Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 6
PISSUBÖRN
Hvenœr verður
barnið þurrt?
Flestum mæðrum er það metn-
aðarmál, að barnið verði þurrt á
eðlileg'um aldri. Þær taka það sem
merki um góðan líkamlegan og
sálrænan þroska. Það léttir líka
heimilisstörfin; þvotturinn minnk-
ar, húsgögn og gólfteppi fá sjaldn-
ar á sig óvænta bleytu, og barnið
losnar við afrifur og óværð.
Hreinlætið er fyrsta afrek barns-
ins í þágu siðmenningarinnar og
veitir því mikilvæga staðfestingu
á heilbrigðu sjálftrausti sínu.
Þannig virðist allt styðja að því,
að vel takist að venja barnið á
þrifnað. Samt ber sú viðleitni
mjög misjafnan árangur. Heil-
brigð börn og bráðþroska verða
þurr 2—3 ára gömul, hin þroska
minjij væta sig fram um 4—5
ára aldur, en allf jölmennur hópur
10—12 ára barna vætir sig enn
þá, og það eru ekki einsdæmi að
fólki eigi við þetta böl að stríða
fram á gjafvaxta aldur. Þessum
afbrigðum fylgja óskaplegir erf-
iðleikar fyrir móður barnsins,
sem verður að sjá um hreinlætið.
Enn alvarlegri er þó blygðun
barnsins sjálfs; smátt og smátt
glatar það sjálfstrausti sínu og
sjálfsvirðingu.
Þvaglát er einn þeirra sjúk-
dóma, sem almenningur telur
rýra manndóm sjúklingsins. Hinn
sífelldi þvottur, sem þvagsjúkling-
urinn veldur, verður eins konar
auglýsing um böl og smán fjöl-
skyldunnar. Líðan barnsins er
ægileg, eins og það væri undir,
fargi; yfir það rignir ávítunum
og áminningum foreldra og háð-
glósum nágranna og félaga. Há-
marki sínu nær vanlíðan barns-
ins, þegar vitneskjan um ágalla
þess berst til skólans. Þá fær það
óspart að kenna á þeirri grimmd,
sem börnum og unglingum er
eiginleg gagnvart ávirðingum og
lýtum annarra. Aðeins heilsteypt
skapgerð stenzt þessa raun. Hinir
viðkvæmari bogna, sætta sig við
niðurlægingu sina, reyna siðar að
drekkja böli sínu í áfengi eða
hefna sín meö afbrotum á sam-
félaginu, sem þeim finnst leika
þá svo grátt.
Hvað veldur?
Orsakirnar eru margar og
tæmandi svar verður ekki gefið í
stuttu máli. Á það má þó benda,
að mæður eru mjög mislagnar að
kenna börnum hreinlæti. Alltof
margar láta leiðast af ákafanum:
Því fyrr, sem þær byrja að venja
barnið við koppinn, því fyrr verði
það þurrt. 1 reyndinni ásannast
þetta þó ekki. Þróttlitlum líkama
ungbarnsins má auðveldlega of-
bjóða, ofreynslan veldur vanlíðan,
en hún vekur aftur óbeit á því
atferli, sem móðirin vill ávenja
barninu. Oft ber það við að barn
bleytir sig, rétt eftir að móðirin
hefir gefizt upp við að láta það
húka, rétt eins og það væri að
storka henni. Þá grípa sumar
mæður til ávítana og jafnvel
hegninga. Slíkt er ekki hættu-
laust. Smávægileg ávítun, sem
fær barnið aðeins til að beygja
skeifu, getur vakið hjá því megn-
an ótta við þvaglát sitt. Óttinn er
lamandi og stendur í vegi fyrir
því að það venjist auðveldlega á
hreiniæti. Með slíkri ógætni má
setja barn í vanda, sem móðir-
inni verður um megn að leysa.
Oft veldur líkamlegur sjúkdóm-
ur þvagláti. Smábörn sitja oft
blaut úti eða á köldu steingólfi;
af því getur hlotizt ofkæling,
sem veldur bólgu í blöðrunni.
