Vikan


Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 13

Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 13
Ég sltaut mér gætilega fram hjá varðstofunni og gekk inn í klefagang- inn sem klefi Lynns var við. Ég nam staðar við klefarimlana. „Lynn.“ Svartur skuggi reis upp við dogg á neðri klefabríkinni, svartur skuggi nálgaðist rimlana, dökkt harðneskjulegt andlit þrýsti sér upp að þeim. „Ég hélt þú værir búinn að svíkja.“ Ég seildist eftir lyklinum í vasa mínum, opnaði rimlahurðina hljóðlega og smeygði mér innfyrir. „Korndu," sagði ég og tók í handlegginn á honum og leiddi hann inn í klefann. Andlitið á Rex Carson var fáeina þumlunga frá okkur. Hann lá á efri bríkinni og hraut. „Hlustaðu nú á!“ Ég þrýsti vörunum að eyra Lynn. Ég tók nú fyrst eftir því, að hann var klæddur. . Hann kinkaði þegjandi kolli. „Riistam gamli Stern vakir yfir henni. Hann má engum hleypa inn, en hann opnar fyrir mér. Um leið og hann lokar hurðarhleranum, tekur þú þér stöðu þar sem ég stóð. Þú setur upp húfuna mína; það er áríð- andi. Um leið og hann opnar hurðina, þaggarðu niðri í honum. Þú ræð- ur hvaða aðferðum þú beitir, en það ríður lífið á, að hann geti ekki gefið frá sé hljóð. Skilurðu þetta?“ „Ekki að öllu leyti. Ég geri ráð fyrir, að þú viljir síður, að ég drepi hann. En hann er búinn að sjá þig. Hverju svararðu þegar hann ber það, að þú hafir staðið fyrir þessu?“ „Ég segi, að hann sé genginn af göflunum. Hann sér okkur ekki báða í einu. Fyrst sér hann mig, og óljóst þó í myrkrinu. Hann kannast við rödd mína og hann sér andlit og einkennishúfu. En þegar hann opnar, sér hann sem snöggvast fanga með einkennishúfu fangavarðar — og síðan ekkert." „Það er hæpið að þú sleppir." „Nei. Hann er gamall og heimskur. Við vitum það allir. Honum getur hæglega hafa missýnst. Ég? Ég lá steinsofandi uppi á herberginu minu. Hvað get ég gert að þvl þótt hálfruglaður karlfauskur láti fanga leika á sig með því að setja upp húfu sem hann hefur stolið einhverstaðar, og herma eftir röddinni í mér?“ Lynn virtist vera að velta þessu fyrir sér. Loks kinkaði hann kolli. „Þetta er ekki svo vitlaust. Komdu." Við læddumst fram á ganginn og ég læsti klefahurðinni á eftir okk- ur. Við komumst slysalaust fram hjá varðstofunni. Það var einhver að hlægja þar inni og það glamraði í bollum. Við gengum inn ganginn, uns við stóðum andspænis hurðinni inn í dauðadeild. „Tilbúinn ?“ „Já.“ Mér líkaði það vel, hve Lynn var rólegur. ' Ég bankaði varlega á dyrnar. Marr í stól, letilegt fótatak, hljóð. „Hver er þar?“ Ég steig eitt skref aftur á bak. „Rustam? Bill hérna." „Ja, nú er mér nóg boðið! Þú kominn?“ Hurðarhlerinn opnaðist og ég strauk hendinni hægt yfir andlitið. „Halló, Rustam!“ Gerðu svo vel, hvíslaði hann og glotti kuldalega. „Mér þykir þú vera seint á ferðinni. Bíddu.“ Hurðarhlerinn small aftur og það hringlaði í Iyklum. Ég skaust upp að veggnum, fékk Lynn húfuna mína og beið. Hann stóð beint andspænis hurðinni núna og skyggnið á húfunni varpaði skugga á andlitið. Dyrnar opnuðust. „Hvað í ósköpunum ertu . . .“ Lengra komst hann ekki. Lynn var floginn á hann og búinn að læsa fingrunum um háls honum. Það heyrðist lágt ískur og síðan stuna og síðan tveir þungir dynkir. Lynn var kominn með hann upp að veggnum og hann lamdi höfðinu á honum við steininn, einu sinni, tvisvar . . . það var nóg. Rustam varð að lympulegri tuskubrúðu, galopin augun urðu að annarlegum blindum himnum, spennan og'óttinn hvarf úr kríthvítu andlitinu. Ég stökk að honum og greip utan um hann um leið og harin byrjaði að falla. Ég lét hann síga niður á gólfið, tók viskýpelann úr vasa mín- um og stökkti innihaldinu yfir hann. Svo seildist ég í vasa hans og fann klefalykilinn. „Hérna!" sagði ég. „Opnaðu klefann.