Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 16

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 16
UGGA GÁLGANS r G man hvernig þetta byrjaði, man það eins ljóslega og það hefði verið í gær. Það byrjaði með þvi að Nick Lepesky rak upp öskur. Hann öskraði af öllum lífs og sálar kröftum, og þegar Nick Lepesky beitti raddböndunum á annað borð, þá var ekki svefnfriður í tveggja mílna fjarlægð. Við hefðum leyft honum að öskra, ef hann hefði ekki tekið til við klefahurðina, af því við vorum ekkert sérstaklega sólgnir í að tala við Nick þegar þessi gáll var á honum. En þegar hann byrjaði að lumbra á klefahurðinni, eins og vitskertur maður, var ekki til setunnar boðið, og við réíumst fjórir til inngöngu með kylfurnar á lofti og eftir svosem fimmtán mínútna bardaga tókst einhverjum okkar að rota hann, og þá vorum við ekki seinir að setja hann í járn. Nick Lepesky var heljarmenni að burðum, en hann var undir venju- legum kringumstæðum ósköp hægur og dagfarsgóður. Hann hafði drepið mann í ryskingum í þriðja flokks bjórkrá, og fyrir það fékk hann tíu ár. Það gerði hann ósköp beizkan. Það var vitanlega ekki venjan á þessum árum og á þessum slóðum að dæma menn í fangelsi þótt þeir væru svolítið harðhentir í heiðarlegum slagsmálum, en sá látni reyndist vera frændi fylkisstjórans eða eitthvað þessháttar, og þá er ekki að sökum að spyrja. Jæja, Nick var semsagt fyrirmyndarfangi að mörgu leyti, og okkur vörðunum var flestum vel við hann. Mér þótti það að minnsta kosti veru- Iega leitt að þurfa að rota hann þarna og leggja hann í járn. En hvað á maður að gera þegar maður eins og Nick byrjar að öskra eins og naut og býst til að brjótast út úr klefanum sínum? Og hvað á maður að gera, þegar fangelsið er í þokkabót eins og púðurtunna og það þarf ekki nema örlítinn neista til að hleypa öllu í bál? öskrin í Nick túlkuðu nefnilega tilfinningar fanganna þetta kvöld ■— já, og reyndar líka sumra varðanna. Svo mikið er víst, að mér leið bölvanlega. Skrítið að tarna. Enginn hafði neytt mig til þess að gerast fangavörður. Ég hafði valið starfið frjáls og óþvingaður. Ég hafði raunar ekki hugsað mér að ílendast í því í meir en ár. Ég hafði litið á það Sem einskonar stökkpall; það átti að gefa mér tóm til að velta því fyrir mér í fullri alvöru, hvað ég ætti að leggja fyrir mig. Og svo varð árið að tveimur árum, og ég uppgötvaði 26 ára gamall, að ég hafði áhuga á þessari vinnu og þóttist jafnvel geta látið ýmislegt gott af mér leiða. Fahgelsi voru fangelsi í þá daga. Þau hétu líka fangelsi. Fyrir fimm- tíu árum hafði engum enn dottið í hug að kalla þau betrunarhús eða hvað þau nú heita nú á dögum. Fangelsi voru stofnanir þar sem lögbrjótar voru lokaðir inni, til þess að þeir gætu ekki haldið áfram að brjóta lögin. Fangelsið var land í landinu. I því Iandi voru tvennskonar menn, tvær stéttir. Yfirstéttin gekk í fjári snotrum, svörtum einkennisbúningum og bar riffla, haglabyssur og kylfur. Hún réði Iögum og lofum. Undirstéttin — almúginn — klæddist röndóttum, sniðlausum, svellþykkum tukthús- búningi, bar númer á bjóstinu og hlýddi — skilyrðislaust. Það var járnagi. Það voru öll fangelsi yfirfull, eins og þau hafa alltaf verið og munu víst alltaf verða, og fylkisfangelsið í Georgiu var engin undantekning. Það var byggt fyrir 1400 fanga. Þeir voru tæplega 2000 þegar ég tók til starfa, og það var með herkjubrögðum að okkur tókst að hindra að þeir yrðu ennþá fleiri. Auk þess voru um 1500 fangar í „útibúunum" okkar — fangelsisvögnunum, sem hægt var að flytja hvert þar á land sem fangavinnu var þörf. Það var ekki hægt að halda þess- um múg í skefjum nema með járnaga. Það eina sem dugði var kylfan og byssan. Þetta gekk framar öllum vonum, það verð ég að segja. En það var ekki