Vikan - 07.06.1956, Blaðsíða 10
GISSUR FÆR HRÖS HJÁ RASMÍNU
Rasmína: Þessi veggur er svo hrœðilega auður,
Gissur. Ég hugsa að hann yrði miklu betri ef við
hengdum stóra mynd á hann.
Rasmina: Nú veit ég hvað við gerum. Við skul-
um fœra þessa mynd yfir á hinn vegginn
Gissur: Ágœtt! Þá þarf ég ekki að kaupa nýja.
Rasmína: Gerðu þetta nú almennilega. Síðast
þegar þú reyndir að hengja upp mynd, fór allt
í handaskolum hjá þér.
Gissur: Hafðu engar áhyggjur af því. Myndin
verður komin á sinn stað, þegar þú kemur aftur.
Gissur: Þegar maður hlustar á Rasminu, er engu Gissur: N-o! Ég verð að fara varlega. Það er Gissur: tJff, þetta lítur ekki vel út! Ef ég geri
líkara en að ég kunni ekki neitt til verka. þó gott að Rasmína sér ekki til mín. gatið mikið stœrra, þá hylur myndin það ekki
einu sinni.
Gissur: Ég hef ekki heppnina með mér. Ef
Rasmína sér þetta, verður hún alveg æf. Nú dettur
mér rúð í hug. Ég hringi til vinar mins, smiðsins.
p---:——-- — ---------v
Gissur: Ég er hrœddur um að þið verðlð að
taka til hendinni, því Rasmina kemur heim eftir
nokkra klukkutíma.
Smiðurinn: Bara rólegur, Gissur. Þetta tekur
ekki langan tíma. Þú ert búinn að brjóta niður
nœstum allan pegginn.
Rasmina: N-ei gluggi! En hvað þetta er fállegt
útsýni. Það er miklu fallegra en nokkur mynd.
Hvernig datt þér annað eins snjallrœði i hug.
Gissur: Þessari hugmynd laust skyndilega niöur
í huga minn.
AÐ er sennilegt, að einhverstaðar í
Bretlandi liggi falinn poki með nærri
1100 þúsundum króna. Þessum peningum
var stolið úr banka einum í Coventry.
Maðurinn, sem þjófnaðinn framdi, er nú
að afplána fimm ára fangelsisdóm.
Hann tjáði lögreglunni, að hann hefði
afhent fjárkúgurum peningana, þegar er
hann hafði stolið þeim. Lögreglan trúir
honum ekki. Sennilegast finnst henni líka,
að hann hafi falið féð mjög nærri bank-
anum. Milljónin, hyggur hún, er varla í
meir en svosem tíu mílna fjarlægð frá
hinum réttu eigendum.
Þessi stórþjófnaður var framinn í fyrra
og 100,000 króna verðlaunum var heitið
fyrir upplýsingar, sem leiddu til þess að
peningarnir fyndust. En leitin hefur enn
engan árangur borið.
Það hverfur ótrúlega mikið fé árlega
í vasa glæpamanna. 1 Bretlandi einu sam-
an er stolið verðmætiun fyrir um 35
milljónir króna. Aðeins um tíundi hluti
þýfisins finnst, þótt obbinn af þjófunum
náist. Skartgripir eru teknir í sundur,
gull og silfur brætt úr þeim, smáseðlum
eytt. En þegar þjófarnir komast í veru-
lega feitt, verða þeir að fela þýfið.
Þeir vita, að ef þeir byrja að ausa fé
á báða bóga, hlýtur að falla á þá grunur.
Þeir verða nauðugir viljugir að geyma
þýfið og neita sér um stundarsakir að
minnsta kosti, um þann munað, sem þá
dreymir um. Stundum fer allt vel. En
stundum grípa forlögin allharkalega í
taumana.
Kannski hafnar þjófurinn í tukthúsinu
þrátt fyrir allt. Ef hann deyr þar, tekur
hann leyndarmálið með sér í gröfina. Tug-
þúsundir króna liggja faldar einhverstað-
ar úti á víðavangi og enginn veit hvar.
Þjófurinn kann líka að sita árum sam-
an í fangelsinu, og þegar hann loks er lát-
inn laus, getur hann ekki fundið nákvæm-
lega þann blett þar sem hann gróf þýfið.
Eða lögreglan kann að fylgjast svo gaum-
gæfilega með ferðum hans, að hann þor-
ir ekki fyrir silt litla líf að nálgast fjár-
sjóðinn.
Það kann að láta einkennilega í eyrum,
að maður, sem grafið hefur fjársjóð í
jörðu, muni ekki nákvæmlega nokkrum
árum seinna, hvar staðurinn er. Þó hefur
þetta svosem komið fyrir — og meir að
segja komið fyrir stálheiðarlega sóma-
menn.
