Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 10
HÚSGÖGN
HÍBÝLA-
PRÝÐI
^etta smekklega rúm er bæði smíðað ein- og tvíbreitt. Ef það er tvibreitt er venjulega
hægt að skipta þvf í tvennt, ef slettast skyldi npp á samkomulagið hjá lijónakornunum.
Hér er svefnherbergi, sem fullnægir ýtrustu kröfum um glæsileik,
þægindi og einfaldleik. Klæðaskápar eru nýtízkuiegir og skemmtilegir.
Enskt eikarrúm frá 17. öld með 4 súlum. Slík rúm,
var hægt að draga tjöld fyrir, og vorn þau mjög
algeng i Englandi á þessum tima. Allskonar rðsa-
flúr og útskurður hafa sýnilega þótt til prýði.
Glæsilegt en einfalt svefnherbergi með þægilegum spegli handa
konunni og smekklegum náttborðum.
Þetta glæsilega svefnherbergi, sem hefur verið verðlaunað í eins-
konar „svefnherbergjasamkeppni“ kostar aðeins tæp 600 þýzk mörk
og ætti þvi ekki að þurfa að kosta nema 5—7 þúsund ísl. krónur.
10
VIKAN