Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 13
^STJÚRJVUSJPA v
26/2 27/2 28/2 1/3 2/3 3/3 4/3
Hrúts- oa merkið 21. marz—20. apr. Þú færð kynlega heimsókn, sem get- ur komið þér bæði vel og illa. Maður nokkur kemur þér í slæmt skap út af ómerki- legu máli, sem þú hefur haft afskipti Legðu meira að að þér til að ná takmarki, sem þú hefur keppt að og þá mun það takast. Þú ættir ekki að binda þig of mikið við þröngt svið, það yrði of takmarkað. Láttu ekki stjórn- ast um of af geð- sveiflum, sem grípa þig annað veifið. Gerðu minna úr yfirsjónum annarra og líttu frekar í eigin barrn. Maður nokkur kemur að máli við þig og leggur fyrir þig vandamál, sem þú ættir að leysa.
Nauts- merkið 21. apr.— -21. maí Óttastu ekki konu, sem hefur verið þér hjálpsöm, þótt illar tungur reyni að spilla fyrir. Komdu í veg fyrir, að nánum vini þín- um verði gerður grikkur. Vertu á verði. Haltu tilfinningum þínum í skefjum í skiptum við mann, sem hefur reynzt þér vel. Ef þú notar þér að- stöðu þína til hins ýtransta, ættir þú að verða heppinn í dag. Vertu gætinn í fjármálum. Nokkur heimilisvandfæði, aðallega fjárhags- leg. Þú ferð of geyst í hlutina. Taktu líf- inu með ró á þess- um degi og vel mun ganga. Farðu að ráðum þér eldri manns og þá mun þér að öllum líkindum hlotnast happ.
Tvíbura- merkið 22. maí— -23. júní Hafðu nánar gætur á framferði mans, sem virðist huga á illt í þinn garð. Láttu ófarir ann- arra þér að kenn ingu verða og hættu þér ekki út á vafasama braut. Sýndu meiri still- ingu, þegar að þér verður veitzt, held- ur en þú gerðir í gær. Komdufram af ör- yggi, ef á bjátar, en fumaðu ekki og taktu strax til starfa. Hagstæður dagur^ verzlunarmönnum og iðnaðarfólki, en getur verið erfiður menntamönnum. Þú hefur of marga góða kosti, og ætt- ir að gæta þín bet- ur í kurteisri framkomu. Láttu ekki á þig fá, þótt einhverjir erf- iðleikar séu yfir- vofandi. Allt fer vel.
Krabba- merkið 22. júní— -23. júlí Þú hefur of sterka tilhneygingu til að gera of lítið úr fólki eftir fyrstu kynni. Pú ættir að nota tímann betur til að undirbúa þig undir framtíðina. Hegðaðu þér vel gagnvart konu, sem leitar aðstoðar þinnar í vanda sín- um. 3?ú ert full met- orðagjarn. Að minnst kosti ættir þú að reyna að láta minna á Því bera. Láttu ekki staðar numið, þótt þú haf- ir náð settu tak- marki, en reyndu að vinna vel. í>ú eyðir tíma þín- um um of í ti 1— gangslaust fokk. Taktu þér eitthvað hagnýtt fyrir hend- Ef þú hlýðir skyn- samlegum ráðlegg- ingum vinar þíns mun þér vegna vel.
Ljóns- merkið 24. júlí- -28. ág. Komdu I veg fyrir óhæfuverk, sem til stendur að vinna einum kunningja þínum. Þú tekur daglegum framförum í verk- efni, sem þú hefur- lagt stund á undan- farið. Góðar horfur í máli, sem þú hefur unnið mikið að síð- an í nóvember. Leitaðu fyrir þér um starf, sem hent- ar þér, en láttu ekki hafa þig að ginningarfífli. Hagstæður dagur í ferðalögum og flutningum. Slæm tíðindi frá ættingj- um. Reyndu að skipu- leggja starf þitt betur, annars get- ur farið illa. Hafðu vinsamlega samvinnu við mann, sem lengi hefur leitað lags við þig.
