Vikan


Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 12

Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 12
/ s G A F O R S A G A : Það var óeirð í föngunum. Ég var fangavörður í fylkisfang- elsinu í Georgíu. Mér leið ekld sem bezt sjálfmn. Það var kominn nýr fangi I fangelsið — Gwen Ben- son, 21 árs gömul stúlka. Það átti að taka hana af lífi fyrir morð. Þetta gerðist fyrir fimmtíu árum. Fang- elsin voru fangelsi í þá daga, engar uppeldisstofnanir. Fangarnir kipptu sér ekki upp við það, þótt einn og einn karlmaður væri tekinn af lífi. En kvenmaður — og kornung stúlka í þokkabót! Það var annað mál. Það lá í loftinu, að þeir voru reiðubúnir að fóma lífi sínu til að bjarga henni. Svo sá ég hana og talaði við hana nokkur orð. Eftir það fór mér að líða illa. Og eftir nokkrar andvökunætur, ákvað ég að bjarga henni! W G gerði mér fullkomlega ljóst að þetta var glæfraspil. En tening- unum var kastað. Ég var búinn að ákveða að gera hvað ég gæti til þess að koma í veg fyrir að Gwen Benson yrði hengd. Ég var búinn að gera hennar málstað að mínum málstað; úr þessu yrði ekki aftur snúið. Það hlaut eitt yfir bæði að ganga. Plækjan var svo furðuleg að ef hér hefði ekki verið um líf eða dauða að tefla, hefði þetta verið nærri _ því kátbroslegt. Annarsvegar dauða- dæmdur fangi, sem eftir laganna bókstaf átti fáeinar klukkustundir ólifð- ar. Hinsvegar einn af mönnunum, sem áttu að gæta fangans. Og í sam- einingu aetluðu þessir tveir aðilar — fanginn og fangavörðurinn — ekki einasta að brjóta lögin; þeir voru bókstaflega búnir að segja þeim stríð á hendur! Ég hafði enga áætlun umfram þá að ná Gwen Benson út úr dauðaklef- anum. Hitt —- framtíðin —- varð að bíða síns tíma. Eitt gerði ég mér þó ljóst frá upphafi. Það var feikn mikilvægt atriði, en það stoðaði ekki annað en horfast í augu við það. Það var elcki hœgt að homa stúlkunni út úr fangelsinu. Ég gat það einfaldlega ekki. Lífsvon hennar fólst í þvi að hægt yrði að leyna henni í fangelsinu sjálfu, fela hana, biða átekta og sjá hverju fram yndi. Það var ekki hægt að ganga með fanga út úr fangelsinu í trássi við lög og rétt. Það var á einskis manns færi að taka fanga við hönd sér, ef svo mætti orða það, leiða hann út úr fangelsinu og óska honum góðrar heimferðar. Það var staðreynd — og það var partur af öryggiskerfinu — að þótt fangi kæmist út úr klefa sínum, sat hanrt enn rígfastur í gildr- unni. Hann þurfti að komast fram hjá verðinum í anddyri sjálfs fangelsis- hússins. Til þess þurfti hann skilríki. Ef hann kæmist út í fangelsisportið, var hann þó engan veginn frjáls ferða sinna. Við hliðið biðu nýir verðir, fleiri árvakir menn, sem heimtuðu sín skilríki. Það var þrefaldur stál- og steinhringur umhverfis fangann. Það var klefinn sjálfur, það var byggingin, það var fangelsismúrinn. Og í þokka- bót og til viðbótar var svo hihn lifandi múr — fangaverðirnir með sínar byssur og sinar kylfur. Þetta voru staðreyndir, sem ekki varð hróflað við. Valdsvið mitt var þröngt, athafnahringurinn smár. Ég var aðeins einn hlekkur í viðamikilli öry^giskeðju. Þó að sá hlekkur brysti var ekki þar með sagt, að hring- urinn, sem hélt föngunum í skefjum, væri rofinn. Til þess var kerfið of flókið, keðjan of sterk. Ég varð að byggja áætlun mína á þessum staðreyndum. Hvað hugðist ég þá fyrir? Ég fór upp á herbergið mitt, fleygði mér upp í rúm og lokaði augunum. Klukkan var byrjuð að ganga tíu. Það var búið að slökkva niðri, fangarnir voru lagstir til svefns. Og í klefa sín- um í dauðadeild sat Gwen Benson og eftir átta klukkustundir átti að taka hana og leiða hana undir gálgann og murka úr henni lífið. K U G G A JL G A JV S eftir William Gaston jr. ÉG LÁ LENGI með lokuð augu. Ég fór yfir þetta i huganum frá byrjun, rakti það lið fyrir lið, eins og ég væri að segja sjálfum mér sögu. Það