Vikan - 23.04.1959, Qupperneq 9
„Eða heyrðuð þér hana hrópa, eins og hún
heldur fram?"
„Nei. Ja, ég hef ef til vill heyrt hróp, eins og
í draumi. Ég rakst á hana við dyrnar á íbúðar-
vagninum.“
„Svo að þér heyrðuð ekki um árás Barneys fyrr
en kona yðar sagði yður frá því?“
„Nei.“
„Hvað gerðuð þér þá?“ Ég ætlaði að þvinga
hann til þess að segja eitthvað annað en já og
nei.
,,Ég hjúkraði henni, auðvitað. Hún var hræði-
lega á sig komin. Annað augað var nærri lokað,
bæði augu og andlitið allt illa marið, einnig
handleggirnir; pilsið hennar var rifið . . ."
„Átti þetta sér stað áður eða eftir að þér
skutuð Barney Quill?"
„Áður.“
„Hm . . . Hve lengi voruð þér hjá konu yðar,
áður en þér fóruð inn á barinn?“
„Ég man það ekki.“
„Ég held það skipti miklu máli, svo að þér
skuluð reyna að muna.“
Eftir stutta þögn. „Ef til vill klukkustrmd."
„Ef til vill meira?"
„Ef til vill.“
„Ef til vill minna?"
„Ef til vill."
Ég þagnaði og kveikti mér i vindli. Ég var
ekkert aö flýta mér. Ég var kominn á það stig,
að ef ég fengi nokkur röng svör við réttum spurn-
ingum myndi skjólstæðingur minn — ef ég tæki
að mér mál hans — lagalega varnarlaus.
Annað hvort hætti ég núna og fæli öðrum lög-
fræðingi þetta starf, eða þá ég yrði að spyrja
hann nokkurra örlagaspurninga, sem gerðu ekki
annað en að herða lykkjuna um háls hans. Einn-
ig gat ég, eins og slyngum lögfræðingum er tamt,
haldið stuttan fyrirlestur.
Og hver er svo þessi fyrirlestur?
Fyrirlesturinn er aldagamalt bragð, sem lög-
fræðingar nota til þess að hvetja skjólstæðinga
sína, án þess að skjólstæðingarnir viti, að verið
er að hvetja þá. Og að hvetja skjólstæðinga, eða
beinlínis veiða upp úr þeim, er engu betur þokk-
að en rán, enda er það svívirðilegt bragð.
„Mér er ljóst, að enn þarf ég að spyrja yður
margra spurninga og tala við yöur um ýmislegt,"
byrjaði ég. „Og ég ætla ekki að dæma mál yðar
EFTIR
ROBERT TRAVER
að órannsökuðu máli. En enn sem komið er verð
ég að hryggja yður með því, að enn hafið þér
ekki bent mér á neitt, sem lagalega gæti bjarg-
aö yður undan refsingu."
Ég þagnaði, til þess að láta hann melta þetta.
Þetta er nauðsynlegt við slíka fyrirlestra. Mað-
urinn deplaði augunum og snerti endana á yfir-
skeggi sínu með tungubroddinum. „Eruð þér að
ráðleggja mér að segjast sekur?“ sagði hann og
brosti litillega.
„Það kann að fara svo,“ sagði ég, „en það
sagði ég alls ekki. Ég vil aðeins benda yður á
aðstöðu manns, sem —“ ég þagnaði, en hélt
síðan áfram „—- sem hefur töluverða reynslu í
slíkum málum.“
„Já, en hvað með það, að Quill nauðgaði konu
minni?“ spurði maðurinn lágt. „Hvað með hin
óskrifuðu lög?“
Ég hafði verið að bíða eftir þessu.
„Það er ekkert til, sem heitir óskrifuð lög,"
sagði ég yfirlætislega.
„En dauðarefsing er ekki til í Michigan, er
það?“ spurði undirforinginginn. Hann hafði ber-
sýnilega hugsað mikið um þetta.
