Vikan


Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 15
ans. En í tilefni gestakomunnar, tekur ung og fríð stúlka að sér hlutverk sjúklingsins, leggst i eitt rúmið, en tveir nemar taka til að stunda hana af kostgæfni. Þær spyrja um líðan henn- ar og stúlkan i hlutverki sjúklingsins, svarar titrandi rómi, að sér líði nú heldur' betur. Svo höldum við til setustofu nemanna. Þar er píanó, útvarpstæki og blöð á borðum, og þarna sitja þær löngum við lestui’, hlustun eða skraf. Við Ijósmyndarinn setjum okkur með 15 meyja, sem horfa djarflega á okkur, eins og kátum meyjahóp er trúandi til, þegar karlmenn eru í miklum minnihluta. Kvenneðlið segir til sin, því ekki er gott að átta sig á þvi hver segir hvað, hverju sinni. — Hvernig líkar ykkur námið? 15 stúlkur svara i einu, og eftir því sem mér heyrist, eru þær ánægðar. — Eru skólareglurnar strangar? Mér til undrunar verður ein stúlka fyrir svör- um. — Hér eru reglur, svo sem í öðrum skólum, hvorki verri né betri. — Nefnið mér nokkrar. 1 skólastofu. Og nú svarar all- ru kórinn, og um stund er mikill kliður en eftir því sem mér skilst, mega þær vera úti öll kvöld vik- unnar til miðnætt- is. Þær fá útileyfi fimm sinnum á mánuði, og ráða því sjálfar hvenær þær notfæra sér þau leyfi. Ekki má tala í síma eftir klukkan ellefu á kvöldin. — Það er all merkilegt, að í h júkr un ar kvenna- skólanum stunda þrír karlmenn nám. Búa þeir hérna í heimavistinni ? Og blessaðar stúlkurnar hlæja og tjá mér að þeir búi ekki í skólanum. — Hversvegna, eru þeir ekki hjúkrunarnemar eins og þið? — En þeir verða alltaf karlmenn eftir sem áður, blessaðir! Og nú verður ekki við manninn mælt um stund fyrir hlátri og margvíslegu gríni. Líklegast eru þeir ekki öfundsverðir karlmennirnir þrír, sem stunda þetta nám ásamt 116 stúlkum, — og þó! AÐ læra til hjúkrunar er erfitt. Þær byrja dag- inn, þegar skemmtanasjúkir Reykvíkingar eru að velta til náða. Það tilheyrir náminu að vinna á hinum ýmsu deildum Landsspitalans, og síðan fara þær út á land og vinna á sjúkrahúsum þar. Skólahúsið er enn ekki nægilega stórt til þess að geta fullnægt þörfum skólans. Ennþá vantar alveg aðstöðu til verklegrar hjúkrunar, hún er nú i leikfimisalnum, — sem á að vera. Þá vant- ar fullkomið eldhús, setustofu og kennslustofur. Það er vitað, að mikil vöntun er á hjúkrunar- konum um allt land, og þarf því að flýta öllum framkvæmdum við Hjúkrunarkvennaskólann, svo hann geti starfað með fullum krafti. Ii N það biða mín fleiri viðtöl, svo það er ekki * til setunnar boðið, en ég bið stúlkurnar, að lokum, að segja mér hverjum kostum hjúkrunar- konan þurfi að vera búin. Þær svara, allar i einu, auðvitað. Og þegar ég stend upp og kveð hugsa ég um alla þá fjöl- mörgu kosti. Hjúkrunarkonan þarf að vera góð- hjörtuð, athugul, samviskusöm. Reglusöm, þrifin og þolinmóð, hún þarf sem sagt að búa yfir öllum beztu mannkostum. Ég lít í síðasta sinn. yfir hópinn. Þær sitja eða standa í hóp, eða einar sér, þessar stúlkur, sem valið hafa sér