átti að hengja tuttugu og eins árs gamla stúlku fyrir að myrða föður sinn. Það var búið að hafna náðunarbeiðni hennar. Dómurinn yfir henni hafði byggst á því, að hún hefði gefið föður sín- um eitur i stað lyfja. Hún hafði játað að hafa gefið honum hinn banvæna skammt, en haldið því fram, að hún hefði ekki haft hugmynd um annað en að i glasinu væri meinlaust lyf, keypt eftir lyfseðli heiðarlegs læknis. Þar hafði hún lagt snöruna að sínum eigin hálsi. Það sem hafði átt að vera vörn hafði snúist upp í biturt sóknarvopn gegn henni. Ákærand- inn hafði leitt að því vitni, að skaðlaust lyf eftir skaðlausum lyfseðli hefði breytst í höndum ákærðrar í banvænt eitur. Þetta voru sterkustu rökin í þeirri forlagakeðju, sem hafði steypt henni kornungri og varnarlausri út í hyldjúpa glötun. Og livað hafði hún þá fram að færa sem réttlætti það að ég tæki fram fyrir hendur laganna, tæki mér dómsvald í máli hennar og ásetti mér að rifta dauðadómnum yfir henni ? Það mundi ýmsum sýnast fátækleg rök. Það var í fyrsta lagi læknirinn, sem skrifað hafði lyfseðilinn — Step- hen Klinker. Verjandi Gwen Bensons hafði óskað eftir að hann yrði kallaður til að bera vitni. Hann hafði fengið það svar, að Stephen Klinker gæti ekki mætt, hann lægi fótbrotinn í New York. Það gat að visu komið fyrir beztu menn — og jafnvel lækna — að fót- brotna. En Gwen Benson fullyrti, að hun liefði séð lcekninum bregða fyrir á götu í Shanon fáeinum dögum seinna — heilum og óbrotnum. Nú mátti að sjálfsögðu rengja þennan framburð Gwen Bensons. Það var til dæmis þetta: Hvernig í ósköpunum gat hún séð einn eða neinn úti á götu í afskektu þorpi, þegar hún var í vörslu lögreglunnar og und- ir dauðadómi l þokkabót? örvæntingarfull tilraun til þess að skjóta sér undan refsingu, mundu flestir segja. En í viðbrögðum minum fólust þau „rök“, sem ollu því, að ég — fangavörðurinn — var orðinn bandamaður fangans. Þau voru þessi: Ég trúði Gwen Benson. Ég var búinn að sjá hana og tala við hana. Ég var búinn að heyra hina þreytulegu, raunamæddu rödd hennar segja: „Ég sá læknirinn á götu.“ Og ég vissi það eins og ég vissi hvað ég hét, að hún sagði satt. Því hafði ég tekið þá ákvörðun að hætta öllu til þess að bjarga henni frá gálganum. Ég ætlaði að bjarga henni úr dauðaklefanum, fela hana — og bíða. Hvað tæki þá við? Ég var ekki enn búinn að gera mér það ljóst. Ég ímynda mér, að það hafi vakað fyrir mér að næst yrði að safna sönnunargögnum fyrir sakleysi hennar. Að það yrði að finna þenn- an lækni og fá úr því skorið, hvort hann hefði legið beinbrotinn í New York eða verið að spranga um göturnar í Shanon i Georgíu alls ómeidd- ur. Og að það yrði þar næst að grafa. upp ástæðuna fyrir því, hversvegna hann hafði notað þetta skálkaskjól til þess að skjóta sér undan að bera vitni i réttarhöldum þar sem kornung stúlka, honum alls óviðkomandi, barðist fyrir lífi sínu. En þetta var famtíðin, framhaldið. Nú var verkefnið eitt og aðeins eitt: Að hrifsa Gwen Benson úr skugga gálgans og fela hana þar sem böðullinn og bandamenn hans gætu ekki fundið hana. Það voru átta tímar til stefnu — ein stutt nótt. Ég opnaði augun og starði upp í loftið. Númer eitt: Hvernig átti að bjarga henni? Númer tvö: Hvar átti að fela hana? Ég seildist eftir pípunni minni og tróð í hana. Ég reykti margar pípur. Það var komið miðnætti þegar ég reis á fætur, dró fram hálfan viskýpela, sem ég átti ofan í skúffu, stakk honum í vasann, opnaði dyrnai- og steig hljóðlega fram á ganginn. Baráttan um líf Gwen Bensons var að hefjast fyrir alvöru. Ég gekk niður stigana, læddist, nam oft staðar til þess að lilusta. Ekkert hljóð. Myrkur. Ég nálgaðist varðstofuna, og dyrnar voru opnar í hálfa gátt og það heyrðist mannamál inni. Næturverðirnir voru að rabba saman yfir spilum. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.