Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 18

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 18
♦ 810. KROSSGÁTA VIKUNNAR LÁRÉTT SKÝRING: 1 eyjarskeggi — 13 sitja hátt — 14 fuglar — 15 tveir samstæðir — 17 saurga — 19 eldsneyti ■— 20 fangamarlt ritstjóra — 21 gefa frá sér hljóð — 23 líffæri — 25 umgangur — 27 slælega —- 28 hvíla —- 30 álfa — 31 ferill — 32 bókstafur — 33 forsetning — 35 elds- neyti — 36 tveir eins — 37 meiddur — 38 fugl — 40 frumefni -— 41 keyrði — 42 sælgæti — 44 biblíusagan — 46 forsetning — 47 fangamark ríkis — 49 fangamark ríkis — 51 samneyti — 54 málmur — 56 tónn — 57 á jakka — 59 álasa — 60 tveir eins — 61 biblíunafn — 62 amboð — 64 svik — 67 kanna dýpi — 68 afdankaður konungur — 70 verzlun — 71 matreidd — 72 byrði — 73 feiti — 75 gras — 76 upphrópun ■— 77 kvenmannsnafn — 79 er krökt — 81 ekki ósanngjörn málaleitun. LÓÐRÍÉTT SKÝRING: 1 ástríða — 2 tveir samstæðir ■— 3 söngl. — 4 fá e-u sköpulag — 5 æða'— 6 frumefni — 7 tveir eins — 8 talað til — 9 greinir — 10 afkomanda — 11 þyngdareining — 12 ekki með réttu ráði — 16 stofa (útl.) — 18 menningarfélag — 20 króin — 22 hár — 23 tónn — 24 tveir eins — 26 kennd — 28 maður — 29 vesæl — 32 athuga -— 34 eyða — 37 svívirða — 39 keppni — 41 keyrðu — 43 fangamark flug- félags — 45 farþegaskip — 48 spænskur dans -— 50 lítill bátur — 52 drykkur — 53 glöð — 54 bókstafur — 55 beygingarending — 56 með hári — 58 veiki — 61 barn —- 63 ríflegan — 65 spil — 66 verkfæri þf. — 67 heitir — 69 óþjál — 71 flík — 74 þvottaefni (vöruh.) — 75 neyðar- kall — 77 tveir samstæðir — 78 sk.st. — 79 tónn — 80 frumefni. Lausn á 809. krossgátu. LÁRÉTT: 1 vök —■ 3 annríki — 9 sæt — 12 ax — 13 slæm — 14 song — 16 ró — 17 slakur — 20 snótur — 22 for — 23 arm — 25 Ara •— 26 mar — 27 flóar — 29 tug — 31 fár — 32 óra — 33 ræl — 35 gól — 37 rr — 38 grasgefin — 40 aa — 41 gramt — 42 Nivea — 44 muru — 45 inna — 46 ógnar — 49 slang — 51 öl — 53 gæruskinn — 54 sí — 55 Róm — 57 rim — 58 enn — 59 Sog — 60 gát — 62 rakin — 64 vos — 66 tól —■ 68b rún — 69 fag — 71 framur — 74 vinnan — 76 aó — 77 Amor — 79 eira — 80 la — 81 raf — 82 akurinn — 83 var. LÓÐRÉTT: 1 vasi — 2 öxl — 3 alur — 4 nær — 5 nm — 6 ís — 7 kös — 8 inna — 10 æru — 11 tóra —■ 13 skor — 15 gort — 18 afar — 19 fró — 21 taug — 23 alast — 24 Maren —- 26 már — 27 framfarir — 28 ræfillinn — 30 góa — 31 framför — 32 óra — 34 Liv •— 36 Lakagíg — 38 grugg — 39 neinn — 41 gró — 43 ang — 47 nær — 48 rumar — 49 skein — 50 ann — 52 lóg — 54 SOS — 56 máta — 59 Sogn — 61 tóma —- 63 kút — 64 vana — 65 afar — 68 luma — 69 firn — 70 snar — 72 róa — 73 rok — 74 vin — 75 ala — 78 ru — 79 ei. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4: 1. 1 Panamaskurðinum. 2. Hann nam Borgarfjörð og kom hingað ár- ið 878. 3. Dönum. 4. 22: öll sjöin og allir ásar, þristar, fimm, sex, áttur og níur, nema tígulspilin. 5. Freyja. 6. Sem, Kam og Jafet. 7. Minna. 8. 1 Fossá í Þjórsárdal. 9. Brezkur fjármálamaður, sem einkum hefur látið til sín taka við kvikmyndaframleiðsluna. 10. Kertisljós. Þær eru sko hreint ekkert bangnar Framhald af bls. 7. að lifja á náðarbrauði karlmannanna. Sumir verkamannanna voru sama sinnis; þeir óttuðust konumar sem keppinauta, viðurkenndu ekki rétt þeirra til að vinna fyrir sér, fannst það allt að því synd- samlegt ef kona f ékk sömu laun fyrir sömu vinnu og þeir. Þeir yrtu naumast á mig, nema ef þeir voru með einhverjar slettur.“ Hún fann það strax fyrsta daginn, að verkstjórinn var staðráðinn að sanna, að hún væri ekki verki sínu vaxin. „Hann sendi mig,“ segir hún, „inn í göng, sem vom svo lág, að það var ekki hægt að standa uppréttur í þeim. Það vom tveir menn fyrir í göngunum og þeir losuðu kolin. Ég átti að moka frá þeim. Þeir yrtu ekki á mig og unnu eins og óðir menn. Tilgangurinn var augljós: ég átti ekki að hafa undan, verða að athlægi. Ég veit ekki, hvernig ég lifði daginn af. Mig verkjaði í allan líkamann, og ég var :svo þreytt, að ég átti bágt með að standa á fótunum. í þokkabót draup vatn ofan á okkur í sífeldu, svo að verkamanna- fötin mannsins