fyrir taugaveiklaða að búa þarna. Ég á ekki við fangana; þeir bjuggu þarna hvort sem þeim líkaði betur eða verr. Ég á við okkur efftir William Gaston jr. fangaverðina. Fyrsta árið, sem ég starfaði í fangelsinu, höfðum við á annað hundrað morðingja. Einn hafði sjö mannslíf á samviskunni. Hann hafði verið úrskurðaður geðveikur; því var hann ekki hengdur. Hinir höfðu fengið dauðadómnum yfir sér breytt í ævilangt fangelsi af ýms- um ástæðum — flestum heldur lélegum satt að segja. Og svo voru það þeir, sem við hengdum. Það voru að meðaltali hengdir tólf á ári hjá okkur, og það var furðu- legt hve lítið það raskaði hinu daglega lífi í fangelsinu. Butler vakt- stjóri sendi þá inn í eilífðina og fékk fimmtíu dollara á stykkið. Þeir komu venjulegast til okkar svosem viku fyrir aftökuna. Við höfðum tvo ,,dauðaklefa,“ eins og þeir voru kallaðir, og stundum voru báðir setn- ir samtímis. Hinum föngunum virtist standa nokkurnveginn á sama. Þeir voru kannski svolítið eirðarlausari en ella kvöldið fyrir aftöku, en það var allt og sumt. Sá dauðadæmdi var gleymdur um leið og snaran hertist að hálsinum. Og svo var Gwen Benson flutt í dauðadeildina og Nick Lepesky byrj- aði að öskra. ÉG HEF alla tíð verið heldur á móti því að taka fólk af lífi. Hvaðan kem- ur okkur rétturinn? En úr því verið er að lífláta fólk, sé ég enga ástæðu til að gera þar neinn greinarmun á kvenfólki og karlmönnum. Því var það, að ég tók komu Gwen Benson með jafnaðargeði. Ég hafði samúð með henni eins og hverjum öðum dauðadæmdum fanga, og ég hefði ekki viljað bregða snörunni um háls hennar fyrir nokkra peninga. En ég var ekki hneykslaður ef svo mætti orða það. Samkvæmt landslögum mátti dæma morðingja til dauða. Kviðdómur hafði komist að þeirri nið- urstöðu, að Gwen Benson væri sekur morðingi og þeir, sem völdin höfðu, höfðu hafnað náðunarbeiðni hennar. Það var kannski fjári hart, þegar þess var gætt, að sjöfaldur morðingi hafði hlotið náð fyrir augum þess- ara sömu manna. Já, hart var það óneitanlega, hugsaði ég, og eitthvað er þarna grunnt á réttlætinu. En ég lét ekki þessar hugsanir koma mér í uppnám. Og svo sá ég Gwen Benson. Ég átti leið fram hjá dauðadeildinni, og Rustam gamli Stern kallaði á mig og spurði hvort ég ætti í pípu. Dauða- klefarnir voru nákvæmlega eins og hinir klefarnir, að þvi undanskildu, að á þeim var enginn gluggi. Þetta voru gráir steinskápar, fjögra feta breiðir og sjö feta djúpir. Framhliðin var „opin“; það er að segja að fyrir henni voru gildir járnrimlar, eins og eru á búrum í dýragörðum. Rustam sat á stól fyrir framan rimlana, þar sem hann gat haft auga með fanganum. Rustam var naumast til neins hæfur lengur nema gæta dauðadæmdra fanga. Ég gekk inn ganginn og fékk honum tóbakspunginn minn og á meðan hann var að fylla pípuna, gat ég ekki á mér setið að horfa inn í klef- ann. Ég sá samstundis eftir því. Hún gat innst á klefabríkinni og horfði beint á mig. Ég sá grannt andlit, sem eins og lýsti út úr rökkrinu. Ég sá rautt hár, sem kembt var beint upp frá enninu og féll rennislétt niður á axlirnar. Ég sá stór, dapurleg, spyrjandi augu. Og ég sá hálfopinn munn, sem bærðist ekki, þurrar, dauðar varir, sem voru eins og stirðnaðar af skelfingu. Ég flýtti mér að líta undan. Ég tók við tóbakspungnum og flýtti mér út. Um kvöldið, þegar Rustam kom af vakt, beið ég eftir honum í varð- stofunni. Mér var naumast sjálfrátt. Ég vissi, eða þóttist vita, að ég gæti Þessi saga er byggð á sannsögulegum atburðum. Höíundur segir um söguhetjuna: „Gwen Benson er dul- nefni. En stúlka með svipuðu nafni rataði í þær raunir sem hér er lýst. Ást hennar, hugrekki og þraut- seigja — allt á þetta j-ætur í atburðum, sem gerðust í raun og veru.“ 16

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.