Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 2
Mig langar til aö fá upplýsiugar
hjá þér um öll þessi próf scm ung-
lingar geta tekiö nú til dags, það er
aö segja miðskólapróf, gagnfrceöa-
próf og landspróf. Hver er munur-
inn á þessum prófum? Hve langan
tíma þarf til aö geta tekiö hvert
fyrir sig? Hvaöa próf fá unglingar
< ftir þetta tveggja vetra skyldunám
umfram barnaskóla. Mig langar til
aö vita þetta, af því ég á tvær dœt-
' nr, sem eru í þann veginn að Ijúka
barnaskólanámi. Þcgar maður býr
svona afskekkt fylgist maöur ekki
eins vel með þessu og œtti aö vera.
Svo er annaö, því fá börn ekki fulln-
aöarprófsskírteini nema lœra sund,
eins og t. d. hér, sem ekkert sund er
kennt og ekki nema allra nauösyn-
legustu námsgreinar?
SVAR: Það er ekkert undarlegt
þó þú eigir erfitt með að átta þig á
skólakerfinu. Hvað það snertir erum
við vist öll á sama báti, bæði þeir
sem búa í dreifbýlinu og margmenn-
inu. En i lögum um skólakerfi og
fræðsluskyldu segir svo (Nr. 22 10.
apríl 1946):
„Skólakerfið skiptist í þessi fjög-
ur stig: 1. barnafræðslustig. 2. gagn-
fræðastig. 3. menntaskóla- og sér-
skólastig. 4. háskólastig. Á gagn-
fræðastiginu eru unglingaskólar,
miðskólar og gagnfræðaskólar . . .
Barnaskólar eru fyrir börn á aldrin-
um 7—13 ára. — Barnafræðslunni
lýkur með barnaprófi.
Unglingaskólar miðskólar og
gagnfræðaskólar taka við að loknu
barnaprófi. . . . Unglingaskólarnir
eru tveggja ára skólar. Nám í þeim
jafngildir tveimur neðstu bekkjum
gagnfræðaskóla. Því lýkur með ungl-
ingaprófi og veitir það rétt til fram-
haldsnáms í miðskólum og gagn-
fræðaskólum. — Miðskólarnir eru
þriggja ára skólar. Nám í þeim
jafngildir námi í þremur neðstu
.bekkjum gagnfræðáskóla. Því lýk-
ur með landsprófi, miðskólaprófi. Það
veitir rétt til inngöngu í sérskóla
og menntaskóla, með þeim takmörk-
unum er ktinna að verða settar í lög-
vjn þeirra og reglugerðum. (Hér mun
vera átt við ákveðið lágmark eink-
unna). — Gagnfræðaskólar i kaup-
stöðum eru fjögurra ára skólar.
Gagnfræðaskólar í sveitum veita að-
eins tveggja ára fræðslu að loknu
unglingaprófi . . . Nemendur gagn-
fræðaskóla ganga eftir 2—3 ár und-
ir sama próf sem nemendur ungl-
ingaskóla og miðskóla. Burtfararpróf
x'xr gagnfræðaskóla, gagnfræðapróf,
veitir rétt til náms í þeim sérskól-
um, er þess prófs krefjast og til
starfs við opinberar stofnanir,
eftir því sem lög og reglugerðir
ákveða."
Svona hljóðar nú það. Það sem
gerir þetta svo ennþá flóknara er
að börnin i sveitinni eru skólaskyld
til 14 ára aldurs, en kaupstaðabörnin
til 15 ára, sem gerir það að verkum,
eftir því sem mér skilst, að fullnaðar-
prófil, sem sveitakrakkarnir taka
áx'ið, sem þau verða 14 ára, er i
kaupstöðunum i daglegu tali kallað
baxnapróf og það tekið þar árið, sem
börnin verða 13 ára.
Hvað sundinu viðvíkur, er það ein
af skyldunámsgi-einunum og víðast
þar sem ekki eru aðstæður til sund-
kennslu heima, eru börnin send á
sundstað í eina eða tvær vikur. En
þið þarna í Grímsey virðist vera í
dálítið erfiðri aðstöðu hvað þetta
snertir. Nú höfum við fengið þær
upplýsingar á Fræöslumálaskrifstof-
unni, að Grímseyingar hafi ekki sótt
um undanþágu frá sundnámsskyld-
unni, en aftur á móti hafi orðið sam-
komulag um, að börnin væru send
til sundnáms til Siglufjarðar, Ölafs-
fjarðar, Dalvíkur eða Laugaskóla og
er ykkur því tilkynnt þegar sund-
námskeiðin á þessum stöðum byrja.
Þetta er nú orðið miklu lengra
mál, en ætlazt var til í fyrstu en
vonandi liggur þetta nú allt ljóst
fyrir. '
Svala! Hér kemur „Þinn söngva-
sveinn" eftir Dulinn. sem Svavar
Lárusson syngur.
Þinn söngvasveinn, þinn söngvasveinn
hann leikur lag við ljúfan brag.
1 kvöldsins glóð, hann kveður óð
Hann kveður ástaróð.
Við glasaglaum og gleðidraum
hann gleymir sér við tónastraum
og leikur bæði létt og þýtt
eitt Ijóð sem þú átt ein.
Hann sér þig hlýða hljóða
og hýra og rjóða.
