Vikan


Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 9
SCANIA-VABIS bátavélar eru léttbyggðar dieselvélar, viðurkenndar fyrir gangöryggi og sparneytni. Kynnið yður kosti SCANIA-VABIS bátavéla áður en þér festið kaup annars staðar. ÍSARN H.F. Tjarnargötu 16 — Reykjavík — Sími 17270 FORSAGA: * Julie de Carneilhan er glœsileg kona, fertug aS aldri, af tignum ættum og var gift aðaismanni. Þau skildu og hann gifti sig aftur til fjár og gerðist umsvifamikill á stjórnmálasviðinu. Júlía tekur fullan þátt i samkvæmislifi Parísarborgar, hún á sér ung- an og ríkan elskhuga en endurgeldur ekki ást hans, i leynum hugsans elskar hún ennþá fyrrverandi eiginmann sinn og hann er henni siður en svo frábitinn. En örlögin spinna lífsþræði þeirra á ýmsa vegu. Júlia á í fórum sinum skuldaviðurkenningu frá fyrrverandi manni sinum upp á eina milljón og á í harðri baráttu við sjálfa sig hvort hún eigi að kref j- ast fjárins, því hún er fátæk og hefur varla í sig og á. það hana á pakkann, sem troðinn hafði verið út með hvítum pappír. Hún var í senn máttvana og æst. — Ég fer ekki. Nei; ég skal ekki fara! Þessi ferð er beinlínis ekki fyrir kon á mínum aldri. Ekkert hafði heldur verið fast- ákveðið. Herbert hefur oft hagað sér þannig, og ef til vill sendir hann einmitt eftir mér í dag, eöa jafnvel kemur hann hingað. Ég vil ekki fara. Ég ætla ekki að fara! Hún hallaði sér fram á handriðið á svölunum og sá fyrir neðan sig skuggalegan hóp, tvær söðlaðar hryssur, áburðarklár og tvo menn, sem voru að sinna hestunum. Hún andaði að sér röku morgunloftinu, ilminum frá vafningsviðn- um og hinni ólýsanlegu angan af röku loftinu. Þetta fékk á hana. En svalt, hugsaði hún. Eins og ilmur af fersku vatni. Særður og síbreytileg- ur andi hennar hvarflaði að ferðinni og söng með sjálfum sér söngva, sem sungnir eru undir hljóðfalli hófataks; og tók í tauminn hjá læk einum innan um hávaxin trén. Hryssurnar myndu tvístíga á áningarstað og skjóta snoppunni nið- ur í rennandi vatnið. — Það má járna La Crosse og Tulliu hvar sem er við veginn, en Léon hefur vafalaust komið með að minnsta kosti fjögur pör af dansskóm handa Hirondelle. Ég spurði ekki Gayant hvort hann hefði tekið með hrossa- kambinn og hófajárnið. En Gayant gleymir aldrei neinu. Julie settist á óbúið rúmið. Það myndi aldrei framar standa Coco Vatard til boða. Hvað var það nú sem þessi kjarnyrti maður sagði? Ó, já! Að hann óttaðist, að ég væri kona lífs hans. Jæja, það var ekki fjarri lagi. Hann sagði ekki, að ég væri eina ástin hans; hann lét greini- lega i það skina; hann sagði að ég væri kona lífs hans. Vatard mun eignast margar frillur, og a. m. k. eina eiginkonu. Sérhver þeirra mun opna nýtt sár, kvíðasár, sem þær hafa sjálfar ekki veitt. Ég mun jafna mig eftir þetta með Herbert, held ég. Og ef til vill mun annar maður, ekki Herbert, særa mig á ný. En ég mun alltaf leita huggunar i þessum bölvaða „Manni lífs míns.“ Henni fannst hún hafa hugsað lengi, en þegar bróðir hennar kom upp stigann, var dagsskíman enn ekki farin að gægjast yfir skólann handan við götuna tii þess að mála vafningsviðinn á veggnum grænan. 1 stað þess að hringja, bankaði Léon þrisvar, nokkuð harkalega á hurðina. Þetta hljóð vakti Julie aftur til vitundar og kom henni enn úr jafnvægi. Ég vil ekki fara! Ég skal ekki fara! Ég ætla að segja Léon, að ég geti þvi miður ekki farið. Ég er enn sjálfs mín herra! Þegar Léon kom inn, ygldi hún sig og ávarp- aði hann á þennan kröftuga hátt, sem var orð- inn henni eiginlegur gagnvart honum. eftir COLETTE „Hvað í ósköpunum varstu að gera þarna niðri, allan þennan tíma?“ ,Og hver heldurðu að eigi að gyrða hestana? Og taktu saman föggurnar? Þar á meðal skjóður þinar og töskur. Gayant gleymir aldrei neinu, en hann kann ekki tökin á slíku. Ef ég hefði ekki augun með öllu, myndi þessi ferð fara al- gerlega út um þúfur.“ Léon hafði, eins og Julie, látið rauðleitar auga- brúnirnar síga. Hann róaðist, þegar hann virti fyrir sér systur sína. „Þessi fatnaður fer þér enn vel, en guð einn veit, að mér hefur aldrei geðjazt að því að sjá lconur riða klofvega.