Vikan


Vikan - 26.03.1959, Blaðsíða 19

Vikan - 26.03.1959, Blaðsíða 19
HERRAVEIZLA Vegurinn að hjarta mannsins liggur í gegnum magann —■ segja Danir — og þótt við vitum, að þetta eigi ekki við Islendinga, þá vitum við samt, að hinu veika kyni fyrirgefst margt með þvi að hafa góðan mat á boðstólum, og ekki mun það vera verra að bjóða upp á eitt glas á undan matnum. Þar sem við höfum hætt okkur út á jafn hálan ís og að ræða um herratízku og meir en það í blaðinu í dag, og vitum alveg fyrir fram, að herrar kunna alls ekki að meta það, — eins og við höfum þó haft fyrir þessu — viljum við reyna að gleðja hjörtu þeirra með uppskriftum, sem við vit- um að falla þeim vel í geð. Herra veizla. Kalt borð. Kalt hangikjöt með græn- um baunum og kartöflu- stöppu. Svinasteik með rauðkáli, kartöflum og grænmeti, Heit sósan er borin með. Steikt hænsni i hvítri sósu. Lax í mayonnaise. Síldarréttir. Skyrhákarl. Harðfiskur m/smjöri. Ýmis konar ostar. Brauð og smjör. Pilsner og bjór til drykkjar. Eftirmatur Pineapple Pecan Sundee ís-réttur. Hænsni í hvítri sósu. 1—2 hænur, sjóðandi vatn, salt 1 stór gulrófusneið, 1 gulróí, 55 g smjörlíki, 55 g hveiti, 9 di hænusoð, 2 eggjarauður, salt, y4 dl þykkur rjómi, 1 tsk. sitrónusafi, i/i dl slierry eða mad- eira. Sjóðið hænuna i salt- vatni, þar til kjötið er meyrt, 2—4 klst. Búið til ljósa sósu. Jafnið hana með eggjarauðunum, hrærð- um með salti og rjóma. Bætið sitrónusafa og víni i. Hellið sósunni yfir kjötið. Raðið smjördeigstiglum og skornum tómötum utan með. Síld i tómat og oliu. 2 saltsildar, 4 msk. tómatsósa, 4 msk. vínedik, 4 msk. söxuð steinselja. Htvatnið síldina, flakið og roðflettið. Skerið flökin á ská í ræmur, leggið þau síðan á fat sem heil væru, blandið tómatsósu, olíu og ediki og hellið blöndunna yfir flökin. Skreytið með saxaðri steinselju. Síldareggjakaka. 3 saltsildar, 800 g kartöflur, 225 g grulrætur, 150 g smjörliki, 30 g saxaður laukur, /i tsk. pipar, 25 g hveiti, 3 dl rjómamjólk, 1 egg, söxuð steinselja. Útvatnið, flakið og roð- flettið sildina. Skerið flökin í ræmur þvert yfir, sjóðið kartöflur og gulrætur og sneiðið laukinn. Leggið síld, kartöflur, gulrætur og lauk i lögum í eldfast mót, strá- ið pipar inn á milli, og legg- ið smjörlíkið í bitum hér og þar, hrærið saman hveiti, mjólk, eggjum og steinselju og hellið í mótið. Bakið í ofni í 40—50 mín. Reyksíldarbakstur. 3 reyktar síldar, pipar, 1 /2 msk. saxað dill, 30 g smjörlíki, 4 msk. þykkur rjómi. Takiö roðið af síldinni og beinin úr henni, bitið hana niður og leggið hana í smurt, eldfast mót. Stráið dilli og pipar yfir og hellið rjómanum út á. Skiptið smjörlíkinu í bita og setjið þá yfir hér og þar og bakið. Síldarsalat. 1 saltsíld, eða krydd- síld, 100 g soðið kjöt, 100 g soðnar, kaldar kartöflur, 100 g soðnar, kaldar gulrætur, 3 sneiðar rauðrófur, 1 nýtt epli, V4 laukur, 4 msk. þykkur rjómi, 1 /i tsk. edik, /2 tsk. sykur, hvítur pipar. Ltvatnið, verkið og flák- ið sildina. Leggið flökin í bleyti í mjólk 1—2 klst. Takið síldina upp og látið renna af henni. Skerið alli i smábita og blandið saman. Hrærið saman rjóma, ediki, sykri og pipar og blandið saman við. Leggið í skál og skreytið með söxuðum rauðrófum, saxaðri soðinni eggjahvítu og steinselju. Sildarvefjur. 3— 4 saltsíldar, laukur, pipar. Vefjið síldarflökin saman. frá sporði að hnakka, og festið með negulnagla. Strá- ið gjarnan flökin með söx- uðum lauk og pipar, áður en þau eru vafin upp. Rað- ið vef junum á fát og skreyt- ið með steinseljubrúskum. Ostfrauð. 60 g smjörlíki, 60 g hveiti, 41/2 dl mjólk eða rjómi, 4— 6 egg, salí, pipar, . 6 ma. riíinn, sterkur . ostur. Búið til jafning úr smjör- líki, hveiti og rjóma og sjóðið hann í 5 min. Kælið lítið eitt. Hrærið þá eggja- rauðunum saman við og og kryddið. Stifþeytið hvít- urnar og blandið þeim og ostinum saman við. Hellið jafninginum i vel smurt mót og bakið við hægan hita í vatnsbaði i 40—50 min. Berið fram með hrærðu smjöri. Pineapple Pecan Sundee. Látið 5 únsur af ís á disk. Setjið eina únsu af ananat sýrópi yfir ísinn og setjið siðan eina skeið af þeyttum rjóma ofan á. Skreytið með hálfri únsu af heilum eða söxuðum hnetum. Laugavegi 17 — Framnesvegi 2. með spennu: stærðir 40—46 ltr. 114.50 stærðir 35—38 kr. 97.50 KARLMANNABOMSUR með rennilás: stærðir 40—46 kr. 147.85 Erum vel birgir af sérstaklega vönduðum og sterkum, en Iéttum og liprum, gúmmístígvélum fyrir karlmenn. SKÖVEIIZLVN vetun* AttcOi&S'S&uvi DRENGJABOMSUR með spennu: stærðir 40—46 kr. 147.50 Sendum l póstkröfu um allt land. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.