Vikan


Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 7

Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 7
sem þú varst að tala um, svaraði Mahomed og brosti. — Ef til vill veitir fólkið þeim ekki frem- ur athygli en húsbændurnir í litlu húsunum gera. — En þeir hræða burtu þjófa, áttu við það? — Nei, ég átti ekki við það, Wade. Okkur er öllum kunnugt um það, hvað fólk þitt hefur gert fyrir Súdan. En Súdanstjórn tók ekki við þínu starfi. Þú tókst sjálfur ákvörðun um að fara. Mörgum okkar þykir leitt að þú skyldir taka þá ákvörðun. — Þakka þér fyrir, svaraði Wade. — En mér finnst ekki lengur vera rúm fyrir mig hér. Það er betra að Felan Effendi komi í minn stað. Hann þagnaði. — Meðal annarra orða, þekkirðu Felan? — Við höfum verið vinir alla æfi, svaraði Mahomed. Svo þagði hann svolitla stund. Hon- um varð hugsað til atviks, sem gerzt hafði fyrr um kvöldið. Hann hafði orðið að bjarga Felan Effendi úr óþrifalegasta hverfi bæjarins, af því að hann hafði drukkið of mikið af Marissa, súdanska hirsikornbjórnum. — Það er heimskulegt af þér að fara á svona staði, hafði Mahomed sagt við vin sinn. — Eink- um núna, þegar það getur eyðilagt alla þína framtíðar möguleika. — W’állahi! Það er einmitt vegna framtíðar- innar, sem ég er órólegur, og svo fer ég á svona staði til að dreifa huganum, svaraði Felan. — Ég þori ekki að fara að sofa, af ótta við að dreyma að ég geri allt skakkt. Mahomed attaði sig, þegar hann sá spurnar- svipinn á Wade: — Fyrirgefðu! Eg var að hugsa um vin minn. Eg hef áhyggjur af honum. Þegar þú ert farinn, hefur hann engann, sem getur að- stoðað hann og tekið ábyrgðina af herðum hans. Wade fylgdi Mahomed út að hliðinu. Allt í einu datt honum nokkuð í hug í sambandi við Felan Effendi. — Bíddu við, Mahomed, sagði hann. — Mér datt í hug — heldurðu að það væri gagn að því fyrir Felan að kvænast? Að kvæn- ast reglulega góðri konu, menntaðri stúlku, stúlku, sem gæti veitt honum þá festu, sem hann þarfnast ? Mahomed studdi hendinni á hliðstólpann og svaraði stuttlega: — Það gæti orðið honum til góðs. Og ég held að til sé slik stúlka. Farida Hamo í Trúboðsskólanum. DAGINN eftir vaknaði Wade eins og nýr maður af værum svefni. Það var eins og allt það sem hafði angrað hann væri nú á bak og burt. Þeim mun lengur sem hann hugsaði um uppástungu Mohameds, þeim mun betur féll honum hugmyndin, og um hádegi datt honum í hug að senda ungfrú Cartwright í Trúboðsskól- anum boð. Sendiboðinn kom aftur með þau skila- boð, að honum væri boðið í tedrykkju klukkan fimm þann sama dag. Skólinn stóð skamman spöl utan við bæinn. Byggingarnar virtust hafa hreiðrað þægilega um sig í skógarlundi. Dorothy Cartwright tók hlýlega á móti Wade. Hún var blíðleg, gráhærð kona. Eftir seinni tebollann fannst Wade tími til kominn að fara að ympra á erindi sínu. Hann ræskti sig svolítið vandræðalega. — Ég kom af sérstökum ástæðum í dag, hóf hann máls. Vegna hjúskaparmáls. Ég er ekki alveg viss um hvernig ég á að snúa mér í því og langaði til að tala um það við þig. Sem betur fór horfði hann á tré inni í lundin- um, því annars hefði hann séð að það strekkt- ist á andlitsvöðvum Dorothy. — Það er ein af ungu kennslukonunum þínum, sem hér er um að ræða, hélt hann áfram. Dorothy hafði haft gott taumhald á taugaæsingu sinni, en nú horfði hún forviða á Wade. Hamingjan góða, hrópaði hann upp yfir sig, þegar hann sá svipinn á andliti hennar. —- Ekki handa mér! Handa Felan, unga manninum! Svo sagði hann henni frá uppástungu Mahomeds Effendi. — Þetta virðist vera ákaflega skynsamleg hugmynd, sagði Dorothy. — Farida hefur sterka skapgerð og hún mun sennilega verða hamingju- söm með manni, sem þarfnast hennar. — Þú ert prýðismanneskja, Dorothy. Hvílikan skilning þú hefur á öllum kjúklingunum þinum. Þau tóku saman ráð sín. Dorothy átti að halda teboð og bjóða Faridu og Felan. Þegar Wade fór, var hann Dorothy innilega þakklátur fyrir að hafa tekið málið svona ákveðnum tökum. Teboðið hafði sin áhrif, og á eftir því komu fleiri álíka ánægjulegar samkomur fyrir alla, sem hlut áttu að máli. Hundarnir héldu ekki lengur vöku fyrir Wade og þegar hin opinbera skipun Felans sem eftirmaður hans kom, gat hann óskað honum til hamingju, án þess að finna til efasemdanna og tregans, sem hafði þjáð hann áður. Þeir röbbuðu saman óþvingað um vandamálin. — Þú verður einmana í þessu stóra húsi, Felan, sagði Wade og deplaði augunum. — Ef ég væri aðeins viss um að þú yrðir ekki óhamingjusam- ur af því að vera hér einn, þá mundi ég fara miklu rólegri frá Súdan. Ef það væri aðeins einhver . . . Felan varð vandræðalegur á svipinn: — Það er einhver . . . Og áður en