Smábörn þurfa því að vera hlý-
lega klædd og mega ekki vera
lengi blaut. Ef verulega ber á
þvagláti hjá 3 ára barni og eldra,
verður að leita læknis tafarlaust.
Sé þessa ekki gætt, getur lítilvæg
bólga ruglað venju barnsins, svo
að bleytan verður að vana, sem
barnið sættir sig við, og helzt
löngu eftir að hin eiginlega orsök
er horfin.
Mjög oft eru sálrænir erfiðleik-
ar orsök þvaglátsins. Barnið hef-
ir þá orðið fyrir áfalli, tilfinning-
ar þess hafa ofreynzt, sálrænt
jafnvægi gengið úr skorðum.
Þvaglátið er þá afleiðing af sál-
rænum erfiðleikum, sem barnið
fær ekki sigrast á. Oft eru þeir
sprottnir af afbrýði gagnvart
yngra systkini, sem barninu
finnst að ræni sig ást móðurinn-
ar. Þá er þvagláfc algengt and-
svar barnsins við illa duldu ást-
leysi af hálfu foreldranna, eða við
ósamlyndi þeirra og óreglu. Van-
rækt barn grípur ósjálfrátt til
þessa örþrifaráðs til þess að
knýja fram umhyggju móðurinn-
ar. Með því að taka smábarns-
hegðun sína upp á ný vill það
sanna móður sinni, hve hjálpar-
vana og ástþurfi það er.
Hættulegar afleiðingar.
Meðan barnið er mjög ungt og
dvelur eingöngu heima, fær van-
geta þess til hreinlætis ekki mjög
á það, nema foreldrar beri það í
umvöndunarskyni saman við bet-
ur siðmenntað systkini. En jafn-
skjótt og barnið á að fara að
heiman, I skóla, á sveitabæ eða
sumarheimili hefst vandi þess upp
í annað veldi. Álit þess meðal fé-
laganna er í hættu. Hvaða orsök
sem þvaglátið átti sér upphaflega,
veldur það barninu nú óþolandi
taugaspennu og hugarkvöl, sem
fjötra andlega hæfileika þess. Það
má heita sjaldgæf undantekning,
ef pissubarn samlagar sig vel og
nær góðum árangri í skóla. Van-
metakenndin, sem það fær stað-
festa daglega, grefur undan
sjálfstrausti þess, sem þó er skil-
yrði fyrir árangri í námi. Flest
pissubörn eru áhugalaus við nám.
Þau hafa beðið sinn mikla ósigur
fyrir kröfu, sem gerð er til þeirra
um almennt hreinlæti og snertir
manngildi þeirra og heiður.
Hverju máli skiptir þá stafsetn-
ing og tugabrot?
Og samt stendur barninu ekki
á sama. Vangengi þess í námi
eykur á niðurlægingu þess, og
sjálfshugð þess verður viðkvæm
eins og opin kvika.
Litil telpa og rauður dívan.
Hér er ekki rúm til að rekja
læknisráð og meðferð, enda verð-
ur að sníða þau eftir þörfum hvers
einstaklings. Það sem foreldrar
þvaglátssjúklings geta gert er að
leita þegar í stað læknis eða sál-
fræðings og svo framar öllu að
sýna barninu ást og traust.
Foreldrum og öðrum er vel-
komið að skrifa þættinum og
leita úrlausnar á þeim vanda-
málum er þeir kunna að stríða
við. Höfundur þáttarins mun
leitast við að leysa vandræði
allra er til hans leita.
Öll bréf sem þættinum eru
send skulum stiluð til Vik-
unnar, pósthólf 149. Umslagið
merkt: „ForeIdraþáttur“.
Traustið eitt getur orðið undra-
lyf, ef rétt er að farið. Hér er
dæmi um það.