þetta göfuga starf. Andlit þeirra eru broshýr og kímin, og enginn veit hvað bíður þeirra, en okkar beztu óskir fylgja þessum verðandi hjúkrunarkonum. Megi þær verða lán- samar í starfi. „að hjúkra". „DAGIJRINN í DAG ER DAGURIIMINI OKKAR“ Frá 27. Nemendamóti Verzlunarskóla ísiands Fimmtudaginn 5. febrúar s. 1. var 27. Nemendamót Verzlunarskóla Is- lands hátíðlegt haldið í Sjálfstæðis- húsinu i Reykjavík. Hvert sæti var Skólastjórinn og form. skólanefndar. skipaö, en húsið tekur 350 manns. Er það sama tala og nemendafjöldi skólans í ár. Má af þessu sjá að vel hefði mátt fylla enn stærri húsa- kynni með nemendum og gestum þeirra enda er þetta einnig aðal- dansleikur skólans, ávallt haldinn í byrjun febrúar ár hvert. Gömul hefð er að bjóða til þessa móts, skólastjóra og kennurum, for- manni skólanefndar og skólanefnd, ennfremur formanni Verzlunarráðs. Til þess að annast um allan undir- búning mótsins, er kosin sérstök nefnd, sem kölluð er Nemendamóts- nefnd, er hún kosin til eins árs í senn. 1 henni eiga sæti fimm menn, þrír úr fjórða bekk og tveir úr þriðja bekk. Þessir tveir menn úr þriðja bekk eru svo sjálfkjörnir í Nemenda- mótsnefnd, sem kosin verður fyrir næsta Nemendamót. Þessi háttur oí> hafður á, til þess að ávallt séu tveir menn fyrir í nefndinni sem fengið hafi nokkra reynslu og þekkingu á hvernig haga skuli undirbúningi mótsins. 1 ár eru þessir menn í Nemenda- mótsnefnd: Einar Logi Einarsson úr 4. bekk, form. nefndarinnar. Bragi Ásgeirsson 4. bekk, fyrrv. form. íþróttanefndar. Dunandi dans. Guðmundur Aðalsteinsson 3. bekk og Björgúlfur Guðmundsson 3. bekk. Nemendamótsdaginn kom Verzlun- aiskólablaðið út. Það er gefið út af Málfundafélagi Verzlunarskóla Is- lands og kemur út einu sinni á ári. Var það 25. árg. blaðsins sem kom út að þessu sinni og seldist upp sam- dægurs. Ritstjóri er Guðrún Agnars- dóttir 4. bekk. 1 ávarpi til lesenda blaðsins segir hún „1 Verzlunarskóla Islands hafa hafa um árabil verið gefin út að staðaldri tvö blöð, Viljinn og Verzl- unarskólablaðið, en þau gegna ólík- um hlutverkum. Viljinn hefur verið .málgagn nemenda innbyrðis,. en Verzlunarskólablaðið fremur til kynningar á skólanum og áhuga- málum nemenda hans út á við.“ Vönduð og vel undirbúin dagskrá var um kvöldið í Sjálfstæðishúsinu, en vel með tímann faiáð. Öllu stillt í hóf, þannig að góður tími gafst til þess að fá sér snúning. Þeir sem um þetta sáu voru efalaust þeir einu, sem að vísu vegna anna sinna og ábyrgð- ar, gátu mjög svo taknaarkað notið alls þess sem á boðstólum var. — En það er oft stærsta gleðin að geta orð- ið öðrum til ánægju, sagði kynnir kvöldsins Valur Páll Þórðai-son, alveg úttaugað»r af þreytu. Sérstakur kór innan skólans, sem kallaður er Nemendamótskór er æfð- ur með nýjum söngkröftum að mestu á ári hverju, eins og gefur að skilja, þar sem um skólakór er að ræða. Skemmti hann bæði með kórsöng og þreföldum kvartett og söng þar bæði Framhald á bls. 26. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.