Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 6

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 6
EITTHVAÐ FYRIR ALLA A USTURBÆJARBlÓ er nýbúið að fá tals- verða kvikmyndasendingu. Þar kennir margra grasa. Tvær þýzkar myndir eru þarna og báðar æði athyglisverðar. Önnur — Oh, mein Papa — mun vera íburðarmesta myndin, sem gerð hefur verið í Þýzkalandi eftir stríð. Hún er í litum og lýsir ævintýrum og lífi sirkus- fólks. Hún hefur það meðal annars sér til ágæt- is að hafa afbragðsleikkonuna Lilli Palmer í aðalhlutverkinu. Ýmsir muna eflaust eftir henni í Rekkjunni, sem Stjörnubíó sýndi fram í síð- ustu viku. Þetta er fyrsta þýzka myndin, sem Lilli leikur í. Þó er hún fædd í Þýzkalandi. En hún fluttist ung til Englands og ólst þar upp Austurbæjarbíó ætlar að sýna Oh, mein Papa um Hvítasunnuna. Hin myndin þýzka er Martröð 'minninganna, byggð á samnefndri sögu, sem gefin var út á íslenzku ekki alls fyrir löngu. Merkileg mynd, segja gagnrýnendur. Hún fjallar um líf og for- tíð stúlku, sem gerist kvikmyndaleikkona. Þá má geta bandarísku myndarinnar sem Austurbæjarbíó hefur í fórum sínum. Hún er byggð á ævi kvikmyndadísarinnar og söngkon- unnar Grace Moore (sem margir muna eflaust eftir úr bíó). Kathryn Grayson leikur hana. Meðfylgjandi myndir eru úr Oh, mein Papa og Martröð minninganna. Það er þó ekki Lilli, sem er að „knúsa" karlmanninn á efri mynd- inni, heldur einn af meðleikurum hennar. SVAKTUlt A LEIK A Ð undanförnu hefur verið sýnd í Austurbæj- arbíói Reykjavíkurrevýa við mjög góða aðsókn. Revýan gerizt í tveimur samliggjandi her- bergjum og matsal á hóteli hér í bænum. I þess- um herbergjum búa tvenn hjón, alþingismaður utan af landi og kona hans og útgerðarmaður og hans frú, sem er rithöfundur. Þessi hjón lenda svo í ýmsum skemmtilegum æfintýrum, í svefni og vöku. Þetta er ramminn utan um alls kyns stað- og tímabundið grín um erlend og innlénd dægurmál. Guðmundur Sigurðsson hef- ur samið revýuna og eru vísurnar og mörg til- svörin bráðsmellin. Á efri myndinni eru þau Lárus Ingólfsson og Nína Sveinsdóttir í hlutverkum þingmannshjón- anna og eru þau að vanda sprenghlægileg. Á neðri myndinni eru þau Bessi Bjarnason og Steinunn Bjarnadóttir sem yngri hjónin. Af öðrum leikurum má nefna Guðmund Jónsson, sem leikur all svakalegan negrakóng í strápilsi, Guðnýju Pétursdóttur, sem leikur svarta dótt- ur hans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.