Meyjar- merkið 24. ág.— 23. sept. I>ér býðst gott tækifæri, sem þú ættir ekki að hika við að taka sam- stundis. Farðu varlega í sakirnar, þegar þú áfellist mann, sem hefur gert þér gott. Hagnýttu þér út í yztu æsar hæfileika þína á sérstöku sviði, sem þú hef- ur lagt rækt við. íteyndu að vera eðlilegir í fram- komu og sýnast ekki meiri en þú ert maður fyrir. Þér býðst auðveld leið til fjár, en reyndu umfram allt að sneiða frá því. I>ér heppnast vel við starf þitt og hlýtur mikla við- urkenningu að launum. Stilltu skap þitt. þegar þú hittir mann, sem þú hef- ur haft mikið gagn af.
Vogar- merkið 24. sept.- —23. okt. Þfir verður senni- lega falið verk, og mikið riður á að þú leysir það vel af hendi. Komdu ekki upp um þig með til- gangslausu málæði. Getur komið sér iila Gerðu vel við mann, sem er mjög illa kominn og leit- ar á náðir þínar. Gerðu ekki of lítið úr hæfileikum vin- ar þíns, sem getur reynzt þér vel. Dagurinn reynist sennilega mjög ör- lagaríkur og þú tekur mikilvæga á- kvörðun. I>ú munt eiga í nokkrum erfiðleik- um, en tekst von- andi að yfirstíga þá. Nokkur breyting verður á heimilis- ástæðum þínum. Vertu varkár.
Dreka merkið 24. okt.— -22. nóv. Ættingi sennilega orðið fyrir slysi. Hagstæður dagur að öðru leyti. Taktu óvæntum tíðindum, sem þér berast með stillingu. Notaðu gullið tækifæri, sem þér býðst, en gættu samt fyllsta vel- sæmis. Hlýddu annarra ráðum og gættu þín á manni, sem vill þér í meðallagi vel. Húsbændur þínir eða nánir aðstand- endur veita þér óvæntan heiður. Góðar fjárhags- horfurur. Mjög happasæll dagur fyrir húsmæður og vinnukonur. Iskyggiiegir erfið- leikar yfirvofandi. Reyndu að sýna meira þolgæði.
Bog' ^ maðurinn . -Jf¥J 23. nóv.—21. des. Vertu viðbúinn miklum tíðindum. Getur skipt mjög miklu fyrir alla framtíð þína. Farðu gætilega og legðu ekki of hart að þér eins og und- anfarna daga. Þú gefur þig um of tilfinningum þínum og ástríðum á vald. Vertu skynsamur. Gættu þ.n vandlega fyrir manni, sem reynir að hafa ill áhrif á þína nán- ustu. Rífðu þig upp úr heímspekilegum vangaveltum og taktu til starfa þegar. Dagur mikilla anna; annars engir sérstakir atburðir í nánd. Fyrri hluti dags hagstæður, en get- ur brugðið til beggja vona seinni hlutann.
Geitar- merkið 22. des,- -20. jan. Gerðu þér grein fyrir takmörkunum þínum og færstu ekki of mikið í fang. Starf þitt í dag, getur reynzt mörgum óviðkom- andi mjög mikil- vægt. Þú þarfnast að- stoðar, en veigar þér við að leita hennar og hefur verra af. Vinur reynir að gera vel við þig og ættir þú ekki að láta stoltið hlaupa með þig í gönur. Þú verður að leita læknis við alvar- legum sjúkdómi, sem lengi hefur þjáð þig. Vertu raunsærri og hugrakkari og þá fer allt að líkind- um vel. Ef þú stenzt freist- ingu, sem fyrir þig verður lögð, fer mjög vel.
