Vikan


Vikan - 26.03.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 26.03.1959, Blaðsíða 6
Að vera klœddur eins og við á! Það hefur harla lítið verið rætt eða ritað um herra-tizku hér hjá okk- ur og mun ástæðan sennilega vera sú, að íslenzkir karlmenn séu minni áhugamenn um slikt en karlmenn annan’a þjóða. Þó er Islendingum lýst, sem miklum sundurgerðarmönn- um í klæðaburði á söguöld, svo hver veit nema að ekki sé eins djúpt á þessum eðlisþætti nútíma Islendings- ins og margur hyggur. Allar konur kjósa að þeir sem teljast til þeirra nánustu séu það sem kallað er sómasamlega til fara. En það er og meira heldur en að vera klæddur eins og við á hverju sinni. Vorkiæðnaður. Karlmenn nú á dögum hafa ekki viljað klæðast mjög áberandi, held- ur tekið þann kostinn, að þar vanti frekar eitthvað á. Sú stefna hefur meir að segja verið rikjandi undan- farið, bæði austan hafs og vestan og þá ekki siður hér, að þess kæru- leysislegar sem menn eru til fara — þess betra. Herra-tízkusýning hjá Maxim í marz 1959. Nú virðist aftur á móti komin al- gjör stefnubreyting í þessum efn- um. Spurningin er bara sú hvort ekid verði gengið of langt í hina átt- ina. Á höfuð-vígstöðvum tizkunnar á Signubökkum risa bylgjurnar hæzt og stendur nú stríðið milli „La haute couture masculine" og „hinna fínni herrafatnaðar framleiðeinda“, sem eru heldur íhaldssamari með allar breytingar, en taka þær samt upp töluvert miklar, sérstaklega hvað lit- um viðvíkur I veizluklæðnaði, þar sem svarti llturinn hefur verið al- gjörlega einráður. Á hinni árlega stóru tízkusýningu hjá Maxim komu fram frægir leik- arar og sýndu herratízkuna á því herrans ári 1959. Þar var meðal ann- ars sýndur ljósblár smoking. Skyrtan sem notuð var við hann var hvít en öll útsaumuð á brjóstinu. Háværar raddir komu fram um það, að stæla að verulegu leyti herratízkuna frá því um 1700. Eitt var það sem talið var að sleg- ið hefði öU met i nýtízku þeirrl er þarna var sýnd — smokingbuxur úr Chiffon. Bumartízkan: Ijósir litir og þunn ullarefni. Paul Vouclair tízkukonungur karl- mannafata-tízkunnar og sá sem sér um fatnað ýmsra fyrirmanna t. d. de Gaulle o. fl. forseta og þjóðarleið- toga, vill innleiða meiri tilbreytni t. d. í litavali herrafatnaðar, sérstaklega þegar um veizluklæðnað er að ræða. 1 Er þvi trúlegt að slíkt verði upp á teningnum á næstunni. Annað hefur hann ákveðið að ljósir lltir og létt ullarefni verði í tízku í sumar. Hversu víðtækar breytingar eru framundan á næstunni er ekkl gott að vita, en við efumst stórlega um að karlmenn verði jafn lelði-tamlr í þessum efnum og konur. A0 vera klœddur eins og við á. Það gefur vissa öryggiskennd, sem ábyggilega er heppileg hverjum ung- um manni að vita að maður sé klædd- ur eins og vera ber og við á hvar sem maður er staddur. Það er margt sem orsakar feimni, að finna það, að eitthvað sé athugavert við fatnað manns, en oftar en margan granar orsök hennar. Það er einnig margt miður heppilegt, sem hlýzt af feimni. Það væri þessvegna ekki úr vegi að kynna sér þessi atriði, þar sem það er í raun og veru bæði einfalt og fyrirhafnar lítið. Það er t. d. heppilegast að vera þannig klæddur hversdagslega (þ. e. s ef maður vinnur þannig vinnu að það sé hægt, eins og t. d. skrifstofu- vinnu eða við verzlunarstörf) að hægt sé að mæta hvar sem er. Bezt mundi þá vera að vera ekki í alltof ljósum fötum og vitanlega alltaf í hreinni skyrtu. Ef mæta á við hádegisverð, eru það dökk föt sem eiga við, jafn- vel þótt það sé við hátíðlegustu tækifæri má ekki mæta i smoking á þeim tíma dags. Ekki einu sinni brúðguminn ef um giftingarveizlu væri að ræða. Ef farið er í heimsókn til kunn-: ingjanna þótt það sé að kvöldi til er það algengast og i alla staði hent- ugast að vera bara í sínum hvers- dagsfatnaði, en ef eitthvað sérstakt er um að vera, eru dökk föt sjálf- sögð. Einnig þegar farið er í leik- hús, ef ekki er þá notaður smoking. Bmóking. Eins og nafnið bendir til, er smók- ing upprunninn í Englandl, þar sem hann var algengur klæðnaður i hin- um alþekktu ensku klúbbum. Fljót- lega skaut hann upp kollinum á meg- inlandi Evrópu sem samkvæmis- klæðnaður, og varð brátt mjög vin- er, og nú á dögum sést smóking við sæll vegna þess, hve þægilegur hann nær öll hátíðleg tækifæri frá leik- húsferðum til kvöldboða. Það er ekki sízt vegna þess, að síðir kjólar hafa mjög vikið fyrir styttri kjólum. Kjólföt við stuttan kjól eða smók- ing við síðan síðan kjól eru algeng- ar syndir nú á dögum. 