Vikan - 26.03.1959, Blaðsíða 23
RUGGA
AUÐUGASTI MAÐUR
í J A P A M
í sama tæki. — Verð aðeins kr. 514,00.
IMÝ juimg
eða
BARIMARÚiU
úr völdu efni
lengd 117 cm., breidd 63 cm.
kr. 671,00, með dýnu kr.
834,00. Send ósamsett ef
óskað er.
Leiðarvísir um samsetn-
ingu fylgir.
Ferðarúm kr. 478,50.
Ferðarúm með tjaldi, kr. 536,50.
BARIMARÓLUR
kr. 144,00.
LEIKGRIIMÐUR
kr. 472,50, með gólfi kr. 561,00,
stærð 87 cm.
Auðvelt að leggja saman.
KERRUPOKAR
Hálfgæra og vatteraðir, ytra byrði, Poplin eða Satin, kr. 332,00.
Algæra og Poplin ytra byrði sem hægt er að taka af. — Kr. 423,00.
Allir kerrupokar sem við seljum, eru frá Verksmiðjunni Magna h.f.
í Hveragerði. — Þekkt gæðavara.
TAIM SAÐ
Barnavagnar og kerrur ávallt fyrirliggjandi í mörgum gerðum.
PÓSTSENDUM UM LANDIÐ ALLT.
FÁFNIR
Verzlunin Bergstaðastræti 19, simi 12631.— Verksmiðjan Laugavegi 17, sfmi 12631.
Pósthólf 766. — Símnefni Fáfnir.
ÞEGAR Kenkichi Nakabe var 16 ára að
aldri var hann formaður á 22 lesta
fiskiskútu. Þegar hann var 22 ára að aldri
komst hann að raun um að honum mundi
græðast meira fé með því móti að vera
kyrr í landi og kaupa þann fisk sem aðrir
veiddu. í byrjun seinni heimsstyrjaldar
átti hann yfir að ráða fiskiskipum sem
samtals voru 80000 lestir að stærð og
stjórnaði stórum hring niðursuðuverk-
smiðja. 1 stríðslok átti Nakabe þó ekki
eftir meiri skipastól en 8000 lestir og.
hafði hann þá misst allar stöðvar sínar er-;
lendis.
Hann lét ekkert á sig fá en pantaðv;
mikinn fjölda nýrra báta og skipa meðaní
starfsbræður hans horfðu á peningana;
verða verðlausa í höndum sér. Hann varðj
fyrsti maðurinn til að starfrækja fiski-j
flota á Japanshafi. Nakabe er nú orðinn]
62 ára að aldri og hefur aðalaðsetur sitt'
í Tokyo þaðan sem hann stjórnar stærstá
fiskiflotanum í Japan og umfangsmestuf
fiskiðnaðarverksmiðjum landsins. Hanxf
lætur ekki þar við sitja, heldur á hann
einnig mikinn fjölda af vinkrám víðsveg-;
ar um landið og hefur einnig á sínum
snærum harðsnúið „baseball“-lið, sem ber
sama nafn og verksmiðjur hans. Hann sel-
ur á ári hverju fyrir $ 115 milljónir,-
hreinn ágóði er $2,800,000 þegar skatt-
stofan hefur hirt sitt. ;
Nakabe hefur jafnan 9000 manns Í.
vinnu hjá sér og borgar verkafólki sínu
hærra kaup en tíðkast yfirleytt í Japan*
og skipastóllinn nemur um 200.000 lestum.
Nakabe málar í tómstundum sínum.
Hann segir: ,,Ég reyndi við golf, en var
ekki nógu góður. Ég þoldi ekki að tapa.
Þá fór ég ag gefa mig að fiskiveiðum, en
þótti nóg komið fyrir á því sviði.“
En samt sem áður heldur hann sig við
fiskinn, þótt hann taki sér pensli í hönd.;
Hann málar semsé lítið annað en fiska.
Vinur hans segir: „Hann er fæddur gróða-:
maður. Hann er fljótari að græða en svo
að samlagningarvélin hafi við að telja."
En sjálfur segir Nakabe: „Hver hefur
sitt dont í lífinu. Hlutverk mitt er að ná
sem mestum fiski úr hafdjúpunum og ná
sem mestum ágóða af þcssum fiski. Ég:
geng ekki með neinar grillur og byggi mér
aldrei skýjaborgir, ég er bara varkár
kaupsýslumaður."
Og það sakar ekki að geta þess að i
Japan tíðkast ekki að ríkið stvrki útgcrð-;
armenn til að drága fram lífið..
VIKAN