Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 17
hún að hugsa um allt það sem hægt væri að kaupa fyrir þá
upphæð. Þú verður að gæta þess að láta ekki grípa þig, sagði
hún.
Allan daginn var hún að hugsa um hann, hugsa um það ef
hann yrði nú gripinn og sendur í fangelsi. Þegar klukkutími
var liðinn frá síðasta hlaupinu og hann var enn ekki kominn
heim, þá fann hún að hún var að verða skelfingu lostin. Þetta
var kynleg tilfinning. Hún bar engar tilfinningar í brjósti til
mannsins síns, fann aðeins óttann við að vera ein. I fyrsta
skipti gerði hún sér grein fyrir því, að hann var varnarvegg-
urinn gegn óþægindum hins daglega lífs — hugsuninni um hús-
eigandann og kaupmanninn. Hann gerði svo sem ekkert í slík-
um málum, en hún hafði það þó alltaf á tilfinningunni, að hann
væri í þessu öllu með henni og að hann bæri aðalábyrgðina.
Um þetta hugsaði hún, þama sem hún sat í myrkinu. Sú til-
finning að hún væri ekki ein, var það eina, sem hún hafði haft
upp úr hjónabandinu. Hvað eftir annað reis hún á fætur og
gekk fram að dyrunum, til að gægjast upp eftir dimmri götunni.
V
* Klukkan sjö kom hann, loðmæltur og þunglamalegur af bjór-
drykkju. Um leið og hún sá hann, gaus reiðin upp í henni, og
þegar hann var kominn inn og deplaði augunum heimskulega
við ljósinu, bölvaði hún honum. — Hvar í fja . . hefurðu verið
Ég hef verið með lífið í lúkunum þín vegna.
Hann brosti heimskulega. — Allt í lagi með mig.
— Ég er búin að bíða allan þennan tíma eftir að þú kæmir
heim. Eg býst ekki við að það skipti nokkru máli, þegar þú
ert kominn í krána með félögum þínum. Það er ég, sem á að
bera allar áhyggjumar.
Hann settist þyngslalega á stól. — Þetta var góður dagur.
Meira en hundrað krónur í hlaupi, sagði hann og dró hand-
fylli af smápeningum upp úr vasa sínum.
Hún horfði á hrúguna á borðinu. Þama var húsaleigan, reikn-
ingurinn hjá kaupmanninum og eitt par af nýjum skóm. Hún
sópaði peningunum af borðinu, meðan maður hennar sat og
glotti bjánalega.
— Og það em meiri peningar þar sem þessir vom, sagði
hann loðmæltur. — Tveir dagar í viku og ég vinn mér inn
meiri peninga en þó ég stritaði alla daga vikunnar.
Hún var nú þegar næstum búin að gleyma kvíðanum meðan
hún beið hans og óttanum við að verða skilin eftir ein. Það
var skrýtið hvað hundrað krónur breyttu miklu. Það var skrýt-
ið hvað manni fannst maður þurfa að kaupa margt og hve
peningamir hmkku skammt, þegar maður hafði þá milli hand-
anna. — Þú ættir að koma þér í rúmið, sagði hún. — Þú ert
búinn að fá of mikið í staupinu.
Eftir þetta var hún áhyggjufull síðdegis á miðvikudögum
og Iaugardögum, af því hann kom seint heim, en það var samt
ekki eins slæmt og fyrsta daginn sem hún beið hans. Pening-
amir höfðu breytt því. Það var léttir frá því að sjá fram á
nauma skammtinn daginn eftir og frá því að hafa áhyggjur
af því hvort peningarnir mundu endast út vikima. Nú fyrst
fannst henni hún vera lifandi vera. Það var svo gott að fara
inn í bæinn og verzla svolítið.
Svo rann upp dagurinn, þegar hann kom ekki heim. Það leið
langur tími þangað til sá dagur rann upp, en hann kom samt.
Klukkan átta var sendur maður frá lögreglustöðinni til að
segja henni frá því, og hún fór þangað til hans. Hann var
hræddur; það sá hún á honum. Hann gat ekki um annað hugs-
að en að ná í peninga fyrir tryggingarfénu.
— Það er 250 króna trygging, sagði hann. — Þú gætir
fengið þær að láni hjá gamla manninum. Segðu honum að þú
þurfir þær handa sjálfri þér.
Það var skrítið að tala við hann gegnum litla gatið á hurð-
inni. Að baki hans sá hún hvíta veggi klefans, og drukkinn
maður heyrðist bölva. — Ég skal athuga það, svaraði hún. —
Ég skal _ athuga hvað pabbi segir. En hún var að hugsa um
þessar fáu krónur, sem henni hafði tekizt að spara saman.
Hún gekk hægt heim á leið. Af einhverjum ástæðum hafði
hún ekki lengur þennan beyg af að vera ein. Hún hafði um
annað að hugsa. Hún vissi, að nú, eftir að búið var að grípa
hann einu sinni, voru veðmálin úr sögunni. Þetta var rétt eins
og þegar þessari einu viku í glerverksmiðjunni var lokið. Eftir
að hafa haft þessa peningauppbæð í hverri viku, var erfitt
að hugsa til þess að lifa á atvinnuleysisstyrknum aftur, að
hafa áhyggjur af húsaleigunni og matarpeningunum. Þetta
táknaði það. Þegar hann yrði látinn laus, mundi hann byrja
aftur að sitja í sólinni úti í portinu og reiðast í hvert skipti
sem hún skammaði hann fyrir að leita sér ekki atvinnu. Allt
í einu fann hún hve sárt henni mundi svíða að þurfa aftur að
búa við þetta.
