Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 14

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 14
HE IMIL IÐ RIÍ'STJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR i rigninguiini. Það rignir svo mikið hér á landi, eða að minnsta kpsti hér á suður- landi að áreiðanlega borgar sig að eiga góðan regnfatnað. Og svo mikið úrval er nú til af góðum hlífðar- flíkum, að enginn vandi er að vera bæði vel og smekkléga búinn. En sé maður vel klæddur, er rign- ingin bara skemmtileg, það er að segja ef henni er ekki samfara rok og kuldi. Rigningin sjálf hefur líka góð áhrif á húðina, eri rokið og kuld- inn þurrka hana, svó að helzt þarl að bera gott nærandi krem á hana: að kvöldi slílcra daga til að halda henni mjúkri. Jafnvel þó við iendum í rigningu, þegar við eigum ekki von á henni, þá er óþarfi að fá rigningarbletti í fötin sín, ef við gefum okkur aðeins tíma til að þúrrka þau rétt, þegar heim er komið. Hattinn þarf að þurrka með hrein- um klút, úr hverju sem hann er. Það eru rigningardroparnir, sem fá að þorrna inn í efnið, sem eyðileggja mest. Síðan þarf að hrista kápuna og þurrka hana líka með þurrum klút, hvort sem hún er úr efni eða loð- skinni, áður en hún er hengd á herða- tré á hlýjum stað, en þó ekki nálægt hitunartæki. Regndropar geta eyðilagt leður- töskur, svo úr því verði aldrei bætt. Þessvegna þarf líka að þurrka af töskunni, áður en leðrið þorrnar og bera síðan á hana góðan skóáburð. Skinnhanskar þarfnast samskonar meðferðar og séu þeir teygðir í rétt- ar skorður, áður en þeir þorrna, verða þeir síður ijótir við að vökna. Og þá eru það skórnir. Ykkur dettur víst ekki í hug, að setja þá við ofninn, ef þeir eru blautir? Við það þorrnar leðrið og spryngur. Nei, þeir eiga að þorrna hægt og svo á að bera vel á þá skóáburð á eftir. Þetta vitum við reyndar allt sam- an en það þarf bara svolítinn sjálfs- aga, til að smeygja sér ekki úr bleytunni og fá sér heitan kaffi- sopa, í stað þess að fara að þurrka og bjástra, þegar maður kemur inn úr slagveðrinu. íslendingar í hæsta kaloríuflokki. Samkvæmt hagskýrslum Samein- uðu þjóðanna fá íbúar eftirtaldra landa meira en 3000 kaloriur á dag i mat sínum: Danmörk, Finland, ísland, Noregur, Sviss, Bretlands- eyjar og Bandaríkin. 1 næsta kaloríu- flokki, 2750—3000 kaloríur á dag eru Svíþjóð, Frakkland, Holland, Belgía, Vestur-Þýzkaland, Austurríki. Undir 2000 kaloríum eru Japan og Pakis- tan, Ceylon og Indland. Sjóður, sem styrkir ungar konur til náms og varðveitir minningu látinna kvenna. MENNINGAR OG MINNINGARSJÓÐUR KVENNA hefur látið gera bók, sem á að geyma myndir og minning- argreinar um íslenzkar konur. Jafnframt er fyrsta heftið af minningargreinunum komið út. Bókin hefst á grein um Bríeti Bjarthéðinsdóttur, sem hún skrifaði sjálf, og í henni eru margvíslegar sögur kvenna, sem bjuggu við ólík kjör. Þar er saga þeirrar konu, sem „fínust" þótti á íslandi á sínum tíma og þar er saga konu, sem gekk austan úr sveit með aleiguna á bakinu og son sinn sjö ára sér við hlið. Söfnun greinanna gengur þannig fyrir sig, að þeir sem viíja láta varðveita minningu einhverrar konu í bókinni, senda mynd og grein og gefa upphæð til minningar um hina látnu konu, stóra eða smáa, eða að minnsta kosti fyrir prentunarkostnaði. Búið er að prenta 61 æfiminningu, en fleiri bíða næsta heftis. Þessi bók, sem er haganlega útskorin, á síðan að geymast um aldur og æfi, en lítið upplag hefur jafnframt verið prent- að og fæst það á skrifstofu sjóðsins á Skálholtsstíg 7. Stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna er kosin af Kvenréttindafélagi Islands og er Katrín Thoroddsen for- maður hans. Hlutverk hans er að varðveita minningu eldri kvenna og að styðja þær sem yngri eru til náms. Er þeg- ar búið að úthluta 200.000 krónum í námsstyrki. Fyrsti visirinn að þessum sjóði var dánargjöf til minningar um