Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 16
í skugga gálgans
Framtiald af bls. 13.
Ég brosti. „Ætli ég fengi ekki svosem tíu ár. Þokkalegar framtíðar-
horfur fyrir fangavörð!“
„Æjá, ég var búin að gleyma því, að þú værir fangavörður.“
,'Hafðu engar áhyggjur af því,“ ansaði ég brosandi. „Ég verð það
naumast lengi úr þessu."
Ég tók fram úrið mitt og leit á það. Klukkan var byrjuð að ganga
työ. Ég sagði: „Ef við höfum heppnina með okkur, vaknar Rustam —
það er vöröurinn þinn — ekki strax úr rotinu. Ég held það væri þjóðráð
að þú reyndir að sofa þarna í rúminu þangað til ballið byrjar. Þér mun
ekki veita af hvildinni.‘r
Ég hagræddi svæflinum undir höfði hennar, breiddi teppið ofan á
hana og settist síðan á stólinn við dyrnar. Hún sofnaði nærri samstundis.
Ég kveikti á borðlampanum og tók tímarit af borðinu og reyndi að lesa,
en mér tókst ekki að halda huganum við efnið og stóð að lokum á
fætur og gekk fram að kvistglugganum og horfði út í nóttina.
Þannig stóð ég lengi og reykti.
Upp úr tvö varð ég leiður á biðinni og ákvað að reyna að sofa svolítið
sjálfur. Það gæti ekkert sakað. Ég settist í hægindastólinn, tyllti fótun-
um upp á annan stól og breiddi morgunslopp ofan á mig. Ég var byrjað-
ur að dotta, þegar neyðarbjallan hringdi. Rustam var fundinn, leitin
mundi hefjast eftir fáeinar mínútur.
Ég spratt á fætur.
■ Gwen var vöknuð og sest upp í rúminu.
Ég þreif í handlegginn á henni, hjálpaði henni fram á gólf og sagði:
„Hlustaðu nú vel á.“
Hún strauk hendinni þreyl.ulega yfir andlitið, en svo tók hún sér
tak og augun urðu snör og festuleg og kvíðinn var eins og strokinn af
henni. :"
„Já, ég er tilbúin.11
„Þeir senda eftir mér, þegar ég kem ekki niður. Það er bezt þeir
finni mig í rúminu. Þú felur þig í klæðaskápnum þarna og ferð ekki út
úr honum fyrr en ég segi þér.“
■ Hún kinkaði kolli og ég opnaði skáphurðina og lokaði henni á eftir
henni. Svo snaraði ég mér úr fötunum, lagðist upp í rúmið og beið.
Það heyrðust hróp og sköll niðri í fangelsinu. Einhverjir voru á
hlaupum úti í portinu. Ljós kviknuðu í varðturnunum, hurðum var skellt,
skipanir kváðu við.
Ég seildist eftir pípunni minni, kveikti í henni, tottaði hana og beið.
Svo heyrðist þungt fótatak koma inn ganginn og það var barið á
dyrnar.
„Gaston! Ertu dauður, maður?“
Ég saug reykinn ofan í mig.
„Gaston! Vaknaðu, Gaston! Ertu ekki þarna inni eða hvað?“
Ég fór fram úr rúminu, lagði pipuna í gluggasylluna og kallaði: „Hver
sjálfur þremillinn gengur eiginlega á?“
„Opnaðu, maður!“
Ég sneri lyklinum í skránni og opnaði dyrnar.
„Hvað viltu eiginlega? Hvað meinarðu með þvi . . .“
„Heyrðirðu ekki hringinguna?“ Vörðurinn ruddist inn í herbergið.
Hann var móður og þrútinn og æstur.
„Nei. Hún heyrist ekki of vel hingað upp. Hvað er á seyði? uppþot?"
Hann var svo óðamála, að ég stórefast um, að ég hefði skilið hann, ef
ég hefði ekki vitað, hvað hann var að reyna að segja mér.
„Horfin! Þeir fundu Rustam blóðugan og meðvitundarlausan . . .
og enginn í klefanum . . . klefinn opinn upp á gátt . . . enginn veit hvar
hún er . . .“
Ég byrjaði að klæða mig. „Ertu að tala um stúlkuna? Áttu við að
hún sé horfin?“
„Og heldur betur! Finnst hvorki tangur né tetur af henni!“
Ég var kominn í fötin. „Komdu,“ sagði ég og ýtti honum út á und-
án mér, lokaði dyrunum og læsti.
Við hlupum niður stigann og ég fór beint til varðstofunnar. Butler stóð
á miðju gólfi öskrandi skipanir í allar áttir. Hann var ekki nema
hálfklæddur. Þegar hann sá mig, sagði hann önuglega: „Það tók þig
tímann að vakna.“
Ég ypti öxlum. „Ég sef víst dálítið fast. Hvað hefur skeð?“
„Stelpan er horfin. Það hefur einhver hleypt henni út úr klefanum." |
„Rustam?“
„Eins og skotinn. Steinrotaður. Ég hugsa að hann sé höfuðkúpubrot-1
inn. Auk þess er vínlykt af honum, karlfjandanum.“
Ég tyllti mér á borðið. „Og er hún flogin, segirðu? Sloppin út?“
En Butler hristi höfuðið. „Nei. Við finnum hana að vísu ekki. En ég
er sannfærður um, að hún sé ennþá í fangelsinu." I
Framháld í nœsta blaöi.
