Vikan - 16.04.1959, Page 26
DRAUGIiRIIMN
© • • •
alskcgg, sem nú þyrlaöist í allar áttir.
Nei, — Niels gamli formaður var
ekki dauður. — 1 óveðrinu sem geys-
aði yfir eyjuna sama dag, hafði bát
hvolft í lendingu — sexæring sem
íbúar Borgundarhólms notuou þá
mikið til að veiða gljáandi, gómsætu
sildina sína. Þremur mönnum var
bjargað — þrjú lík voru flutt á
sjúkrahúsið.
Trúa hugsunarsama yfirhjúkrunar-
konan á barnadeild A, hún Ida gamla
Sörensen, átti frídag. Hún var vön
að láta ungu hjúkrunarkonurnar ssm
höfðu næturvakt vita, ef eitthvaö kom
i kjallarann. Hún vissi hvað það var
að vera myrkfælin.
„Ég sá engil,“ endurtók Niels gamli
Og baslaði árangurslaust við að koma
öðrum fætinum upp á næsta stiga-
t>rep. „Ég —“
„Teppi“ Orðið spýttist eins og gufa
úr borholu, upp úr barkanum á
Stormi. Hann seildist upp á snaga
og reif niður hvítan slopp af for-
stöðukonunni og steypti yfir sig — En
— æ, — nú hrapaði neðra hlífðar-
fatie.
„Já, teppi,“ stundi Isa og staulað-
ist að skáp í horninu.
Og nú var Niels gamli sveiptur í
teppi og leiddur gegnum barnadeild
A upp á karladeild D.
Á karladeild D haföi Heba nætur-
irakt. Hún bar nafn grisku æsku-
gyðjunnar en var sjálf suðurjóti. Hún
var frá Slesvig, þýzka landskrikanum
sem Danir fengu eftir fyrri heims-
styrjöldina 1920. Móðir hennar var
náskyld Pauli Hindenburg, þýzka
stjórnmálaskörungnum, en faðir
hennar hafði verið trúr þegn Vilhelms
2. Þýzkalandskeisara, og unnið á
hans vegum allt sitt líf. Heba hafði,
full af áhuga og löngun til að hjálpa
hrjáðu mannkyni, lagt út á liknar-
foraut hjúkrunarkonunnar, — en nú
var hún orðin gömul og þreytt. Hún
hafði sest í gamlan tágastól og vafið
teppi yfir fæturna. Hún hafði lokað
augunum og ofaná maga hennar lá
nýja Alþýðublað Borgundarhólms
«neð stórri mynd af Þorvaldi Staun-
ing, hinum elskaða ráðherra Dan-
merkur.
Isa og Stormur studdu Niels gamla
gætilega upp stigann,' opnuðu hljóð-
lega hurðina og ýttu honum inn fyrir.
Hræðilegt óp, brak og brestir
kváðu við.
„Josses — draugar — hjálp,“ hróp-
aði Heba og reyndi árangurslaust
að losa sig úr brotunum af tágastóln-
um og teppunum. „Afturganga,
hjálp!“
Hún hafði vaknað við vondan
draum og við henni blasti hvita lín-
lakið og svarta skeggið á Niels
gamla. En þegar loks var búið að
hala Hebu upp, og skýra fyrir henni
atburði næturinnar var Niels gamli
settur í rúm, vafinn teppum, með
hitapoka og sjóðandi kamillute —- og
varð ekkert meint af volkinu.
Vfirlæknir Madsen var léttstígur
næsta dag, þegar hann labbaði nið-
ur i þorpið. Kofinn hans Niels gamla,
stóð rétt fyrir ofan fjöruna.. Hann
var lítill og hlaðinn úr torfi og grjóti
með grænu torfþaki eins og íslenzk
fjárhús. En þilið var málað fagur-
rautt og bak við kofann var vel
l.irtur matjurtagaður með fáeinum
ávaxtatrjám.
S P A U G
Bóndi einn kom inn i leikhús, og
var þá kvartett að syngja. Bóndinn
hlustaði dálitla stund á sönginn og
segir síðan við sessunaut sinn: „Að
Framhald af bls. 4.
Niels hofði getað verið rikur, hann
var duglegasti formaður í þorpinu og
með afbi'igðum fisksæll.
En hann var svo greiðugur ■— það
voru svo margir sem þurftu að fá
i soðið. Og svo er nú það. ■— Ekki
var hægt að taka neitt með sér yfr-
um —- og það var nú alltaf sælla að
gefa en þiggja.