Vatns- berinn 21. jan.— iHu -19. febr. Mikilvægt, að rök- rétt hugsun og ró- leg yfirvegun ráði athöfnum þínum í dag. Dreifðu kröftum þínum ekki um of, en kepptu meira að ákveðnu marki. Frábær þekking þín á ákveðnu mál- efni, mun færa þér vinsældir. Sýndu meiri samn- ingslipurð í við- skiptum við mann, sem þú hittir og þá fer vel. örlagaríkur dag- ur. Mikilvægt að fresta ekki ákvörð- unum til morguns. E3f þú ert starfs- samur og ötull, mun dagurinn bera margt gott í skauti sínu. 3>ér mun ganga vel í dag og ekkert sérstakt virðist koma fyrir. r
Fiska- merkið 20. febr.— -20. marz Dagur hugkvæmra og framsækinna manna. Láttu ekk- ert tækifæri ónot- að. Fremur slæmur dagur, þó þarf það ekki, ef þú hefur gætur á vini þín- um. Reyndu að læra af reynslu annarra og losnaðu úr slæmum félagsskap. Þú hefur mikla raun af atviki, sem gerðist fyrir löngu og rifjast upp í dag. Farðu liægt og gætilega og taktu ekki fljótráðnar á- kvarðanir. Hætta hefur vofað yfir nánum ætt- ingja, en þú átt mikinn þátt í far sælli lausn. Fórnfýsi og ósér- plægni kemur þér að mjög góðum notum á þessum degi.
Kynlegur arfur
Framhald af bls. 21.
Babin ljómaði allur, og- það vottaði fyrir
vinsemd í brosi hans. Hann stóð á fætur.
„Farið að ráðum mínum, maður minn. Farið
til Plantel. Eða, ef yður finnst hægara, getið
þér skrifað honum bréf. Segið honum, að yður
langi í ferðalag með konu yðar, og biðjið hann
að sinna fyrirtæki yðar á meðan. Þetta er eina
leiðin til þess að bjarga frú Colette — ef maður
gerir þá ráð fyrir, að henni sé bjargandi.
„En ég er ekki viss um hvað kom fyrir, og ef
til vill hefur þetta allt verið tilviljun ein. Til
dæmis var það slysni, að frú Sauvaget tók inn
eitur til þess að storka manni sínum, slysni,
sem þeir færðu sér í nyt — ef til vill nokkuð
fljótt, sem vopn gegn yður.“
„Hvað eigið þér við?“
„Ekkert. Þegar hrært er í leðjunni á tjarnar-
botni, er aldrei að vita, hvað kann að koma
upp á yfirborðið. Það kemur mér ekki á óvart,
þótt sumt fólk, sem ég kannast við, sé orðið
óþolinmótt. Eitt eiturmál var vatn á myllu þeirra.
Og síðan annað. Hver veit hvar þetta endar?
En þar sem almenningsálitið hefur þegar kveðið
upp þann úrskurð, að það hafi verið frú Colette,
verður hún líklega að gjalda þess, jafnvel þótt
saklaus sé. 1 guðanna bænum reynið ekki að
komast að hulinni meiningu í orðum minum.
„Samlagið — og við getum eins vel viðurkennt
tilveru Samlagsins — var hrætt við frænda yðar.
Og Samlagið hélt, að allt léki í lyndi, þegar
nítján ára snáði birtist skyndilega — bróður-
sonurinn, sem loks var fundinn.
„Ég horfði á þá kútveltast hvern um annan,
þegar þeir voru að reyna að koma sér í mjúk-
inn hjá yður, og mér var sannarlega skemmt.
Og mig langaði til þess að hylla yður með
húrrahrópi, þegar þér visuðuð þeim á bug.
„Þetta var ósköp sakleysislegt — en aðeins
stutta stund. Nú er þetta orðið alvarlegt. Einhver
myrti Octave Mauvoisin, og þér getið reitt yður
á það, að ég veit ekki meira um morðingjann
en þér sjálfur.
„En nú er allt i báli og brandi. Þegar farið er
að slást í kaffihúsi, er þess ekki lengi að bíða
að flöskur fljúgi um salinn, og eina hugsun manns
er að bjarga konum og börnum út!“
„Eigið þér við frú Colette ?“
„Frú Colette og krakkann, sem þér eruð ný-
giftur. Einnig á ég við yður. Hvað gagnar það
fyrir yður, maður minn, að streitast við? Þér
munuð aldrei fá að vita neitt. Þegar þér verðið
fyrir byltunni, munuð þér aldrei komast að því,
hver brá yður. Hana! Þér getið gert hvað sem
þér viljið. Farið aftur til konu yðar, sem biður
eflaust eftir yður . . . og hugsið um þetta.‘
Framhald í nœsta blaði.
VIKAN
13