Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 13

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 13
w IHMiHGJI NJOSNIIIIRNIR! LÍF NJÖSNARANS ER í SENN ERFITT OG HÆTIULEGT. ÞÓ BER HANN LÍTIÐ ÚR BÝTUM. OG * ★ * ★ ★ ★ HANDTEKINN Á HANN ALLS ENGA VINI! *****.* AÐ er ein fjárveiting, sem alltaf sleppur gegnum brezka þingið athugasemdalaust. Það er fjárveitingin til leyni- þjónustu ríkisins. Hún nam síðastliðið ár nærri 130 miljón- um króna, sem er há upphæð, þegar þess er gætt, að þeir, sem fá hana í hendur, þurfa enga opinbera greinargérð að gefa um, hvernig þeir verji henni. Slík greinargerð mundi koma upp um allt of mörg ríkisleyndarmál. Leyniþjónusta Breta lýtur yfirstjórn utanríkisráðuneytisins — en eiginlega aðeins að nafninu til. Yfirmenn leyniþjónust- unnar hafa mikið og víðtækt athafnafrelsi. Leyniþjónustan skiptist í fjórar deildir. Ein er á vegum hersins, önnur flot- ans, þú þriðja flugliðsins og hin fjórða frá Scotland Yard. Þegar njósna þarf um njósnara, fellur það í hlut herdeild- arinnar. Hún gengur undir nafninu M.I.5. Það var M.I.5 sem fékkst við mál þeirra Burgess og Maclean, brezku diplómat- anna, sem að lokum flýðu austur til Rússlands. Sennilegast eru engir njósnarar hættulegri en þeir, sem starfa í sendiráðum, þar sem þeir geta komist yfir mikilvæg leyndarmál. Bæði Burgess og Maclean voru sakaðir um að hafa ljóstrað upp leyndarmálum ríkisins, er þeir unnu í ýms- um sendiráðum Breta erlendis. Viðureign brezku leyniþjónustunnar við einn slíkan njósn- ara er gott dæmi. Dag nokkurn 1939 fór ungur og efnilegur bandarískur diplómat — við skulum kalla hann Homer — til kokteilveizlu í London. Skammt frá sér sá hann óvenjulega laglega konu.'Hún brosti til hans. Hann kom því svo fyrir, að hann var kynntur fyrir henni. Konan — við köllum hana Nadiu barónessu — sagði honum, að þótt nafn hennar væri rússneskt, væri hún brezkur borg- ari. Hún hefði, bætti hún við, flúið frá Rússlandi eftir bylt- inguna. Homer varð ástfanginn af henni, þótt hann væri aðeins 24 ára og barónessan 37 ára. Barónessan tók honum ekki ólík- lega, og það leið ekki á löngu þar til hún hafði hann gersam- lega í vasanum. Sem dæmi má geta þess, að svo mikil voru áhrif hennar á Bandaríkjamanninn, að henni tókst á skömm- um tima að gera hann að forhertum Gyðingahatara. Það voru Gyðingarnir, hélt hún sífellt fram, sem komu af stað styrjöldum. Aðeins Gyðingarnir óskuðu eftir styrjöld. Og hinn hrifgjarni Homer byrjaði brátt að prédika sömu fjar- stæðuna.. Mörg mikilvæg leyndarmál fóru um hendur Homers í banda- ríska sendiráðinu í London. Þau voru á dulmáli. Barónessan, sem var njósnari á snærum Þjóðverja, hafði aðeins einn til- gang með ,,ástarævintýrinu.“ „Útvegaðu mér myndir af ríkisskjölum,“ bað hún hinn unga diplómat, ,,og ég mun nota þau til þess að koma í veg fyrir, að Bandaríkjamenn láti stríðsæsingamenn Gyðinga glepja sig út í styrjöldina.“ Yfirmenn M.I.5 höfðu miklar áhyggjur af hinu nána sam- bandi Homers og barónessunnar, en þeir gátu lítið aðhafst á meðan þeir höfðu ekki í höndum nein gögn, sem sönnuðu að svik væru í tafli. Þó var fylgst vandlega með ferðum beggja. Homer heimsótti barónessuna daglega í íbúð þeirri, sem hún hafði á leigu yfir tízkuverzlun. Hann dvaldist hjá henni klukku- stundum saman. Þau komú út eftir að myrkt var orðið og heim- sóttu þá helstu skemmtistaðina og næturklúbbana. Svo varð á þcssu skyndileg breyting. Skötuhjúin byrjuðu að bregða sér til ljósmyndara í Fleet stræti. Einn af starfsmönnum leyniþjónustunnar var sendur á fund 1 jósnéynclarans. Hverjir voru þcssir viðskiptavinir hans? Hvaða vinnu vann hann fyrir þá? „Blessaður vertu, þið þurfið engar áhyggjur að hafa _af því,“ svaraði hann. „Þetta er á vegum Bandaríkjamanna. Ég framkalla filmur fyrir ungfrúna; hún starfar í bandaríska sendiráðinu." „Má ég líta á þessar filrnur?" spurði maðurinn frá leyni- þjónustunni. „Ja, það vill einmitt svo til, að ég er með nokkrar í takinu núna,“ svaraði ljósmyndarinn. „Ég hlýt að mega sýna þær.