„Reyndar ekki,“ sagði ég. „En svo ég svari
spurningu yðar: ekki nema fyrir landráð — og
þess eru engin skráð dæmi — svo að þér hafið
rétt fyrir yður: dauðarefsing er ekki til í Mic-
higan.“ Ég þagnaði og hélt síðan áfram. „En ég
myndi leyfa mér að halda því fram, að ef þér
væruð dæmdur sekur, mynduð þér allt eins óska
þess að svo væri.“
Þetta var farið að hafa sín áhrif. Manion und- •
irforingi starði á sterkar, en fingerðar hendur
sinar um stund, síðan leit hann á mig. „Þér haf-
ið ef til vill hitt naglann á höfuðið," svaraði
hann hægt.
„Það eru aðeins þrjár höfuðvarnir gegn því
að vera sakaður um morð: sú fyrsta, að það hafi
annað hvort ekki komið fyrir, hafi verið sjálfs-
morð, slys og hvað eina; i öðru lagi, að þótt það
hafi átt sér stað, sé maður ekki sekur, hafi fjar-
vistarsönnun, rangur vitnisburður og þvilikt; og
i þriðja lagi, að þótt maður hafi framið glæpinn
sé hægt að afsaka hann lagalega." Ég þagnaði,
til þess að heyra frá nemanda mínum.
Undirforinginn varð hugsi. „Og hvar á ég svo
heima í öllu þessu?“ svaraði hann.
„Ég get betur sagt yður hvar þér eigið ekki
heima,“ hélt ég áfram. „Þar sem allur þorri
þeirra, sem voru inni í barstofunni sáu yður
skjóta Barney Quill að þvi er virtist með köldu
blóði, koma tvær fyrstu varnirnar tæplega til
greina. Ég er hræddur um, að við getum sleppt
þeim." Ég þagnaði. „Þessvegna hljótið þér að
heyra unair þrioju vörnina. Þessvegna skulum við
snúa okkur að henni."
„Eigið þér við,“ sagði Manion undirforingi, „að
vörn mín sé einungis í því fólgin að finna rétt-
lætingu eða afsökun?"
Fyirlestur minn virtist hafa gengið að óskum.
„Einmitt", sagði ég og kinkaði kolli til samþykk-
is. „Ef þér bætið aðeins við lagalega réttlætingu
eða afsökun, fáið þér ágætiseinkunn."
„Og er það ekki réttlæting, að maður drepur
mann, eftir að konu hans hefur verið nauðgað?"
„Siðferðilega, ef til vill, en ekki lagalega. Ekki
þegar verknaðinum er lokið, eins og i þetta sinn.
Sjáið þér til, það er ekki sjálf athöfnin, þegar
maður er drepinn, sem gerir drápið að morði;
það eru aðstæðurnar, tíminn og hugarástand og
ásetningur þess sem fremur glæpinn.
„Hvað sem kom fyrir konu yðar, þá var því
lokið, þegar þér komuzt að þvi. Þér gátuð ekki
bjargað henni; auk þess var hún komin úr allri
hættu; og ef Barney Quill nauðgaði henni, hefði
mál hans verið tekið fyrir rétt.
„Með verknaði yðar gripuð þér fyrir hendur
réttarins og dæmduð Barney Quill til dauða.
Þjóðfélagið vill nú refsa yður fyrir að brjóta þessa
ævafornu meginreglu."
Við sátum hljóoir, og undirforinginn virtist
fúll. „En getur kviðdómurinn ekki látið mig
lausan, þótt lögin séu á móti mér?“ spurði hún.
„Auðvitað," sagði ég. „Og það gerir kviðdóm-
urinn oftlega. En það er ekki lagaleg vörn, held-
ur skortur á henni.
„Eins og málum er nú háttað eru lögin á
móti yður. Dómarinn myndi næstum neyðast tii
þess að fá kviðdómendur til þess að dæma yður
sekan. Skiljið þér það ekki? Kviðdómurinn myndi
tæplega láta yður lausan.
