Vikan


Vikan - 16.04.1959, Page 4

Vikan - 16.04.1959, Page 4
MÞRÆ UGURINN á Rorffundarhótmi ÞAÐ er kominn nýr sjúklingur I rúm númer 18, níu mánaða stelpa með lungnabólgu; hún er í gufu. Drengurinn á númer 9 hóstar ennþá mikið. Annars er ekk- ert sérstakt á deildinni," sagði að- stoðarhjúkrunarkonan Karen Olsen, um leið og hún rétti næturvaktinni lyklana. „Jú, þú getur merkt fyrir mig tilraunaglös undir þvagrannsókn allra barnanna. — Það er ekki nokk- ur tími til þess á daginn, við höfum svo mikið að gera.“ Næturvaktin tók lyklana og sett- lst við skrifborðið og fór að blaða i skýrslu nýja bamsins. Hún var frá íslandi og félagar hennar kölluðu hana Isu, það var svo gott að muna. „Hvaða kandidat hefur vakt?", spurði hún. „Stormur — Eless, góða vakt,“ hrópaði Karen og hvarf út úr dyr- unum. „Stormur," tautaði Isa, „vonandi þarf ég ekki að kalla á hann í nótt.“ Storm — eða Stormur eins og hjúkrunarlið sjúkrahússins kallaði hann var Svíi. — Af einhverjum ó- skiljanlegum ástæðum hafði hann flækst til Borgundarhólms — Eyjunn- ar fögru — Perlunnar í Austursjón- um — og var nú læknisnemi á einu sjúkrahúsinu þar. Hann var litill og væskilslegur — en framúrhófi grobb- inn og raupsamur. Hann kvaðst vera náskyldur heimsfrægu skáldkonunni Selmu Lagerlöf, — og sótti vit sitt til hennar. — Og kjarkurinn — mað- ur lifandi. Honum yrði nú vist ekki mikið um þó hann stæði fyrir fram- an gapandi ijónynju í vígahug. Sjúkrahúsið stóð á hæð rétt fyrir ofan þorpið. Það var löng rauð bygg- ing — tvær hæðir og ris. Á hliðinni sem sneri niður að þorpinu voru breiðar aðaldyr. Þegar inn var kom- in var bamadeild A til hægri, og barnadeild B til vinstri. Fyrir miðj- um aðaldyrunum voru fáeinar breið- ar, hvítgráar tröppur ofan í kjallar- ann. Beint á móti blasti við breið, hvít hurð með hinni leyndardóms- fuliu áletrun „Labaratorie" — rann- sóknarstofa. Á dyrunum til hægri, stóð „Depot“ geymsla. En á dyrun- um til vinstri var engin áletrun. Þær voru hvítar og kaldar, og uppi Dyrnar á iíkkjallaranum opnuðust og eitthvaö hvítt birtist í gættinni. yfir þeim vom bomð göt til að auð- velda loftræstinguna. — Þetta var líkkjallarinn. Fyrir aftan stigaopið vom breiðar hvítar dyr með áletrim Læknar — Forstöðukona. A efri heeðinni var kvennadeild C og karladeild C og gengið inn frá báðiun endum hússins. 1 risinu bjó starfslið sjúkrahússins. „Ég á pönnuköku," var nú sagt mei glaðlegri, hljómfagurri rödd og Maren hjkrunarkonan á B birtist I dyrunum. „fig er að byrja að vaka í kvöld, nú ert þú 7 nætur á undan mér.“ Fjórtán nátta næturvakt var skylda allra hjúkrunarkvenna á sjúkrahús- inu. Maren var há og þrekin með dásamlega fallegt andlit og blá augu sem ljómuðu af gæðum og lífsfjöri. Hún elskaði allt sem átti bágt og átti hjarta úr gulli. Faðir hennar var fátækur sveitalæknir á vesturströnd Jótlands. Hann hafði kosið að feta í fótspor föður síns og lækna og hugga fátæku fiskimennina frekar en að leyta sér auðs og frama á stærri sjúkrahúsum eins og efni hans og mannkostir hefðu þó getað veitt hon- um. „Hræðilegur stormur og óveður hefur verið í dag,“ sagðí Maren og hiammaði sér ofan í stól. „fig fór til Birtu — og hún gaf okkur pönnu- köku. Og hún á draumsætan dúkku- kofa,“ bætti hún við. Birta var ein af félögunum sem óvænt hafði dottið í lukkupottinn — og gengið í það heilaga. Hún þreytt- ist aldrei á að framreiða gómsæta rétti til að gleðja gömlu félagana sem ennþá voru í þrælkuninni. „Jæja, við skulum þá koma og fá okkur kaffi," sagði Isa, „nóg verður víst að gera —“ Og nóttin leið — og nóg var að gera. Það þurfti að gefa pela og skifta bleyjum og ótal skyldustörf kölluðu að. Já, og nú var eftir að merkja glösin og nú var klukkan þrjú. Isa gekk niður á rannsóknarstofuna og tók stadiv með tilraunaglösum. Um leið og hún kom fram og lokaði dyrunum á eftir sér, opnuðust dyrnar á líkkjallaranum og eitthvað hvítt birtist í gættinni. Isa fann nístandi kuldagjólu seitla upp eftir hryggn- um. — Draugur — Afturganga — hugs- aði hún. Glösin féllu á gólfið og Isa hentist upp stigann og hvíta slörið hennar flaksaðist upp og niður eins og væng- ir. „Ma — Mar — Maren!" hrópaði hún með skjálfandi rödd. „Maren!" Maren kom í ljós í dyrunum á barnadeild B. Hún hélt á pela í hend- inni. Fagurbláu augun hennar horfðu á Isu, en hvörfluðu svo ofan í stig- ann. — Þau breyttu um lit — uðu kvikul og isgrá — eins og titrandi regnský á heiðbláum sumarhimni. — Pelinn datt á gólfið og mjólkin spýttist eins og gosbrunnur upp í loftið. — Maren rak upp langt ámát- legt vein — og hvarf. Isa skjögraði að dyrum læknaher- bergjanna og hrinti þeim upp á gátt. „Sto — Storm — Stormur!“ æpti hún. „Dævelsen spestackel — Déskotans ólæti eru þetta," rumdi i Stormi, sem nú birtist i dyrunum, ífærður rauð röndóttri náttdragt. „Hva — sa —“ Orðin köfnuðu í hálsinum á honum. Hvitgráu þorska- augun hans þöndust út eins og þau ætluðu út úr tóftunum — og stað- næmdust við eitthvað i stiganum. Hörgula hárið sem daglega lá sem klístrað um höfuðið og líktist mest regnbörðu töðuraki — stóð nú skyndi- lega beint í loft upp. — Og hendum- ar sem i óðagáti fitluðu við að festa nauðsynlegt hlífðarfat neðri hluta líkamans — féllu nú máttlausar nið- in*. „Er ég lifandi — eða er ég dauð- ur,“ heyrðist nú sagt með dimmri, rámri rödd — úr stiganum. „Ég held ég sé kominn i himna- i’íki — hér er allt svo hvítt og fínt — og ég sá engil sem flaug upp, já — ég sá greinilega vængina." Isa sneri sér hægt við. 1 stigan- um stóð einkennileg vera — alls- nakin, nema um höfuðið var kyrfi- lega vafið hvítu línlaki — og ekkert sást af andlitinu nema kolsvart sitt Framhald á bls. 26. Smásaga effir Gauju

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.