Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 2

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 2
Viltu birta fyrir mig dœgurlaga- textan, sem „El Baion, el Baion“ lcemur alltaf öðru hverju fyrir í. SVAR: Þú munt eiga við dægurlag, sem Haukur Morthens syngur og ku heita Carmen Síta. Það er svona: Carmen síta, — er svalandi blær fer um súlnagöng, hljóður og vær, þá berst rödd þín um rökkurmyrkt svið. E1 Baion, el Baion, el Baion. Og við strengjanna stefmjúka klið, er þú stígur þinn svifhraða dans, ólgar blóðið i æðum hvers manns. E1 Baion, el Baion, el Baion. Ó — el Baion. Allir vita að við unnum hvort öðru. Ó —- el Baion. Allir vita, að við • elskum Baion. Carmen sita —• hin suðræna nótt, þrungin seiðtöfrum, hvíslandi rótt, vefur súlnagöng, svalir og rið. E1 Baion, el Baion, el Baion. En við strengjanna stefdulda klið, þegar stjarnan við kýpruslauf skín. Carmen síta, — hin suðræna er mín. E1 Baion, el Baion, el Baion. Ó, — el Baion. Allir vita að við unnum hvort öðru. Ó, — el Baion. Allir vita, að við elskum Baion. L. Guðmundsson. Við höfum mikinn áhuga á sauma- skap, og okkur langar til að vita hvort ekki er til skóli, sem kennir bara að sníða og taka mál. Viltu þá segja okkur hvar hann er á landinu og á hvaða tíma árs hann starfar og hvað muni kosta að vera í honum. SVAR: Ýmsar saumakonur kenna að sníða fatnað. Þið getið fundið nöfn þeirra í símaskránni (undir yfir- skriftinni ,,Sniðkennsla“) og í Við- skiptaskránni (Einara Jónsdóttir, simi 1954). Kennslutíminn og kennslugjaldið er vafalaust eitthvað misjafnt, svo það er hentugast fyrir ykkur að velja ykkur kennara og fá svo upplýsingar hjá honum sjálf- um. 1 hvorugri þessari skrá er minnzt á sníðakennara úti á landi, heldur aðeins í Reykjavík. SVAR til Sigríðar: Það þýðir ekki að biðja Vikuna um að setja beiðni um bréfasambönd í önnur blöð, hvorki útlend né innlend. Við höfum ekki starfslið til að annast slikt. SVAR til Seep: Það fer eftir því hvað þú átt að gera á skrifstofu, hve mikla menntun þú þarft að hafa. Hugsar þú þér t. d. að svara í síma, vélrita eða fást við bókhald? Þetta tvennt síðastnefnda hentar þér lík- lega ekki, þar sem réttritunin hjá þér er vægast sagt heldur léleg. Hug- myndaflugið virðist heldur ekki vera upp á marga fiska, úr því þér dettur ekki í hug hvert þú átt að snúa þér, til að sækja um vinnu á ákveðinni skrifstofu. En það er engin skömm að fá- fæðinni, ef við erum menn til að viðurkenna hana og bæta úr henni. Við stingum því upp á því að þú farir í réttritunar, eða vélritunar tíma eða einhverja aðra tima, en fáir þér eitthvert létt starf, sem þú ræður við á meðan. Gangi þér sem bezt. Viltu gjöra svo vel að segja mér svolítið um danska leikarann Ib Moss- in. Hvað er hann gamall? Hefur hann leikið í einhverri kvikmynd, sem hef- ur verið sýnd hér á landi. Geturðu gefið mér heimilisfang hans ? SVAR: Ib Mossin er 23 ára gamall. Hann á afmæli 3. júlí. Við munum ekki eftir að hafa séð neina mynd með honum hér, en i næstu kvik- mynd sinni leikur hann tvíburabróð- ur Ebbe Langberg, og það er því búið að klippa þá nákvæmlega eins. Við höfum ekki utanáskrift hans, en það er reynandi að skrifa honum e/o Asa, Kobenhavn. Lítil lömuð stúlka skrifaði Ib Moss- in og bað hann um mynd, eins og þú ætlar sennilega að gera. Ib fór sjálfur á sjúkrahúsið til hennar með myndina og nú gengur hann alltaf öðru hverju við hjá Vivi, en svo heitir telpan, og masar við hana til að stytta henni stundir. Verst að það skuli vera svona langt til íslands! Viltu gjöra svo vel og gefa okkur heimilisfang Janet Leigli og segja okkur eitthvað um hana. Hvernig eig- um við að orða br'éf til hennar. Við œtlum að biðja hana um áritaða mynd ? SVAR: Við höfum að vísu birt heimilisfang Janet Leigh oft áður, en hér kemur það enn einu sinni: c/o Metro Goldwyn Mayer Studios, Culver City California. U.S.A. For- skriftin að slíku bréfi á ensku var birt í 6. tbl. Vikunnar, sem kom út í febrúar. Nýjustu fréttir af Janet Leigh herma, að hún eigi von á barni, sem ku eiga að fæðast um mitt sumar. Og rætt hefur verið um að hún muni kannski hætta að leika, þar sem hún er heldur veikbyggð og hefur að undanförnu þolað illa fei'ðalög og alls kyns erfiði, sem kvikmyndaleik er samfara. En í vetur hafa maður henn- ar Toni Curtis og hún verið að leika í Evrópu, annað í París, en hitt í London. Viltu birta fyrir mig „I fyrsta sinn ég sá þig.