“ Julie langaði til þess að endurgjalda honum gullhamrana. Hann var klæddur fötum úr sterku efni, ryðlitu, eins og eigandinn. Fötin voru orðin máð um axlirnar, gróft, þétt hár hans var farið að grána í hvirfíinum, og enni hans var meira sólbrennt en innfallin gagnaugun. Barkakýlið gekk upp og niður, þegar hann gleypti í sig úr kaffibollanum. „Eigum við þá að fara niður?“ Það kom glampi i blá augu Julie. „Heyrðu, Léon. Ég vil . . . ég vil helzt ekki fara. Mér líður ekki sem bezt í dag . . .“ Hann greip fram í fyrir henni og gekk eitt skref í áttina til hennar. „Er þetta satt eða ósatt?“ Hún tók á öllum sínum kröftum og viðurkenndi karlmannlega: „Það er ekki satt. Mig langaði til þess . . . til þess að verða eftir í nokkra daga, til þess að . . . til þess að verða . . . til hæfis.“ Léon leit á óbúið rúmið og síðan aftur á Julie. „Áttu við Espivant?" Hún skalf við tilhugsunina. „Nei, nei. Hvernig geturðu látið þér detta slíkt í hug!“ Síðan hló hún og hrópaði stolt: „Ó, elskan min, þú hefur ekkert ímyndunarafl. Eða þá of mikið.“ Hún leit niður fyrir sig og reyndi að sýnast feimin. „Aumingja Coco litli. Hann er svo vænn.“ Skyndilega virtist hún skipta um skoðun, og tók nú að leita i vösum sinum. „Hérna, losaðu mig við þetta. Settu það í brjóstvasann." Hún rétti honum helminginn af seðlunum. „Hvað er nú þetta?" „Fimmtíu þúsund. Geymdu þá, meðan við er- um á leiðinni. Aumingja Becker gamli, ótrúlegt en satt. Hann sendi mér þetta i tilefni af sex- txu ára afmælisdegi sinum." Léon handlék seðlana varfærnislega, fullur vantrúar." „Aumingja Becker gamli. Aumingja Coco litii. Það er eins og þú umgangist ekki aðra en dýrl- inga og píslarvotta. Espivant verður brátt orðinn að erkiengli." Julie andvai-paði í uppgjöf. „Eigum við þá að fara, Léon, eða ekki? Við megum ekki sóa tímanum." Það var þegar tekið að roða í austri. Andlit Julie birtist í speglinum, fölt og tekið. ,,Ó!“ hrópaði hún. „Kvað er nú að?“ Hún benti á spegilmynd sína. „Ég held, að þetta verði of erfitt fyrir mig, Léon. Ég tolli ekki á hestinum alla leið. Ég svaf ekkert í nótt, ég er ekki í æfingu, ég . . ." Hún sneri sér frá honum og vætti augnhárin. Bróðir hennar greip um olnboga hennar og þving- aði hana til þess að snúa sér að honum. „Ótta- legur erkikjáni geturðu verið! Þú veizt, hvað Tullia gamla er þýð. Veslings Tullia gamla og hinar fögi’u leifar Hirondelle minnar, La Grosse dregur svo vagnskrípið og Gayant er klæddur eins og trúður. Viltu ekki koma, vegna þess að þú skammast þín fyrir að slást í för með svona tötrumklæddum vesalingum?“ Hún lagði hendurnar á axlir hans og hló og grét i senn. „Nei, nei, nei. Auðvitað ekki, ég skammast mín alls ekki. Líttu á buxurnar minar, þær eru mölétnar! Áttu enn sömu kerruna?" ,,Þú mátt ekki halda, að ég hafi keypt nýja handa Gayant. Auðvitað er það garnla kerran. Og það er ekki málningarsletta eftir á henni. Hún er öll að flosna upp eins og gamalt tré. En hún skröltir enn, og gúmmíhjólin undir henni eru enn heil. Þegar þú verður þreytt, geturðu sezt upp í kerruna og látið Gayant ríða Tulliu." Julie leit framan í rauðbirkið andlitið og blá augun, sem voru smátt og smátt að missa sína gömlu festu. „Þá verð ég þi'eytt," sagði hún sorgmædd. „Sérðu bara, þú segir sjálfur, að ég verði þreytt!" „Ég skal ekki bölva mér upp á það,“ sagði Léon og hristi höfuðið. „En ég ráðlegg þér það bara. Vertu þreytt. Komdu nú, við skulum halda af stað. Við skulum elcki vera með neina sýnd- armennsku lengur. Ég er með allt sem ég á í eigu minni. Ég sé, að þú tekur með þér allar þínar eigur. Skildu ekkert eftir. Ferðin til Carn- eilhan verður ekki farin aftur. Getur þú ekki tekiö undir það?“ Hann herti að sér leðurbeltið, til þess að forð- ast það, að hann sýndist vera að bíða eftir svari. En Julie svaraði eklri. „Komdu nú, Julie." Framh. á bls. 18 VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.