Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 4
Ævintýrið um
OPrTII OflnPil
QHEi I U UHHDU
Ævisaga annáluðustu
kvikmyndastjörnu veraldar
FORSAGA: Greta Gustafsson ólst upp í
basli og fátækt í Stokkhólmi, en dreymdi
um að verða leikkona. Fyrir tilviljun
komst hún í Dramatíska skólann og þar
fann kvikmyndastjórinn frægi, Mauritz
StUler, hana og ákvaff öllum til mikillar
furðu, aff umbreyta henni í draumadisina
sína — frægustu leikkonu heims. Hún fær
hlutverk I „Gösta Berlings saga“, og flæk-
ist síðan meff Stiller til Konstantínópel,
þar sem peningaleysi hamlar myndatöku.
Þegar þau koma þaðan til Berlínar, fær
Stiller ekkert að gera, en þau lifa á laun-
um Gretu fyrir leik hennar í „Gleðisnauðu
götunni".
9. KAFU.
EÐAN Greta var að leika í „Gleðisnauðu
götunni", hafði Stiller verið önnum kafinn
við að vinna að áformi um að sameina merk-
ustu evrópsku kvikmyndafélögin í geysimikið
fyrirtæki, sem átti að hafa yfir að ráða meira
en sjö hundruð kvikmyndahúsum á meginlandinu.
En á meðan þessir mjög svo flóknu samningar
stóðu yfir, gerðist eitt af þessum atvikum, sem
ógerlegt er að sjá fyrir, og sem átti eftir að
hafa óvænt áhrif á líf hans, en einkum þó á líf
Gretu.
Seint um vorið 1925 fór bandaríski „kvik-
myndazarinn" Louis B. Mayer, varaformaður og
forstjóri hjá Metro-Goldwyn, í viðskipta- og
skemmtiferð tii Evrópu, ásamt Irenu dóttur sinni.
1 Berlín sá hann „Gösta Berlings sögu“. Hann
•varð hrrfinn af því formi sem var á myndinni,
þinni hugkvæmu myndatöku og snilldarlegu
jitjórn. Mayer fannst, að maður sem gæti gert
slíka mynd, ætti hvergi annars staðar heima
$n í Hollywood og hann ákvað að ná í hann.
_j Þetta áform Mayers var í samræmi við tíðar-
^ndann. ÖIl stærri kvikmyndafélögin í Ameríku
VÆru í áköfu kapphlaupi um evrópskt afburða-
fólk. Erlendar myndir, einkum þýzkar, höfðu haft
pikil áhrif á bandaríska framleiðendur og stjórn-
endur, og þær voru líka í tízku meðal mennta-
panna.
Áður en Mayer hitti Stiller, hringdi hann til
Victors Sjöström (sem kominn var til Holly-
rwood) til að heyra álit hans. Svarið var einn
hrifningar lofsöngur. Þegar Mayer kom því til
fupdar við sænska kvikmyndatökumanninn í íbúð
hans á Esplanade, bauð hann honum samning
með 1.500 dala byrjendalaunum á viku. 1 þetta
sinn byrjaði Stiller ekki iangdregnar samninga-
umræður um launin — ef til vill hefur hann
skilið að þarna væri maður, sem hann ekki gæti
ý'Jtfið um fingur sér. Hann setti þó eitt skilyrði;,
jvpn skyldi ganga að samningum, en því aðeins
að Metro-Goldwyn réði Gretu Garbo líka.
Hver er Greta Garbo? spurði Mayer og lét
^em hann hefði ekki séð hana í Gösta Berlings
sögu. „1 fyrsta lagi er hún fegurðardís af sér-
stakri manngerð, sem maður fær ekki tækifæri
til að hafa fyrir framan kvikmyndavélina nema
einu sinni á hundrað árum,“ svaraði Stiller. „I
öðru lagi er hún mikil leikkona, sem á eftir að
verða mesta leikkona heimsins.“ Meðan Stiller
æsti sig upp, hugsaði Mayer með sér að það væri
kannski ekki úr vegi að fá að líta á ungu stúlk-
una. Stillcr kallaði á hana og kynnti hana fyrir
Mayer. Áhugaleysi hans var nú engin uppgerð.
„Mayer leit varla á mig,“ sagði Greta mörgum
árum seinna. „Kannski gaf hann mér hornauga,
en ég held þó að hann hafi varla gert það. Hann
og Stiller komu sér saman um þetta allt.“ Til að
tryggja sér að Stiller skrifaði undir samninginn,
samþykkti Mayer að láta Gretu fá samning til
þriggja ára með 350 dala vikulaunum.
Greta var nokkrar vikur í Stockholmi og
sagði fjölskyldu sinni frá ráðagerðum sínum um
að fara til Ameríku. Hún hafði smám saman
fjarlægzt fólkið sitt síðan hún fór út í heiminn
með Stiller, en móðir hennar, sem alltaf kallaði
yngstu dóttur sína „Ketu“, grét þegar hún heyrði
að nú væri hún að fara að heiman fyrir fullt og
allt. Bróðir hennar og systir virtust miklu hrifn-
ari af fréttunum en Greta sjálf. Hún var aðeins
19 ára gömul og óörugg um sjálfa sig, og hún
hefði miklu heldur kosið að fá að halda áfram að
leita sér frama í Svíþjóð eða Þýzkalandi. Henni
fannst það hættuspil að fara til Ameríku jafn-
vel undir verndarvæng Stillers. Það jók á van-
trú hennar, að hún vissi að Stiller var sjálfur
dálítið efablandinn og hafði t. d. beðið lögftæð-
ing sinn um að athuga hvort hægt væri að
rjúfa samninginn við Metro-Goldwyn, ef í það
færi. Hann var að vísu ánægður við tilhugsun-
ina um hina fjárhagslegu möguleika, sem nú
(
jVH..........«iMi»«i»«i»n»»i»«mM«ni»»m»iii»«UMiMm«»i»»i*i«i««iiiMi»iir/^
I VEIZTU —? |
| 1.. Hvort vildirðu heldur eiga blett, sem :
| er 200 fet að ummáli eða hringmyud- :
affan blett, sem er 200 fet að ummáli? =
| 2. Hvað eru þeir fuglar kallaffir, sem H
i ekki yfirgefa átthaga sína?