Það var nœstum eins og hún hefði
verið að bíða eftir því, að maðurinn
hennar yrði handtekinn og sendur í
fangelsi . . .
■jVTÍTJÁN hundruð fjörutíu og eitt . . . Það var kalt í eld-
húsinu og konan skynjaði óljóst með öllum líkamanum
óþægindin af því. Hún sá mann sinn úti á litla sólskinsfem-
ingnum í portinu bak við húsið og það vakti hjá henni nokkra
gremju, sem beindist ekki síður gegn henni sjálfri. Hún var
lágvaxin kona. Andlitið var magurt og kinnamar innfallnar,
svo kinnbeinin urðu að tveimur beinaberum hnúfum, sem skinn-
ið var strekkt yfir. Hún var úfin um hárið og klædd gömlu
slitnu vesti, sem maðurinn hennar hafði einu sinni átt. Þegar
hún gekk um, slógust sólarnir með háværum smellum við ber-
ar gólffjalirnar. Meðan hún horfði út um gluggann, var hún
sér þess meðvitandi, að rúðan var óhrein og jafnframt að henni
var alveg sama um það.
Allt í einu barst henni barnakjökur til eyma og með kyn-
lega ánægjulegum fyrirlitningarsvip gekk hún fram að dymn-
um. — Þú verður að koma inn og líta eftir barninu, kallaði
hún. — Ég hef annað að gera.
Það kom óánægjusvipur á andlit hans, en hann reis á fætur
og kom inn. — Ef þú létir barnið eiga sig, mundi það sofna
aftur, sagði hann. — Það er það sem að ykkur er, þessu kven-
fólki, alltaf eruð þið að finna upp á einhverju til að gera.
Hún leit á hann og aftur kom gremjan upp í henni. — Það
færi betur, ef þú fyndir þér eitthvað að gera í stað þess að
sitja á rassinum allan daginn. Þér væri nær að vera einhvers-
staðar úti í atvinnuleit.
Hann svaraði engu. Kvartanir barnsins urðu ennþá hávær-
ari inni í bakherberginu, svo hann fór þangað inn og kom með
það fram. Þegar það var komið í fangið á honum, fór að dfaga
úr snöktinu. Án þess að líta á konu, sína, fór hann aftur út
á sólskinsblettinn. Að baki hans skipaði skræk rödd honum
að setja eitthvað yfir höfuð barnsins.
Konan fór aftur að skrúbba pönnu í fituga, kalda vatninu
í vaskinum. Hún var að hugsa, hugsa um hjónabandið og bam-
eignir. Það voru hugsanir í ætt við þrönga, sóðalega eldhúsið,
dúklaus gólf, hnúðótta rúmdýnu, sem var óþægileg við bakið.
— Þú sagðist ætla að gera við rúmið, kallaði hún.
Hann deplaði augunum upp í sólina og leit til hennar þvert
yfir portið. — Eg skal gera það á morgun.
— Hvað er að því að gera það í dag?
Hann glotti. — Eg þarf að hitta nokkra stráka. Getur verið
að ég fái tækifæri til að afla mér peninga.
— Ef um vinnu er að ræða, þá veizt þú ekki hvað það er,
sagði hún.
Hún sá hvernig hann dró augað í pung. — Heyrðu nú, sagði
hann. — Byrjaðu nú ekki á þessháttar tali. Ef það væri um
einhverja vinnu að ræða, þá mundi ég grípa hana á stundinni.
Honum var alvara. Honum var alltaf alvara, en það kom
henni þó í hvert skipti til að hugsa um vinnuna í glerverk-
smiðjunni, sem hann hafði kastað frá sér af því að honum þótti
hún of erfið. Það var orðið langt síðan hann hafði haft vinn-
una í glerverksmiðjunni, -— langur tími á atvinnuleysisstyrk.
Hún virti hann fyrir sér, og sá skeggbroddana á órökuðu and-
litinu. Hún gat svo sem ekki gert mikið við þessu öllu. Hún
gat bara nöldrað, en hann svaraði alltaf með þessum ómót-
mælanlegu rökum, að ef ekki væri nein vinna þá gæti hann
ekki fengið hana.
— Hvaðan koma þessir peningar? spurði hún.
— Einn af umboðsmönnum Tommys Tavan er hættur, svar-
aði hann. — Og hann lætur mig fá viðskiptin. Ég fæ 2—3 krón-
ur af hverjum 50 og það ættu að fást þó nokkrar krónur út
úr því. Tommy sagði mér . . .
— Og sagði hann þér líka hvað um þig yrði, ef þú verður
staðinn að verki? spurði hún.
Hann bandaði frá sér með hendinni. — O—o, ég verð ekki
staðinn að verki, sagði hann. — Eg hef höfuðið á réttum stað.
Tommy sagði mér, að hinn náunginn hefði haft 100—150
krónur upp úr veðmálunum í hverju hlaupi.
Hún var farin að reikna, næstum án þess að hugsa um það.
Svona margar krónur á dag. Átta hlaup á dag, jafnvel þó ekki
fengjust meira en 100 krónur í hverju þeirra, þá gerði það
800 krónur og það voru tvennar kappreiðar á viku. Svo fór
16