Kekkonen skömmu eftir að maður hennar varð forseti FinrJands. Efri myndin: Forseta- hjónin og tvíburasynir þeirra, Ta- neli og Matti Kekkonen. fluttist til Puumala. Þá voru börnin orð- in sex. Systkinin áttu hamingjusama æsku. Það kom snemma í ljós, að dóttirin Sylvi var mjög viðkvæm að eðlisfari. Hún elsk- aði blóm, fugla og tré og þótti ósköp vænt um öll dýr. Þessi ást hennar á náttúrunni kemur .sérlega greinilega í ljós í bók henn- ar Viö brunninn heima. Móðir hennar áleit, að börnin á prests- setrinu ættu ekki að ganga í barnaskóla, heldur læra heima, og Sylvi byrjaði því ekki skólagöngu fyrr en í Mikkelis finnska samskóla og þaðan lauk hún stúdents- prófi átta árum síðar. Nú var að velja sér ævistarf. Sylvi Uino hugðist fyrst ger- ast hjúkrunarkona. Þegar hún hafði verið heimiliskennari um hríð, ákvað hún að fara til Helsingfors 1919 og lesa lög- fræði. Hún hafði á þessum árum komist í kynni við alvöru lífsins. Faðjr hennar dó, þegar hún var 16 ára, og það var því eðlilegt, að eldri systkinin yrðu að hjálpa heimilinu og yngri systkinunum f járhags- lega. Árið 1918 hafði verðbólgan gert mörgum erfitt fyrir. Þá var ekki venja að bjarga sér með Iánsfé til námsins, og þess vegna réð Sylvi sig í vinnu til þess að geta bæði stundað nám og hjálpað systkinum sínum. Nú byrjuðu erfið ár fyrir ungu stúlk- una úr sveitinni. Á daginn vann hún á skrifstofu og á kvöldin saumaði hún fyr- ir félagið ,,Hannyrðavinirnir“. Lögfræðin varð að lúta lægra haldi fyrir áhuga hennar á listiðnaði. Það var í hópi stúdenta sem þau kynnt- ust, Sylvi Uino frá Puumala og Urho Kekkonen frá Savolax. Þau giftust árið 1926, þegar Kekkonen var 26 ára og hafði nýlokið lögfræðiprófi. I september 1928 eignúðust þau Sylvi og Urho Kekkonen tvo drengi, Matti og Taneli. Þeir fæddust á þriðjudegi og dag- inn áður hafði móðir þeirra unnið á skrif- stofunni eins og venjulega. Frá þessum degi varð hún að hætta störfum utan heimilisins, og það féll henni ekki þungt, því að hún vildi með engu móti fela böm- in sín ókunnugu fólki. Henni fannst móð- urhlutverkið dýrmætara öllu öðru. Og það hlutverk fékk henni nóg að sýsla. Sauma- áhugi hennar kom nú í góðar þarfir. Hún var orðin ágæt saumakona og það kom allri fjölskyídunni að gagni. Húsmóðir- in saumaði öll föt á litlu drengina og sjálfa sig. Ný skyldustörf biðu Sylvi Kekkonen, þegar jur. dr. Urho Kekkonen var kjör- inn á þing árið 1936 og varð skömmu síð- ar ráðherra. Hann var síðan lengst af ráðherra, og þegar hann varð forsætis- róðherra, urðu þau æ fleiri opinberu skyldustörfin, sem Sylvi Kekkonen þurfti að sinna við hlið hans. En hún hafði van- ist vinnu alla ævi og að neita sér um eitt og annað til þess að rækja skyldur sínar. Auk þess voru húsmóðurstörfin nú orðin stórum auðveldari. Taneli var orðinn magister í stjórnfræðum, kvæntur Brittu, dóttur Fagerholms, forseta þingsins, og starfsmaður í utanríkisþjónustunni, fyrst við sendiráðið í Moskvu, síðan í Stokk- hólmi. Hinn tvíburabróðirinn, Matti, hafði lokið lögfræðiprófi og kvænst Mirju, dótt- ur Taru og Eino Linnala, listafólksins kunna. Á þessum áium byrjaði Sylvi Kekkon- en að skrifa. Fyrsta bókin kom út 1949, hin næsta, endurminningarnar Við brunn- inn heima 1951, og Gangurinn skáldsaga, sem gerist í sjúkrahúsi, 1955. En einmitt á þessu tímabili varð Sylvi Kekkonen að verja meiri tíma en áður við hlið manns síns, bæði sem félagi og hjálparhella. Að kvöldi hins 15. febrúar 1956 vissi frú Sylvi Kekkonen, hvert hið nýja og vandasama hlutverk var, sem beið henn- ar. Það var henni ekki ljúft að gerast tignasta kona landsins, en þegar hún sagði þá um kvölaið, að nú fyndist sér of þung byrði á sig lögð, þá hafði hún þegar ákveð- ið að rækja þær skyldur sem hún gæti. I mynd forsetafrúarinnar, Sylvi Kek- konen, eru drættir, sem samferðafólk hennar uppgötvar ekki fyrr en eftir lang- an kunningsskap. Málari, sem á að mála af henni mynd, hugsar sér að nota rólega liti, blátt, grátt, svart og ofurlítið ljóst, en meðan á verkinu stendur uppgötvar hann sér til undrunar, að hann verður einnig að taka fram skæru og björtu lit- ina. f mynd af Sylvi Kekkonen verður að vera hlýja, líf og fjör, en einnig dýpt og þróttur, og þá fyrst er myndin sönn. Sylvi Kekkonen er hið ytra fíngerð, berst lítið á og hefur gott vald á sjálfri sér. Þannig er einnig hennar innri mað- ur. Hún vill aldrei særa neinn og gerir það ekki heldur. Hún er eins við alla, vingjarnleg, hjálpsöm og samúðarfull. Þegar sagt er, að Sylvi Kekkonen sé lítil- lát, þá þýðir það nánast, að hún geri mestar kröfur til sjálfrar sín. Persónu- legt lítillæti og íburðarleysi kemur í ljós í einföldum lífsvenjum heima hjá þeim hjónunum. Sylvi Kekkonen álítur ábyrgð- artilfinninguna vera eina af dygðum mannanna. Ábyrgðartilfinning í vináttu, fjölskyldulífinu, í uppeldi barnanna og ekki sízt í starfinu. Kekkonen forseti metur mikils dugnað konu sinnar. Sylvi Kekkonen lítur út eins og brothætt postulínsbrúða. Hún er lítil og nett, og guð hefur ekki gefið henni góða heilsu. Hún hefur löngum verið við rúmið af liðagigt. En þó er hún vön erf- iðri vinnu frá æsku, og yfirleitt veit fólk- ið hennar það, að hafi Sylvi Kekkonen ásett sér eitthvað, þá kemst það í fram- kvæmd, hversu mikið erfiði, sem það kann að kosta. Hún er engan vegin óvön að vinna með höndunum. Oftast hefur hún séð um heimili sitt hjálparlaust, og á stríðsárunum vann hún alla algenga sveita- vinnu, eins og margar aðrar finnskar kon- ur þá. Hún er vakandi kona í félagsmálum, Framhald á bls. 18. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.