Vikan


Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 19

Vikan - 26.02.1959, Blaðsíða 19
Skíðamatur og nesti f ferðinni ALLiIR sem vanir eru að fara í ferðalög þekkja hversu mikils virði það er að hafa góðan nestis- pakka með sér. Bkki bara að það sé eitthvað lostaeti, sem vitanlega er líka gott, heldur er frekar hitt, að það sé virkilega næringar- rikt sem í honum er. Nú líður senn að páskum og ef veður leyfir og sæmi- legt skíðafæri verður, eru marz og fyrri helmingur aprílmánaðar aðal tíminn fyrir skíðaferðir. „Vikan" kemur því í dag með upp- skriftir af 15 nestispökk- um, en fyrir utan smurða brauðið er ýmislegt, sem heppilegt er að taka með til að gæða sér á, eins og t. d. harðfiskur. Eitthvað af nýjum ávöxtum, meðan þeir eru, og sjálfsagt er að hafa a. m. k. eina plötu af mjólk- ursúkkulaði. 1 hverjum pakka verður svo að vera eitthvað að drekka og verð- ur smekkur hvers og eins að ráða því hvað er kosið. Margir telja sér gefast vel að hafa nokkrar slátur- sneiðar með sér. Er það efalaust góður hitagjafi og næringarrikt. Svo eru aðr- ir sem aldrei fara svo í skiðaferðir, að ekki séu hafðar meðferðis rúsínur og eru þær efalaust líka ágæt- ar. Til eru þeir sem finnst ekki leggjandi af stað án þess að hafa eitthvað súr- meti í mal sínum, en um það er bara það að segja, að það verður að vef jast inn í vax-pappír ef það á ekki að smita frá sér I annan mat sem meðferðis er hafð- ur. Súr lundabaggi og súrt kjöt er vissulega hið mesta lostæti. Því má þá ekki al- veg eins taka með sér salt- kjötsbita eða hangikjötsbita, en gera sér fyrir fram grein fyrir því að hvorutveggja vekur þorsta. Gjörið þið svo vel hér eru nestispakkarnir. 1. nestispakki: Hveitibrauð með reyktum lax, rúg- brauð með uxatungu, ný- malað kornbrauð með dínum og eggjum. 2. nestispakki: Rúgbrauð (samlokur) með lifrar- kæfu, hveitibrauð með sild í lauk, heilhveitibrauð með tómatosti, flatbrauð með svínasteik. 3. nestlspakki: Heilhveiti- brauð (samlokur) með mjólkurosti, rúgbrauð með sviðasneið (pressuð svið) flatbrauð með lifrarkæfu, hveitibrauð með spæi- pylsu. 4. nestispakki: Seytt rúg- brauð með harðsoðnum eggjum og gaffalbitum, hveitibrauð með blóðmörs- sneið, soyabrauð með rúllupylsu, rúgbr. með reyktri síld (úr túpu). 5. nestispakki: Nýmalað kornbrauð með reyktri síld, rúgbrauð með sar- dínum, hveitibrauð með rúllupylsu, flatbrauð með lambasteik. 6. nestispakki: Rúgbrauð með hangikjöti, heilhveiti- brauð með lifrarpylsu- sneið, soyabrauð með mjólkurosti, rúgbrauð með nautasteik. 7. nestispakki: Hveitibrauð með rækjum, rúgbrauð með sardínum, flatbrauð með harðsoðnum eggjum, nýmalað kornbrauð með malakoffpylsu. 8. nestispakki: Rúgbrauð með lambasteik heilhveiti- brauð með hangikjötsosti, flatbrauð með reyktri síld, soyabrauð með rúllu- pylsu. 9. nestispakki: Soyabrauð með kindakæfu, rúgbrauð með kavíar, heilhveiti- brauð með spæipylsu, heilhveitibrauð með sar- 10. nestispakki: Nýmalað kornbrauð með malakoff- pylsu, flatbrauð með smurosti, rúgbrauð með lifrarkæfu, heilhveitibrauð með reyktum lax. 11. nestispakki: Hveitibrauð með rúllupylsu, heilhveiti- brauð með Alpaosti, rúg- brauð með hangikjöti, flatbrauð með lunda- baggasneið. 12. nestispakki: Heilhveiti- brauð með rækjuosti, rúg- brauð með uxatungu, soyabrauð með lifrar- pylsusneið, flatbrauð með harðsoðnum eggjum. 14. nestispakki: Nýmalað kornbrauð með mysuosti, rúgbrauð með lambasteik, heilhveitibrauð með harð- soðnum eggjum og gaffal- bitum, soyabrauð með rækjuosti. 15. nestispakki: Rúgkaka með kavíar (reykt hrogn í túpum), heilhveitibrauð með mjólkurosti, rúg- brauð með hangikjöti, soyabrauð með rækjum. sviðasultu, sojabrauð með goudaosti. Þegar komið er heim aftur Sví nakótelet tur. Nál. l/2 kg. svSnakóte- lettur, 3 ts. salt, 1 ts. pipar, <-gg, brauðrúst, 100 gr. smjörlíki, 2 dl. vatn eða soð. Skafið það til. Stráið salti og pipar á kjötið. Dýfið i egg og brauðmylsnu og steikið kóteletturnar nál. 5 mín. á hvorri hlið. Stórar svínakótelettur Iengur. Skolið pönnuna með vatni eða soði og hellið þvi hjá kótelettunum. Svlnakóte lettur má steikja án þess að dýfa þeim í egg og brauðmylsnu. Karamelluis. /2 1. rjóml, nál. 25 gr. sykur, möndlusykur, kaffi. Möndlusykur: 75 gr. sykur, 25 gr. möndlur, 20 gr. smjörlíki. Leggið möndlurnar í heitt vatn, unz hýðið losnar, Af- hýðið og þerrið möndlurn- ar. Saxið þær gróft með hníf. Bræðið smjörliki og sykur, og brúnið möndl- urnar þar i við fremur vægan hita. Hrærið vef i, og látið möndlusykurinn ekki verða of dökkan. Hellið möndlusykrinum á vel smurða plötu, og mótið hann í ferkantaðan bita með hníf, meðan hann er volgur. Auðvelt verður þá að skipta honum I sundur, er hann kólnar. Ekki er nauðsynlegt að afhýða möndlumar. HÚSMÆÐUR Þér vitið hvers virði heita vatnið er i daglegum rekstri heimilisins 60—100—150—200—300—400—600 Htra fyrirliggjandi BAÐVATNSKÚTUR BLIKKSMIÐJAN GRETTIR BRAUTARHOLTI 24. frá Gretti léttir yrð- ur störfin, því hann tryggir yður heitt vatn allan daginn VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.