“ SVAR: Magnús Ásgeirsson þýddi þetta ljóð. Lagið er eftir B. Sjöberg. 1 fyrsta sinn ég sá þig um sumar- fagran dag, er sólin skein um morgunbjartan geim og blómin stóðu litskær um land og hlíðardrag og lutu saman höfðum tveini og tveim og blærinn leið svo blitt og rótt um bláan vog að landi og báran hlý um kuðung straukst í fjöruborðsins sandi. 1 fyrsta sinn ég leit þig um fagran sumardag, þá fyrsta sinn við tengdumst hand- arbandi. Og ennþá er ég sé þig, þótt vetrar- kvöldin hljóð með voðum hvítra fanna byrgi land, ég heyri sumarblæinn og fuglsins ljúflingsljóð og litla báru, er niðar hægt við sand. Mér er sem rísi grundin græn af gömlum draumabeði og gleymmérei og smáralauf að elsk- endanna geði, og andlit þitt mér brosi með ró við röðulglóð og roðni,. ljómi og tendri mína gleði. Mig langar til að spyrja um svolít- ið, sem ég lief áhuga á. 1. Hvert á maður að snúa sér til að scekja um slcólavist í Húsmœðra- skóla Suðurlands að Laugarvatni? 2. Hve snemma þyrfti ég að sœkja um fyrir nœsta vetur? 3. Hvað mun það kosta? SVAR: Sendu forstöðukonunni, Jensinu Halldórsdóttur, umsókn þina, og hún gefur þér sjálfsagt upplýsing- ar um kostnaðinn. Við vitum ekki fyrir hvaða tíma umsóknir þurfa að berast, en það er vissara fyrir þig að senda umsóknina þína sem fyrst þar sem alltaf hefur verið mikil aðsókn að þessum skóla. Mig langar til að leggja fyrir þig nokkrar spurningar, ef þú vildir gjöra svo vel og svara þeim: Er Iðnskóli starfandi á Laugar- vatni? Er hægt að taka alla bekkina sama veturinn .... SVAR: Okkur er ekki kunnugt um neinn Iðnskóla á Laugarvatni. Þar eru nú, eftir því sem við bezt vitum, fjórir skólar: menntaskóli, héraðs- skóli, íþróttakennaraskóli og hús- mæðraskóli. Mig langar til að biðja þig um að birta fyrir mig utanáskriftina hans Mario Lanza (söngvara), ef þú mögu- lega getur. SVAR: Mario er nýbúinn að semja aftur við kvikmyndafélag sitt, Warn- er Brothers (Burbank, Califomia, U.S.A.) um að leika í nýrri mynd og þeir eyða of f jár í að reyna að halda honum hæfilega grönnum. Mario, sem er 125 sm. yfir brjóstið og oftast ennþá meira yfir miðjuna, vaggaði út í miðri myndatöku á kvik- myndinni „The Student Prince“ fyrir nokkuð löngu og var brátt orðinn blá- fátækur, úttútnaður og hás. Þegar hann loks áttaði sig, svelti hann sig og réði sig aftur i vinnu, en var þá of veikburða til að syngja. Nú er hafður mikill viðbúnaður, til að halda honum hæfilega grönnum, án þess þó að hann sé máttvana af hungri, svo að hann geti farið að leika og syngja aftur, eins og áður er sagt. FORSÍÐUMYNDINA tók Ólafur Magnússon. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og hcimilisfangi kostar 5 krónur. Agnes Svavarsdóttir, Kaupvangs- stræti 23 og Ríkey Guðmundsdóttir, Aðalstræti 76 (við pilta eða stúlkur 15—16 ára), báðar á Akureyri — Bára Ólafsdóttir, (við pilta 14—18 ára), Haukagili Hvítársíðu, Mýr. — Kristján Þ. Ólason og Brynjólfur Kristinsson, Rafstöðinni Fossum (við pilta eða stúlkur 17—19 ára), báðir á Isafirði. MUNIÐ NDRA MAGA5IN BAUNA KRAFTSÚPA Reyníð hina hressandi og bragðgóðu súpu, búna til úr völdum HOLLENSK- UM grænum baunum. Biðjið nm „H0NIG“ sápnr ES26 Hver pakki inniheldnr efni 4 4 diska HEILDSÖLUBIRGÐIR : Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.