mánuður var liðinn, gengu Farida og Felan í hjónaband. Dag nokkurn, þegar Wade var að undirbúa brottför sína með Felan, spurði hann um Faridu. — Farida er önnum kafin við að hjálpa Dorothy Cartwright, svaraði Felan. Hann leit beint fram- an í Wade. — Ungfrú Cartwright er góð kona og hún hefur miklar mætur á þér. Wade, ég hef áhyggjur af því, að þú skulir vera að fara frá Súdan, til að búa, einn í þessu stóra húsi í Englandi. Wade varð svo undrandi, að það leið nokkur stund áður en hann gat svarað: — Bölvuð vit- leysa! Aldrei á minni lífsfæddri æfi . . . — Okkur langar aðeins til að þú verðir ham- ingjusamur, greip Felan framm í. Wade rauk upp af stólnum. — Við! Ég hefði svo sem mátt vita það. Farida stendur á bak við þetta. Um leið og kona giftist, þá byrjar hún að reyna að koma öllum sinum lrunningjum í hjónabandið. En það færðist íhugandi svipur yfir andlit hans, eins og nú loksins hefði hann séð þær hlið- ar á málinu, sem honum fyndust einhvers virði. DAGINN eftir tilkynnti Wade að hann mundi koma til tedrykkju í Trúboðsstöðina. Og klukkan rúmlega fjögur sást hann þramma upp eftir rykugum veginum meðfram ánni, með blóm í hnappagatinu. Hann gekk teinréttur, pikkaði stafnum sínum í götuna og stanzaði öðru hverju til að þurrka framan úr sér svitann með stóra gula vasaklútnum sínum. REGNDROTTNING Suður-Af ríku REGNDROTTNING Suður-Afríku gekk út úr höll sinni fyrir skemmstu og hélt til skógar. Hún var búin að ríkja í fjörutíu ár. Nú var dauðastund hennar runnin upp. Hún hélt á hinu bragðlausa eitri, sem særingamenn hennar höfðu byrlað. Hún hikaði ekki, og ekki sást henni bregða, Hún var að hlýða hinum fornu lögum pjóðar sinnar — var að fórna lífi sínu, til þess að dóttir hennar gæti tekið við ríkjum eftir hana. Nokkrum dögum síðar ,,fann“ for- sætisráðherra hennar, Morashetla, lík- ið í samræmi við gamla hefð. Það var vafið inn í svarta uxahúð og lagt í grafhýsi. Þegar nákvæmlega ár er liðið frá hvarfi regndrottningarinnar, mun nýja regndrottningin opna grafhýsið og ný- safnaðri dÖgg verður stökkt á líkið. Að því búnu verður það borið út úr grafhýsinu og sökkt í Blyde fljót, þar sem krókodílarnir verða fljótir að gæða sér á því. Og þar með er lokið ,,athöfninni“, sem er samfara þessum óvenjulegu þjóðhöfðingjaskiptum. Regndrottning Suður-Afríku drottnar yfir meir en 10,000,000 Bantuum. Hún stjórnar regninu. Þegnar hennar trúa því, að hún hafi samband við regnguð- ina, þegar þörf krefur. Fyrsta regndrottningin var tilnefnd af þáverandi regnkonungi árið 1853. Synir hans tveir gátu ekki orðið ásátt- ir um, hvor ætti að erfa ríkið. Báðum var byrlað eitur og regnkóngurinn skip- aði Madjadji dóttur sína regndrottningu landsins. Núverandi regndrottning er Madjadji IV. Engin regndrottning má fara út fyrir landamerki hallar sinnar, en hún stend- ur í nánd við Tzaneen í Transvaal. Þeg- ar George VI Bretakonungur og fjöl- skylda hans heimsótti héraðið 1947, af- þakkaði regndrottningin boð um að heimsækja konung í Tzaneen. Svo að kóngurinn lagði lykkju á leið sína til að heimsækja hana. Sérstakt höfðingjaráð skipar forsæt- isráðherra drottningar. Morashetla er búinn að vera forsætisráðherra í nærri f jörutíu ár og verður það til dauðadags. Þegar hvítir menn þurfa að ganga á fund drottningar — eins og t. d. opin- berir embættismenn oft gera — mega þeir ekki ávarpa hana sjálfa. Þeir verða að beina orðum sínum til forsætisráð- herrans, sem kemur orðsendingunni til æðstu hirðmeyjarinnar, sem kemur boð- unum til drottningar. Svar hennar berst eftir sömu krókaleiðum. Engin regndrottning má giftast. Hún verður samt að eignast erfingja, og af því tilefni koma 3,000 afríkanskir höfðingjar saman á mikla ráðstefnu og velja þrjá tigna Bantua, sem falið er að heimsækja hennar hátign á tiltek- inni stundu. Þegar þeir hafa fullnægt hlutverki sínu, mega þeir aldrei framar koma fyrir auglit hennar. Hún má og aldrei eftir það líta á karlmann; verður að horfa eitthvað annað í návist þeirra. Régndrottningin tekur að meðaltali á móti um þúsund þegna sinna á mán- uði, en þegar í óefni er komið vegna þurrka, getur talan komist upp í 50,000. Enginn kemur tómhentur. Menn færa drottningu nautgripi eða sauðfé, dem- anta, gull eða peninga. Skömmu áður en gamla drottningin lagði niður völd, spurðu fréttamenn afríkanskrar útvarpsstöðvar hana, hvort hún tryði því, að hún gæti látið rigna. Hún svaraði, að þeim töfra- krafti væri hún raunar gædd og spáði rigningu á ákveðnum degi á alræmdu þurrkasvæði í 1500 mílna fjarlægð. Þegar sá dagur rann upp, gerði helli- rigningu á staðnum! — JOHN ST. CLARE. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.