“ Fáeinum andartökum síðar hélt maðurinn frá leyniþjón- ustunni á filmum, sem merktar voru: Ríkisleyndarmál. Staðreyndirnar voru augljósar, þegar elskhugarnir voru dregnir fyrir rátt í Old Bayley. Homer, sem var sonur kunns og mikilsmetins Bandaríkjamanns, var samt hirrn hreyknasti. Hann var altekinn, nærri sturlaður, af Gyðingahatri. Hann formælti „ensku Gyðingaklíkunni" úr sakborningastúkunni og hélt því nieðal annars fram, að Winston Churchill væri einn af foringj- um hennar! Hann va.r enn að formæla Gyðingunum, þegar dóm- arinn dæmdi hann til sjö ára f.-fngelsisvistar. Barónessan fékk tíu ára dóm, en var látin laus 1946. En það eru ekki allir njósnarar eins og Homer vesalingur- i-nn. Margir eru ósviknar hetjur. I heimsstyrjöldinni síðari var gamansamur náungi að nafni „dr Adolf“ einn af vinsælustu kennurunum við njósnaskóla nasista í Altona. Doktorinn hafði próf frá Oxford háskóla og vissi svo margt og mikið um Bretland, að það lá nærri því í hlutarins eðli, að hann skyldi valinn til þess að undirbúa þá menn, sem smygla átti til Bretlands í njósnaskyni. Eitt ráðlagði hann jafnan þessum nemendum sínum áður en þeir útskrifuðust. „Hlustið nú á,“ sagði hann. „Bretar skipta mikið við spari- sjóði sína. Nálega hver Breti á sparisjóðsbók. Þið skulið þess- vegna láta það verða ykkar fyrsta verk, þegar til Bretlands kemur, að fá ykkur sparisjóðsbók. En jaegar þið gerið það, skulið þið gæta þess að fara eins að og þeir brezku. Þeir setja gjarnan dulnefni fyrir aftan nafnið sitt. Hversvegna? Til þess að það komist upp, ef einhver kemst yfir bókina þeirra og reynir að hnupla af innstæðunni." I banka einum í London gerðist það nokkru síðar, að einn afgreiðslumannanna sagði við starfsbróður sinn: „Heyrðu, nú skil ég hvorki upp né niður. Ég hef afgreitt tvo menn á skömm- um tíma, sem vildu endilega láta mig skrá dulnefni við nöfnin þeirra, þegar þeir lögðu peninga inn á sparisjóðinn okkar. Finnst þér þetta ekki skrítið ?“ , „Ég mundi snúa mér til lögreglunnar," svaraði hinn. Og þannig var það, að dr. Adolf leiddi nemendur sína í gildru. Að minnsta kosti tveir þýzkir njósrtarar komu upp um sig á þennan hátt. Því að dr. Adolf, vinsæli kennarinn á njósnaskóla nasista, var meðlimur brezku leyniþjónustunnar! Þótt líf njósnarans sé í senn erfitt og hættulegt, eru laun- in lítil. Sannleikurinn er líka sá, að fáir menn gerast njósn- arar í hagnaðarskyni. Hámarkslaun hjá meðlimum brezku leyniþjónustunnar munu vera um 70,000 krónur á ári, og marg- ir fá mun minna. Þótt þeir þjóni landi sínu af einstakri fórnarlund, eru þeir ósviknar hornrekur. Enginn kannast satt að segja við, að bóir sóu til! Ef njósnari lendir í klípu erlendis, verður hann að bjarga sér upp á eigin spýtur. Hann getur ekki vænst neinnar hjálpar. Fulltrúar lands hans á staðnum lýsa yfir, að hann sé sannarlega ekki í þjónustu ríkisins og ef hann hafi verið að gera eitthvað ljótt af sér, þá sé það honum einum að kenna. Handtekinn njósnari á enga vini. Þó vcljast til leyniþjónustunnar framúrskarandi karlar og konur, úrvalsfólk, sem öllum þætti fengur af að hafa í þjón- ustu sinni. Þjóðverjar og bandamenn þeirra pynduðu- marga njósnara, sem féllu þeim í hendur í síðasta stríð'. Stundum drápu þeir þá án dóms og laga. Brezk stúlka var færð til Natzweiler fanga- búðanna og var varpað inn í líkbrennsluofninn í viðurvist fanga- búðálæknisins. Hún hét Diana Hope Rowden. Hún ljóstraði ekki upp neinum leyndarmálum. En hetjum af þessu tagi éru ekki reistir minnisvarðar. Vegna þess að nasistar beittu hinum ægilegustu pynding- um, ætluðu þeir að bandamenn beittu sömu aðferðum. Þó má sennilegast slá því föstu, að bandamenn hafi sjaldan beinlínis pyndað fanga sína, enda lá við því blátt bann. Hitt er annað mál, að ástæðulaust þótti að gefa ut neinar Framhald á bls. 19. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.