Vikan - 16.04.1959, Qupperneq 8
OFBELDI
Julie starSi vantrúuð á lækninn. „Og þér eruð
að gefa í skyn, að ég hafi alls ekki bent á rétt-
an mann.“
„ug segi aðeins, að yður gæti hafa skjátlazt,
frú Barton. Ég krefst ekki neins af yður. Ég veit
ekki einu sinni, hvort ég hef lagalegan rétt til
þess að koma hingað, og ég vil sannarlega ekki
lenda í meiru klandri en ég er þegar í. „Karlweiss
leit yfir öxl hennar í áttina að setustofunni. „Get-
um við ekki farið inn og talað um þetta í ró og
næði? Mér liggur mikió á hjarta.“
„Nei.“
„Jæja, þá skal ég skýra þetta út fyrir yður
og reyna að vera eins stuttorður og ég frek-
ast get. Frú Barton, ég veit meira um Charles
Brunner en nokkur annar í heiminum. Ég yeit
meira um hann en hann veit um sálfan sig. Þess-
vegna á ég svo bágt með að trúa því, að þér hafið
bent á réttan mann."
Julie sagði: „Ég vil ekki heyra þetta nefnt.
Vilduð þé ekki gera það fyrir mig að fara?“
„Nei,“ sagði Karlweiss æstur. „Ég krefst þess,
að þér hlustið á mig. Sjáið þér til, frú Barton,
allt sem Brunner gerir, gerir hann samkvæmt
nokkurs konar reglu. Og allir þeir smágiæpir,
sem hann hefur framið, eru samkvæmt þessarri
reglu. Þcssi veikleiki hans stafar af því, að
Brunner finnur, að hann hefur aldrei náð fullum
karlmannlegum þroska.
En það sem hann er nú sakaður um, er alls
ekki samkvæmt reglunni. Sá verknaður var fram-
inn af grimmum, áleitnum manni. Þetta var verk
manns, sem öðlast ekki andlega og líkamlega
útrás nema með ofbeldi. Þetta er einkennandi
fyrir þá manngerð — þráin eftir ofbeldi. Þetta
er ekki losti, heldur einskær ofbeldisþörf. Og
þessi þörf er ekki til í Brunnef. Þetta er veik-
leiki, en þetta er ekki einn af veikleikum hans.
„Nú hljótið þér að skilja, hversvegna þetta
fékk svo á mig og samvinnuménn mína á spítal-
anum. Við erum enn fáfróðir í vísindagrein okkar
— ég skal fúslega viðurkenna það — en stundum
hefur okkur lánazt að kynna okkur persónuleika
manna svo nákvæmlega, að engu hefur skeikað.
Ég hélt að við hefðum komizt að sannleikanum
um Brunner. Og ég væri enn á þeirri skoðun,
ef þér hefðuð ekki bent á hann. Þessvegna kom
ég hingað. Mig langaði til þess að sjá yður. Mig
langaöi til þess að heyra, hvort þér væruð viss.
En ef einhver vafi ■—."
„Það er enginn vafi."
„En ef einhver vafi er,“ sagði Karlweiss biðj-
andi," skyldi ég sverja fyrir, að Brunner væri
ósekur. Ef einhvers staðar skyldi leynast vottur
af vafa —
„Það er enginn vafi!"
„Julie!" kallaði Tom frá svefnherberginu.
„Hvcr er þetta?"
Skelfing greip hana. Hún sá fyrir sér, þegar
Brunner gekk niður á götuna fyrir framan fang-
elsið, og hún sá Tom standa andspænis honum
og taka byssuna hægt upp úr vasa sínum. Hún
geip í ermi Karlweiss og hálfdró hann til dyra.
„Gerið það fyrir mig að fara!“ hvíslaði hún sár-
reið. „Málið er útrætt. Farið þér nú!“
Hún lokaði á eftir honum, hallaði sér upp að
huróinni og skalf í hnjáliðunum.
„Julie, hver var þetta?" kallaði Tom. „Við
hvern varstu að tala?“
Hún tók á sig rögg og gekk inn i svefnherberg-
i3. „Þetta var sölumaður," sagði hún. „Hann var
frá tryggingarfyrirtæki, og ég sagði honum að
fara.“
„Þú veizt, að þú átt ekki að opna fyrir ókunn-
ugum," sagði Tom. „Hversvegna gerirðu þetta?"
Julie reyndi að brosa. „Hann var ósköp mein-
laus,“ sagði hún.
En óttinn hafði skotið rótum hið innra með
henni — og óx þar og dafnaði. Og ótti hennar
stafaði af ýmsu. Stefnan frá Dahl, sem Tom
hafði lagt niður í snyrtiborð sitt, blasti við henni
í hvert sinn, sem hún dró út skúffuna. Rauði
hringurinn, sem dreginn hafði verið á dagatalinu
í kringum daginn, sem réttarhöldin skyldu fara
fram, og litlir svartir krossar. sem nálguðust
rauöa hringinn óðum. Og sýnin, sem hún sá fyrir
sér: Brunner á fangelsiströppunum, eða Brunner,
þegar hann gekk inn í réttarsalinn, eða Brunner
í rökum kjallaranum, sem hún hugsaði sér að
væri híbýli hans, og loks Brunner, þar sem hann
stóð og góndi fram fyrir sig og fór stórri hend-
inni i sífellu yfir munninn, og Tom, þar sem
hann stóð andspænis honum og dró byssuna hægt
upp úr vasa sínum og miðaði henni að brjósti
Brunners —.
Hún sá þetta enn greinilegar fyrir sér, þegar
dr. Vaughn kom með hækjurnar handa Tom.
Julie hryllti við þeim. Henni var sama þótt hún
yrði að standa undir öllum þunga Toms, meðan
hann haltraði úr einu herberginu í annað. Gifsið
var honum fjötur; hann bölvaði þvi og ragnaði
án afláts, eins og hann byggist við, að með því
að nöldra sem mest, myndi hann losna við gifsið.
En þcgar Tom fékk hækjurnar, þurfti hann ekki
lengur á hjálp Julie að halda. Nú gat hann elt
Lrunher uppi.
I-Iún horfði á hann æfa sig aö ganga við hækj-
ur um lcvöldið. 1 fyrstu reyndi hann aðeins að
halda jafnvægi, en brátt varö hann ao gefast
upp um stundarsakir og setjast.
Hann sagöi: „Julie, þú veizt ekki hvað manni
getur leiðst, þegar maóur gengur daginn út og
inn í náttfötum og slopp. En þessu er nú að verða
lokið."
„Já.“
„Þá dettur mér eitt í hug. Þú verður að fara
mej fötin mín til klæðskerans á morgun. Hann
8
VIKAN