Vikan - 26.03.1959, Blaðsíða 8
Það er alltaf talsverður atburður, þegar
Stanley Ellin Iætur frá sér sögu. Þetta er
nýjasta sagan hans. Þegar maður er eitt sinn
byrjaður á þessari sögu, er ógerningur að
hætta. Þetta er saga um skelfingar nætur-
innar — og ógnir og kvíða dagsins . . .
hafði tíst í heila viku einhvers staðar í húsinu,
þar til þau vöndust tístinu. Nóttina sem hún dó,
eða hélt burtu til þess að spinna sér hýði, eða
hvað það nú er sem engisprettur gera, hafði hún
legiö andvaka og beðið eftir hljóðinu frá henni,
og eftir það hafði hún iengi verið að venjast
þögninni á ný.
Auminginn, hugsaði hún í svefnrofunum, þótt
henni væri raunar sama. Hún beið eftir því, að
kveikt yrði á rúmljósinu eftir fótatakinu milli
rúmsins og skápsins. Einhvern veginn breyttist
hugsunin í ófreskju, sem skreið niður eftir hrygg
hennar og læsti sig um brjóst hennar. Auming-
inn, sagði hún við hana, aumingja litli heimsk-
imgitrm — þetta er alls ekki Tom!
Hún opnaði augun og sá um leið hanzkaklædda
hönd, sem skall yfir munn hennar. 1 sömu andrá
sá hún skugga mannsins gnæfa yfir sér, heyrði
hann grípa andann á lofti, fann megna vínlykt.
Síðan beit hún fast í höndina, og tennur hennar
sukku djúpt í hanzkann. Hann lét hinn hnefann
ríða á andlit henna. Höfuð hennar féll máttlaust
niður. Hann sló hana aftur í andlitið.
Síðan umvafði hana myrkur.
Hún horfði á kúlurnar, sem svifu uppi í loftinu
og sá sér til mikillar undrunar, að þær voru að
breytast í grímur, en þetta voru einkennilegar
grímur, því að munnurinn var fyrir ofan augun.
Grímurnar hreyfðust og breyttu um mynd. Urðu
að andlítum. Vaughn læknir. Og Tom. Og kona.
Einhver með lítinn, hvítan kappa á kollinum.
Hjúkrunarkona.
Læknirinn hallaði sér yfir hana, lyfti augn-
loki hennar með þumalfingrinum, og hún fann, að
andlit hennar var stokkbólgið. Hann dró að sér
höndina og stundi. Hún vissi af reynslu, að þetta
var ánægjustuna.
Hann sagði: „Þekkirðu mig, Julie?“
Já.“
„Veiztu hvað kom fyrir?“
„Já.“
„Hvernig líður þér?“
Hún hugsaði um þetta. „Einkennilega. Ég A
vlð, ekki með sjálfri mér. Og það er suð fyrir
eyrunum á mér.“
Það er sprautan. Þegar þú komst til meðvit-
undar, fékkstu móðursýkiskast, og ég gaf þór
sprautu. Manstu eftir því?“
Tom gekk að hinni hlið rúmsins. Hann settist
og greip fast um hönd hennar. „Julie," sagði hann.
„Julie, Julie, Julie." Orðin komu af vörum hans,
eins og leyst úr læðingi.
Hún elskaði hann og kenndi í brjósti inn hann
þessvegna, og vegna þess hvernig hann leit út.
Hann var hræðilegur á að líta. Harðneskjulegur,
órakaður, augun sokkin, og hann titraði allur.
Vegna hennar, hugsaði hún, allt vegna hennar.
„Mér þykir þetta leitt," sagði hún.
,,Nei!“ Hann greip svo fast um hönd hennar að
hún kveinkaði sér. „Vegna þess að einhver brjál-
aður •— eitthvað dýr — !“
„Ó, hættu!“
„Ég veit. Ég veit, að þú þarft að fá útrás,
elskan, en þú mátt ekki reyna á þig. Lögreglan
hefur beðið í alla nótt eftir því að fá að tala
við þig, Julie. Þeir eru vissir um að þeir geti
fundið manninn, en þú þarft að hjálpa þeim. Þú
OFBELÐI
Það var þögnin, sem vakti hana. Ekki skyndi-
lega — Tom hafði oft sagt við hana, hálfvegis
í gamni og hálfvegis af öfund, að hún svæfi
eins og lík — heldur hægt; hún barst hægt upp
úr djúpum svefnsins og lá nú með lokuð augu
í svefnrofunum og hlustaði á hljóð næturinnar og
hugsaði um hvað hefði vakið hana.
Síðan heyrði hún braka í viðargólfinu — brakið
i gólffjölinni, sem gaf til kynna, að loks var Tom
að koma heim —- og hún skyldi. Jafnvel áður en
hún vaknaði, hlaut hún að hafa vitað, þegar Tom
kom inn í herbergið, hún hlaut að hafa búizt við
að heyra kveikt á ljósinu yfir rúminu, að heyra
þung fótatökin frá rúminu að skápnum, frá skápn-
um að snyrtiborðinu þetta var föst venja, sem náði
ævinlega hámarki sínu með því að hann hallaði
sér yfir hana og hvíslaði, „Sofandi?" og þá var
hún vön að muldra, að hún væri sofandi, en
glöð yfir því að hann væri kominn heim, og síð-
an var hún vön að biðja hann að vinna nú ekki
lengi frameftir.
Hann var kominn inn í hebergið, vissi hún, en
einhverra hluta vegna, hegðaði hann sér ekki,
eins og honum var tamt, og þess vegna hafði hún
vaknað; eins og þegar aumingja engisprettan
vissi ekki hvað tímanum leið. Hún reyndi að lita
á klukkuna á náttborðinu, og læknirinn sagði.
„Hún er rúmlega sex. Dögun. Líklega í fyrsta
sinn sem þú sérð sólina koma upp, eða hvað?“
Hún bosti til hans, eins og bólgnar varirnar
frekast leyfðu. „Sá hana koma upp á nýárinu í
fyrra," sagði hún.
,,Það er eins vel. Láttu það ekki á þig fá.“ FRAMHALD55AGA EFTIR STANLEY ELLIN
pað fékk ekki á hana. Það sem fékk á hana,
vcr- það, að hún vissi ekki hvað tímanum leið.
Það var alit svo óraunverulegt, þegar maður ______________________________________
8
VIKAN