Vikan


Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 8

Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 8
 S>ar sem Nadar sýndl sig ... ÞAR VAR LÍF í TUSKUNUM! eftir Geoffrey Roscommon AÐ er liðin heil öld síðan maður nokkur tók loftmyndir af París, sem eru svo afbragðsgóðar, að beztu nútíma ljós- myndarar mundu ekki skila betri vinnu! Hér var á ferðinni furðulegur Prakki að nafni Felix Tour- nachon, maður sem skaraði fram úr í bókstaflega öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, og sem lifði af hundruð ævintýra og svað- ilfara á landi og í lofti. Hann var fæddur í Lyons árið 1820, og frægð og frama ávann hann sér undir hinu óvenjulega gælu- nafni sínu, sem var Nadar. Felix hafði hug á að verða læknir, en vegna fátæktar varð hann að finna einhverja leið til að afla sér peninga samhliða náminu. Hann var sextán ára, þegar hann hóf næknisnámið, og um leið tókst honum að fá íhlaupavinnu sem fréttaritari við dagblað. ^kiiiiiiiiii»iiiiiHiiiiiiiiiiMiiiiiiiiii»iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii»iiiiiiiii»iiiiiiiifM»iiiiiiHiii*iiiiiMiiiiiiiiiiiiniiiiii»iiiiiiiii»iiii»iiiii*ii,'4 HÉR KEMUR HÚN AFTUR VTf) höfum áður birt mynd af Leslie Caron. En eins og góð saga er | É aldrei of oft sögð, er góð mypd af Eeslie naumast of oft birt. — | = Þessi kom fyrir skemmstu frá Metro-Goldwyn-Mayer, og er til- : I efnið það, að hjá því kvikmyndafélagi hefur unga stjaman fyrir I É skemmstu lokið við að leika fyrstu dramatisku rulluna sína; það | | er í myndinni „Gaby“. John Kerr leikur á móti henm'. ^iiiiimiiHiHHiiiHimfmHiiHHiimimmmmmmtHimiiMiHiiminiiHHiHiiiiiiiiimiiHmiHiHmmiHHHmiHimiiiiHiiitfi* Hann útskrifaðist úr læknaskólanum og fékk lækningaleyfi í París og Lyons, en ákvað skömmu seinna að gerast málari og skopteiknari. Samtímis gerðist hann einkaritari þingmanns nokkurs. En þetta var of ævintýrasnautt líf í augum hins hug- myndaríka Felix. Hann labbaði sig inn í ritstjómarskrifstofu eins dagblaðanna í París, og þegar hann gekk út, var hann búinn að láta ráða sig sem ritstjóra! Greinar sínar birti hann undir nafninu Nadar, og ekki leið á löngu þar til hann var orðinn einn af kunnustu blaðamönn- um Frakklands. f frístundum sínum teiknaði hann svo skop- myndir af ýmsum af kunnustu mönnum Evrópu, og svo skemmtilegar og óvenjulegar þóttu þær, að naumast var um annað meira talað. Bók skrifaði hann líka, sem samstundis varð metsölubók í Frakklandi og þýdd var á fjölda tungumála. Hún kom út í hvorki meira né minna en 600 útgáfum! Nadar hefði getað orðið forríkur á ritstörfum sínum, en 1848 braust byltingin út og hann gerðist einskonar skæruliði á götum Parísar. Borgarastyrjaldir geisuðu víða um Evrópu. Meðal annars voru Pólverjar að reyna að brjótast undan oki Rússa. Nadar gerði þeirra málstað að sínum málstað, skrifaði og teiknaði fyrir þá í áróðursskyni og reyndi að gerast sjálfboðaliði í pólsku þjóðfrelsishreyfingunni. Hann var handtekinn, en tókst að flýja og komast úr landi. En skömmu seinna var hann tekinn fastur í Þýzkalandi, þar sem honum var haldið í fangelsi mánuðum saman. Þegar honum var loks sleppt úr haldi, hélt hann aftur heim til Frakklands, og var nú staðráðinn í að beita sér af alefli gegn því, að Louis Napoleon prins yrði kjörinn forseti landsins. En Napoleon komst í valdastólinn, svo að Nadar þótti viss- ast að draga sig í hlé sem blaðamaður. „Til fjandans með alla pólitík," öskraði hann. „Framvegis mun ég fást við eitthvað skemmtilegra.“ Hann gerði sér lítið fyrir og gerðist myndasmiður. Hann opnaði ljósmyndastofu í París, og auðvitað leið ekki á löngu þar til hann var orðinn kunnasti og vinsælasti myndasmiður borgarinnar. Hann gerði ýmsar merkilegar uppgötvanir á sviði ljósmyndatækninnar og skaut keppinautum sínum langt aftur fyrir sig. En hann lét ekki þar við sitja. Hann varð líka fyrsti frétta- ljósmyndari Frakklands. Hann fór með myndavélar sínar víða um. París og komst allt inn í gömlu katakompurnar, þar sem hann tók óskaplega draugalegar myndir af skorpnuðum líkum og gulnuðum beinagrindum. Svo fékk hann áhuga á loftbelgjum og loftferðum. „En vind- urinn feykir flugmönnunum hvert sem honum sýnist," sagði hann óánægður. Allt um það, tók hann loftbelg á leigu og fór í reynsluferð yfir París. Hann flaug í 1600 feta hæð. Og þetta var söguleg flugferð. Nadar hékk lengst af hálfur út úr farþegakörfunni og tók myndir. Þannig voru fyrstu loftmyndir veraldar teknar fyrir einni öld. Alls fór hann í þrjátíu myndatökuferðir í loftbelg, en að því loknu gaf hann myndimar út í bók og samdi sjálfur textann við þær. Hann vakti athygli á því, að loftmyndir mundu verða s

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.