“ Lynn hljóp inn ganginn og ég fór út um gangdyrnar aftur og beið fyrir framan þær. Fáeinum sekúndum seinna birtist Gwen Benson í dyrunum og Lynn fyrir aftan hana. Hann rétti mér húfuna mína og setti sína eigin upp um leið. . „Gerðu svo vel,“ hvíslaði hann og glotti kuldalega. „Eitt sty.kki stúlka, óskemmd og í ágætu standi." „Láttu mig fá lykilinn!“ Hann rétti mér hann og ég þúrrkaði hahn vandlega með vasaklútnum mínum og fleygði honum inn um dyrnar. Svo dró ég lykilinn að klefa Lynns úr vasa mínum og stakk honum í hendina á honum. „Þii ferð beint í klefann þinn, opnar, læsir gegnum rimlana, geymir lykilinn og laumar honum að mér á mörgun." „Hvert ferðu með hana?“ Lynn bandaði hendinni i áttina til Gwen. „Kemur þér ekki við. Burt með þig.“ Ég beið uns Lynn var horfinn í myrkrið. Þá tók ég í handlegginn á stúlkunni, hvíslaði: „Farðu hljóðlega," og leiddi hana fram ganginn. Líkami hennar skalf örlítið og andardráttur hennar var ör og óeðlilegur. Ég hugsaði: „Guð hjálpi mér, ef hún fer nú að láta líða yfir sig!“ Við komumst að stiganum og héldum af stað upp hann. Ég stoppaði hvað eftir annað og hlustaði. Dauðakyrrð og algert myrkur. Eftir litla stund vorum við komin að herberginu mínu. Ég opnaði dyrnar og benti stúlkunni að ganga inn. Það var glampandi tunglskin úti og tunglskinið féll inn um kvistglugg- ann og það var nærri lesbjart í herberginu. Ég benti á stólinn f jærst glugg- anum og sagði: „Sestu.“ Hún var föl og augu hennar voru óeðlilega stór og skær. Það var sýnilegt, að geðshræringin var að bera hana ofurliði. Ég gat ekki láð henni það, eftir það sem á undan var gengið. Hendur hennar skulfu svo- lítið og það voru svitadropar á enninu og hálsinum. Hárið var dálitið úfið, dálítið þvalt. Hún settist á stólinn og hneigði höfuðið og lág stuna braust fram af vörum hennar. Hún leit upp og það var hræðsluglampi í augunum þegár hún sagði: „Fyrirgefðu. En ég er svo undarlega þreytt." Ég læsti og settist á rúmið andspænis henni. „Vertu eins róleg og þú getur og hlustaðu á mig.“ Hún spennti greipar og kinkaði kolli. „Þetta líður frá.“ „Líttu nú á! Þú ert enn í fangelsinu. Þú ert ennþá lokuð inni. Ég get ekki komið þér út, get ekki komið þér lengra. Skilurðu mig?“ „Já.“ Hún leit snöggvast upp, hneigði svo höfuðið aftur. „Ég ætla mér að fela þig, leyna þér. Geyma þig hérna -— ja, ég veit ekki hvað lengi. Aðalatriðið er þetta: Þeir mega ekki finna þig." „Já.“ „Sjáðu til, ég trúi því, að þú sért saklaus." Hún lyfti höfðinu snögglega og opnaði munninn, en varir hennar skulfu og augun fylltust skyndilega tárum. Hún var að reyna að segja eitthvað, en barðist við grátinn, og að lokum hristi hún þreytulega höfuðið bg klemmdi saman varirnar og horfði aftur í gaupnir sér. Ég beið svolitið á meðan hún var að jafna sig. Ég vildi vera viss nra, að hún skildi það greinilega sem ég þurfti að segja henni. „Sekt þín eða sakleysi breytir engu um þá staðreynd, að hér verðurðu að vera . . . fyrst um sinn, skulum við segja. Ég veit ekki hvernig ég á að koma þér út, ég veit ekki, hvort ég get komið þér út, en það er næsta viðfangsefnið. Þangað til sú þraut er leyst, veðurðu að leynast hérna í fangelsinu, einhvernveginn og hvað sem það kostar." Ég þagnaði andai- tak áður en ég spurði: „Skilurðu mig?“ „Já.“ Ég stóð upp og gekk til hennar og lagði hendina á öxl benni. „Ég hef hugsað mér að hafa þig hérna í herberginu fyrst um sinn. Þeir byrja að minnsta kosti ekki leitina hjá okkur vörðunum. Ef þú finnst ekki strax, er ég að vona, að þeir komist að þeirri niðurstöðu, að þér hafi . m- hvernveginn tekist að smjúga út.“ Þetta var orðin löng ræða hjá mér, cn mér fannst hyggiíega'st að leggja spilin á borðið. Ég tróð í pípuna og beið eftir viðbrögðum stúlk- unnar. Hún sat lengi hreyfingarlaus. Loks leit hún upp og horfði á nlig og úr svipnum skein í senn undrun og þakklæti. „Hversvegna ertu að gera þetta?" „Ég veit það naumast, en það er undarlegt, hve ég er inmiega sann- færður um, að þú sért saklaus.“ „Þú leggur þig í mikla hættu.“ Framhald á bfc, J6.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.