: 3. Hver var eftirlætistómstundaiðja Lúð- \
viks 16. Frakkakonungs ?
I 4. Hvaða kvikmyndaleikari er það, sem :
var flugforingi í Heimsstyrjöldinni og =
hefur á friðartímum leyfi til farþega- |
flugs ? |
: 5. Hvers son var Sæmundur fróði ? Og I
hvað var hann gamall, þegar liann dó? \
i 6. Hverjir sverja Hyppocratesareiðinn ? :
: 7: Hvað er hæzta eldfjall í Evrópu?
I 8. Hvaða atburður 1453 varð þess aðal- :
lega valdandi að Ameríka fannst?
1 9. Hverjum birtist Gabriel erkiengill í =
Nazaret ? i
: 10. Gáta: Hver er sú fríða,
sem fyllir sig á holdi manna? i
Undan sér rekur hún |
eina þemu,
aftur og fram,
i ýmsa króka.
Bjá avffr 4 bls. 18.
| |
blöstu við honum, og eins yfir tækifærinu til að
gera Gretu að kvikmyndastjörnu á heimsmæli-
kvarða, eins og hann hafði dreymt um, en sam-
tímis liafði hann einhverja vantrú á þessu öllu
saman. Loks sagði hann Gretu, að hann ætlaði
að fara til New York og ákveða þar hvort þau
héldu áfram til Hollywood. Hjalmar Bergman,
góður vinur hans, skrifaði Victor Sjöström, að
Stiller væri „svo taugaóstyrkur, að hann gerir
mig næstum hræddan; ef hann lendir í einhverj-
um.erfiðleikum í New York, hugsa ég að taugar
hans þoli það ekki.“
Garbo og Stiller komu til New York með
Drottningholm 6. júlí 1925. Fyrsti erfiðleikinn
sem mætti þeim var hitinn. I sömu mund sem
skipið lagðist upp að hafnarbakka Sænsk-ame-
ríska skipafélagsins við endann á 57. götu þenn-
an sólríka mánudagsmorgun, byrjaði hitinn að
aukast. Um kvöldið var kominn 40 stiga hiti
og tvær manneskjur höfðu dáið úr honum. Þetta
var byrjunin á langvarandi hitabylgju, sem
Gretu og Stiller, sem voru vön svalara loftslagi,
fannst alveg óbærileg.
Mayer hafði falið einum af snjöllustu ungu aug-
lýsingamönnunum sínum, sem seinna varð einn
af fremstu lausbeisluðu blaðamönnunum í Holly-
wood, að sjá um móttöku þessara nýjustu inn-
flytjenda sinna. Þetta var meira og minna venju-
bundið verkefni, sagði Voight seinna, en það
hafði vissa erfiðleika í för með sér. Hann átti
að vekja áhuga blaðanna í New York á kvik-
myndastjórnanda, sem enginn hafði heyrt minnst
á í Ameríku, jafnvel þó hann væri þekktur í
Evrópu, og fyrir ungri, sænskri leikkonu, sem
enginn annar en Mayer sjálfur þekkti og varla
einu sinni hann. Voight braut heilann um þetta
og ákvað svo að fylgja gamalkunnri aðferð og
líkja þessari óþekktu sænsku stúlku við ameríska
kvikmyndaleikkonu af beztu tegund. Hann leit á
nokkrar myndir, sem sendar höfðu verið frá
Stockholmi, og ákvað að slá henni upp sem
„Normu Shearer Svíþjóðar". Hann æsti sig upp
í hrifningu, sem var næstum alltof mikil, og
hiingdi til allra ritstjóra blaðanna og stakk upp
á því að þau sendu fréttamenn og ljósmyndara,
til aö vera viðstaddir þennan einstæða atburð.
En það kom á daginn, að fyrir utan Voight
sjálfan komu aðeins einn sænskumælandi þjónn
frá Metro-Goldwyn og einn lausbeislaður blaða-
maður að nafni Jimmy Silo (sem hafði fengið
25 dala fyrirframgreiðslu fyrir ferðina), til að
taka á móti „Normu Shearer Svíþjóðar" og fylgd-
armanni hennar. Bæði voru þau fús til að láta
mynda sig og blaðamaðurinn tók fjórar myndir,
eina þar sem Stiller og Greta halla sér upp að
boröstokknum og þrjár af Gretu einni. Hún vildi
gjarnan halda áfram, en annað starf beið Jimmys
Silo og hann hafði aðeins tekið með sér fjórar
piötur. En til að valda þessari áköfu ungu stúlku
ekki vonbrigðum hélt Silo áfram að smella af
tómri myndavélinni á hana í tuttugu mínútur í
viðbót, þar sem hún sat á borðstokknum, veif-
aði Frelsisgyðjunni, og í öllum öðrum hugsan-
legum stellingum á skipsfjöl, sem honum duttu i
hug. Þegar það var búið, fylgdi Voight komu-
mönnum til Commodore hótelsins, þar sem Greta
4