Bríeti Bjarthéðinsdóttur. Auk gjafa eru helztu tekjulyndir sjóðsin» hin árlega merkjasala og sala minningarspjalda. Fæðan bezta fegrunarlyfið. EF heilsan er ekki í sem beztu lagi, sést það fljótlega á útlitinu. Þessvegna er fæðan, sem við borð- um, bezta fegrunarlyfið. Mjólkin inniheldur næstum öll þau efni, sem við þurfum til að halda góðri heilsu. Þessvegna er rétt að drekka mikla mjólk. Ostur er mjólk í samanþjöppuðu formi. Hann veitir jafn mikið af eggjahvítuefnum og kjöt, en hann þarf ekki að sjóða eða steikja. Egg innihalda svo mikið af gagn- legum efnum, að ekki er rúm til að telja þau upp hér'. Kartöflur ættum við að borða einu sinni á dag, því í þeim fáum við nauðsynlega sterkju og C-vitamín — það er að segja ef þær eru nýsoðn- ar og ekki upphitaðar. Hafragrautur og heilhveitibrauö veita okkur B-vitamin, sem gerir húð- ina bjartari. Appelsínur, tómatar og hrátt grœn- meti innihalda C-vitamín og stuðla að sterkari tönnum og betra tann- holdi. Síld hefur marga góða kosti, t. d. inniheldur hún D-vitamín, sem ger- ir gljáalaust hár líflegra. Sardinur (með beinum) gefa okk- ur kalk, sem er gott fyrir tenniu-n- ar og hindrar kuldabólgu. Kjöt, fiskur, nýir ávextir og grœn- meti eru allt fæðutegundir, sem við ættum að borða mikið af. • Leikarinn Edward Arnold horf- ir á þær breytingar, sem orðnar eru á gamla hattinum hans, sem nú prýð- ir höfuð eiginkonu hans. Frúin hefur fyrir löngu uppgötvað það, að karl- mannshattar eru gerðir úr ákaflega góðu filti, svo hún leggur undir sig gamla hatta af manninum sínum, burstar þá vel og hreirtsat, klippir af þeim börðin og saumar sér Úr þeim hatta. Þennan á myndinni þurfti hún að- eins að brjóta í vissar fellingar, festa brotin með nál og enda, og prýða svo hattinn með leggingarbandi og slöri. Hatturinn lítur ljómandi vel út og er auk þess samkvæmt nýjustu tízku, því nýju hattarnir eiga að sitja framan á höfðinu. I barnsfætinum eru 26 bein — úr brjóski. Þegar barnið er fjögurra mánaða gamalt uppgötvar það yfirleitt hvílíkt afbragðs leik- fang fæturnir á því eru. Hvor fótur er samansettur úr 26 beinum —14 í tánum (tveim- ur í hvorri stóru tá, þremur í hverri hinna), sjö í hælnum og fimm þar á milli. Og þau eru öll úr brjóski. Það er því auðskilið hve mik- ið tjón illa mátulegir skór og of litlir sokkar geta gert. Mæður verða því að hafa það í huga: Að sokkarnir verða að vera laust prjónaðir, svo að barnið eigi auðvelt með að veifa tán- um. Að ábreiðurnar í vagninum og barnarúminu verða að vera léttar, en jafnframt hlýjar. Að pakkar og töskur mega aldrei þrengja að fótum bams- ins í vagninum. Að ekki er heppilegt að hafa börn 1 skóm fyrr en þau fara að ganga. Og að þá verða skórnir að vera mjúkir og sveigjanleg- ir. Að gott er að leyfa bömum að hlaupa um á sokkaleistunum eða berfættum, þegar hægt er að koma því við. Að börn hafa gott af að æfa fæturna — taka upp pensil með tánum eða ganga á tánum. Að fætur barna þarf að þvo á hverjum degi og púðra vel á eftir. Baccalao. Svona útbúa Spánverjarnir stundum saltfiskinn, sem við seljum þeim. Um 400 gr. af soðnum og beinhreinsuðum saltfiski, 400 gr. af tómötum, 1 stór laukur, 1 dl. af olíu, salt, pipar, 600 gr. af soðnum, köldum kartöflum. Laukurinn er rifinn eða hakk- aður og vættur í olíunni, án þess að vera brúnaður, saltfiskurinn er látinn í eldfast fat með af- hýddum tómötum og kartöflu- skífum. Olíunni með lauknum, ásamt salti og pipar, er hellt milli laganna. Efst á að vera lag af kartöflum og tómötum. Nú er lok sett yfir fatið og því stungið í ofninn, þar sem það er látið vera í % tíma. I staðinn fyrir olíu er hægt að nota 100 gr. af smjöri. Hafið þiö heyrt... að vatnið, sem kartöflurnar eru soðnar í, er gott til að ná blett- um af silfri með. að sé sykri nuddað undir eins á ávaxtabletti, náist þeir úr. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.