Vikan


Vikan - 30.10.1958, Side 3

Vikan - 30.10.1958, Side 3
til útlanda. Hann hefur alltaf reynst mér vel og stutt mig með ráði og dáð. En nú hef ég fengið heldur óhugnanlegar frétt- ir sem slógu mig svo heiftarlega að ég hélt ég mundi aldrei bíða þess bætur. Vinkona ein hringdi í mig og spurði mig hvort við hjónin ætluðum að skilja. Ég varð undrandi og neitaði því. Hún sagði mér þá umbúðalaust að hún hefði séð mann- inn minn á Hótel Borg með ungri stúlku og hefðu þau dansað saman og leiðst út á eftir. Þetta var einmitt á kvöldi sem maðurinn hafði sagzt ætla að vinna eftirvinnu og hann var eilítið slompaður þegar hann kom heim. Ég hef ekki þorað að minnst á þetta við mann- inn minn, mér finnst þetta svo ótrúlegt og fár- ánlegt en þó get ég aldrei bælt niður efasemdirn- ar hjá mér. 3£g tók þvi það ráð að skrifa þér, því ég hef séð að þú ert farin að gefa fólki leið- beiningar í þessum efnum. Ein hugsjúk. SVAR: Eitt lig'gur Ijóst fyrir. Þú verður að ganga úr skugga um að vinkona þín hafi rétt fyrir sér áður en þú gengur á manninn þinn. Það gœti sært hann djúpt ef þú ásakar hann saklaus- an. Fylgstu með breytni hans enn um stund og aðgœttu vel hvort orð vinkonunnar geti átt við rök að styðjast. Ef til vill er hún aðeins að reyna að koma á missœtti milli ykkar hjónanna. Ann- ars gleymirðu að geta þess í bréfinu hvemig kunningskap ykkar var varið. Það er mikilvægt atriði hvort hún er trygg vinkona þín eða laus- málga slaðurskjóða. BLOÐUNUM FLETT „Mikill voða skaði“ „Islendingar taplausir á fyrsta og öðru borði." Mbl. 16. okt. 1958. Hvers eiga bæirnir í Dölum að gjalda? „Niðurskurður á 3 bæjum í Dölum .. Visir 15. okt. 1958. Með sínu lagi. „Aftökur með kommúnistalagi." Vísir 15. okt. 1958. Var það furða? „Neitar upplýsingum varðandi ,,smyglið“.“ Mbl. 16. okt. 1958. Roðhænsnafélagsskapur „Félagið Alifuglinn. Fundur verður haldinn i Breiðfirðingabúð föstudaginn 17. okt. kl. 8. Fundarefni: 1. Eggjadreifingin . . .“ Augl. í Mbl. 16. okt. 1958. „Er nokkur furða þótt nautinu blöskri“ „La Traviata. Hin heimsfræga ópejrumynd sýnd kl. 7. Heiða og Pétur.!! tJr augl. í Vísi 15. okt. 1958. Væri ekki ráð að fá sporhundinn og Úlfar? „Kommúnisti í æruleit.“ Vísir 15. okt. 1958. Uppgötvun aldarinnar. „En áður hafði fundizt grunur um skemmdir í einum lungum. Mbl. 16. okt. 1958. Muntre musikanter. „ . . . draugarnir tónelskir." Vikan 11. sept. 1958. Félagsskapur um viðhald og þotueignir. „SAS og Svissair mynda félag um flugvéla- kaup og viðhald. Saman verða félögin næst- stærsti þotueigandi í heimi.“ Visir 15. okt. 1958. Hvað eru hámörkin mörg? „Barnsfæðingar hér í nýju hámarki í fyrra.“ Vísir 16. okt. 1958. Framhald á bls. 23. VIKAN ViHS/Ð UAGSÝN' kmfditi v Vefnaðarvara Tilbúinn fatnaður Skófatnaður VEFNAÐARVÖRU OG SKÓDEILD Skólavörðustíg 12 — Sími 12723.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.