1 Englandi heitir smóking ekki smóking, heldur dinner-jacket (á mörgum heimilum klæðazt men smóking við kvöldverð- arborð. 1 Ameríku er hann nefndur tuxedo. Þannig lítur réttur smóking út: Jakkin ner ýmist ein- eða tví- hnepptur eftir smekk. Nú á tímum eru mjó uppslög á jakka barminum í tízku, en auðvitað má hafa hið al- gilda uppslag ef vill. Þeir, sem vilja standa fremstir í flokki tizkunnar, velja sér í stað svarta silkisins ryð- brúnt eða grátt. Sá, sem vill heldur ganga I augun sjálfs sín vegna frekar en fatanna, skyldi heldur klæðast svörtum eða dimmbláum smóking. Hvíti jakkinn sem er mest notaður í Ameríku á aðeins við á sumrin eða á suðlægum breiddargráðum. Áður fyrr klæddust vel klæddir men nskyrtu með stíft brjóst og harð- an flibba og höfðu brjósthnappa og svart vesti. Það, sem tilheyrir ný- tízku smóking, er aftur á móti tölu- vert þægilegra: hvít skyrta með hálf- stífum flibba og ermahnöppum. I staðinn fyrir vestið kjósa þeir huguðu mittislindann. Þetta belti er upprunnið í hinU „villta vestri“. Það var vesti, skambyssubelti og budda loðdýraveiðimannanna. Hinn upphaf- legi mittislindi var úr leðri, en nú er hann gerður úr góðu silki. Hann hefur þrjár fellingar. I eínni þeirra er falinn lítill vasi fyrir smápeninga og vasaúr. Sérstaklega er mittislind- inn hagkvæmur fyrir þá, sem eru í vandræðum með mittið á sér. Hann kemur vextinum í lag. Smókingslaufan er úr sama efni og mittislindinn. Sá, sem vill nota rauða slaufu, má ekki gleyma rauðum mitt- islinda. Ekki má heldur gleyma hvíta vasaklútnum i brjóstvasann. Skór og sokkar eru auðvitað svart- ir. Réttast er að bera dökka yfirhöfn og hafa hatt á höfði, svarta svíns- leðurhanzka á höndum og hvítan hálsklút. Kjólföt. Fyrr á tímum voru kjólföt dagleg- ur klæðnaður vel klæddra karla í borgunum, og voru þau þá í ýmsum litum. Það er fyrst um 1860, að kjól- fötin hverfa af strætunum. Þá urðu þau smátt og smátt dekkri og dekkri. Nú á dögum eru þau eingöngu notið við hátíðleg tækifæri. Þau eru eink- urn notuð með síðum kjólum svo sem við frumsýningar, hátiðega dansleiki, brúðkaup o. s. frv. Efnið í kjólfötin er úr mjög góðu svörtu efni. Otlit kjólsins hefur nærri ekkert breytzt síðastliðin 50 ár, nema löfin, þau eru ýmist stutt eða síð. Kjóllinn er fóðr- aður með svörtu silki. Buxurnar eru uppbrotslausar og eru með tveimur silkiröndum á ytri saumunum. Hinu einhneppta vesti er hneppt með perluhnöppum. Skyrtubrjóstið verður að vera óaðfinnanlegt. Því er hneppt með lausum hnöppum, sem stungið er í gegn um skyrtubrjóstið. Þessir hnappar eru mjög áberandi og eru gjarnan úr dýrum málmum eða jafn- vel steinum. Bezt fer á því, að brjóst- hnapparnir og ermahnapparnir séu i samræmi. Hvita slaufan aðgreinir gestinn frá þjóninum, sem er með svarta slaufu. 1 vinstra brjóstvasa er hvítur vasaklútur. Ef menn bera Tízkusýning lijá Maxim blóm, á að hafa það í silkivasa sem er aftan á uppbrotinu á vinstra brjósti, því að hnappagöt eru þar engin. Armbandsúr tilheyrir í mesta lagi hægra buxnavasanum. Bezt fer að nota vasaúr. Skór og sokkar eru auðvitað svartir. Aðeins í stærstu veizlur eins og tö dö kikrjubrúðkaup á að bera orð- ur og þó því aðeins að meiri háttar veizlu sé að ræða. Það þarf enginn að halda það, að hægt sé að tapa í áliti við það að vera vel klæddur, eða réttara sagt eins og við á, það verður einmitt alltaf frek- ar ávinningur heldur en hitt, og hvers vegna þá ekki að vera það, ef maður á nægan fatnað til þess. (i VIKAN.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.