Lína fór að bleyta sig aftur,
eftir að hún missti föður sinn. Á
11. ári bleytti hún rúmið sitt á
hverri nóttu. Amma hennar trúði
á strangleikann og lét telpuna í
engu missa af blessun hans. En
rúmið hélzt blautt eigi að síður.
Telpunni leið hræðilega. Hún var
að glata sjálfsvirðingu sinni og á
góðri leið út í siðferðilega spill-
ingu. Námið vanrækti hún og
skrópaði oft. Loks missti amman
trúna á lækningamátt vandarins
og leitaði til sérfræðings. Hann
reyndi á allan hátt að endurvekja
sjálftraust og metnað telpunnar.
Rúm hennar og öll aðbúð
heima var tekin til endurskoðun-
ar. Gömlu og daunillu dýnunni og
gúmmídúknum var fleygt. Amm-
an var látin kaupa svefndívan,
með fallegu rauðu áklæði. Allt
skyldi vera nýtt fallegt og hreint.
Og gúmmídúkinn þyrfti ekki
lengur. Um leið og telpan byrjaði
að sofa á nýja dívaninum, átti
hinn gamli, smábarnalegi óvani
að hverfa.
Svo rann upp hin mikla stund:
telpan lagðist til svefns á nýja
dívaninum. Hún sofnaði I þeirri
trú, sem hafui verið dælt inn í
hana: að hún myndi aldrei fram-
ar bleyta rúmið sitt.
Af öllum, sem málið snerti, var
hún sjálf mest hissa, þegar nýi
dívaninn hennar var þurr nótt eft-
ir nótt — og allar nætur siðan.
Þannig getur lítil átylla nægt,
ef aðeins tekst að vekja með barn-
inu það, sem mestu varðar: heil-
brigt sjálfstraust og ínnra jafn-
vœgi.
ÓLÖF PÁLSDÓTTIR
Framhald af bls. 5.
stórhættulegt og þekkist áreiðan-
lega hvergi nema á Islandi. Svona
hugsunarháttur er stórhættulegur
fyrir hverja þjóð. Sjóndeildarhring-
urinn er of þröngur og takmarkaður.
Ég er ekki að draga úr því að keypt
séu verk eftir listamenn, en það
mætti kannski finna einhvern milli-
veg. Og svo er alltaf verið að styrkja
þá. Það er gott og blessað. En það
er alltof lítið gert af því að veita
þeim virkilega góð skilyrði að námi
loknu. Þeir fá styrki og fara út, en
þegar heim kemur, hvað þá? Ég
hef til dæmis ekki heyrt um eitt
einasta hús í Reykjavík, þar sem gert
hefur verið ráð fyrir atelierum
handa málurum. Mér finnst að efsta
hæð í f jölbýlishúsum ætti að vera út-
búin með það fyrir augum. Fyrir
málara væri það eins og að eignast
allan heiminn. Nú finnst kannski
fólki tal mitt hálf mótsagnakennt.
Og spyr kannski sem svo: Af hverju
geta þeir þá ekki byggt sjálfir, fyrst
þeir selja svona mikið? En það er
allt annað mál og alls óskylt Þeir
þyrftu þá oft að eyða mest allri
orku sinni í að hrófla upp einhvers
konar vistarveru, sem þeir væru svo
alls ekki ánægðir með. Þetta er
náttúrlega misjafnt. Sumir gætu
byggt sjálfir. Ég á við að listamaður-
inn verður að finna að það sé reikn-
að með honum í þjóðfélaginu. Væri
þetta gert myndu margir þeirra eiga
hægara með að komast í eðlilegt
samband við annað fólk. Þeir verða
að finna að fólk vilji gera eitthvað
fyrir þá. Þeim yrði gefinn kostur á
að verða miklu sjálfstæðari.
Margir líta á listamenn sem hálf-
gerða betlara á þjóðfélaginu. Það
þarf að breytast. Mér finnst eiga
að reikna með þeim öllum, en ekki
gera þá að puntfígúrum við og við,
sagði frú Ólöf Pálsdóttir að lokum.
6
VIKAN