Vikan


Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 14
Þeir verða alltal karlar blessaðir! HANN liggui'. i í’úminu og vorkennir sjálfum sér, svo sem er vani karlmanna þegar þeir liggja veikir. Svipur hans er þungbúinn og þreytulegur og hann starir á vegginn. Á borSi hans liggur hlaði af spennandi bókum og pakki með súkkulaði, en hann les ekki bækurnar né heldur gæðir hann sér á súkkulaðinu. Hann er alls ekki ánægðui- með tilveruna. Svo opnast dyrnar og inn kemur indæl hjúkr- unarkona. Sjúklinguiinn lifnar allur við, hann brosir út að eyrum, með glampa í augum, og ef hann þjáist af of lágum blóðþrýsting, hækkar hann í normalt. Hann hefur hið mesta yndi af því að láta hana „dedúa" við sig, laga koddann og lakið, opna glugga gefa honum kalt vatn að drekka, og fleira margt, og þegar svo læknir- inn kemur á stofugang, hittir hann fyrir sér lífs- Frá heimavist stúlknanna. glaðan sjúkling með hraustlegan litarhátt. Þegar sjúklingurinn er aftur einn, liggur hann kyrr í rúminu og brosir við veggfóðrinu. HEFUR þú áhuga á því að rabba við hóp af fögrum meyjum, spyr ritstjórinn mig dag nokkurn. Ég er kominn í frakkann og búinn að hringja á bíl, þegar hann heldur áfram. -— Farðu í stutta heimsókn til Hjúkrunarkvennaskóla Is- lands. Og þó að ég skrifi stuttlega um heimsókn mína, er bezt að segja hverja sögu eins og hún gengur, ég dvaldist lengi dags hjá námsmeyj- um skólans mér til ánægju, rabbaði við þær um sitthvað, og þótti leitt þegar tími var kominn fyrir mig að fara. SKÓLASTJÓRINN, Þorbjörg Jónsdóttir er í dyrum skólans, þegar við rennum í hlað. — Kemur illur þá um er rætt, segir hún þegar við göngum inn um dyrnar á hinu nýja húsi sem skólinn hefur til umráða. Og hún tekur okkur með sér, upp á fyrstu hseð og opnar dyr og við komum inn í lítið herbergi. Þar sitja all margar ungar stúlkur og rabba við Dr. Brodda Jóhannesson, sem hefur nýlokið kenslustund. Stúlkurnar horfa fremur illu auga á ljósmyndarann þegar hann myndar þær, því þær hafa ekki tima til þess að snyrta sig, en við teljum að þess sé ekki þörf, því þær eru hver annari laglegri í hjúkrunarnemabúningnum sín- um. Við erum farnir að kunna rétt vel við okkur hjá þeim, þegar skólastjórinn dregur okkur með sér til þess að sýna okkur herbergin, sem stúlk- urnar hafa til umráða. Þær, sem stunda nám í skólanum, búa þar í einmanns herbergjum. Þau eru öll jafn stór, ágætlega snyrtileg og búin hús- gögnum sem skólinn leggur til, rúmi, skrifborði og stól, litlu reykborði og bókáhillu og loks er í herbergjunum innbyggður skápur. Þegar við göngum um gangana og skoðum herbergin, kom- um við að litlu eldhúsi. Þar eru ótal tölusettar skúffur og hefur hver stúlka sína skúffu og geymir þar kaffiskammtinn sinn, sem skólinn leggur til og ýmislegt bakkelsi, og það sitja þrjár í keniislustund. stúlkur yfir molasopa. Við komum i dyrnar og heilsum þeim, og þeim bregður svo við komu karlmanna inn i eldhúsið, að kaffið sýður upp úr, við mikinn fögnuð þeirra ágætu nemenda sem fylgja okkur um húsakynnin ásamt með skólastjóranum. OG svo er farið að tala um Sölku. Við vitum ekki hver hún er, svo að stúlkurnar vilja endílega kynna okkur fyrir henni, og við förum að hitta Sölku. Hún liggur í rúmi i æfingasalnum. Hún er föl á vanga og tekin og við höldum að manneskjan sé alveg dauðvona. Okkur er sagt, að Salka geri ekkert annað en liggja i rúminu, enda er hún æfingadúkka skól- 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.