Agatha konan hans Niels sat á
rúminu sínu í fátæklega baðstofunni.
Hún var spariklædd, því það var
sunnudagui1. Á hvítskúraða borðinu
fyrir framan hana lá Biblían. Hún
var að reyna að lesa sér til hugg-
unar. - En aftur og aftur brá hún
bláköflótta svuntuhorninu upp að
augunum. Lífið var erfitt. — Þrjá
efnilegu synina hafði sjórinn tekið
— telpuangann tók lungnabólgan -—
og nú hann Niels.
Hún seildist upp á hilluna yfir
rúminu og tók þaðan haglega út-
skorna skrlnu — einasta ver^mæta
hlutinn sem litli kofinn átti. Á lokið
var grafið ártalið 1576. Einn af for-
feðrum Agötu hafði barist með Frið-
rik 2. Danakonungi, sem endurheimti
Borgundarholm undan yfirráðum
Þjóðverja 1576, við borgina Hamars-
hus sem er á norðurhluta eyjunnar,
og stærsta borgarrúst sem Damr
eiga.
Agata gægðist ofan í skrinuna. Jú,
eitthvað var nú þarna af aurum —
nóg til að koina honum Niels í gröf-
ina.
„Góðan dag! — Komdu nú blessuð
og sæl Agata mín,“ sagði yfirlæknir
Madsen um leið og hann gekk inn
i baðstofuna.
„Hann Niels er ekki dáinn —
hann er lifandi.“
„Hann Niels er ekki dáinn -— hann
er lifandi," endurtók Agata, „hann
er hjá Guði, og englunum •— eða
kannske er hann bara á leiðinni
þangað," bætti hún við í hálfum hljóð-
um.
„En ég hef verið mesta skass, og
ekki góð við hann Niels," sagði hún
í kjökurrómi, og horfði votum sorg-
augum á yfirlæknirinn.
„Sussu — sussu," sagði yfirlæknir
Madsen í róandi tón. „Víst ekki,
Agata mín. Þú ert mesta sómakona
og allt sem þið Niels hafið gert gott
í lífinu. En hann Niels er lifnaður
við," bætti yfirlæknir Madsen við
og horfði glöðum augum á Agötu.
„Hann Niels er —“ Agata reyndi
árangurslaust að rísa á fætur. „Hvað
er maðurinn að segja? 1 gær var
hann Niels dauður — var hann nú
lifandi í dag! — Var bá eitthvað satt
með þessi herrans töfralyf ssm vís-
indin voru aö monta sig af. Var
nú barasta liægt að vekja fólk upp
frá dauðum.
Og lengi mátti yfirlæknir Madsen
tala við Agötu áöur en hún skildi
svolítið af þvi sem gerst hafði.
En þegar Niels gamli lcom heim
nokkrum dögum seinna var heldur
en ekki fagnaðarfundur. Agata hafði
bakað kynstrin öh af lummum með
ávaxtamauki úr garðinum sinum og
bauð öllu starfsfólki sjúkrahússins,
því eins og hún sag^i við sina beztu
vinkonu og nágrai.r.akonu hana
Tusemeldu:
„Það mátti nú pkki mmna vera
en blessað fólkið á sjúkrahúsinu fengi
upp í sig lummubita. Það sem hafði
vakið hann Niels upp frá dauðum".
Cs/öfrT)
fermingargjafir
í glœsilegu úrvali
(JR OG LISTHMJiNIR,
Austurstræti 17. Simi 19056.
PÁLIVHMW, Keflavík
Sími 339.
3 þekktar verzlanir
sjá nú þetta hyski! Þarna hamast
þeir fjórir í einu, til þess að verða
sem fyrst búnir."
; ; ;
Afinn: „Nú skal ég koma með
gátu, sem þú getur ekki ráðið, Pétur
litli, og hún er svona: Hvaða dýr er
það, sem hefur grátt hár og löng
eyru og það er líl hægt að ríða á
því ?“
„Pétur: „Ég er viss um að það
ert þú, afi.“
j i |
Frú Lára er að lesa í blaði og
segir upp úr lestrinum við Pétur
bónda sinn: „Hugsaðu þér nú ánn-
að eins Pétur! I hvert skipti sem
þú drégur andann, þá deyr einhver
einhversstaðar í heiminum."
Pétur: „Þetta getur vel verið satt;
en það verður að hafa það; ég get
ekki farið að hætta við að anda
fyrir það, því að þá dey ég sjálfur.“
26
VIKAN