„Lagalega séð er þetta mál sígilt dæmi morðs
af yfirlögðu ráði. Viljið þér mæta fyrir rétti,
jafnvel þótt þér eigið enga lagalega von um
náðun?" Ég þagnaði og lét hann hugsa um þetta.
„Jæja, hvort sem þér viljið það eða ekki, þá
vil ég það ekki. Annað hvort vil ég finna góða
og gilda lagalega afsökun eða þá þér verðið að
játa á yður morðið.“ Ég hugsaði mlg um. „Auk
þess er önnur lausn."
„Hver er hún?“
Þetta er einn liður í fyrirlestrinum, að gefa
í skyn, skjóta skjólstæðingnum skelk í bringu,
gefa það i skyn, að lögfræðingurinn sjái sér ekki
fært að taka að sér málið. „Þér gætuð fengið yð-
ur nýjan lögfræðing," sagði ég.
„Einmitt,“ sagði hann loks. „Þér viljið koma
þvi þannig fyrir, að kviðdómendurnir hafi við ein-
hverja lagasetningu að styðjast og geti náðað mig
— án þess að bíða nokkurn álitshnekki ? “
„Einmitt,“ sagði ég: Hann brást við nákvæm-
lega eins og ég hafði óskað.
„Hvar er þá lagalegu réttlætingu að finna?"
„Þær eru nokkrar, en þær virðast ekki falla
sem bezt inn í mál yðar — sjálfsvörn, manndráp
framið til þess að afstýra ódæðisverki —'“
Ég þagnaði skyndilega og deplaði augunum
hugsandi. Hugmynd hafði skyndilega skotið upp
í kollinum á mér. Ef Barney Quill hafði í raun-
inni nauðgað Laura Manion, var hann eftir þvi
ódæðismaöur, sem lék lausum hala, þegar hann
var skotinn. Ég velti þessu fyrir mér. Þetta var
að minnsta kosti þess virði að hugsa um það.
„Og loks getur maður brugðið fyrir sig geð-
veilu." Ég þagnaði og hóf síðan skyndilega máls:
„Þar meo er það vist að mestu upptalíð." Ég
reis á fætur, eins og ég væri búinn til brott-
feroar.
„Segið mér meira."
„Það er litlu við þetta bætandi." Ég gekk hægt
um herbergið.
„Ég á við þetta um geðveiluna."
„Nú, geðveila," sagði ég og gerði mér upp
undrun. Hann beit strax á agnið. „Nú þegar hægt
er að sanna á mann geðveilu, er það fyllilega rétt-
læting. Hún réttlætir ekki lagalega morð, til
dæmis eins og sjálfsvörn, heldur afsakar það.
Ef maður er geðveikur, lagalega geðveikur, er
manndrápið reyndar talið til morðs, en lögin af-
saka ódæðismanninn."
Manion undirforingi sat teinréttur í sæti sínu,
kyiT og teinréttur. „Einmitt — og þessi — ódæð-
ismaður — hvað verður um hann ef hann er —
náðaður?“
„Samkvæmt lögum Michigan — eins og í mörg-
um rikjum öðrum — verður að senda hann á
sjúkrahús fyrir geðveika afbrotamenn, og þar
verður hann að dveljast, þar til hann er úr-
skurðaður heill á geðsmunum."
Hann lék sér eins og köttur í kringum heitan
graut. „Hversu lengi verður hann að vera á
sjúkrahúsinu?"
„Ég veit ekki,“ sagði ég. „Nokkra mánuði, ef
til vill ár ■— það er undir ýmsu komið."
Undirforinginn leit út um gluggann. Ég sat
grafkyrr. Síöan leit hann á mig. „Ef til vill,“
sagði hann, „ef til vill var ég geðveikur . . ."
Framhald í nœsta blaði.
VIKAN
9