Þessar hugsanir um atvinnuleysisstyrkinn fylltu hugskot
hennar og hún hafði áhyggjur af framtíðinni. En allt í einu
var hún farin að hugsa um að fá sér atvinnu sjálf. Það vantaði
alltaf konur í ávaxtamauksverksmiðjuna og þar voru borguð
góð laun. Hún gæti alltaf skilið barnið eftir hjá móður sinni.
Það yrði mikill munur að vera laus aftur og lifa.
Allt þetta varð smám saman að skemmtilegum bollalegg-
ingum í huga hennar. Þegar hann kæmi úr fangelsinu, yrði
hann að fá sér atvinnu, áður en hún svo mikið sem hugsaði
til þess að koma aftur til hans. En á meðan mundi hún vinna
og hafa peninga milli handanna, til að eyða og til að borga
með skuldir sínar. Allt í einu fór um hana hamingjustraumur.
Það var rétt eins og hún hefði verið að bíða eftir því að mað-
urinn hennar yrði tekinn fastur og settur í fangelsi. Þarna
var tækifærið til að byrja nýtt líf.
Þegar hún kom aftur heim, sat hún lengi í dimmunni og
hugsaði um þetta. En allt í einu var hún búin að taka pen-
ingana af staðnum, þar sem hún hafði geymt þá, án þess að
vera sér þess meðvitandi og hún starði á þá. Þama voru 250
krónur í trygginguna. Henni varð hugsað til hans í hring-
myndaða gatinu á klefahurðinni og henni varð svo skrítilega
innanbrjósts. Hún reis á fætur og hélt aftur niður á lögreglu-
stöðina með barnið á handleggnum og peningana í vasanum.
— Eg er komin til að borga sekt mannsins míns, sagði hún, og
á meðan hún sagði það, hugsaði hún um það sem hún var að
kaupa sjálfri sér. Henni varð hugsað til þess, að nú mundi hún
aftur fara að gægjast bak við rykugu gulu gluggatjöldin fyrir
glugganum á framhliðinni á húseigandann og kaupmannínn.
IVrlTJÁN hundruð þrjátíu og fjögur . . .
Það var svo gaman að vera með strák. Og það var
gott að hafa Sid í kringum sig. Hún mundi þegar þau höfðu
hitzt á balli. Það var skrítið hvernig hún hafði vitað það, jafn-
vel þá strax, að hann var ólíkur öllum hinum. f fyrsta sinn
sem hann fylgdi henni heim, hafði hann staðið við hliðið og
ekki vitað hvað hann átti að segja. Brátt voru þau farin að
tala um að gifta sig og hún vildi umfram allt giftast Sid.
Það höfðu verið aðrir piltar, en Sid var öðruvísi en allir hinir.
Það var hægt að treysta Sid. Þau voru hamingjusöm, og það
ætluðu þau að halda áfram að vera.
Móðir hennar hafði grátið í brúðkaupinu, svo að hana lang-
aði líka til að fara að skæla. Hún fann í hjarta sínu, að það
var eitthvað svo stórfenglegt að hlusta á orð prestsins. Og
hún vissi að Sid stóð við hliðina á henni, fölur qg taugaóstyrk-
ur, og það veitti henni svo undarlega mikinn styrk. Þegar
athöfninni var lokið, hafði hann kysst hana feimnislega, og
hún hafði vitað að hún yrði örugg hjá Sid. Hún mundi alltaf
finna til öryggis við hlið Sid.
— Ég er komin til að borga ábyrgðarfé mannsins míns, sagði
hún. — Hann heitir Dennett — Sid Dennett.
Á leiðinni heim talaði hann af ákafa. Hún var fegin, þegar
þau komu loks að hliðinu við dimma götuna. Hún gekk á und-
an inn í húsið og kveikti ljósið.
— Þetta fer allt vel, sagði- hann. — Ég legg ábyrgðarféð
að veði o" bá fæ ég greiðslufrest. Ég þarf ekki annað að
gera en að skrifa dómsmálaráðherranum og hann lækkar sekt-
ina niður í 250 krónur. Það verður allt sem ég þarf að borga.
Hún var að hugsa um vinnuna í ávaxtamauksverksmiðjunni
og um það að hafa peninga. Hún sá hann fyrir sér, þar sem
hann sat í sólinni úti í portinu. Allt í einu reis hún á fætur
með bamið á öðmm handleggnum. Og í næstu andrá hafði
hún slegið hann utan undir með handarbakinu.
Hann stóð og horfði á eftir henni, þegar hún sneri séf við
og gekk inn í dimmuna í svefnherberginu. — Kvenfólk, hugsaði
hann. — Þetta fjárans kvenfólk!
A. C. HEADLEY.
■ n