Vikan


Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 19

Vikan - 17.05.1956, Blaðsíða 19
Á ÍSLANDSMIÐUM Framh. af bls. 9. Andartaki síðar titraði Nancy Jones undan átökum vélarinnar. Hún gat ekki stillt sig um að fara upp á þiljur. Hún staulaðist á fætur og braust yfir þilfarið á móti storminum. Hún vissi að Ifor hlaut að vera í stýrishúsinu og þangað fór hún. Hann stóð við stýrið og hálf lá fram á það. Kraftar hans voru á þrotum eftir þrotlausa baráttu við vind og sjó . . . — Ifor, hrópaði Margiad. — Ifor . . . En hann heyrði ekki til hennar. Hann hreyfði bara stýrið eins og í leiðslu og horfði þreytulega út um gluggann. Áður en skipið hafði náð sér almennilega af stað, hafði stormurinn og flóðið hrakið það upp undir klettana. Um stund leit út fyrir að það mundi ekki sleppa og að það og allar tilraunir skipstjór- ans mundu enda á þessum horðalegu klettum rétt við þilfarið. En þá byrjaði það að mjaka sér frá, þumlung eftir þumlung. Skipið var úr allri hættu. Margiad stýrði Nancy Jones síðasta spölin inn í skipalægið, inn eftir skýlli höfninni. Ifor hallaði sér upp að veggnum og gaf skipanir. Hann gat ekki lengur gert neitt annað. Hann var eins örmagna og hægt er að vera, án þess að detta niður. Hún stóð við stýrið og gerði það sem hann sagði henni. Að hugsa sér, að hún skyldi stýra skipi! Fyrir einni klukkustund hefði henni aldrei dottið í hug að það ætti fyrir sér að liggja. En núna skildi hún svo margt, sem hún hafði ekki skilið áður. Hún vissi, að sjórinn var honum í blóð borinn og að hún mundi aldrei reyna að ræna honum frá honum. Sér til undrunar fann hún, að hún hafði ekki einu sinni lengur hug á því. Ef hann sleppti einhvern tíma öðrum hvormn þessum kærleik sín- um fyrir hinn, þá væri hann minni maður. Og það vissi hún að hún gæti ekki afborið .... Ifor hreyfði sig. — Við erum að koma inn. Hann hneigði höfuðið í áttina að hafnarbakkanum, þar sem búið var að kveikja á ljóskösturum. — Þeir bíða okkar! Margiad sleppti stýrinu og færði sig til hliðar. Hún sá mann- fjöldann á hafnarbakkanum og hún var hreykin. Ifor, maður- inn hennar, hafði leyst af hendi afreksverk þessa nótt. Þessi forsetafrú er rithöfudur. Framháld af bls. 12. Sylvi Kekkonen. Sjálf á hún innra öryggi og ró, og án þess myndi hún naumast hafa unn- ið bug á þeim erfiðleikum, sem orðið hafa á vegi hennar á æv- inni. Það auðnast sárafáum að varðveita sjálfstæði sitt og persónuleika í leiksviðsljósi hinna opinberu mála svo sem henni hefur tekizt það. Hún hefur verið sjálfri sér trú, hug- sjónum sínum og þeirri fegurð- arþrá, sem hún fékk að erfðum að heiman. Bæði borgarbúinn og bónd- inn í sveitinni vita, að lands- móðirin og tignasta kona lýð- veldisins þekkir hagi þeirra af eigin raun. Systkini hennar eru nú öll að starfi á ýmsum svið- um. Á ættaróðalinu Artjárvi í Hietana, sem hefur verið í eigu ættarinnar í nærri því 400 ár, býr frændi Sylvi Kekkonen, og mjög margir af Uino ættinni eru bændur. En bezt minnast menn þess, að forsetafrúin Sylvi Kekkonen finnur til með öðrum, metur starf þeirra að verðleikum og skilur gleði þeirra og sorg. Ut- an landamæra Finnlands mun hún einnig verða metin að verð- leikum sem góð kona og sann- menntuð. Aumingja njósnararnir Framhald af bls. 13. yfirlýsingar um þetta. Þessi ótti nasistanna gat komið í góóar þarfir. Njósnarar þeirra voru að vonum dauðskelkaðir, þegar þeir náðust, og árangurinn var oft sá, að þeir flýttu sér að játa. Þó vantaði vissulega ekki hugr'akka njósnara í það lið. Einn hugdjarfasti njósnari síðasta stríðs var þýzkur. Hann starfaði í Bretlandi. Hann var að lokum fangaður og dæmdur til dauða. Honum sást aldrei bregða. Þegar hann var leiddur til aftökunnar, sagði hann við liðs- foringja aftökusveitarinnar: „Þér kærið yður sjálfsagt ekki um a,ð taka í hendina á njósnara.“ „Nei, það vil ég satt að segja ekki,“ var svarið. „En ég mundi líta á það sem heiður að fá að taka í hendina á óvenju- lega hugrökkum manni.“ — JOHN ENGLAND. TAIMDLR ÞVOTTALÖGUR Sparar erfiði — Sparar fé TANDUR þvær og hreinsar allt. Viðkvæmustu lakkfleti, sem grófustu gólf, — þynnstu silki- og nælonflíkur sem grófustu vinnuföt. Hvers konar borð- bónað úr málmi eða postulíni. Allt verður jafn skínandi hreint og fágað úr TANDUR, því TANDUR er sterkt og öruggt hreinsunarefni, en samtímis milt og algjörlega skaðlaust. Allt, sem þolir vatn, þolir einnig TANDUR. TANDUK gerir tandur hreint SÖL UUMBOÐIÐ 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.