míns, sem ég var í, urðu :gegnblaut. Ég gleymi víst aldrei þessum .afmælisdegi mínum." Ruth Maning gafst ekki upp. Hún stóð -vakt sína til enda og tókst einhvemveg- inn að hafa undan. Hún var í göngunum 1 þrjár vikur, og allan þann tíma yrtu vinnufélagar hennar tveir ekki á hana. Hún segir: „Þeir héldu líka áfram að vinna eins og vitstola menn. Þeir vom staöráonir í, að sú stund skyldi renna upp, þegar þeir gætu fleygt frá sér hökunum og hrópað á verkstjórann og sýnt honum, að ég hefði ekki undan. En ég vissi, að úr því ég hafði ekki gefist upp fyrsta daginn, mundi mér einhvernveginn takast að þrauka þetta af. Auk þess stóð ég betur að vígi strax og ég fékk fyrstu útborg- unina og gat keypt mér stígvél og olíu- fatnað.“ Ruth vann tvö ár í námunni. Verka- mennirnir sættu sig að lokum við það, að hún var „bara kona“. Þar kom líka, að fyrirtækið tók fleiri stúlkur niður í nám- ur sínar til reynslu, og nærri undantekn- ingalaust með góðum árangri. Nú sækjast duglegar verkakonur eftir námuvinnunni, þar sem þeim er greitt mannsæmandi kaup. Hvað Ruth viðvíkur, þá er hún búin að snúa sér að húsmóðurstörfunum aftur. Hinn lamaði maður hennar uppgötvaði, að hann gat skrifað smellnar sögur. Þannig getur hann unnið fyrir fjölskyldu sinni, þótt hann sé bundinn við hjólastólinn. Ruth er líka farin að reyna sig svolítið við skriftir með tilsögn hans. Hana langar að setja saman bók og er byrjuð að vinna að henni. Um hvað á hún að fjalla? Reynslu hennar í námunni. „Ég er að hugsa um að láta hana heita: Þá var þaö svart!“ segir hún. „Ef karlmennimir geta það, þá get ég það!“ virðist vera kjörorð margra nútíma- kvenna. Þannig er það í frásögur færandi, að það er ekki langt síðan frönsk kona kleif nærri 25,000 feta háan tind í Hima- layaf jöllum. Um líkt leyti varð ung stúlka til þess fyrst kvenna að taka þátt í hinum hættulega mótorhjóla kappakstri Breta á Mön. Það er satt að segja sárafátt eða ekkert sem „veikara kynið“ óttast nú á dögum. Þegar í harðbakkann slær, er kvenfólkið reiðubúið að reyna sig við hvað sem er. Það sýnir hin 19 ára gamla, breska heldri- stéttarstúlka, sem missti föður sinn í fyrra, uppgötvaði að hún stóð allslaus uppi og þurfti annaðhvort að finna sér vinnu tafarlaust eða lifa á bónbjörgum. Hvað tók hún til bragðs? Labbaði sig út á Oxford torg í London og seldi blöð! LEMDU KONUNA MÍNA EN . . . Framhald af bls. 11. dæmi hans náði yfir 500,000 fermílna landssvæði. Hann var staddur í Darwin 1942, þegar Japanir gerðu loftárás sína á borgina. Meðan á árásinni stóð, leitaði hann sér skjóls niðri í skurði. Þar voru fyrir all- margir negrar. Þeir virtust ekki gera sér ljóst, að þeir væru í neinum lífsháska, og höfðu augljóslega mjög gaman að öllum hávaðanum. Biskupinn fékk þama gott tækifæri til að bera saman bardagaaðferðir menning- arþjóðanna og vina sinna „Steinaldar- mannanna.“ Ástralíunegrar heyja „stríð“ sín eftir mjög föstum reglum. Fyrst er ættkvísl- inni, sem á að lumbra á, sagt stríð á hend- ur. Það er gert á þann hátt, að henni er sendur stafur með myndletri, þar sem á- kveðinn er staður og stund. Á stríðsdeginum mætá svo herimir á hinum tiltekna stað og eru vopnaðir lurk- um. Fyrst er stiginn stríðsdans, en að því loknu renna herirnir saman. Menn berja frá sér sem bezt þeir geta um hríð, og þegár báðir aðilar hafa hlotið nokkum- veginn jafnmargar skrámur, er stríðinu lokið. Það kemur sárasjaldan fyrir, að her- menn séu vegnir. Auk þess sem þessi stríð eru blessun- arlega laus við blóðsúthellingar, er líka sá munur á þeim og múgmorðum menn- ingarþjóðanna, að hinir svörtu og óupp- lýstu frumbyggjar Ástralíu standa við gerða friðarsamninga. Þessi forsetafrú er rithöfundur. Framhald af bls. 12. fylgist af áhuga með öllum nýjungum á því sviði og gerir sér ljósa grein fyrir gildi þeirra. Hún hefur einnig fylgst af áhuga með stjórnmálaviðfangsefnum þeim, sem efst em á baugi hverju sinni, og skyggnzt þar dýpra en rétt í yfirborðið. Enginn skyldi nokkru sinni missa vald á sjálfum sér eða týna ró sinni, segir 18

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.