Vikan


Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 5
LISTAKONAN ÖLÖF PÁLSDÚTTIR AÐ vakti að vonum mikla eftir- tekt og aðdáun, þegar það fréttist hingað til lands fyrir nokkrum árum, að ung listakona hefði fengið gull- verðlaun dönsku Listaakademíunnar. Listakonan er frú Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari. Hún hlaut verðlaunin fyrir högg- myndina „Sitjandi maður.“ Umsögn hinna þrjátíu og sex dómara var, að listaverkið væri „det mest modne“, hf þeim f jölda listaverka sem bárust. Ólöf hefur búið langdvölum er- lendis, en fluttist til Islands fyrir röskum þrem árum. Það er ekki oft, sem íslenzkur listamaður hlýtur eins frábæra dóma erlendis og frú Ólöf. Því hefur það vakiö réttmæta gagnrýni fjölda manns, að ríki og bær skuli enn ekki hafa keypt verlt af listakonunni. Hef- ur sjálfsagt oft verið minni ástæða til. Fréttakona Vikunnar leit inn til frú Ólafar fyrir nokkru og falaðist eftir smá viðtali um listferil hennar. Listakonan kvaðst fús til viðræðna, en bætti þó við: „Annars er ég hálf- hrædd að tala við blaðamenn. Það er nú einu sinni svona, maður getur ekki talað um listir við hve'rn sem er. Sérstaklega getur það verið erfitt við þann, sem maður hefur kannski aldrei hitt áður. Það getur orðið misskilningur á báða bóga. Ólöf Pálsdóttir er fædd í Reykja- vík 14. april 1920. Hún er dóttir hjónanna Hildar Stefánsdóttur, Jóns- sonar í Auðkúlu og Páls Ólafssonar, ræðismanns, Ólafssonar að Hjarðar- holti i Dölum. Hún er alin í Reykjavík, stundaði nám við Verzlunarskólann, en lauk ekki burtfararprófi, þar sem faðir hennar flutti ásamt fjölskyldu sinni af landi brott og gerðist ræðismað- ur Islands í Danmörku og Færeyj- um. Ólöf er gift Sigurði Bjarnasyni, ritstjóra og alþingismanni og eiga þau tveggja ára gamla dóttur. — Hvenær vaknaði hjá yður áhugi á höggmyndalist ? — Ja, það er eiginlega ómögulegt að segja neitt ákveðið um það. Ég býst við að mig hafi alltaf langað til að læra þetta og ég hafði alla tíð haft áhuga á listum. Það var hér heima sem ég fann þetta fyrst. Árið. 1942 minnir mig, Ég man svo vel eftir þessu. Það var að kvöld- lagi og ég var að skoða bók, sem fjallaði um höggmyndalist. Og — ja, ég veit ekki, hvernig ég get út- skýrt það. En allt i einu sló þessu niður í mig. Það var þetta, sem ég vildi. — Þér bjugguð lengi í Færeyjum. — Já, við vorum þar flest stríðs- árin. Afar sérkennilegur tími. Við vorum eitthvað svo lokuð frá öllu. Mér líkaði vel í Þórshöfn. Færeying- ar eru raunar afskaplega ólíkir Is- lendingum. Það var ekki mikið um félags- eða skemmtanalif þar þá. En samt hefur mér alltaf fundizt_ Þórshöfn meira lifandi borg en Reykjavík. Það er eitthvað í and- rúmsloftinu. Eitthvað, sem maður sltilur kannski ekki, fyrr en maður er farinn þaðan. Síðustu áratugi hafa orðið geysilegar breytingar á flestum sviðum í Færeyjum sjálfsagt ekki minin en hjá okkur. Og mér finnst Færeyingar standa okkur alveg jafn- hátt menningarlega séð. — Hvað viljið þér segja um utan- ferðir yðar? — Ég hef flækzt reiðinnar býsn. Farið námsferðir til Spánar, Egypta- lands, Italíu, Grikklands og Frakk- lands. Lengst hef ég verið í Dan- mörku. Fyrst var ég um tíma í Árósum, síðan fór ég til Kaup- mannahafnar og var fyrst á Fredriks Teknisk Skole, sem er eins konar undirbúningsskóli fyrir Kunstaka- demiuna. Þar var ég svo I nokkur ár. — Er nútíma höggmyndalist í Egyptalandi á háu stigi? — Nei, það finnst mér ekki. Það hafa margir kynnt sér forn egypska höggmyndalist. Maður lítur á þetta sem arf og finnst það jafnvel gefa listaverkunum meira gildi að þau eru flest nafnlaus. Mér finnst Egypt- ar nú á tímum vera alltof þröngir. Þeir eru bundnir við þetta gamla, hof og pýramída og hafa ekki fundið neinar nýjar leiðir. — Hverja teljið þér lengst komna í höggmyndalist nú? —■ Ætli það séu ekki Italir. Það eru nokkrir góðir þar, en samt eru þeir flestir undir áhrifum frá því gamla eins