Þegar heimsstyrjöldin síðari braust út,
þótti kappaksturskappanum Sir Mal-
colm Campell vissast að grafa hina verð-
mætu verðlaunagripi sína í jörðu. 1 stríðs-
lok gat hann ekki fundið þá, þótt þeir
væru grafnir á hans eigin landi. Hann
varð að fá lánaða sprengjuþreifara úr
stríðinu til léitarinnar.
Eitthvað svipað þessu kann að hafa far-
ið fyrir skartgripunum, sem bíræfnir
þjófar stálu frá þertoganum og hertoga-
frúnni af Windsor árið 1946. Þau voru
þá stödd í húsi einu í Sunningdale.
Þetta var einn stærsti skartgripaþjófn-
aður aldarinnar; þýfið var metið á tæpa
milljón króna. En þótt geisivíðtæk leit
væri gerð að því, bar hún gjörsamlega
engan árangur.
Scotland Yard hyggur, að þýfið liggi
óhreyft enn þann dag í dag. Lögreglan
er viss um, að njósnarar hennar væru
búnir að frétta það, df skartgripirnir
hefðu verið seldir, jafnvel sem brotasilf-
ur.
Eru mennirnir, sem stálu djásnunum,
komnir undir græna torfu? Eða fór fyrir
þeim eins og kappaksturmanninum, að
þeir týndu felustaðnum?
Sé svo, kunna Windsor-skartgripirnir
ekki að koma fram í dagsljósið fyrr en
eftir fimmtíu ár — eða þúsund.
Þannig fór fyrir silfurmununum, sem
stolið var úr húsi í nánd við Cardiff ár-
ið 1884. Þjófnaðurinn var löngu gleymd-
ur, þegar garðyrkjumaður sá glampa á
eitthvað í moldinni undir stóru eikartré.
Það var 40 árum síðar. Þetta ,,eitthvað“
reyndist vera kertastjaki. Undir honum
komu fagrir silfurdiskar í ljós — þeir
hinir sömu, eins og lögreglunni tókst að
sanna, sem stolið hafði verið 1884.
Árið 1942 var stolið póstpoka, sem var
fullur af ábyrgðarbréfum. Þjófnaðurinn
var framinn í þorpi í nánd við Colchester.
Pokinn fannst ekki. Svo liðu sex ár. Þá
fór fram viðgerð á ráðhúsi þorpsins. Und-
ir gólffjölunum fannst böggullinn. Og í
honum voru öll ábyrgðarbréfin!
I annálum lögreglunnar segir frá mörg-
um svipuðum atburðum. í grennd við
Liverpool var verið að breikka veg, þegar
skartgripir, sem stolið hafði verið fyrir
fimmtíu árum, fundust grafnir í jörðu.
Stundum vara þjófarnir sig ekki á því,
að jafnvel í fangelsunum hefur lögregl-
an sína njósnara. Þannig varð það ekki
alls fyrir löngu fanga einum að falli, að
hann lét orð falla um, að hann yrði ,,vel
fjáður“, þegar hann fengi lausn úr fang-
elsinu.
Lögreglan frétti þetta og fannst það
skrítið. Fanginn var fyrrverandi póstur og
hafði verið dæmdur fyrir að stela bréf-
um. En það sem gerði raup hans athygl-
isvert, var sú staðreynd, að innihald hinna
stolnu bréfa hafði verið heldur rýrt.
Lögreglan heimsótti aftur hús það, sem
hann hafði búið í, og gerði alveg óvenju
rækilega leit í því. Þegar leitarmennirnir
tóku til við garðinn, fundu þeir nokkra
sígarettukassa úr blikki. Þeir höfðu verið
grafnir í jörðu bak við verkfæraskúr. Og
í þeim voru demantar fyrir rösklega
300,000 krónur, sem stolið hafði verið úr
ábyrgðarpósti tveimur árum áður.
□APASTDKKAR
BRESKIR lögfræðingar vöktu nýverið
athygli á því, að í Bretlandi væri enn
hægt að dæma fólk í gapastokkinn. Það
hefur láðst að fella þessa refsingu úr
lögum, nema fyrir ölvun á almanna-
færi. Breskum dómurum er því full-
komlega leyfilegt að setja fólk í gapa-
stokkinn enn þann dag í dag, þótt þeirri
refsingu hafi raunar ekki verið beitt
það sem af er þessari öld.
Það eru til hundruð gamalta gapa-
stokka í þorpum og bæjum Bretlands
— svo að tækin eru með öðrum orðum
fyrir hendi.
BLESSAÐ
BARIMIÐ
Mamman: Ég œtla að vikta mig, Lilli.
Mamman: Æ, ég hef enga smápeninga í buddunni Lilli: Kannski hann sé í hinum buxnavas- Mamman: Hamingjan góða! Ég hef þyngzt um
minni. anum. Já, hérna er hann. átta pund. Þetta er alveg hrœðilegt.
Lilli: Ég held að ég eigi tuttuguogfimmeyring,
mamma.
Mamman: Já, góði minn. Við höfum borðað of mikið
að undanförnu, svo við þurfúm öll að grénnast.
ie
M