Það ljúfast allra ljóða
það lag sem þú átt ein.
Þinn söngvasveinn o. s. firv.
Af hverju stafar þaö þegar svar-
bláir marblettir koma t. d. á fót- eða
handleggi án þcss að maöur meiöi
sig nokkuð. Stundum hverfa þeir
cklci fyrr en eftir langan tíma.
SVAR: Marblettir koma auðvitað
eltki nema eitthvað komi við hörund-
ið. Aftur á móti getur snertingin
verið svo lítilfjörleg, að maður verði
þess tæplega var. Ef svo er, þá bend-
ir það til C-vitamínskorts. Þú ættir
þvi annað hvort að taka inn C-vita-
mintöflur eða reyna að borða mat,
sem auðugur er af því. 1 grænmeti,
ávöxtum, mjólk og' kartöflum færðu
C-vitamín. En það geymist mjög illa,
svo að undir vorið er orðið lítið um
það í grænmetinu. Það leysist upp í
vatni og fer því mikið út í soðið, sem
ætti því skilyrðislaust að nota. C-
vitamín gengur líka í samband við
súrefni og þessvegna þarf að borða
hráa grænmetisrétti strax og þeir eru
tilreiddir. 1 kjöti og fiski er lítið af
C-vitamíni en lifur og hrogn eru
auðug af því. Nú veiztu hvaða fæðu
þú þarft að leggja áherzlu á að
borða.
Viltu gefa mér utanáskrift Maríu
T.Iontez, svo ég geti fengiö mynd af
licnni.
SVAR: Þú veizt sýnilega ekki, að
Maria Montez drukknaði í baðkar-
inu sínu fyrir nokkrum árum.
Geturðu ekki gefið mér utanáskrift
ki'ikmyndaleikarahs Kirk Douglas,
og sagt mér um leið livort hann er
giftur. Ef svo er, þá hvaö hann eigi
mörg böm.
SVAR: Kirk Douglas er nýbúinn
að eignast son með Anne konu sinni.
Hann átti tvo drengi fyrir með fyrri
konu sinni. Utanáskiift hans er:
c/o Paramount Pictures, 5451 Mara-
thon Street, Hollywood, Calif., U.S.A.
Viltu birta fyrir mig textann
,JIcimþrá“, sem Erla Þorsteinsdóttir
syngur.
SVAR: I von um að þú eigir við
texta eftir Loft Guðmundsson, sem
við þekkjum undir heitinu „Eg
hugsa til þín“, birtum við hann hér-
með. Það er einmitt Erla Þorsteins-
dóttir sem syngur þennan texta.
Elfur tímans endalaust
áfram líður, vor og haust,
fylgir kvöldi húmið hljótt, —
hugsa ég til þín dag og nótt.
Vekur söngva sumarblær,
svæfir hljóma frost og snær.
elfin líðúr, hægt og hljótt.
Hugsa ég til þín dag og nótt.
Hvar sem flaumur far þitt ber,
fylgir sú von og bæn mín þér,
og þegar leið þín liggur heim
ljúki þinni för hjá mér.
Elfin líður ár og síð.
Ár og sið ég vona og bíð.
Fylgir kvöldi húmið hljótt.
Hugsa ég til þín dag og nótt.
Heill árgangur fyrir aðeins 45 kr.
Tímaritið S4MTÍÐIN
flytur ástarsögur, kynjasögur, kvennaþætti, margs konar get-
raunir, bráðfyndnar skopsögur, viðsjá, vísnaþátt (Skáldin kváðu),
samtalsþætti, ástarjátningar, bridgeþætti, skákþætti,, úrvals-
greinar, nýjustu dægurlagatextana, ævisögur heimsfrægra
manna o. m. fl.
10 hefti árlega fyrir aðeins 45 kr.
Nýir áskrifendur fá 1 eldri árgang i kaupbæti. Póstsendið í dag
meðfylgjandi pöntxrn:
Bg undirrit..... óska aö gerast áskrifandi aö SAMTlDINNI
og sendi hér meö árgjáldiö, 45 kr.
Nafn ....-.....—-..............................:r................
Heimili ........................................................
Vtanáskrift okkar er: SAMTlÐIN, Pósthólf 75, Reykjavik.
BRÉFASAMBÖND
Blrting á nafni, aldri os heimilisfanci'
koHtar 5 krónor.
Ásgeir Sigurðssön (við stúlkur 15
—18 ára), Hólum, Laxárdal, S.-Þing.
— Beret Sorfonn (17 ára, við pilt
18—21 árs), Slettebakkveien 74 AI,
Bergen, Norge. — Fanney Jónsdótt-
ir (við pilta 15—18 ára), Seljanesi,
pr. Ingólfsfjörður, Strand. — Halla
Bergsteinsdóttir, Bárustíg 14B og
Klara Bergsdóttir, Skólaveg 18 (við
pilta eða stúlkur 15—17 ára), báðar
i Vestmannaeyjum. — Rut Valdi-
marsdóttir (við pilt eða stúlku 16—
20 ára), Varmahlíð, Skagafirði.
MUNIÐ
NDRA MAGASIN
Steindórsprent
prentar fyrir yður
Tjarnargötu 4 ■ Simi 1174
Utgef&ndi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og áhyrgðarmaðar: Gisli J. Astþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.