og Egyptar. Þeir hafa ekki fundið neitt, sem gefur meira en þetta gamla. Hjá Itölum er þró- unin hægari og heilbrigðari en til dæmis hjá Frökkum. Eg held þó að Frakkar séu opnari fyrir nýjum efn- um en Italir, en innbyrðis barátta listamanna er alltaf hörð og hefur þvingandi áhrif. Annars held ég nú að Itölum sé að fara aftur. Eg sá eina sýningu í Róm þar sem listaverk fylltu heilu göturnar. Og ég verð að segja að ég varð fyrir hræðilegum vonbrigð- um. Mér finnst ég aldrei hafa gengið um aðra eins auðn af ,,fínum“ verk- um. Það eru margir, sem leggja stund á listir. Gallinn er að áhuga vantar sorglega oft. Þeir vilja bara vera listamenn og hananú. Þeir nenna ekki að taka hlutina föstum tökum. Þeim liggur svo skelfilega mikið á viður- kenningu. Sjálf er ég hrifnust af gömlu Freskómálverkunum. Þau eru svo yndislega óbundin — svo frjáls. — Finnst yður þér hafa orðið fyrir áhrifum frá einhverjum sérstökum? — Nei, ég held ekki. Að minnsta kosti finn ég það þá ekki sjálf. Auð- vitað er maður stöðugt að verða fyr- ir áhrifum. Mér finnst enginn einn hafa haft svo mikil áhrif á mig, að ég hafi alveg tekið á móti honum. — Þér hafið tekið þátt í samsýn- ingum erlendis? — Já, í Kaupmannahöfn meðal annars Charlottenborg. Það var árið 1952. Það eru mörg þúsund manns, sem senda verk, en úr þeim eru val- in nokkur hundruð. Á þessa sýningu var tekið eitt eftir mig. Ég gerði mér ekki háar vonir. Var viss um að annaðhvort yrði ekkert minnzt á mig eða ég fengi í hæsta lagi skammir. Það fannst mér skárra. Morguninn eftir að sýningin var opnuð var ég vakin eldsnemma þegar hópur af félögum mínum kom til mín með fullt af blómum og færðu mér eintak af Politiken og Berlingske Tidende. Þeir voru allir steinhissa á að ég skyldi geta sofið um nóttina. Ég varð alveg orðlaus, þegar ég sá, hvað var skrif- að um mig. Þetta var stór viðburð- ur í lífi minu og mikil hvatning. Auk þessarar sýningar tók ég þátt í nokkrum öðrum í Danmörku. — Hafið þér selt eitthvað af lista- verkum yðar? — Hafið þér selt eitthvað af lista- verkum yðar? — Já, nokkur. Bæjarráðið í Ár- ósum keypti eina bronzstyttu eftir mig, þegar ég var á Kunstakademi- unni. Svo eru styttur eftir mig í Búnaðarbankanum og Verzlunarskól- anum. Auk þess keypti ítalskur mað- ur einu sinni af mér styttu. Það er ósköp þægilegt að vita verk eftir mann á góðum stað. — Þér hafið aldrei hallast að abstraktlist ? — Tja, ég hef að sjálfsögðu gert tilraunir og ég býst við að ég fari meira út í hana en hingað til. — Hvernig vinnið þér? Eruð þér til dæmis lengi með hverja mynd? — Nei, þegar ég er byrjuð, vinn ég hratt og stöðugt. Síðan geta líka liðið vikur án þess að ég geri neitt. — Hafið þér fyrirmyndir að verk- um yðar? — Það er misjafnt. Eg byrja oft með fyrirmynd, en held svo áfram án hennar, þegar ég er komin af stað. Þér hafið ekki haldið sjálfstæða sýningu hér heima? — Nei, það hef ég ekki gert. Fyrst og fremst vegna þess að ég vinn ekki með það fyrir augum að halda sýn- ingu og svo finnst mér ég aldrei vera tilbúin. Og mér finnst aldrei hægt að fullgera neitt. Það má allt- af finna eitthvað nýtt, þótt verkið virðist búið. En ég hef tekið þátt í sýningum með öðrum hér heima. — Vinnið þér að einhverju núna? — Nei, ekki nema þá í höfðinu. Og ég hef unnið skammarlega lítið upp á síðkastið. Það er hvergi, sem ég hef þurft að vera eins lengi og hér til að geta byrjað fyrir alvöru. — Hvað viljið þér nú segja um islenzka listamenn hérlendis, al- mennt? — Já, það er undarlegt með Is- lendinga. Þeir hefja upp til vegs og virðingar kornunga listamenn. Það er prýðilegt ef sjení fæðast öðru hverju, en ef nokkuð er til, sem drepur hæfileikana eru það slík við- b'.’ögð og hér. Það er rokið upp til handa og fóta og málverk keypt af þeim fyrir tugi þúsunda. Svona til- stand með kornunga menn, sem fæstir hafa enn fundið sjálfa sig er VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.